Tíminn - 10.10.1965, Side 16

Tíminn - 10.10.1965, Side 16
FJÓRÐUNGUR HEYSINS SENN KOMINN AUSTUR FB-Reykjavík, laugardag. I um 6700 hesta af heyi til Austur- AIls mun nú vera búið að flytja I lands í sjö skipsferðum. Um BÆNDURNIR FÁ 36 TONN AF KORNIUMFRAM KOSTNAÐINN MB-Reykjavík, laugardag. Kornuppskera á Suðurlandi hefur gengið mjög vel í haust, enda einmunatíð. Bændur þeir, sem eru með félagsrækt undir Eyjafjöllum, hafa fengið um 28 tunnur af hektara og spara sér mikið fé í fóðurhlöndukaup- um. Klemenz á Sámsstöðum hef ur nú í fyrsta sinn selt SÍS mikið magn af korni í mölun í fóðurblöndu og telur hann að með tilkomu Mari-byggsins, sem notað hefur verið á Suður- landi í sumar í fyrsta sinn í ríkum mæli, sé orðin bylting í kornrækt hérlendis. Blaðamenn Tímans voru fyr- ir nokkrum dögum á ferð um Suðurland og hittu nokkra komræktarfrömuði að máli. Klemenz á Sámsstöðum sagði, að í sumar hefði hann fengið um 21 tunnu af hektara af Marí-byggi, en það er tiltölu- lega nýtt hérlendis. Klemenz kvaðst fyrst hafa notað það 1 tilraunum árið 1962 og í fyrra hefði hann sáð því í 3 hektara en í sumar í 8 hektara. Hann kvað Marí-byggið heldur sein- þroska, en hins vegar ákaflega þolið og hefði ekkert úr því fokið í tilraununum. Klemenz kvaðst telja, að þar sem Marí- byggið ætti við, væri hreinlega um byltingu að ræða í korn- ræktinni hérlendis. Klemenz var með Arla-bygg í sumar í Klemenz á Sámsstöðum kornbindi. meS fyrsta sinn, en það hefur áður verið ræktað í tilraunum hjá Atvinnudeildinni. Reynslan af því varð einnig mjög góð og fékk Klemenz heldur meiri uppskeru af því en Marí-bygg- inu, eða rúmlega 21 tunnu af hektara. Arla-byggið er bráð- þroskaðra en Marí. Báðar þess ar tegundir eru fengnar frá Skáni. Klemenz hefur ekkert útsæði tekið af Marí-bygginu, enda er það full seinþroska til þess, en hins vegar ágætt í mölun í fóðurblöndur. Nú í haust keypti Samband íslenzkra samvinnufélaga í fyrsta sinni korn af Klemenz til mölunar í verksmiðjunni á Stórólfshvoli. Var þar um að ræða um 14 lestir af Marí-byggi. Klemenz kvað ágætan hagn- að af kornræktinni, þegar svo vel gengi sem í sumar. Hann taldi, að hagnaðurinn væri ekki undir 4.000 krónur af hektara, þegar tekið væri tillit til alls kostnaðar, jarðvinnslu, útsæðis, áburðar, uppskeruvinnu og landleigu. Nú um nokkurra ára skeið hafa nokkrir bændur undir Austur-Eyj afj öllum stundað kornrækt í félagi. Stundum hafa komið heldur léleg ár, og hefur þá suma brostið kjark, en flestir hafa haldið áfram, og nú eru þeir sex, sem standa að kornræktinni. Þeir eru með sameiginlega kornrækt á um 15 hekturum, en auk þess hver í sínu lagi með um 5 hektara. Akrarnir eru nú á Eyvindar- hólum og í móajörð, en áður voru þeir á Skógasandi. Við heimsóttum Eggert Ólafsson bónda á Þorvaldseyri, sem er mikill áhugamaður um kornrækt sem og annað er að framförum lýtur í búskap. Hann kvað komræktina að Ey- vindarhólum hafa gengið ákaf- lega vel í sumar. Telur hann að til þess að hún standi undir sér þurfi að fá a, m. k. tíu tunnur af hverjum hektara, en í sumar hafi þeir íengið um 28 tunnur af hektaranum, þ. e. 18 tunnur fram yfir það, sem þurfti til að standa undir kostn aði. Eggert sagði, að þeir íétu þurrka og mala komið til skepnufóðurs. Mest af því er þurrkað og malað í verksmiðju SÍS á Stórölfsvelli. en Eggert hefur einnig útbúið sér sér- stakan þurrkara heima á Þor- valdseyri, þar sem hann þurrk- ar hluta af sínu korni og malar síðan héima. Fleiri munu og mala einhvern hluta korns síns heima. Þurrkari Eggerts er þannig útbúinn, að hann hefur sett upp venjulegan olíubrenn- ara og við hann sívalning, sem búinn er til úr tómum tunn- um. Við hinn enda sívalnings- ins er svo venjulegur blásari, sem dráttarvél knýr. Þaðan er heitu loftinu blásið undir striga klætt rimlagólf, sem kornið er á. Eggert kvaðst geta þurrkað um 15 poka á dag með þessum hætti. Eggert kvað malaða byggið reynast ágætlega til skepnu- fóðurs. Væri því blandað sam- an við venjulega fóðurblöndu Framhald á bls. 15. Eggert á Þorvaldseyri athugar hvort kornið er orðið þurrt. (Tímamyndir K. J.) „HVENÆR ÆTLI