Morgunblaðið - 12.06.1987, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.06.1987, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐH), FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1987 nýjan leik? Guðlaugur Gauti Jónsson arkitekt er einn þeirra sem fengist hefur við spá- mennsku í byggingarmálum og við sóttum hann heim til að fá svör hans við spurningum um hvernig tölvuvæðingin kæmi til með að hafa áhrif á íbúðar- húsnæði og skipulag hverfa. „Ýmsir spá því, eða benda að minnsta kosti á þann mögu- leika, að í upplýsingaþjóðfélag- inu muni vinnustaðurinn breytast og bæði skóla og vinnu, ásamt fjölmörgu öðru megi fólk að mestu stunda úr stofunni heima hjá sér. Ef svo verður, mun þetta valda byltingu í þjóð- félaginu. Hinn hefðbundni vinnustaður, skóli, skrifstofa eða verslun mun hverfa. Eftir munu standa tölvumiðstöðvar og vörugeymslur, sem þjónað verður af tölvuvæddum vél- mennum. í stað þess að meginhluti þjóðfélagsins fer af stað til vinnu eða í skóla á morgnana og stormar í verslanir á heimleið þegar kvöldar, sitja menn nú heima og stunda iðju sína það- an. Þeir sinna vinnu og skóla heima og kaupa sömuleiðis inn, stunda bankaviðskipti og skipu- leggja frítíma þaðan. Ef þetta er framtíðin mun þetta óhjá- kvæmilega hafa áhrif á það húsnæði sem við búum í. En ég sé ekki fyrir mér að allir fjöl- skyldumeðlimir sitji og stundi vinnu sína í því húsnæði, óbreyttu, sem við búum í í dag. Fleira þarf að koma til og skapa öðruvísi vistarverur. En er þetta framtíðin? Eða munu þarfir fólks ekki breytast jafn hratt og tæknin. Ef litið er á þá þjóðfélagsskipan sem við búum við í dag þá á óg erfitt með að ímynda mér að þetta gangi up. Ég er til dæmis sann- færður um að straumur kvenna á vinnumarkaðinn er ekki síst til kominn vegna þarfar fyrir félags- legt samneyti. Það fæst að vísu á heimilinu líka, en ekki síst á vinnustað. Og ef fólk skoðar kunningja- og vinahóp sinn kem- ur það örugglega á daginn að verulegur hluti eru annaðhvort vinnufélagar eða skólafélagar. Þessvegna finnst mór ótrúlegt að nýi vinnustaðurinn verði heimilið. Það kann að verða svo um tíma, en ekki til frambúðar því heimilið er ekki lengur sú félagslega eining sem fólk lifir og hrærist í. í Svíþjóð þykir sjálfsagt að um leið og byggt er nýtt hverfi eða húsasamstæða, þá sé byggt húsnæði fyrir dagvistun barna- og félagslega starfsemi íbú- anna. Þeir hafa reynslu af því að hin fullkomna blokkaríbúð með geymslu og þvottahúsi veldur einangrun íbúanna. Upp hafa komið hugmyndir um að þvottahús verði ekki aðeins sameiginleg fyrir stigahús, held- ur fyrir heilu húsasamstæðurn- ar. A þann hátt myndi umgangur og samskipti aukast meðal íbú- anna. Kannski mun þessi hugmynd einnig henta þeirri tæknivæð- ingu sem nú knýr dyra hjá okkur. í hverju hverfi myndi þá verða byggt vinnuhús um leið og hverfið væri byggt. í eldri hverf- um yrðu hús tekin undir slíka starfsemi. í þessum vinnuhús- um myndi fólk stunda störf sín og nám og í stað þess að þeysa langar leiðir milli staða, myndi fólk ganga nokkur hundruð metra til vinnu. Þar væru þau tæki sem vinnan krefðist og þar fengi fólkið félagslega útrás. Umferð minnkar En hvort sem vinnan flyst aft- ur heim eða byggðar verða sérstakar hverfavinnustofur koma þessar breytingar til með að hafa umtalsverð áhrif á um- ferðarmenninguna. í skýrslu starfshóps um tölvu og upplýs- ingartækni á vegum Rannsókn- arráðs er þeirri hlið mála velt upp og orðrétt stendur:„Ef við sjáum fyrir okkur heimili, sem jafnframt er vinnustaður, þá eru þeir heimilismenn, sem ella væru útivinnandi, búnir að spara sér allt frá hálftíma og upp í einn klukkutíma eða meira á venju- legum vinnudegi við það eitt að losna við tímann, sem það tekur að koma sér í og úr vinnunni. Á einu ári geta þannig unnist 100 klukkustundir eða vel það. Þar við bætist vinnutímastytting þannig að sá viðbótartími, sem fjölskyldan fengi til eigin ráðstöf- unar, gæti orðið mjög umtals- verður. Við stæðum fyrr en varir frammi fyrir þjóðfélagi iðjuleysis, eða ef við kjósum þá nafngift frekar, tómstundaþjóðfélaginu. Þessar stundir má vissulega fylla af skapandi athöfnum. Upp- eldismál verða miklu tímafrekari þar sem naumast verður talin ástæða til að senda ungbörn á dagvistir þegar hinir fullorðnu eru hvort eð er heima.