Morgunblaðið - 12.06.1987, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.06.1987, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ1987 B 15 stendur nú yfir í Amtsbókasafninu á Akureyri. Þetta er farandsýning norraenu heimilisiðnaðarsamtak- anna sem haldin var fyrst í Kupio í Finnlandi og hefur síðan farið um öll Norðurlöndin. Vfirskrift þessarar sýningar er vöruþróun í heimilisiðn- aði frá hugmynd til fullmótaðs hlutar. Það er félagið Nytjalist sem hefur tekið að sér að sjá um þessa sýn- ingu á Akureyri. Sýningin verður opin alla virka daga frá kl. 14 til 19 ogkl. 14 til 22 um helgartil 15. júní. Eden Hveragerði: Sýning Steingríms Sigurðssonar - siðasta sýningarhelgi Sýningu Steingríms Sigurðssonar í Eden í Hveragerði lýkur á sunnu- dagskvöld kl. 23.30. Á sýningunni eru um 40 myndirog eru 35 þeirra til sölu. Þetta er 11 sýning Steingríms í Eden og 62 sýning hans. Nýlistasafnið: „Sænskt KEX“ (kvöld, föstudagskvöld, kl. 20 opnar í Nýlistasafninu og MÍR saln- um sænsk myndlistarsýning sem er síðasti liðurinn í röð skiptisýninga milli íslands, Svíþjóðarog Noregs. Þessi sýningarkeðja hefur hlotiö nafnið „KEX". Áður hafa sýningarn- ar verið til sýnis í Kulturhuset ( Stokkhólmi, UKS í Osló og um síðustu helgi lauk norsku sýning- unni í Nýlistasafninu. Hugmyndin að baki þessara sýninga erað ung- ir listamenn kynnist því sem er að gerast í hinum tveimur löndunum. Sýningin stendur til 28. júní og opið verður virka daga frá kl. 16 til 20 og um helgarfrá kl. 14 til 20. LEIKLIST Alþýðuleikhúsið: Eru tígrisdýr í Kongó? - tvær aukasýningar Vegna mikillar eftirspurnar hefur Alþýðuleikhúsið ákveðið að hafa tvær aukasýningar á leikritinu Eru tígrisdýr í Kongó? Þær verða í dag, föstudag, kl. 12 og á laugardag kl. 13. Með þessa sýningu reiö Al- þýðuleikhúsið á vaðið með þá nýbreytni að hafa hádegisleikhús og hefur þessi tilraun tekist vel því uppselt hefur verið á nær allar sýn- ingar sem verða 40 með þessum aukasýningum. Sýningarnarverða fveitingahús- inu Kvósinni og hefjast stundvís- lega. Miðaverðer750 kr.fyrir leiksýningu, léttan hádegisverð og kaffi. Leikfélag Reykjavíkur: Dagurvonar Síðustu sýningar Aðeins tvær sýningar eru eftir á hinni rómuðu sýningu Leikfélagsins á Degi vonar eftir Birgi Sigurðsson. Næstsíðasta sýning veröur í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20. Leikritið, sem gerist í Reykjavík á sjötta áratugnum, er nokkurs konar uppgjör milli fólks og eiga átökin sér stað innan fjölskyldu þar sem væntingareinstaklinganna eru ólík- arog hagsmunirskarast. Leikskemma Leikfél- agsins v/Meistaravelli Þar sem djöflaeyjan rís Leikritið, Þar sem djöflaeyjan rís, verður sýnt í hinni nýju Leikskemmu LR á Meistaravöllum í kvöld, föstu- dagskvöld, kl. 20 og laugadags- og sunnudagskvöld kl. 20. Þetta fjör- uga og skemmtilega leikrit Kjartans Ragnarssonar, sem er gert eftir skáldsögu Einars Kárasonar, hefur fengið afbragðs viðtökur. Þjóðleikhúsið: Hvar er hamarinn? Gleði- og gamanleikurinn Hvar er hamarinn? eftir Njörð P. Njarðvík, í leikstjóm Brynju Benediktsdóttur, var frumsýndur á (safirði í sl. viku við firnagóðar undirtektir áhorfenda. Leikför með þetta verk um Vestfirði og Vesturland hefst 18. júní nk. með sýningu á Hnífsdal, en förinni lýkurá Akranesi 30. júní. Yerma Yerma eftir Federico Gracía Lorca, verður sýnd í kvöld, föstu- dagskvöld, og laugardagskvöld kl. 20. Hér er á feröinni stórbrotið verk sem á rætur að rekja til spánskrar alþýöu, Ijóðrænn harmleikursem er allt i senn: fallegur, sannur og djúpur. TÓNLIST Duus: Kvartett Björns Thoroddsen Jassunnendur eiga á vísan að róa þar sem Heitipotturinn í Duus er. Þar er leikinn lifandi jazz á hverju sunnudagskvöldi kl. 9.30. Að þessu sinni kemurfram Kvartett Björns Thoroddsen. Kvartettinn skipa: BjörnThöroddsen (gítar), Þórir Bald- ursson (píanó), Steingrímur Óli Þrjár kvikmynda ítalska leikstjórans Mauro Bolognini verða sýndar í Regnboganum 13. til 15. júní. ítalskir kvikmyndadagar: Bolognini kynning SENDIRÁÐ Ítalíu og Ítalsk-í slenska fólagið standa fyrir þremur kvikmyndadögum í Regnboganum í Reykjavík dagana 13., 14. og 15. júní. Sýndar verða þrjár myndir eftir hinn þekkta ítalska kvikmyndaleikstjóra Mauro Bolognini. Myndirnar eru „II Bell’Antonio“ frá 1960, „Metello" frá 1969 og „Bubu“ sem gerð var árið 1970. Sýningar verða kl. 17,21 og 23 alla dagana og eru aliir kvikmyndaáhugamenn hvattirtil þess að koma og sjá þessar einstöku myndir. Sýningar verða aðeins þessa þrjá daga. Sigurðarson (trommur) og Jóhann Ásmundsson (bassi). FERÐALOG Frístundahópurinn Hana nú: Laugardagsgangan Vikuleg laugardagsganga Frístundahópsins Hana nú í Kópa- vogi verður laugardaginn 12. júní. