Morgunblaðið - 21.07.1987, Blaðsíða 2
2 B
HUrgunfrlaMb /ÍÞRÓTTIR ÞRJÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1987
KNATTSPYRNA / 1. DEILD
Hjólhestaspyrna
Morgunblaðið/Sverrir
Sævar Jónsson reynir hér hjólhestaspyrnu að marki Víðis en án árangurs. Valsmenn reyndu ýmislegt í gær en flest án árangurs enda var vöm Víðismenna þétt fynr
og þeir börðust hart fyrir stiginu.
Geysileg barátta
VÍÐISMENN gerðu enn eitt
jafnteflið í 1. deildinni í knatt-
spymu í gærkvöldi er þeir
mættu Valsmönnum að Hlíðar-
enda. Geysileg barátta þeirra
og óskabyrjun dugði til að fá
eitt dýrmætt stíg.
Víðismenn skoruðu strax á ann-
ari mínútu leiksins og fengu
þvi óskabyrjun. Klemenz Sæmunds-
son skallaði henti sér fram og
skaliaði að marki en
SkúliUnnar Guðmundur Bald-
Sveinsson ursson, sem nú stóð
skrífar ; mar^i Vals, varði
vel, boltinn fór í
stöngina og þaðan barst knötturinn
fyrir markið. Vilberg Þorvaldsson
var fyrstur að honum og renndi í
netið.
Eftir þetta réðu Valsmenn gangi
leiksins að mestu. Þeir fengu mikið
af marktækifærum í leiknum en
gekk bölvanlega að nýta sér þau.
Skot þeirra fóru í vamarmenn, í
samheija, í stangimar eða þá að
Gísli Heiðarsson, markvörður Víðis,
bjargaði vel. Ef boitinn fór framhjá
honum var einhver vamarmaður til
taks og bjargaði áður en knötturinn
fór yfir marklínuna.
■ Mark lá í loftinu allan leikinn og á
27. mínútu skoraði Magni Blöndal
Pétursson fallegt mark. Hann fékk
boltann út á móti sér, rétt fyrir
utan teig, skaut föstu skoti með
jörðu í bláhomið. Fallegt mark hjá
Magna.
Valsmenn sóttu áfram en allt kom
fyrir ekki. Víðismenn fengu síðan
tækifæri til að komast yfir aftur
rétt fyrir leikhlé en Hilmar Sig-
hvatsson var á marklínunni og
bjargaði skalla sem Guðmundur
missti yfir sig.
Síðari hálfleikur var enurtekning á
þeim fyrri. Valur sótti en inn fór
boltinn aldrei. Eina breytingin var
veðrið. Hann hafði hangið að mestu
þurr í fyrri hálfleik en nú byijaði
að rigna heil ósköp og varð völlur-
inn erfíður fyrir bragðið.
Víðismenn vom að mestu í vöm og
gekk þeim vel að leika hana, með
þá bræður, Daníel og Vilhjálm Ein-
arssyni, sem bestu menn ásamt
Guðjóni Guðmundssyni sem aldrei
gefst upp. Gísli stóð sig líka mjög
vel í markinu og varði nokkrum
sinnum meistaralega.
Valsmenn sóttu mikið en sóknir
þeirra voru hálf vandræðalegar
margar hveijar. Leikur liðsins var
góður þegar enginn tmflaði þá en
þeir réðu illa við stutta spilið á erfið-
um vellinum. Sævar, Guðni og
Þorgrímur vora bestir.
Valsmenn era betri knattspymu-
menn en lið Víðis, en það er ekki
alltaf nóg. Leikmenn liðsins hafa
ekki náð að sýna sitt rétta andlyt
síðan þeir gerðu jafntefli við KR
fyrir nokkra og eftir jafnteflið í gær
getur allt gerst í deildinni.
Eyjólfur Olafsson dæmdi erfiðan
leik vel. Mikið var um brot þar sem
völlurinn var mjög háll og erfitt að
fóta sig á honum.
■ Úrsllt/B14
■ Staðan/B14
BIKARKEPPNI
ÍBK
áfram
Sigraði KR
eftirframlengda
viðureign
ÍBK sigraöi KR 3:2 í átta liða
úrslitum bikarkeppni kvenna í
Keflavfk í gærkvöldi eftir fram-
lengingu. Staðan f hálfleik var
2:0 fyrir KR, Keflavíkurstúlk-
urnar jöfnuðu í sfðari hálfleik
og tryggðu sér svo sigur f fram-
lengingu.
