Morgunblaðið - 21.07.1987, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.07.1987, Blaðsíða 11
fflorgunÞIatiib /ÍÞRÓTTIR ÞRIDJUDAGUR 21. JÚLÍ 1987 B 11 Fyrirlidinn tekinn föstum tökum Morgunblaðið/Júlíus Sigurjónsson Þorgils Óttar er gífurlega snjall línumaður, en enginn má við margnum! Hann segir Spánveija vera með mjög gott lið og telur þá verða eitt af toppliðunum á ólympíuleikunum í Seoul næsta ár. Hér er landsliðsfyrirliðinn tekinn fostum tökum í leiknum gegn Spánveijum; sem hann segir stóra og sterka og í mjög góðri aefingu, á Júgóslavíumótinu á dögunum. Hér er brotið gróflega á landsliðsfyrirliðanum, og svo var bara dæmt aukakast! sagði Þorgils er hann sá myndina. Númer þijú er Juan Munoz og númer fjögur er Reino. mmnp „Sovétmenn verða örugglega ofar- lega, líka Spánveijar, Svíar og Júgóslavar. Við lékum við Spán- veijana í Júgóslavíumótinu um daginn og þeir eru mjög sterkir. Leikmenn eru stórir en engu að síður fljótir; eru mjög vel þjálfaðir." Ef við snúum okkur aðeins að deildarkeppninni hér heima. Hvernig hefur hefur þér fundist hún undanfarið? „Ég var ánægður með hana í fyrra. Ég held aftur á móti að skipu- leggja eigi deildina um leið og landsliðið. Einhverra hluta vegna hefur ekki verið nógu mikill sam- starfsvilji milli forráðamanna landsliðsins og forráðamanna deild- arinnar. Þetta hefur verið skipulagt hvort í sínu homi og síðan þegar deildin fer af stað byija árekstram- ir. Það verður að hafa hag beggja að leiðarljósi." Kamst ekki hærra en aö spila meö landsliöinu Nú eru margir af okkar bestu leikmönnum með erlendum fé- lagsliðum. Hvað með þig? Megum við eiga von á því að þú leikir með erlendu liði í framtíðinni? „Nei, það passar ekki inn í planið hjá mér að leika erlendis. Ég fékk tilboð um að fara út á meðan ég var í skólanum, en vildi klára nám- ið. Ég segi ekki að ef miklir peningar væru í spilinu að ég myndi hugsa um það núna hvort það væri arðbært að hætta að vinna og fara utan, en í flestum tilvikum em ekki það miklir peningar í spilinu að það ^ borgi sig, þó sumir hafi það gott," sagði Þorgils, en hann hefur nýlok- ið námi í viðskiptafræði og starfar nú hjá Iðnaðarbanka íslands. Svo bætti hann við; „Það fullnægir minni handboltaþörf að vera í top- plandsliði. Ég kemst ekki hærra en að spila með íslenska landsliðinu."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.