Morgunblaðið - 21.07.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.07.1987, Blaðsíða 4
4 B HtorgmiftlaMft /ÍÞRÓTTIR ÞRWJUDAGUR 21. JÚLÍ 1987 Morgunblaöiö/KGA Frá keppni á meistaramóti 14 ára og yngri sem haldið var i Laugardal. Það vantar ekki tilþrifin í kúluvarpinu hjá þessum unga dreng og í 100 metra hlaupinu er ekkert gefið eftir. FRJÁLSÍÞRÓTTIR / MEISTARAMÓT 14 ÁRA OG YNGRI Dalamaður og Austfirð- ingur settu íslandsmet Áhugi og keppnisgleði í öndvegi ÁHUGI og keppnisgleði var í öndvegi á meistaramóti frjálsí- þróttamanna 14 ára og yngri á Laugardalsvelii um helgina. Þar voru saman komnir 374 keppnismenn úr nœr hverjum kima landsins og fylgdarmenn þeirra. Sett voru tvö íslands- met og góöur árangur náðist. Keppendur á mótinu voru frá 23 félögum og samböndum, frá tveimur og upp í 55 frá hverju. Staðfesti mótið að mikil uppsveifla er ( frjálsíþrótta- Ágúst starfi meðal annars Asgeirsson á. stöðum og svæð- skrifar um sem þær hafa lítt eða ekkert verið stundaðar lengi. Má í því sambandi nefna Dali og Norður-Barðaströnd (UDN), sambandssvæði Úlfljóts (USÚ - A-Skaftafellssýslu) og Vest- mannaeyjar (ÍBV). Það veit á gott þegar lögð er rækt við unglinga- starfíð. Sett voru tvö íslandsmet á mótinu. Gunnar Gunnarsson UDN bætti strákametið í spjótkasti um tæpa sex metra, eða úr 33,20 í 39,02 metra og Andri Snær Sigurjónsson UÍA bætti strákametið í hástaökki úr 1,52 í 1,54 metra. Keppt var í 28 greinum í §órum flokkum og voru skráningar sam- tals 990, sem þýðir að hver keppandi hafi að meðaltali keppt í tæplega þremur greinum og að 35 keppendur hafí verið f hverri grein. Þrír fýrstu í hverri grein unnu til verðlaunapeninga. Auk þess var þremur mestu afreksmönnum í hverjum flokki veitt sérstök verð- laun. Afreksmaður hvers flokks fékk verðlaunabikar og æfingagalla frá LOTTO-umboðinu. Hinir tveir fengu einnig LOTTO-vörur. í stelpnaflokki vann Heiða Bjarna- dóttir UMFA bezta afrekið fyrir 60 metra hlaup. Næstar komu Kristj- ana Skúladóttir HSK fyrir hástökk og Sólveig Ásta Guðmundsdóttir UMSB fyrir 800 metra hlaup. Bezta afrek í telpnaflokki vann Guðný Sveinbjömsdóttir HSÞ fyrir hástökk en næstar henni komu Hulda Bjamadóttir HSK fyrir 800 metra hlaup og Anna Ingimars- dóttir UÍA, einnig fyrir 800 m. Gunnar Gunnarsson UDN vann bezta afrek strákaflokks með Is- landsmeti sínu í spjótkasti. Pálmi Vilhjálmsson USAH kom næstur, einnig fyrir spjótkastsafrek, og Andri Snær Siguijónsson UÍA hlaut þriðja sætið með íslandsmeti sínu í hástökki. Beztu afreksmenn í piltaflokki voru Ámi Ó. Ásgeirsson HSH, sem sigr- aði í kúluvarpi, Kristinn Fjölnisson USÚ sem sigraði í langstökki og Sigurbjöm A. Amgrímsson HSÞ, sem sigraði í 800 metrum. Eins og venjulega mátti sjá í hópi keppenda margan efnilegan íþróttamanninn. Verði hlúð að þeim og þeir hvattir til dáða má ugg- laust gera úr þeim margan afreks- manninn. ÍR-ingar héldu mótið og fórst þeim það vel úr hendi. í upphafi gengu keppendur undir félags- eða sam- bandsfána inn á leikvanginn og setti sá mars óneitanlega mjög skemmtilegan svip á mótið. Lauk mótinu síðan með verðlaunaaf- hendingu og