Kolbrún Jóhannsdóttir skoraði
bæði mörk KR-stúlknanna.
Það fyrra eftir tíu mínútur; hún
fékk þá stungusendingu inn fyrir
miHil^H vömina og skoraði
Ema öragglega. Seinna
Lúöviksdóttir markið kom eftir
skrifar hálftíma leik. Eftir
homspymu og
þvögu við mark ÍBK barst boltinn
til Kolbrúnar sem afgreiddi hann
öragglega í netið.
Ifyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn,
en KR átti hættulegri sóknir. ÍBK
sótti svo aftur meira í seinni hálf-
leiknum og skoraði tvö mörk. Inga
Bima Hákonardóttir minnkaði
muninn á 60. mín.; skot hennar var
í bláhomið af stuttu færi, óveij-
andi. Helga Eirfksdóttir jafnaði svo
á 70. mín. með skalla eftir fyrirgjöf.
í framlengingu var hart barist og
var það Agústa Ásgeirsdóttir sem
skoraði sigurmarkið með þramu-
skoti utan úr teig eftir homspymu.
Valur-Vídir
1 : 1
Hlíðarendavöllur 1. deild, mánudaginn
20. júlí 1987.
Mark Vab: Magni Blöndal Pétursson (27.)
Mark Víðis: Vilberg Þorvaldsson (2.)
Gul spjttld: Gísli Byjólfsson (9. mín.)
og Sævar Leifsson (55. mín.), báðir úr
Víði.
Dómari: Eyjólfur ólafsson 8.
Lið Vals: Guðmundur Baldursson 2,
Þorgrímur Þráinsson 3, Magni Biöndal
Pétursson 2, Jón Grétar Jónsson 1,
Sævar Jónsson 3, Guðni Bergsson 3,
Hilmar Sighvatsson 2, (Siguijón Kristj-
ánsson vm. á 78. mín. lék of stutt),
Valur ValBson 2, Ólafur Jóhannesson
1, Ingvar Guðmundsson 2, Njáll Eiðsson
2.
Samtals: 23.
Lið Víðis: Gísli Heiðarsson 4, Bjöm
Vilhelmsson 2, Vilhjálmur Einarsson 3,
Daníel Einarsson 3, Guðjón Guðmunds-
son 3, Vilberg Þorvaldsson 1, Grétar
Einar8Son 1, GIsli Eyjólfsson 1, Sævar
Leifsson 2, Svanur Þorsteinsson 1,
Klemenz Sæmundsson 2.
Samtals: 28.
SPURT ER / Hverjir verða
íslandsmeistarar í knattspyrnu?
Spurt á Valsvelli fyrir leik Vals og
Eria Sigur-
bjömsdóttir
Valur, það er alveg á
hreinu. Þeir era með gott
lið og ég held þeir séu með
besta liðið í deildinni. KR-
ingar eiga þó möguleika á
að vinna en Valur hefur
það. Ég býst við að FH og
Víðir falli í 2. deild.
iis i gærkvöldi
SirrýH.
Haraldsd.
Valur auðvitað! Þeir era
með besta liðið. Það verður
að visu ekki langt í KR-
ingana en Valsmenn era
bestir og hljóta að vinna.
Það verða líklegast FH og
Völsungur sem falla í 2.
deild.
Sumariidi
Andrésson
Mér sýnist Valsmenn vera
með sterkasta liðið og þeir
verða íslandsmeistarar.
Þór o g KR koma fast á
hæla þeim og síðan Fram-
arar. Víðir og FH falla en
ég vona samt að ÍBK falli
frekar en FH.
Halldórsson
Ekki nokkur vafi á því að
Valurvinnur, þ.e.a.s. ef
besta liðið vinnur en í fót-
bolta er ekki spurt um það.
Ég vona bara að það verði
lið úr Reykjavík og einnig
vona ég að lið að norðan
falli, frekar en héðan.
Þórhallsd.
Enginn spuming. Það
verður Valur, þeir eru best-
ir. KR-ingar verða í öðra
sæti og ætli að FH falli
ekki en um hitt liðið veit
ég ekki því ég hugsa ekki
um botninn, þarf þess ekki
því Valur er ekki þar.
Jón Haukur
Baldvinsson
Ég held það verði Valur.
Þeir eru góðir og mér finnst
þeir reyndar vera bestir og
vona því að þeir vinni.
KR-ingar verða næstir.
Pétur og Andri era bestir
þar. Víðir og FH falla í 2.
deild.