“ „Þessi tækniþróun á eftir að hafa gífurleg áhrif á störf arki- tekta sem annárra starfstétta" sagði Gauti, „líklegt er að arki- tektinn geti t.d. sent teikningar til viðskiptavinarins í gegnum tölvuna í aðra tölvu sem stað- sett er í hverfisstöðinni og myndað þannig beint tölvusam- band við viðskiptavininn. Húsbyggingar færast í ríkara mæli til verksmiðjanna, verða meir og meir fullunnin þar og flutt á byggingarstað." Guðlaugur Gauti benti á að nú þegar væri talið að um þriðj- ungur allrar smásölu í Banda- ríkjunum færi fram í gegnum síma, tölvur, og bæklinga, þ.e. menn færu ekki og keyptu inn í stórmörkuðum. „Það leggst þó aldrei alveg af að menn kaupi sjálfir inn, til þess er félagslegi þátturinn of sterkur, menn hafa I gaman af að fara og hitta annað fólk, sjá og skoða vöruna áður en hún er keypt." Börn hætta að „fara“ i skólann Hvaða áhrif hefur þessi tækniþróuh á skólagöngu barn- anna? Sérfræðingar Rannsókn- arráðs hafa þetta að segja: „Eldri börn hætta að „fara" í skólann í venjulegum skilningi; þau munu í staðinn njóta tölvu- væddrar fjarkennslu, sem getur að sumra áliti tekið langt fram hefðbundinni skólakennslu, en jafnframt því munu börnin halda sterku persónulegu sambandi við kennara sína. Valdboðshlut- verk kennara mun breytast í ráðgjafahlutverk. Þetta gæti leitt til stóraukinnar foreldra- ábyrgðar á námi barnanna og miklu nánari tengsla milli heimila og skóla, þótt ekki sé það sjálf- gefin afleiðing. Hinsvegar er Ijóst að möguleikar kennaranna til náins eftirlits með vinnu nem- endanna munu verða miklu meiri en aður. Kennsluforritum af innlendum og erlendum upp- runa verður beitt í ríkum mæli í kennslunni og verða nemendur tiltölulega sjálfbjarga við þau, jafnframt því að bæði námið og kennslan sveigist meir að þörf- um hvers einstaklings. Opinn háskóli í einhverri mynd er einn- ig nærtæk hugmynd." Skólabyggingar verða því að mestu úr sögunni eða breytast mikið frá því sem nú þekkist. Starfshópur Rannsóknarráðs spáir því að framtíðarfjölskyldan verði líkari fjölskyldu fyrri tíma, viðfangsefni heimilanna aukist, svo sem matargerð, fatagerð, ræktun nytjajurta og fleira þess- háttar í kjölfar aukins frítíma fólks. Þá spá þeir því að heimil- in komi sér upp þekkingarkerf- um fyrir heimilistölvur til að efla ’ starfsemi innan heimilanna, þannig muni t.d. heilbrigðis- þekkingarkerfi gera fjölskyld- _____________________B 7 unni kleift að sinna heilsugæslu fjölskyldumeðlimanna í ríkara mæli og leiða til þess að störf heimilislækna og starfsemi heil- sugæslustöðva verði léttari og árangursríkari en áður. Sumir sjá fram á aukna dreifingu byggðar, tæknin gerir mönnum kleift að vera í sambandi hver við annan þó þeir búi víða um land. Hjónaband sjónvarps- ins og tölvunnar Sérfræðingarnir spá ekki hvað minnstum breytingum á sviði fjölmiðlunar. Þeir segja: „í stað þess að lesa sama dag- blaðið og þúsundir eða milljónir annarra landa sinna, hlusta á sömu útvarpsfréttirnar og horfa á sömu fréttaþættina í sjón- varpinu, þá munu menn í náinni framtíð vera farnir að velja eigið fréttaefni, sem þeir safna saman úr ýmsum heimshornum og hanna að vild eftir smekk sínum eða sérvisku. Svo sem sjá má er hætt við að hér verði mörkin óglögg á milli fréttaöflunar og tölvuvædds heimanáms. Sama segja menn raunar að muni gegna um afþreyingarefni, þótt breytingin á því sviði verði ekki eins afdrifarík, enda stökkið minna miðað við núverandi ástand. Fljótt á litið virðist hér vera um að ræða stórt skref í átt til frelsis og sjálfstæðis not- endanna þar sem yrðu komin á gagnvirk og sívirk samskipti milli miðla og notenda....í upplýs- ingaþjóðfélaginu mun hver einstaklingur getað leitað uppi nákvæmlega þann fróðleik, sem honum finnst skipta máli, í þeirri heimild sem hann treystir best. Þetta getur leitt til þeirrar þver- sagnarkenndu niðurstöðu að í upplýsingaþjóðfélaginu verði all- ir betur að sér en áður, en hinn sameiginlegi þekkingarforði minnki eigi að síður." vj VERIÐ VELKLiCTDI^^ Verzlunin er opin daglega firá 9-6. Laugardaga frá 10-12 (líka í sumar). Kreditkortaþjón usta. Sumarpeysumar okk- areruframleiddarúr ítölsku bómullargami. í verzlun okkar er mik- ið úrval af sumarpeys- um á dömur, herra og böm. Einnig er selt í verzlun okkar: Dömubuxurfrá GARDEUR í V-Þýskal. Dömublússurfrá OSCARofSwedenog Kellermann i Svíþjóð. . i. PRJÓNASTOFAN UÖuntv Skeijabraut lt (v/Nesveg) Seltjaraarnesi. .y W IA\ASTi:\(ilK fánastengur eru framleiddar úr áli, hvítlakkaðar og endast vel. Uppsetning er sérstaklega auðveld. fánastengur bjóðum við i eftirfarandi lengdum: 6 — 8 — 10 — 12 — 14 — 16 metra. SCANDINAVIA Sudurlandsbraut 6. sími: 83499-30900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.