Tíminn - 10.10.1965, Síða 7

Tíminn - 10.10.1965, Síða 7
SUNNUDAGUR 10. október 1965 7 Alþingi kemur saman Einn dagurinn líður öðrum betri á þessu veðurblíða hausti. Vissulega roega menn vera þakk látir fyrir þennan sumarauka, og það kemur sér til dæmis harla vel vegna heyflutninganna til Austurlands. Ef haustið hefði verið rysjótt, og vetur jafnvol verið setztur að, hefði illa farið um fóðurbirgðir handa Austfirð ingum, svo litla fyrirhyggju og seinláta sem landbúnaðarráð- herra hafði á þeim málum. Þó mun vart helmingur heymagns ins enn vera kominn austur og hagsæl endalok þeirra flutninga því miður ekki séð enn, þótt menn voni hið bezta, og vert er að minna á, að næst þegar þarf að rétta heilum landshluta hjálparhönd með svipuðum hætti, ætti að hafa nieira sam- neyti við forsjána. Alþingi kom saman á föstu- daginn. Eitt stjórnarblaðanna minnti á það þann dag, að mörg og mikilvæg mál biðu nú úr- skurðar þess, og or það vart að efa. Þess má t d. minnast, að á þessum sumarmánuðum hefur holskefla dýrtíðar og efna hagsmálaöngþveitis ríkisstjórn arinnar risið hærra en nokkru sinni fyrr, og það verður hlut- skipti Alþingis að leita lags til einhverrar lendingar í þcim brimgarði. Vafalítið er það nú torveldara en nokkru sinni iyrr. Fróðlegt verður einnig að sjá, hvernig Alþingi gætir virðingar sinnar og réttar, þegar hráða- birgðalög ríkisstjórnarinnar um stöðvun skólabygginga, þar sem fjárveitingavald Alþingis í þess ari grein er ómerkt og raun- verulega þurrkað út á þessu ári, kemur fyrir þingið. Lætur Al- þingi sér þá meðferð lynda og gefur þar með ósvífinni ríkis- stjórn færi á að færa sig enn meira upp á einræðisskaftið? Læknisdómur „við- reisnarinnar“ Það má telja eðlilegt um það leyti sem Alþingi kemur sam- an á sjötta eða sjöunda aldurs- ári „viðreisnarinnar“ að skyggnzt sé lítillega um bekki til þess að meta árangurinn af þessari marglofuðu siðbótar- stefnu, sem núverandi stjórnar flokkar töldu sig vera að koma á í landinu árið 1959 og 1960. Menn muna það gerla enn, hversu hún var mærð og gyllt í málgögnum „viðreisnar“-stjóm arinnar á þeim missirum. Læknisdómurinn mikli, sem hin nýja siðbót átti að geyma var kallaður frjálsræði. afnám hafta og hamla, frjálst efnahagslíf, frjáls viðskipti og fleiri glæsi- nöfnum, alveg eins og gömlu undralyfin sem voru allra meina bót fyrir aldamótin. Það voru lögmálin um frelsi fjár- magnsins og einkaframtaksins, sem áttu að lækna alla spill- ingu. Vel geta slík lögmál átt nokkurn rétt á sér, en aðeins í heiðarlegu stjórnarfari. Þar sem stjórnarflokkurinn er fyrst og fremst gróðafyrirtæki fjár- aflamanna, sem einskis svífast og biónar þeirra sitja í stjórn- arráði verður fjármagnsfrelsið til ófarnaðar en ekki hjálpræð- is. Tf 8VIINN Ekki getur talizt ósanngjarnt að telja, að siðabótar „viðreisn arinnar" ætti að vera farið að gæta verulega í ísl. þjóðfélagi eftir sjö góð reynsluár og rétt- mætt að leiða nokkur vitni fram um það hvernig nú er umhorfs, og varla getur það talizt rangs- leitni að leita þeirra í sjálfum stjórnarherbúðunum og mál- gögnum stjórnarinnar. „Verstu spárnar að rætast“ Eitt helzta loforð stjórnarinn ar var að stöðva verðbólguna. Til þess átti hin „frjálsa fjár- málastefna“ að duga. Hannes á horninu í Alþýðublaðinu lýsir því, hvernig það hefur tekizt 28. sept. með þessum orðum: „Verðbólgan æðir áfram. Verstu spárnar um hrun peninganna og æðisgengið kapphlaup um lífsgæðin svokölluðú eru sem óðast að rætast.“ Og pistlinum lýkur með þessum orðum: „Það þarf að stöðva þetta æði, áður en það er um seinan. En það Hinn stílfagri héraSsskóli að kaugarvatni. (Ljósmynd: Guðm. Ág.) Lokaályktunin er rétt: Þetta er sjúkdpmur þjóðfélagslegur sjúkdómur, einmitt sá sjúk- dómur, sem siðabót „viðreisn- arinnar“ átti að lækna að lof- orði töfralæknanna. Þess vegna ber að sýkna „ungu hjónin.