Tíminn - 10.10.1965, Blaðsíða 9
SUNNUDAGUR 11). októbcr 1965
TÍMIWN
gæta hagsmuna félagsmanna
inn á viS og út á við. Efla
stéttvísi þeirra innbyrðis og
koma í veg fyrir, að réttur
meðlima sé fyrir borð borinn
í atvinnumálum. Og síðast en
ekki sízt að efla dansmenntun
félagsmanna sjálfra.
Gagnrýni á íslenka ballett-
dansara of hörð.
— Heldurðu, að við eigum
langt í land með að koma upp
sómasamlegum ballettflokki?
— Nss, ég held að þetta sé
allt á réttri leið. Ballettinn er
ung listagrein hjá okkur. Mér
finnst líka gagnrýnin á ís-
lenzka ballettdansara ekki allt
af sanngjöm. Og mér finnst
íslenzkir dansarar ekki þurfa
að skammast sin, þeir standa
fyrir sínu og batna stöðugt.
— Fara stúlkur í ballett
með það fyrir augum að verða
miklar ballerínur?
— Ég held, að stúlkur sæki
í ballett til að fá mýkri hreyf-
ingar og betri framkomu. Svo
era margar, sem hafa gaman
af að dansa eftir klassískri
músík. Það er gffurlega erfitt
að verða ballettdansari og ekki
nema einstaka, sem komast
svo langt. En það eru allt
af innan um mjög efnilegar
stúlkur.
Hefur sýningar fyrir mæður
nemendanna.
— Hefurðu getað komið því
við að hafa nemendasýningar?
— Nei, ekki beinlínis, En
síðustu tímana fyrir jólin í
fyrra og sl. vor ieyföi ég
mæðrum nemenda minna að
koma og horfa á. Það var mjög
vinsælt og ég hlakka til að
leyfa foreldrunum að horfa
á börnin sín gera æfingar á
litla sviðinu í Lindarbæ fyrir
jólin í vetur, því að ég fann,
að bæði mömmunum og börn-
unum fannst afar gaman að
því. í þessu sambandi má
minnast á, að fólk hafði í
rauninni takmarkaðan skiln-
ing á, hvað ballett væri og
fannst þetta hlyti að vera
miklu auðveldara en það er.
Það gæti ekki verið mikil
kúnst að tylla sér á tá og svífa
undurlétt um gólfið. En augu
fólks hafa opnazt fyrir því, að
eigi einhver árangur að nást
kostar það miklar æfingar og
erfiði.
— Seturðu nemendum fyrir
æfingar heima?
— Ég segi þeinj auðvitað að
þeir megi æfa sig heima, ef
við erum að fara yfir ein-
hvgr sérstök spor eða æfing- /
ar, en skylda þá ekki til að
æfa sig heima eftir föngum.
þess margsinnis vör, að hinir
áhugasömustu hafa reynt að
efa sig heima eftir föngum.
H.K.
ÞÁTTUR KIRKJUNNAR
KIRKJAN
Maður, sem heitir Jónas
Kristjánsson skrifar oft mjög
athyglisverðar greinar í „Vísi“.
Og núna mjög nýlega birtist
þar grein undir fyrirsögninni
„Kirkjan," eftir hann.
Margt af því, sem þar var
sagt einkum viðvíkjandi sögu
kirkjunnar má til sanns vegar
færa. Hins vegar gætti meiri
misskilnings í meginatriðum
en gera mátti ráð fyrir af svo
sögufróðum manni.
Svo var að heyra, sem kirkj-
an hefði verið ailt en væri nú
ekkert. Og í fljótu bragði íét
hann líta svo út, sem fullyrð-
ing þessi, sé nærri sanni.
Vald hennar var mikið bæði
í lífi og dauða, og út yfir gröf
og dauða í vitund fólks. En var
það raunverulega kirkjan, sem
hafði slíkt vald og vildi hafa
það.
Hvað er kirkja? Það er sam-
félag þeirra, sem telja Júsúm
Krist leiðtoga lífs síns, frels-
ara sinn og fyrirmynd. Hann
var boðberi sannleikans og
ímynd hins algjöra kærleika.
Aldrei eða sjaldan hefur kirkj-
an verið fjarri því að vera hin
sanna kirkja, það er stofnun
kærleika og sannleika en á þess
urti valdatímum sínum. Meðan
hún ofsótti spámenn, lokaði
fyrir hverja glætu hins nýja,
beitti píslartækjum rannsóknar
réttarins til að þagga niður
raddir sannleika og frjálsrar
hugsunar, var hún að mínum
dómi nokkurn veginn eins
langt frá því að vera kirkja
Jesú og boðberi kristins dóms
og hún hefur nokkru sinni
komizt.
En jafnvel á þeim tímum
var þó kraftur kristins dóms
nægilega mikill til að framleiða
fólk eins og Frans frá Assisi
og Bernhard helga frá Clair-
vaux. Svo að sannarlega var
andi Krists samt ekki horfinn
henni. Og alltaf leitaðist hún
í orði kveðnu tið að vera skjól
og skjöldur lítilmagnans og
boðberi friðar, og tókst það að
vissu marki, þrátt fyrir allt.
Kristur sagði um sina læri-
sveina og segir enn við þá:
Þér eruð Ijós heimsins. Þér
eruð salt jarðar. Þér eruð súr-
deigið, sem sýrir allt deigið í
bakstrinum.
