Morgunblaðið - 21.07.1987, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 21.07.1987, Qupperneq 3
3Wwrfl«wMi»>t> /ÍÞRÓTTIR ÞRJÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1987 B 3 HREYSH Ný ríkisstjóm ætlar að stuðla að fækkun þeirra sem stunda heilsuræktarstöðvar með því að leggja skatt á starfsemina! Heilbrigðisráðherra lagði fram íslenska heilbrigðisá- ætlun fram til ársins 2000 á Alþingi sl. vetur. Eru í áætiun- inni sett fram 33 markmið í heilbrigðismálum þar sem stefnt er að „heilbrigði allra árið 2000“ í samræmi við sam- þykkt Alþjóða heil- brigðismálastofnun- arinnar. Það er athyglisvert, þegar maður les þessa heilbrigðisá- ætlun, að eitt hinna 33 markmiða, sem stefnt skal að, er „að gefa þjóðfélags- þegnum fleiri og meiri tækifæri til uðum þung orð í garð fólks, sem er að reyna að halda úti íþrótta- og ungmennafélagsstarfi í Borgarfirði. Rök gagnrýnenda eru sterk, en mergur málsins er fjársvelti ungmenna- og Verður þetta skattlagt? Verður starfsemi heilsuræktarstöðva skattlögð á næstunni? heilbrigðrar hreyfmgar en nú er.“ Þetta er í fyrsta skipti, sem undirritaður sér stafkrók frá heilbrigðisyfírvöldum um gildi hreyfíngar fyrir heilbrigði. (Starfsemi Íþróttasambands ís- lands fellur undir starfssvið menntamálaráðuneytis). Er þetta að sjálfsögðu fagnaðar- efni. í síðasta pistli var birtur út- dráttur um lífstfl úr riti fram- kvæmdanefndar um framtíðar- könnun og komu þar fram athyglisverðar hugmyndir um, hvernig stjómvöld geta haft já- kvæð áhrif á mótun lífsstfls þegnanna í hollustuátt. Nú þegar augu stjómvalda eru að opnast fyrir gildi íþrótta fyr- ir heilsu þegnanna er ekki úr vegi að Ieiða hugann að því hvemig íþróttastarfsemi í landinu er rekin. Peningamál íþróttafélaga hafa löngum staðið allri starfsemi þeirra fyrir þrifum. Þeir sem hafa valist til félagsstarfa innan Markmið 10 íþróttafélaga. Ef til vill segir einhver, að stjómvöld hafí komið myndar- lega tii móts við íþróttahreyfíng- una með þvi að leyfa henni einkarétt á lottóinu. Þar skal þó undirstrikað, að öryrkja- bandalag íslands fær 40% tekna lottósins (sem öryrkjum veitir ekkert af) og sú lyftistöng sem hagnaður þess hefur átt að vera fyrir grasrótina í iþróttastarf- semi i landinu hefur ekki látið á sér kræla þrátt fyrir yfírlýs- ingar forystumanna íþrótta- hreyfíngarinnar. Þar er reyndar ekki við stjómvöld að sakast, en staðreyndin er sú að auka verður verulega stuðning ríkis og sveitarfélaga (okkar sameig- inlegu sjóða) við frjálst íþrótta- starf. Stjómmálamenn og sumir aðrir einblína á íþróttafélög, sem sérhagsmunahópa keppnisfólks. Það er rangt. Ef íþróttafélögum væri gert það ijárhagslega kleift að sinna almenningsíþróttum yrði það gert og örugglega með glæsibrag. Paö á að gefa þjóðfélagsþegnum fleiri og meiri tæki- færi til heilbrigðrar hreyfingar en nú er. Efla þarf aðstöðu almennings, til íþróttaiðkana innan dyra og byggja í því skyni almenningsíþróttahús eða samnýta betur en nú er tiltæk íþróttamannvirki. Einnig