VID FÁUM SV9NA TÆKII SKÚLANA?" GB-Reykjavík, laugardag. Þaö var setinn bekkurinn í stóra salnum í Hagaskóla í gær. en að þessu sinni voru það kenn- aramir, sem sátu á skólabekk, Jkennarar úr öllum skyldunáins- skólum í Reykjavík, um fjögur hundruö íalsins, en börnin áttu frí þennan dag á meðan verið var að kenna kennurunum. Nánar til tekið var verið að kynna og kenna meðferð kennslutækja, sem reyk- vískum kennurum er nýlunda, þótt erlendis hafi þau í mörg ár verið talinn sjálfsagður liður í skólakennslu. Þar var t.d. sýnd 8 mm kvik myndavél, sem þykir einstaklega snör í snúningum og heppileg til að sýna stuttar kennslukvikmynd- ir. En mestan áhuga kennara vakti þó svonefndur myndvarpari, sem kennari getur haft á kenn- araborðinu, skotið inn í það mynd um á plötu, blöðum og bókum, einnig skrifað hvað sem er á yfir- Jborðsflöt tækisins og endurvarp- , ast það allt og á vegginn, yfir höfuð kennarans, svo hann þarf ekki að snúa sér frá nemendun- um á meðan. Þetta er aðdáanlega ! handhægt kennslutæki, sem farið | var að nota í skólum erlendis fyrir meira en áratug, þótt ekki i hafi þótt taka því enn sem kom ið er að útvega það í skóla hér á landi, svo mjög sem það mundi lífga alla kennslu og létta námið. Meðferð tækjanna var sýnd á sviðinu í stóra salnum í gær, en tækin voru einnig til sýnis frammi á göngunum og verða í dag og á morgun. Fréttamaður Tímans staldraði þar við, sem kennarar voru að skoða þetta þénuga verk- færi, þeir litu það löngunarauguin, en sumir sögðu í mæðutón: „Það er svo sem nógu gaman að skoða þetta á sýningu, en hvenær ætli við megum gera okkur von- ir um að fá svona tæki í skólana?“ Verð stóð skrifað á tækið: 16,500 krónur, álíka og sæmilega góð myndavél. 10.000 hestar bíða véHwmdnir að- allega fyrir austan fjall, í Sand- gerði og uppi í Borgarfirði, og er búizt við að þeir verði sendir austur nú á næstunni. Nú fyrir skömmu fór Herðu- breið með hey til Mjóafjarðar, Hermóður tók nokkurt magn til Loðmundarfjarðar, og í dag fer Heklan með hey til Fáskrúðsfjarð ar, en á mánudaginn mun Jarl- inn lesta 1500 hestburði og fara með þá til Breiðdalsvíkur. Áður hefur svo verið skýrt frá hey- flutningum Selár, Herjólfs, Dísar- fellsins og Mælifellsins, en þegar austur munu verða komnnir þang- Jarlinn hefur flutt heyfarm sinn að samtals 820 hestar. Hingað til hafa borlzt loforð um 5000 hesta af gjafahey en nú fyrir skömmu kom Helgi Har- aldsson bóndi að Hrafnkelsstöð- um í Hrunamannahreppi og færði Kalnefndinni 5000 krónur í pen- ingum, sem hann sagði að ættu að fara til heykaupanna, og er þetta fyrsta peningaupphæðin, sem nefndinni hefur borizt frá ein- staklingi í þessum tilgangi. Tíð hefur verið ákaflega góð að undanförnu á Austurlandi, og er nokkuð úti af heyjum þar enn- þá, sem menn vonast til að geta náð inn og notað, að sögn Kristj- áns Karlssonar hjá Stéttar- Framhald á bls. 15. Aðalfundur FUF Aðalfundur Félags ungra Fram sóknarmanna í Reykjavík verður haldinn mánudaginn 11. október í Framsóknarhúsinu við Fríkirkju- veg uppi, og hefst kl. 8.30 e. h. Dagskrá: Venjuleg aðalfundar störf. — Stjórnin- SLATURSÖLU LOKEÐ HÉR í REYKJAVÍK KJ-Reykjavík, laugardag. Dilkaslátrun er nú víðast hvar að ljúka, og sumsstaðar er henni lokið eins og hér í Reykjavík. Hættir þar með slátursala. því þótt enn megi búast við að dilk- ar komi til slátrunar, þá er aðal- sláturtíminn úti, og ekki hægt að halda uppi slátursölu. Núna næstu daga hefst slátrun á ám og stór- gripum í sláturhúsum Sláturfélags Suðurlands. Ráðherra með fjörgjafa Alþýðublaðið segir stór- fréttir á forsíðu í gær og hefst frásögnin á þessum orðum: „Allir þrír ráðherrar Alþýðu flokksins tala á fyrsta fundi Alþýðuflokksfélags Reykjavík- ur á þessu hausti, sem hald- inn verður í Iðnó n.k. þriðju- dagskvöld. Fundarefnið er að- almál stjórnmálanna." Og fréttinni lýkur með þess um áréttingarorðum: „Til þess að gera fundinn líflegan hefur stjórn Alþýðu- flokksfélagsins fengið sérstak- an stjórnanda til þess að stjórna umræðunum. Verður það Sigvaldi Hjálmarsson, rit- stjóri.“

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.