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10. Upphafhelgarinnaráfögrum sumarmorgni. Markmið göngunnar er: samvera, súrefni, hreyfing. Skemmtilegurfélagsskapur. Allir aldursflokkar. Nýlagað molakaffi. Ferðafélag íslands: Á söguslóðir Njálu og Fjöruferð (kvöld, föstudagskvöld, verður ferð til Þórsmerkur og verður gist í Skagfjörðsskála/Langadal. Laugar- daginn 13. júní eru tvær dagsferðir kl. 9. Söguslóðir Njálu, í þeim' ferð verður komið við á söguslóöum Njálu og efni hennar rifjaö upp. Kl. 11.30 er Fjöruferð, ekið verður að Hvassahrauni suður með sjó og gengið þaðan niður i fjöru. Leið- sögumenn í þessari ferð eru höfundar „Fjörulifs", fræðslurits F.(. nr. 2 og erætlunin að kenna þátttak- endum að greina lífverur fjörunnar eftir bókinni. Það eru þau Hrefna Sigurjónsdóttir, líffræðingur, og Agnar Ingólfsson, líffræðingur, sem annast fræðsluna í þessari ferð. Á sunnudaginn eru fyrstu af- mælisgöngurnar i tilefni 60 ára afmælis Ferðafélagsins. Kl. 10.30 verðurgengiðá Móskarðshnúka og Trönu og komið niður í Kjós, þar sem eftirmiðdagshópurinn endáði sína göngu, en kl. 13 verður gengiö um Svínaskarð, sem erfyrsti áfangi af sex á leiðinni til Reykholts í Borg- arfirði, en þangað verðurgengið í sex sunnudagsferðum. Síðasta skógræktarferðin í Heið- mörker 18. júní. Náttúruverndarfélag Suðvesturlands: Gönguferð um Mos- fellssveit Farið verður á morgun, laugar- daginn 13. júní, í þriðju Umhverfis- gönguferðina sem Náttúruverndar- félag Suðvesturlands stendurfyrir um sveitarfélög á Suðvesturlandi. Þessi gönguferð verður að mestu farin umhverfis meginbyggðina og verða þræddir göngustígar þar sem þeir eru, annars valin besta leiðin. Gangan hefst hjá Lágafelli kl. 9.00 f.h. Þaðan verður haldiö austur með Lágafellshömrum, síðan farið hjá Skorhól og að Suður-Reykjum og áfram með hlíðum Reykjafells að Reykjalundi. Frá Reykjalundi verður farinn Skammidalur yfir í Mosfellsdal og niður að Varmá og Brúarlandi. Hringur lokast svo við Lágafell. Allir hafa tækifæri til að taka þátt í þess- ari göngu ýmist með því að ganga alla leiðina, sem er um 12 km, eða koma í hana hvar sem er og vera með í henni lengri eða skemmri tíma. Hið íslenska náttúru- fræðifélag: Lifríki Þingvallavatns - náttúruskoðunarferð Hið íslenska náttúrufræðifélag stendur fyrir náttúruskoðunarferð að Þinvallavatni sunnudaginn 14. júní. Farið verðurfrá Umferðamiö- stöðinni að sunnanverðu kl. 10. Komiö varður til baka milli kl. 18 og 19. Allir eru velkomnir, hvort sem þeireru félagsmenn eða ekki. Sig- urður Snorrason liffræðingur og samstarfsmenn hans kynna rann- sóknirsínará Þingvallavatni. Þessar rannsóknir hafa nú staðið næróslit- ið um 13 ára skeið. Þær beinast að flestum þáttum í lífríki vatnsins, en nú er mest áhersla lögð á rann- sóknirá bleikjunni. í Þingvallavatni er að finna fjórar gerðir af bleikju (dvergbleikju, murtu, kuðunga- bleikju og sílableikju). Hvergi í heiminum ervitað um jafnmargar tegundir í einu og sama vatninu. Ekið verður umhverfis vatnið og rannsóknimar kynntar, jafnframt þvi em staldrað verður við á ýmsum stöðum við vatnið. Fiskitegundirnar verða til sýnis og eins verður sýnd sérstök aðferð sem notuð er við að fanga fiskinn. Með þessari ferð er Hið íslenska náttúrufræðifélag að brydda upp á nýjung, með því að kynna fyriralmenningi ákveðnar rannsóknir úti í náttúrunni. Rétt er að þenda fólki á að hafa með sér stigvél. Á morgun Blik Eiðistorgi föstudag til kl HAGKAUP Skeifunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.