Morgunblaðið - 31.07.1987, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 31.07.1987, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1987 B 7 Ferðalög, góður matur, antik antik" dóttir sagði þegar eð því ánægju- legasta sem ég geri í lífinu er að ferðast, borða góðan mat og skoða Hjördís Gissurar- við litum við hjá henni þar sem hún býr og bárum undir hana hvort hún hefði mik- inn áhuga á antikmunum. Það er eins og að stíga inn í lítinn ævintýraheim að koma inn á heimili Hjördísar, horfið er langt aftur í tímann og ef gætt er að því að líta ekki út um gluggan þar sem Reykjavík, böð- uð Ijósum blasir við, er auðveld- lega hægt að ímynda sér að maður sé staddur á gömlum virðulegum herragarði. Kertaljós, blúndur og blóm eru víða innan um þessar þungu massífu mublur og glæða húsið leyndardómsfullri rómantík. Það er líka eins og kertin sem Hjördís lætur loga um allt hús veiti þess- um gömlu hlutum sérstakan blæ. Á heimilinu má víða reka aug- un í gamla nytjahluti sem auðsjáanlega var vandað til á sínum tíma en bera þess þó vitni að hafi verið brúkaðir. „Ég er fyrir mjög massíf þung húsgögn og hluti með grófu yfirbragði. Það þýðir ekkert fyrir mig að eiga postulín, kristal og svoleið- is hluti nema þá í borðbúnaði. Það er alltof viðkvæmt og tauga- veiklað fyrir mig. „Handbragðið á þessum gömlu hlutum er oftast mjög fallegt og vinnslan öll" segir Hjördís þegar talið berst að því hvað það sé sem heilli svo við þetta gamla. „Þetta eru munir sem hafa verið snertir af fyrri kynslóðum, virðing borin fyrir þeim og fólki þótt vænt um hlut- ina, því flestum þykir vænt um það sem þeir eiga. Allir sem hafa handfjatlað þessa hluti hafa skilið svolítið eftir af sjálfum — Kaupirðu eitthvað hér- lendis af gömlum hlutum? „Það er frekar sjaldgæft. Mér, finnst úrvalið ekki það mikið og þær verslanir sem hafa verið með svona muni hafa tíðum ekki gengið og hætt eftir skammt hríð. Ahuginn hefur ekki verið það mikill hérlendis og fólk henti líka umvörpum gömlum munum þegar tekkæð- ið gekk yfir á sínum tíma. Ég minnist þegar systir mín rak eitt sinn antik verslun hér í borg sagði hún mér að það væri mjög algengt að fólk sem kæmi inn í verslunina bæði oft um afslátt vegna þess að hluturinn væri notaður og spurði hvort ekki væri til nýtt antik. Ég vil aftur á móti að það sjá- ist á hlutunum að þeir hafi verið notaðir og þjónað sínu hlut- verki. Það er hluti af sjarmanum við þetta gamla." sér í þeim." — Kaupirðu stöku sinnum nýja muni og blandar með þessu gamla? „Nei, ég get ekki sagt það. Nýja hluti á heimilinu er hægt að telja á fingrum annarrar handar. Það eru þá einna helst matarílát en þau eru þá að minnsta kosti í gamaldags stfl. Annars er ég á heildina litið lítið fyrir eftirlíkingar." Hjördís segist aðallega versla gamla muni erlendis. „Ég er ekki frá því að mér liði hálf illa ef ég hefði ekki einhvern lítinn gamlan hlut með mér heim í töskunni. Það þarf ekki að vera stórt, eitt lítið glas eða slíkt". Þegar hún er innt eftir því hvern- ig og hvort hún rambi alltaf á slíkar verslanir t útlandinu segir hún að það sé dálítið sérstakt en hún finni þær eiginlega und- antekningalaust án nokkurra erfiðleika. „Það er svo undarlegt að ef maður ætlar sér eitthvað þá tekst manni það iðulega. Ég er einmitt nýkomin heim frá Nice í Frakklandi þar sem ég fann eina skemmtilegustu antik- verslun sem ég hef komið í. Þetta var mjög fallegt heimili roskinnar konu og þar var hægt að banka upp á og versla. Auð- vitað var ekki allt til sölu og aðeins hluti þeirra muna sem prýddu heimilið voru á boðstól- um.“ Þegar hún er spurð hvort hún hafi þá ekki verslað eitthvað í leiðinni segist hún hafa rekist á tvær litlar luktir sem hún hafi ekki getað staðist." — Hvernig líður þér svo inn- Hjördís Gissurardóttir Morgunblaðið/Ami Sæberg an um eintóma gamla muni? „Það er líf í þessum munum og stundum finnst mér ég bók- staflega getað talað við þá. Það ríkir góður andi í kringum þá og ég hef aldrei fundið fyrir neinu öðru en hlýju og að gott stafi frá þessum gömlu hlutum. Það er með því notalegra sem ég geri að sitja við kertaljós innan um þessa gömlu gripi og finna fyrir návist þeirra." Árni Sæberg/Morgunblaðið Ásgeir Smári Einarsson og Oddný Gunnarsdóttir „Gömlu munimir em hlýlegir “ Ef ég sé eitthvað fall- egt eða hlut sem hentar mér vel þá set ég það ekki fyrir mig hvort hann er nýr eða gamall" segir Oddný Gunnarsdóttir. „Ásgeir, maðurinn minn, vill eiga hluti sem ekki er hægt að sjá á öðru hvoru heimili og eru þvi ekki fjöldaframleiddir. Hann hefur gaman af því að Morgunblaðið/Ámi Sæberg koma með mér í þessar hús- gagna skoðunarferðir og við erum eiginlega alltaf sammála um fegurð muna. „Okkur finnst mjög skemmtilegt að kaupa gamla hluti. Þeir eru hlýlegir og í mörgum tilfellum miklu vand- aðri en þeir nýju sem á boðstólum eru.“ Oddný segir að þó henni finnist margar af þessum nýtískulegu hús- gagnalínum skemmtilegar og sumir hönnuðir mjög góðir, þýði það ekki að hún vilji hafa heimilið sitt þannig. „Ég veit fátt hallærislegra en þegar inn- bú eru keypt eftir einni staðl- aðri línu." Þau Ásgeir og Oddný hafa fengið að gjöf ýmsa gamla muni en einnig keypt slíkt hérna heima. „Eg hef farið á þær antiksölur sem hér eru og yfirleitt getað grafið upp eitt- hvað sem mér hentar og okkur þykir fallegt" sagði Oddný að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.