Morgunblaðið - 21.07.1987, Side 6
6
B
fttargwiMfiftift /ÍÞRÓTTIR ÞRŒUUDAGUR 21. JÚLÍ 1987
Morpunblaöið/Sverrir
EAvarA Þór Eóvarósson bætti íslandsmetið í 400 m fjórsundi, synti á
4.50,63 sekúndum. Gamla metið setti Ingólfur Gissurarson árið 1981.
Mikill áhugi
á ísafirði
Ólafur Gunnlaugsson þjálfari
sundfólksins frá Vestra ísafirði
var að vonum kampakátur með
árangur sundfólks síns.
Olafur sagði að krakkamir
væru virkilega áhugasöm sem
sýnir það best að þau tóku sér hálfs
mánaðar frí, komu suður til
Reykjavíkur og æfðu í Laugardals-
lauginni fram að mótinu. Arangur-
inn lét ekki á sér standa
boðsundsveit kvenna setti tvö
glæsileg íslandsmet í 4xl00m fjór-
sundi og í 4x100 m skriðsundi og
Martha Jörundsdóttir varð ísland-
meistari í 200 m baksundi. í
mörgum öðrum greinum var sund-
fólkið frá ísafírði framarlega.
Fjögur íslandsmet féllu
Ragnar
Guðmundsson:
íslands-
metí
fyrstu
grein
Ragnar Guðmundsson, Ægi,
setti glæsilegt íslandsmet í
fyrstu sundgreininni á sund-
meistaramótinu í 1.500 m
skriðsundi hann synti á tíman-
um 16,27,04 og bætti eigið met
um rúmarfimm sekúndur.
Ragnar var að vonum ánægður
með þetta nýja íslandsmet sitt
og framundan væri núna Evrópu-
meistaramótið í Frakklandi og sagði
Ragnar að hann ætlaði að vera í
ssem bestri æfíngu þá. Áður en 400
ím skriðsundið hófst var Ragnar
spurður að því hvort búast mætti
við öðru íslandsmeti. Sagðist Ragn-
ar vera nokkuð þreyttur eftir sundið
á föstudag og laugardag en hann
myndi að sjálfsögðu reynað að
bæta metið. Ekki tókst Ragnari að
slá annað íslandsmet en engu að
síður náði hann mjög góðum tíma
eða 4,12,91 en Islandsmetið er
4,11,64.
Morgunblaöiö/Sverrir
Bryndfs Ólafsdóttlr sigraði í fjórum greinum á mótinu, 100 og 200 m flug-
sundi, 100 og 800 m skriðsundi og varð önnur í 800 m skriðsundi.
Sundmeistaramót íslands
1987 fór f ram um helgina í
sundlaugunum í Laugardal.
Alls voru fjögur íslandsmet
sett á mótinu. Ragnar Guð-
mundsson setti íslandsmet í
1.500 m skriðsundi hann synti
á tímanum 16,28,04 og bætti
hann eigið met. Eðvarð Þór
Eðvarðsson setti íslandsmet í
400m fjórsundi hann synti á
tímanum 4,50,63 og bætti því
íslandsmet Ingólfs Gissura-
sonarfrá árinu 1981. Kvenna-
sveit sundfélagsins Vestra á
jsafirði setti svo tvö glæsileg
íslandsmet fyrst í 4x1 OOm
skriðsundi á tímanum 4,16,44
og síðan í 4x1 OOm fjórsundi á
tímanum 4,49,69.
Góður árangur náðist í mörgum
öðrum greinum á sundmeist-
aramótinu og tímar keppenda ekki
ósjaldan nærri íslandsmetum. Auk
Islandsmeistaratitla
Guömundur í hverri grein var
Hilmarsson keppt um stigabikar
;skrifar Sundsambands ís-
lands, Kolbrúnar-
bikar, Páls bikar og tvo bikara sem
Olíufélag í slands gaf til keppninnar.
Stigabikar SSÍ hlaut Eðvarð Þór
Eðvarðsson, hann hlaut 944 stig
fyrir 100 m baksund. Koibrúnarbik-
ar, sem gefínn var til minningar
um Kolbrúnu Ólafsdóttur sund-
konu, hlaut Ragnheiður Runólfs-
dóttir ÍA fyrir 50 m bringusund en
fyrir það sund fékk hún 902 stig.
Páls bikarinn, sem gefinn var af
Ásgeiri Ásgeirssyni forseta íslands,
hlaut Eðvarð Þór Eðvarðsson
Njarðvík fyrir 100 m baksund en
fyrir það fékk hann 784 stig. Bikar-
amir tveir sem Olíufélagið gaf til
keppninar voru veittir fyrir bestu
bætingu á tíma frá síðasta sund-
meistaramóti bæði í karla og
kvennaflokki. í karlaflokki hlaut
Þorsteinn Gíslason, Ármanni, bikar-
inn fyrir 400m íjórsund en fyrir það
fékk hann 176 stig. Hjá konunum
hlaut Björg Jónsdóttir Njarðvík bik-
arinn fyrir 200 m baksund en fyrir
það fékk hún 117 stig.
■ Úrslit/B15
Morgunblaðiö/Sverrir Vilhelmsson
Eðvarð Þór Eðvarðsson leggur af stað á meistaramótinu um helgina. Hann setti íslandsmet í 400 m fjórsundi.
Ragnheiður Runólfsdóttir:
Fjórfaldur ís-
landsmeistari
Ragnheiður Runólfsdóttir ÍA
varð íslandsmeistari ifjórum
greinum á sundmeistaramóti
Islands. Hún sigraði í 100m og
200m bringusundi 100m bak-
sundi og 400m fjórsundi.
Ragnheiður var mjög ánægð
með árangur sinn á mótinu og
kvaðst hún vera í mjög góðu formi
og stefndi á að vera í enn betra
formi þegar Evrópumeistaramótið
hæfíst. Ragnheiður sagðist ekki
hafa búist við íslandsmetum á þessu
móti þar sem margir keppendur
hefðu verið með Evrópumeistara-
mótið ofarlega í huga og því ekki
í eins góðri æfíngu og þeir verða
þegar Evrópumeistramótið fer
fram.
Ragnar Guðmundsson setti glæsilegt íslandsmet strax í fyrstu grein móts-
ins á föstudagskvöldið; synti 1.500 metra skriðsund á 16,28,04 mínútum. Að
ofan: sundkappar stinga sér um helgina.
Ánægður með
árangurinn
- sagði Eðvarð Þór Eðvarðsson
Eðvarð Þór Eðvarðsson
Njarðvík kvaðst vera ánægð-
ur með árangur sinn á
sundmeistaramótinu.
Eðvarð sagðist vera í góðri
æfingu og stefndi hann á að
vera í toppformi eftir einn mánuð
en þá hefst Evrópumeistaramótið
sem haldið verður í Frakklandi.
Eðvarð kvaðst stefna á að komast
í úrslit í sínum sterkustu sund-
greinum en það er lOOm og 200m
baksund á Evrópumeistaramót-
inu. Eðvarð sagði að lokum að
núna tækju við stífar æfingar
fram að því móti.
SUND / MEISTARAMOT ISLANDS