Morgunblaðið - 31.07.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.07.1987, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1987 „Við teljum leiðina til að ná fram vinalegu og hlýlegu andrúmslofti að hafa gömul, falleg húsgögn og skrautmuni til að prýða umhverfið11 sagði Gunnlaugur Ragnarsson annar eiganda veitingastaðarins Abrakadabra en sá staður var nýlega opnaður. „Það var ákveðið að láta ekki einhvern einn stil ráða ferðinni heldur fara kannski ótroðnar slóðir, kaupa antik húsgögn og umfram aitt stefna að því að fólki gæti liðið vel. Það sem af er hafa gestir okkar tekið þessu vel, þeir eru kannski dálftið undrandi til að byrja með en kunna auðsjáanlega vel við sig. Og þá er takmarkinu náð.“ ARNI SÆBERG Veitingastaðinn Við Tjörnina prýða einungis gamlir munir og það er óneitanlega notaleg tilbreytni frá því sem gengur og gerist að sitja og njóta máitfðar í svoleiðis umhverfi. Danskur húsbúnaður frá 1780-90 Madurinn hefur líkiega frá fyrstu tíð tyllt sér niður og lagt frá sér á vísan stað það sem hann hefur haft umleikis. En varla er unnt að segja hvenær menn fóru að marki að gera sér gripi til skrauts og þæginda. Það er ekki ósennilegt að ífyrstunni hafi húsbúnaður verið talinn til áhalda sem fylgdu eigendum og kann það að skýra hversvegna latneska orðið mobilis (hreyfanlegur) hefur verið yfirfært á húsgögn í öðrum málum, samanber mubla. PÝRÍT — GULLSMIÐJA ÖNNU MARÍU Anna María Sveinbjörnsdóttir, gullsmiður, er með gallerí og verkstæði á Vesturgötu 3. Hún er eingöngu með handsmíðaða módelgripi, aðallega hringa, nælurog eyrnalokka. Anna María smíðar einnig eftir pöntunum og gerir við. Morgunblaðið/Einar Falur Helga Krlstlnsdóttlr, móðlr Önnu Maríu. Morgunblaðið/Einar Falur Borghlldur Óskarsdóttlr á karamlkverkstæðlnu. KERAMIKVERK- STÆÐI Borghildur Óskarsdóttir er með keramikverkstæði á Óðinsgötu 13b. Hún vinnur keramikskúlptúra og leirmyndir, aöallega í steinleir. KÖRFUGERÐIN Körfugerðin, Ingólfsstræti 16, er rekin af Blindravinafélagi íslands. Þar er bæði vinnustofa og verslun. Framleiddar eru burstavörur og ýmiss konar körfur. Morgunblaðið/BAR Guðlaug Harðardóttlr vlnnur í afleyslngum í Körfugerðlnnl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.