“ að framan. Þeir viðurkenna spillinguna en leita stjórnarfar- inu afsakana með þeirri skýr- inu, að „það þurfi svO sterk bein til þess að þola góða daga.“ Þeir telja stjórnina hafa skap- að „góðu dagana“ en skella spill verður líkast til ekki gert. Öf- undin og hatrið milli flokka er svo magnað, og stjórnmála- menn vantar það, sem til þarf: hugrékki. Hugrekki til að segja og gera það, sem rétt er, að stöðva kapphlaupið — standa og falla með sinni stefnu.“ Þetta er dómur þessa stjórn- arstuðningsmanns örfáum mán- uðum eftir að forsætisráðherr- ann hafði lýst yfir, að krón- unni hefði verið bjargað með samningagerðum ríkisstjórnar- innar. Það fer ekki á milli mála, að ásökunin um hugrekkis- skortinn heggur næst ríkisstjórn inni. Hannes hefur trúað „við- reisnar“-loforðunum og sakar nú sína menn um að hafa brugð izt þeim — ekki „staðið og fall ið með sinni stefnu.“ „Samt einhvers konar óáran“ Hinn 5. október er Hannes á horninu enn með áhyggjur af siðgæði „viðreisnarinnar:“ „Það er góðæri til lands og sjávar en samt einhvers konar óáran. Það stafar af misskilningi mann fólksins, þindarlausu spani eft- ir svokölluðum lífsgæðum. Eyðsla, spenna, fyrirhyggju leysi.“ Síðan tekur hann sem dæmi ung hjón, sem færast mik ið í fang við að græða og auka lífsgæði sín og dregur af dæmi b°irra þessa ályktun: „Þessi ungu hjón eru aðeins eitt dæmi af mörgum. Einfalt líf í góðum efnum en stöðugt og öruggt er farsælast fýrir alla, fvrir ung hjón, fyrir börn beirra ov fyrir umhverfi beirra. Lúxuslíf og bensla eru smit- andi. Þetta er sjúkdómnr Djóð félafrslpgur siúkdómur, sem aS "rpsta iim í þpii-i-i von. að fólki skiljist það. að þensl- an ber dauðann í sjálfri sér.“ Þau eru aðeins „smituð“ af þeim þjóðfélagssjúkdómi, sem „læknarnir11 í stjórngrráðinii hafa misst öll tök á. og magnað í stað þess að lækna, svo að orðið hefur af hættuleg farsótt, sem „ber dauðann í sjálfri sér.“ Einn af blaðamönnum aðal- málgagns stjórnarinnar notar m.a. eftirfarandi lýsingar um spillingarástandið nýlega: „Hé- góminn, tildrið, hræsnin og sýndarmennskan verða æ um- fangsmeiri á leiksviðinu . . . Á verðbólgusviðinu er mikið líf í tuskunum . . . Á íslandi hefur smygl og alls kyns svindilbrask tekið svo stórstígum framförum, að fjölmennir hóp ar manna, allt frá sjó- mönnum niður í virðulega kaup sýslumenn eru farnir að hafa af því fastar tekjur . . . Skatt- svik eru í algleymingi, þrátt fyr ir nýtízkulegan sviðsbúnað eins og „skattalögreglu“ . . . Fjár- málahneyksli koma upp með jöfnu millibili árið um kring . . Ráðherrar selja ríkinu húseign- ir við okurverði . . . Vinnusvik og vinnuokur ákveðinnar fag- lærðra stétta þjóðfélagsins skapa vandræði . . . Skólamál þjóðarinnar eru í öngþveiti. .“ Það er auðvitað virðingarvert, að slík gagnrýnirödd skuli heyr ast í aðalmálgagni stjórnannn- ar, og ekki ætti það að draga úr gildi vitnisburðarins, sem í henni felst um siðabót „dðreisn arinnar" s.l. sjö ár. .Það þarf sterk 66 •Jafnvel stjórnmálaritstjórar Moryunblaðsins viðurkenna með sjálfum sér, hve hrapal- lega hefur til tekizt, og bess vopna ráftact beir s 1 sunnndag til bess að skrifa forystugrein með nafninu, sem tilfært er hér ingarskuldinni á þjóðina, sem ekki hafi nógu sterk bein til að þola þá. Stórmannleg er skýr- ingin ekki. Hannes á horninu viðurkenndi þó, að þetta væri „þjóðfélagssjúkdómur“. Morg- unblaðið gerir þessa játningu í fyrrnefndri forystugrein: „Því miður verður vart ýmissa misfellna í hinu íslenzka þjóð- félagi í dag. Sviksemi gagnvart samfélaginu gerir allt of víða vart við sig, hófleysi og kæru- leysi mótar athafnir einstakl- inga á ýmsum sviðum. Dugmik il og framsækin þjóð má ekki loka augunum fyrir þessum mis brestum í fari sínu.