Þannig er kirkjan í hans vit-
und og að hans vild, ekki vald
og valdbeiting, heldur nær
ósýnilegur, en þó ómissandi
kraftur, sem hefur nær leynd-
ardómsfull áhrif.
Saltið er ekki mikið í hlut-
falli við önnur efni í heilli
máltíð. En hver mundi vilja
eta máltíðina án
þess jafnvel þótt á borðum
væri lax eða alikálfakjöt.
Súrdeigið eða gerið í heila
köku er ekki nema úr teskeið
eða framan á hnífsoddi, en
hver mundi vilja bera kökuna
á borð í brúðkaupsveizlu, ef
það hefði gleymzt.
Ljósið á eldspýtunni eða kert
inu er ekki stórt í samanburði
við myrkurdjúpið í heilum
sal, þó vísar það leið og hjálp-
ar í leitinni. Að ekki sé talað
um ef ljósið er víti eða blys í
myrkurdjúpi vetrarnætur.
Guðsríki — hin sanna kirkja
kemur ekki þannig að á \wí
beri — sagði Jesús. það er hið
innra i yður.
Kannski hefur kirkjan —
guðsríkið, sem Páll postuli
sagði að væri réttlæti, friður og
fögnuður aldrei haft meiri tök
en einmitt nú á 20. öldinni,
jafnvel þar sem virðist vera
búið að gera hana útlæga eða
ekki vera leyft að taka á móti
henni. Hún þróast nefnilega
við andbyr og ofsóknir.
Þetta sannar ekki einungis
för Páls páfa, fyrsta ferð slíks
höfðingja til Vesturheims eða
New York til að biðja um frið-
arhug og bræðralag. Frá sjón-
armiði þeirra sem hafa reynt
að kynna sér kristinn dóm sögu
hans og áhrif um aldir, og þá
jafnframt öll mistökin, er slík
ferð undir og dásemd, líkt og
ævisaga Sahweiters, sem er
barn kristinsdóms á 20. öld.
En við þurfum ekki að leita
,svo langt og hátt til að finna
kraft kirkjunnar nú á dögum.
Við þurfum aðeins að kynn-
ast högum bágstaddra t.d. hér
á íslandi nú eða fyrir nokkr-
um áratugum. Allt, sem gjört
er fyrir munaðarleysingja,
gamalmenni og öryrkja er
fyrir kraft kristins dóms. Án
hans væu börn enn þá senni-
lega borin út og einstæðum
mæðrum drekkt og glæpa-
menn hengdir, eða hvað það
hét nú öll framkvæmd
grimmdar hér áður fyrr.
_____________________________ 9
Og mesta framkvæmd kirkj-
unnar — hinnar ósýnilegu
kirkju Krists er kannski ekki
fyrst og fremst að finna í
kirkjum á sunnudagsmorgnum
ekki í rödd prestsins, heldur
kannski á götunni og gang-
-> stéttunum í feimnu hvísli
barnsins, sem býður þér merki
í fyrirlitinni merkjasölu dags-
ins til ágóða fyrir Reykjalund,
heimili blindra, fatlaðrá fá-
vita eða öryrkja. Og eitt hið
ókirkjulegasta af hversdags-
hlutum, sem ég hef séð á þess-
um síðustu tímum eru orðin,
sem sett eru við yztu dyr á
fjölbýlishúsunum: Merkja-
sala bönnuð. Þessi orð eru
hversdagsleg, en þau eru ljót,
sýna hugsunarhátt, sem gæti
lokað fyrir áhrif saltsins? ljóss-
ins og súrdeigsinsi aðeins gerð
Framhald á bls 15
RÆKTUNARSAMBÖND - VERKTAKAR
Hy-Mac Model 580 skurðgrafa
Sem brautryðjendur á innflutningi á. vökvadrifnum skurðgröfum með löstum armi
til graftrar á framræslu-skurðum, viljum við vekja athygli yðar á, að í sumar hafa tvær
Hy-Mac skurðgröfur model 580 unnið við framræslu-skurðgröft með góðum árangri.
Afköst vélanna hafa verið 120—150 kibukm. á klst. að jafnaði.
Vegna þess, hvað flatarþungi Hy-Mac gröfunmar er lítill eða aðeins ca. 0.23 kg/fersm.,
hafa hvorugar þessara grafa þurft að nota fleka, jafnvel þótt þær hafi í sumum til-
felium unnið í mjög votu landi.
Þar sem þessar gröfur hafa unnið í erfiðu landi, hafa bezt komið í Ijós kostir hins
fasta arms, þar sem þær hafa náð fullri graftrardýpt og ekki þurft áð skilja við höft og
misdjúpa skurði. .
Þar sem þungi og fyrirferð Hy-Mac gröfunnar er ekki meiri en góður vörubíll ræður
við, er auðvelt að flytja hana á milli staða.
Annað verkefni, sem Hy-Mac grafin er talin henta mjög vel í, er að hreinsa upp
gamla skurðL
KYNNIP YKKUR SEM FYRST KOSTI OG FJÖLHÆFNI
VÖKVADRIFNU HY-MAC SKURÐGRÖFUNNAR.
Heildverzlunin Hekla h.f.
Laugavegi 170—172 — Sími 2-1240.
/