Morgunblaðið - 21.07.1987, Síða 8

Morgunblaðið - 21.07.1987, Síða 8
8 B gBwrgnnMaMfr /ÍPRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1987 KNATTSPYRNA / 1. DEILD Þórsarar nýttu færín og unnu sanngjamt SIGUR Þórs á Fram var sann- gjarnt en í stærra lagi og þrjú marka Akureyringanna voru furðuleg. Baráttan var í fyrir- rúmi í leiknum; hann bar keim af því hve mikilvægur hann var fyrir báða aðila og gæði knatt- spyrnunnar voru því minni fyrir vikið. Leikurinn fór rólega af stað, áberandi hve taugaveiklun var mikil í báðum liðum, en eftir fyrsta stundarfjórðunginn tóku Framarar •■■■■i kipp. Þeir fengu FráStefáni mikinn frið, völdun- Amaldssyni in hjá Þór var ekki áAkureyrí nógu sannfærandi og Pétur skoraði þá mark meistaranna. Það kom óvænt, Morgunblaðiö/KGA Halldór Áskelsson Þór lék vel gegn Fram og skoraði eitt mark. hann fékk knöttinn fyrir miðju marki rétt utan teigs eftir sendingu Amljóts, renndi sér framhjá tveim- ur vamarmönnum með boltann á tánum og skoraði með fallegu skoti. Eftir markið sóttu Framarar nokk- uð meira, en síðan kúventist leikur- inn um miðjan hálfleikinn og Þórsarar jöfnuðu. Eftir góða sókn og homspymu, skallaði Einar Ara- son í netið. Kristján átti lága sendingu fyrir markið, Einar henti sér fram og skoraði glæsilega. Fram fékk dauðafæri skömmu síðar, Einar Ásbjöm skallaði yfír fyrir opnu marki af markteig eftir fyrirgjöf Ormars. Síðari hálfleikur var ákaflega jafn, í upphafí voru Framarar heldur beittari og leikur- inn öllu fjörugri en fyrir hlé. Pétur Ormslev skallaði rétt framhjá úr þröngu færi, Einar Ásbjöm skaut svo framhjá úr miðjum teig, en síðan komst Þór yfír mjög óvænt. Jónas skaut af 20 metra færi, frek- ar lausu skoti, en alveg með gras- inu. Engin hætta virtist á ferðum, Friðrik henti sér niður og virtist ekki vera í neinum vandræðum með að veija, en skyndilega skoppaði knötturinn af ójöfnu og yfír hann í markið. Otrúlegt en satt! Eftir markið bökkuðu Þórsarar aðeins og Framarar sóttu meira, en Þórs- arar skoruðu þó aftur. Eftir langa sendingu Guðmundar Vals fram völlinn börðust Halldór og Viðar Þorkelsson um boltann, Viðar var fyrri til og hugðist senda til Friðrik markvarðar. En Halldór komst á milli, náði knettinum og skaut í stöng, náði honum svo aftur og skoraði auðveldlega. Þama höfðu Framarar sótt meira, þó án teljandi færa, og var markið rothöggið á þá. Hlynur gulltryggði svo sigurinn; Janus var að dútla með knöttinn á vítateigshominu hægra megin, Hlynur sótti að honum, tók af hon- um boltann, óð inn í teiginn og skoraði auðveldlega framhjá Friðrik sem kom út á móti! Baráttan var meiri hjá Þórsumm, þeir gáfu aldrei tommu eftir og unnu verðskuldað. Það sem skipti máli var að nýta færin. Framarar fengu ágætis tækifæri til að skora en nýttu þau ekki. Enda var Ás- geir Elíasson, þjálfari þeirra, súr eftir leikinn. „Við vinnum ekki leiki ef við nýtum ekki færin,“ sagði hann. Þórsliðið var jafnt, allir börðust vel. Halldór, Guðmundur Valur, Árni og Jónas voru bestir. Ámi lék vel í sínum fyrsta Ieik eftir meiðsli, hélt Ragnari