þarf að gefa gaum að því að fólk fái tækifæri til að hreyfa sig utan dyra og setja upp sérstakar gang- og hjólreiða- brautir í þéttbýli. Skipulagsmálum skal haga þannig að fólk, einkum það eldra og þeir sem eru fatlaðir, geti notið umhverfisins með hreyfingu og þjálfun utan dyra. íslenslc hellbrlgðlsáœtlun Er hún staðlaus stafur hvað varðar holla hreyfingu? vébanda þeirra hafa löngum þurft að ganga með betlistaf í hendi til einstaklinga og fyrir- tækja til að afla nauðsynlegs §ár til starfseminnar. Hefur verið gripið til ýmissa ráða til að ná í aur. Undanfarin ár hafa t.d. héraðss- ambönd og ungmennafélög úti á landi efnt til rekstrarfjár. Má nefna, að ÚÍA hefur staðið fyrir skemmtun í Atlavík, HSK fyrir skemmtun í Þjórsárdal og nú hefur UMSB ákveðið að endur- vekja samkomuhald í Húsafelli um verslunarmannahelgina. Hafa UMSB-menn sætt gagn- rýni og verið sakaðir um pen- ingafíkn. Þetta fínnst undirrit- Látum á fyrirhugaðar fyrstu aðgerðir nýrrar rikisstjómar í efnahagsmálum. Ráðgert er að setja 25% skatt á alla þjónustu heilsuræktarstöðva. Snjallt eða hitt þó heldur. Með þessu eru stjórnvöld að gera þegnunum erfíðara um vik að stunda heilsuræktarstöðvar og um leið að stuðla að fækkun þeirra sem stunda slíka líkamsrækt. Lýs- andi dæmi um hvemig ekki á að standa að málum ef maður vili „gefa þjóðfélagsþegnum fleiri og meiri tækifæri til heil- brigðrar hreyfmgar en nú er.“ Grímur Sæmundsen Morgunblaöið/Björn Blöndal Prlr efstu í karlaflokki á öldungamótinu, frá vinstri: Karl Hólm, Keili, sem varð þriðji, Jóhann R. Benediktsson, GS, sem hreppti annað sætið, og íslandsmeistarinn, Gísli Sigurðsson, Keili. GOLF / ÖLDUNGAMEISTARAMÓTIÐ Jakobína og Gísli sigruðu Gísli Sigurðsson, Golfklúbbn- um Keili, og Jakobína Guð- laugsdóttir, Golfklúbbi Vestmannaeyja, urðu sigur- vegarar á Öldungameistara- mótinu í golfi sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru um helgina. Jakobína sigraði örugglega í kvennaflokki, varð 7 höggum á undan næstu keppinaut. Gísli fékk meiri keppni, en hann sýndi meiri yfirvegun en kep- pinautarnir á síðustu holunum og varð 3 höggum á undan næstu mönnum. Einn öldung- urinn gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi. Það var Björn Árnason NK sem sló upphafs- högg sitt í holu á Bergvíkinni sem er um 160 metrar par 3. Leiknar voru 54 holur án forgjaf- ar í karlaflokki og lætur nærri að „öldungamir“ hafí gengið hátt í 30 km keppnisdagana þijá og urðu karlarnir að Frá Birni vera 55 ára og eldri. Blöndali Hjá kvenfólkinu var Keftavik miðað við 50 ára aldurinn og léku þær 36 holur með og án forgjafar. Gísli Sigurðsson GK lék best fyrstu 18 holumar sem leiknar vom á föstudaginn, hann fór þær á 79 höggum. Næstur kom Karl Hólm GK á 81 höggi, Jóhann R. Bene- diktsson GS var á 83 höggum, Þorbjöm Kjærbo GS var á 84 högg- um og Hörður Guðmundsson GS var fímmti á 85 höggum. Annan keppnisdaginn var mikið stuð á Karli Hólm sem lék á 79 höggum og náði forystunni, var með 160 