“ Þessir herrar segja þjóðinni til synda, og hún á að opna aug- un fyrir misbrestum hjá sér. en ríkisstjórnin þarf þess ekki með. Hún fær enga slíka áminningu. Siðabót „viðreisnarinnar“ er enn góð og gild. Það er aðeins þjóðin, sem ekki kann með al- gæzku páfanna í stjórnarráðinu að fara. Og er ekki von, að mennirnir hneykslist á „hóf- leysi einstaklinganna,“ þegar þjóðin hefur jafnlýsandi sið- bótardæmi að fara eftir sem sannvirðisskipti ráðherra í húsaverzlun við ríkið? Þjóðin hefur bara ekki nógu sterk bein, segir Mbl. Enginn má láta sér detta í hug, þá fjar stæðu, að viðreisnin sé „guðinn, sem brást.“ Það nlutskipti á þjóðin, þegar Mbl. rrevstir sér ekki lengur til þess að loka aug- unum fyrir staðreyndunum. Níðhögg í garð fmmtíðar Hlutverk sæmilegrar ríkis- stjórnar er aðallega tvíþætt — að stjórna málefnum dagsins af viti réttsýni og forslá >g búa í haginn og gegna skyldum sm- um við framtíðina. Vitni af stjórnarheimilinu hafa hér að framan lýst því, hvernig hið fyrra hefur tekizt, en hvað um hið síðara? Menntun ungu kyn- slóðarinnar er inikilvægasta framtíðarverkefnið, inisrétti í menntunarskilyrðum ófyrirgef- anlegasta ranglætið við æsku- fólkið, því að' á menntun bygg- ist öðru fremur lífshamingja þess, og afturhald í skólamál- um er ófyrirgefanlegasta van- rækslan. Samband ungra sjálfstæðis- manna hefur gefið ríkisstjórn- inni sína einkunn í þessari grein eftir ítarlega rannsókn með þeim úrskurði, að eftir nær sjö ára „Viðreisnar“-skólastjórn taki aðeins 10% af hverjum ald ursárgangi æskunnar stúdents próf á móti 25% í nágranna- löndum. Hér hefur stöðnun ríkt í sjö ár meðan aðrar þjóðir sóttu fram. Ein veigamesta ástæðan til þessa er skortur framhaldsskóla á neðri mennta stigum, sem heftir för æsku- fólks hundruðum saman á hverju hausti út á langskóla- brautina. Þar er stöðvun hér- aðsskólabygginga skýrasta dæm ið um það, hvernig hlaðið hefur verið ofan á þennan múr gegn menntun án afláts í sjö „við- reisnar“-ár. Ólafur Þ. Kristjánsson, hinn reyndi og glöggi skólastjóri Flensborgarskólans, lýsti áhrif- um skortsins á skólahúsnæði framhaldsskólanna eftirminni- lega í erindi um daginn -'g veg- inn í útvarpinu fyrir skömmu. Sú ádrepa ætti að verða sfjórn arvöldum og þjóðinni allri minnistæð. vegamótum 66 Einn ágætasti skólamaður höfuðborgarinnar, Kristján J. Gunnarsson, skólastjóri, ritar í síðustu Menntamál grein, sem einnig hefur birzt í Vísi síðustu daga. Þar er á hlutlægan hátt og af mikilli skarpskyggni og þekkingu rætt um stöðu skólans í þjóðfélaginu nú og látin falla þessi athyglisverðu orð: „Stöðu skólans í þjóðfélaginu í dag svipar til þeirra aðstæðna, sem ríktu um síðustu aldamót, að því er snertir menntunar- stig landsmanna andspænis breytingum í atvinnu- og bjóð- lífi. Þess mun brátt fara að gæta, að þjóðin ræður ekki nógu al- mennt nú, fremur on þá, vfir nýjustu kunnátjtu og hæfni á mörgum sviðum, sem gerir hana færa um að mæta vms um tækifærum til framfara og hagnýta þau.“ Þessi orð skulu ekki talin til sérstakra vitnisburða gegn frammistöðu „viðreisnar“— stjórnarinnar í skólamálum, en bau svna þó gerla. hve stöðn- un skólabygginga s.l. :jö ár veg ur þungt á ógæfuhliðina, .--vo og tregðan við að hefja endurskoð un fræðslukerfisins. Grein Kristjáns ættu allir að losa með athygli, og hann hefur synt, hvernig menntamenn þjóðarinn ar eiga að haga sókninni til nýrrar vakningar í skólamálum landsins. Þetta er þeirra akur að erja. Þeir eiga að láta til sín heyra hver af öðrum, visa veginn og linna ekki fyrr en plógurinn tekur að hreyfast.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.