Margeirss}mi vel niðri. Fram-liðið olli vonbrigðum. Þór-Fram 4 : 1 Akureyrarvöllur 1. deild, sunnudaginn 19. júlí 1987. Mörk Þórs: Einar Arason (25.), Jónas Róbertsson (60.), Halldór Áskelsson (78.), Hlynur Birgisson (83.) Mark Fram: Pétur Ormslev (16.) Gult spjald: Siguróli Kristjánsson, Þór (56.), Janus Guðlaugsson, Fram (62.), Einar Arason, Þór (86.). Áhorfendur: 1.196. Dómari: Magnús Theódórsson, 6. Lið Þórs: Baldvin Guðmundsson 2, Guðmundur Valur Sigurðsson 3 (Sveinn Pálsson vm. á 84. mín., lék of stutt), Siguróli Kristjánsson 2, Nói Bjömsson 2, Kristján Kristjánsson 2, Halldór Áskelsson 3, Júlíus Tryggvason 2, Ámi Stefánsson 3, Jónas Róbertsson 3, Hlyn- ur Birgisson 2, Einar Arason 2. Samtals: 26. Lið Fram: Friðrik Friðriksson 2, Þor- steinn Þorsteinsson 1, Kristján Jónsson 1, Pétur Ormslev 2, Viðar Þorkelsson 2, Einar Ásbjöm Ólafsson 2, Amljótur Davíðsson 2, Pétur Amþórsson 3, Ragn- ar Margeirsson 2, Janus Guðlaugsson 2, Ormarr Örlygsson 2. Samtals: 21. Komum til að sigra og hefna ófaranna - sagði Guðmundur Ólafsson, þjálfari Völsungs GUÐMUNDUR Ólafsson, þjálf- ari Völsungs, var að vonum ánægður með sigur sinna manna. „Við komum til Keflavíkur til að sigra og jafn- framt til að hefna ófaranna í fyrsta leiknum. Þetta var mikil- vægur sigur fyrir líðið, en við vorum heppnir undir lok leiks- ins að fá ekki á okkur mark." Flestir áhorfendur í Keflavík bjuggust eflaust við auðveldum sigri heimamanna, en annað kom á daginn. Keflvíkingar voru að vísu ^^■■■1 meira í sókn, sér- Frá staklega í síðari Bimi hálfleik, en sóknar- lotur þeirra voru ekki nægilega markvissar og runnu út í sandinn áður en þær sköpuðu hættu. Húsvíkingar byggðu leik sinn á skyndisóknum, sem oft sköpuðu nokkra hættu og úr einni slíkri skor- aði Aðalsteinn Aðalsteinsson mark Völsungs. Hann fékk laglega send- ingu frá Birgi Skúlasyni þvert inn fyrir vöm ÍBK, sem var illa á verði og Aðalsteinn skoraði með fallegu skoti framhjá Þorsteini Bjamasyni, markverði IBK, sem kom engum vömum við. Hættulegasta færi Blöndal íKeflavík Keflvíkinga í fyrri hálfleik var þrumuskot Sigurðar Björgvinsson- ar í stöngina. Keflvíkingar lögðu allt kapp á að jafna metin í síðari hálfleik, en án árangurs. Þeir fengu að vísu nokk- ur góð færi á síðustu mínútum leiksins, en höfðu ekki heppnina með sér að þessu sinni. Völsungar vildu fá vítaspymu á 80. mínútu, þegar þeir töldu að Sigurði Illuga- syni hefði verið brugðið innan vítateigs ÍBK, en dómarinn var ekki á sama máli og þar sluppu Keflvíkingar vel. IBK-Völsungur 0 : 1 Keflavíkurvöllur 1. deild, sunnudaginn 19. júlí 1987. Mark Völsungs: Aðalsteinn Aðalsteins- son (23.). Gult spjald: Snævar Hreinsson Völs- ungi (43.), Freyr Bragason ÍBK (50.). Rautt spjald: Enginn. Áhorfendur: 820. Dómari: Gísli Guðmundsson 7. Lið ÍBK: Þorsteinn Bjamason 2, Jóhann Magnússon 3, Siguijón Sveinsson 2, Rúnar Georgsson 2, Guðmundur Sig- hvatsson 2, Ægir Kárason 1 (Jóhann Júlíusson vm. á 38. mín., 3), Sigurður Björgvinsson 2, Gunnar Oddsson 2, Peter Farrell 2 (Skúli Rósantsson vm. á 65. mín., 2), Freyr Bragason 