högg eftir tvo keppnis- daga. Gísli var á 162 höggum og síðan komu þeir Jóhann, Þorbjöm og Hólmgeir Guðmundsson GS á 165 höggum og Hörður Guðmunds- son var með 167 högg þegar síðasti keppnisdagurinn hófst. Karl Hólm missti forystuna strax á 2. braut sem hann lék á 7 höggum og þar náði Gísli að jafna og á næstu braut náði hann forystunni. Þetta setti Karl úr jafnvægi, hann náði sér ekki á strik og það nýtti Jóhann sér og þegar leiknar höfðu verið 18 holur hafði honum tekist að vinna upp 5 högga forystu Karls. Þorbjöm Kjærbo blandaði sér lengi vel í baráttuna um efsta sæt- ið, en vantaði herslumuninn. Þegar farið var yfir skorblöðin kom í ljós að Gísli var á 240 höggum, Jóhann og Karl á 243 höggum, Þorbjöm á 244 höggum og Hörður á 248 höggum. Þeir Jóhann og Karl léku bráðabana um 2. sætið og þar sigraði Jóhann. „Eg átti ekki von á sigri, því Karl hefur verið ákaflega sterkur í síðustu mótum,“ sagði Gísli Sig- urðsson eftir að ljóst var hver úrslitin vom. „Karl lenti í „slysi" strax á 2. braut í dag og það hafði áreiðanlega slæm áhrif." Gísli sagði ennfremur að hann hefði átt nokkuð jafnan leik, sér hefði tekist að halda einbeitninni og gera sitt besta í hveiju skoti. Björn Amason NK náði einn kepp- enda að fara holu í höggi, það var síðasta keppnisdaginn á „Bergvík- inni“ sem er um 160 metra par 3. Björn notaði jám nr 6, en oftast nota menn jám nr. 7—9. „Ég var búinn að nota þetta sama jám hina keppnisdagana og var alltaf of stuttur. Nú hitti ég kúluna vel og gerði mér vonir um að fara holuna á „birdi“, en að fara holu í höggi var nokkuð sem ég átti ekki von á. Hörður Guðmundsson GS sigraði í keppninni með forgjöf, lék á 139 höggum nettó, Alfreð Viktorsson GL varð annar á 140 höggum og í þriðja sæti varð Gísli Sigurðsson á 143 höggum nettó. Jakobína Guðlaugsdóttir tryggði sér sigur í kvennaflokki með glæsi- legum leik seinni keppnisdaginn. Þá lék hún 18 holur á 87 höggum og tryggði sér sigur. Elísabet Á. Möller GR var með besta skor eftir fyrri daginn, lék á 98 höggum. Guðrún Eiríksdóttir GR var á 99 höggum og Jakobína kom inn á 100 höggum. Hún sigraði síðan á 187 höggum, Guðrún Eiríksdóttir varð önnur á 194 höggum og í þriðja sæti varð Hanna Aðalsteinsdóttir á 201 höggi. Guðrún sigraði í keppninni með forgjöf, lék á 154 höggum r.ettó, Steindóra Steinsdóttir NK varð önnur á 156 höggum nettó og í þriðja sæti kom Kristine Eide NK á 156 höggum nettó. Sigurvegarinn í kvennaflokki Jak- obína Guðlaugsdóttir gaf sér ekki tíma til að taka við verðlaunum sínum, því hún þurfti að hraða sér heim til Eyja vegna atvinnu sinnar. En í samtali við Guðrúnu Eiríks- dóttur sem tekið hefur þátt í keppni síðan 1973 þá virðist sem golfíþrótt- in eigi undir högg að sækja hjá kvenfólkinu. „Við erum nokkrar sem fórum að leika golf um 1963, fyrst í parakeppni og síðan sem einstaklingar. Við erum enn í meiri- hluta, því ungar stúlkur virðast ekki sækja ýkja mikið í þessa grein.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.