veitingum í Tónabæ og var stemmningin ekki síðri þar en á mótinu sjálfu. GOLF / OPNA BRESKA MEISTARAMOTIÐ Símamynd/Reuter ÁnægA fjölskylda Eftir sigurinn var að sjálfsögðu tekin flölskyldumynd. Hér er Nick Faldo ásamt konu sinni, Jill, og dótturinni Natalie, sem fylgist vel með gripnum góða, sem sigurvegarinn í mótinu hlýtur til varðveizlu. Faldo vann á endasprettinum BREZKI golfleikarinn Nick Faido tryggði sér sigur á opna brezka meistaramótinu í golfi með þvíað leika síðustu 18 holurnar á pari eða á 71 höggi. Bandaríkjamaðurinn Paul Az- inger var með góða forystu eftir annan og þriðja dag en klúðraði lokahringum og varð í öðru sæti ásamt Ástralanum Roger Davis, aðeins einu höggi á eftir Faldo, sem lék 76 holur í 279 höggum. Faldo er annar Bretinn, sem sigrar á mótinu á þremur árum, en Sandy Lyle, sem varð í 16.-17. sæti að þessu sinni, vann mótið 1985. Er þetta stærsti sigur Faldo til þessa, en hann hefur sætt mót- læti síðustu þijú árin. Hittist skemmtilega á hjá honum því hann varð þrítugur á laugardag. Með sigrinum vann Faldo sér inn 75.000 sterlingspund eða 4,7 milljónir króna. Faldo keppti nú 12. árið í röð á British Open og bezti árangur hans þar til nú var fjórða sæti 1982 og fimmta sæti í fyrra. Þetta er annað golfmótið, sem hann vinnur í ár, hið fyrra var á Spáni. Árið 1983 var bezta ár Faldo, sem gerðist atvinnumaður 1977, en þá vann hann sex mót. Símamynd/Reuter Nick Faldo kyssir gripinn Paul Azinger var með þægilega forystu í upphafi lokadagsins og leiddi allt þar til á síðustu holunum á Qórða degi. Síðustu tvær holumar gerðu útslagið en þær fór hann báðar á höggi yfir pari. Reyndar þurfti hann aðeins að fara lokahol- una á pari til að knýja fram bráðabana um sigurinn við Faldo. Til þess þurfti hann að pútta af þriggja metra færi en kúlan tók sveig og stöðvaðist 7 sentimetra frá holunni. Azinger hefur gengið vel á mótum í Bandaríkjunum og unnið sér inn yfir 600 þúsund dollara. Hann hef- ur samt ekki unnið stórmót og þótt það misheppnaðist í Muirfield í Skotlandi um helgina sagði hann að heimurinn mundi ekki farast. Meistari síðasta árs, Ástralíumað- urinn Greg Norman, lauk keppni á 291 höggi og hafnaði í 34.-38. sæti. Vestur-Þjóðveijinn Bemhard Langler og Spánveijinn Severiano Ballesteros voru fyrirfram taldir sigurstranglegastir. Langler lék á 286 höggum og varð í 17.-24 sæti (ásamt m.a. Sandy Lyle og Lee Trevino). Ballesteros var enn aftar á 295 höggum. Japaninn Tommy Nakajime er tal- inn íjórði bezti golfleikari heimsins á eftir Norman, Ballesteros og Lan- gler, en það dugði skammt því hann lék á 299 höggum, eða 20 fleiri en Faldo. Larry Mize, sigurvegari á bandarísku meistarakeppni (U.S. Masters) lék á 288 höggum, Scott Simpson, sigurvegari á opna banda- ríska meistaramótinu (U.S. Open) á 299 og gammla kempan Jack Nicklaus á 302 höggum. Bandaríkjamaðurinn Billy Andrade, sem hefur aðeins verið atvinnumað- ur í tvo mánuði og er aðeins 23 ára, vann það fágæta afrek að fara holu í höggi. Það var á 7. braut að hann tók fimmuna sina og sló draumahöggið. ■ Úrsllt/B15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.