2, Óli Þór Magnússon 1. Samtals: 23. Lið Völsungs: Þorfínnur Hjaltason 3, Birgir Skúlason 3, Helgi Helgason 2, Bjöm Olgeirsson 2, Kristján Olgeirsson 2 (Sigurður Illugason vm. á 77. mín., lék of stutt), Snævar Hreinsson 3, Jónas Hallgrímsson 2, Hörður Benónýsson 2, Aðalsteinn Aðalsteinsson 2, Skarphéð- inn ívarsson 2, Eiríkur Björgvinsson 2. Samtals: 25. Morgunblaðið/Einar Falur Ingólfsson. Freyr Bragason ÍBK og Eiríkur Björgvinsson Völsungi berjast um boltann á sunnudagskvöldið. Til hægri er Snævar Hreinsson. Hef’ann! Andri Marteinsson hefur leikið vel að undanfömu með KR og á myndinni sækir hann að An í leik félaganna á sunnudagskvöldið. KR-ingar gefa ekl í baráttunni á toi KR-INGAR sýndu allt annan og betri leik á sunnudaginn en gegn Víði í 9. umferð og sigur þeirra gegn KA var aldrei í hættu — þeir voru samstilltir og baráttu- glaðir, sigurviljinn fyrir hendi og liðið settist í efsta sæti deildar- innar. Akureyringarnir lóku ágætlega á köflum, en sóknarleik- ur þeirra var ekki nógu markviss; lið sem ekki skorar vinnur ekki leik. Bæði liðin stilltu eins upp, voru með þijá menn í öftustu vöm, fímm á miðjunni og tvo frammi. Mun- urinn fólst hins vegar í því að miðju- ^■H menn KR voru Steinþór ákveðnari og sókndjar- Guöbjartsson fari og Bjöm og Pétur sknfar sköpuðu mikla hættu frammi. Tryggvi var óvenju daufur hjá KA og Þorvaldur lék aftarlega. Reyndar kom hann mjög vel út sem slíkur, einkum eftir að Sigurð- ur Már kom inná, en hann sýndi skemmtilega takta í sókninni og hefði verið gaman að sjá hann leika allan leikinn. KR-ingar sóttu stíft allan fyrri hálf- leik, en sköpuðu sér ekki mörg færi. Pétur og Bjöm áttu samt góð skot, sem Haukur varði meistaralega í hom, en markið réð hann ekki við. Bjöm skaut föstu en lúmsku skoti utan úr teig, boltinn í vamarmann og þaðan í fjærstöng og inn. Skömmu síðar fékk Jón góða sendingu inn í vítateig KR, en var of seinn og Þorsteinn náði að hreinsa frá. Þorsteinn Halldórsson lék ekki með KR vegna meiðsla og kom Júlíus í hans stað, en hann skoraði einmitt seinna markið. Það skrifast á Hauk, sem hélt ekki boltanum eftir langskot Gunnars og Júlíus fylgdi vel á eftir. KA-menn gáfust ekki upp við mótlæ- tið og fengu þijú góð marktækifæri. Fyrst- var Þorvaldur með þrumuskot, sem Páll varði glæsilega í hom, síðan skaut Gauti framhjá eftir gott þríhym- ingaspil og loks fékk Tryggvi drauma- færi innan við markteig eftir homspymu, en tókst á óskiljanlegan hátt að skjóta yfír. „Við gerum of mikið af svona mistökum, sleppum manni lausum í homum og aukaspym- um og höfum fengið á okkur klaufa- mörk fyrir vikið, en þarna sluppum við með skrekkinn. Ég verð ekki ánægður fyrr en við bætum okkur í þessu, en stigin eru kærkomin,“ sagði Ágúst Már, fyrirliði KR, sem áttrgóðan leik. KR-ingar fengu einnig marktækifæri undir lok leiksins, en mörkin urðu ekki fleiri. „Við vissum fyrir leikinn að þetta yrði erfitt, en KR-ingamir vom ein- faldlega betri. Það er samt engin uppgjöf hjá okkur og það er ljóst að

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.