Morgunblaðið - 31.07.1987, Blaðsíða 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1987
„Tel þetta framtíð-
ar fyrirkomulag"
Jón Geir Hlinason og Soffía
M. Ólafsdóttir keyptu sér
íbúð í Hafnarfirði í mars s.l.
og eru nýflutt inn í nýja hús-
næðið.
„Við sóttum um lán í nóvem-
ber, fengum lánsloforðið tæpum
þrem mánuðum seinna, og fór-
um þá að leita fyrir okkur á
fasteignamarkaðinum" segir Jón
Geir. Hann kom heim frá hag-
fræðinámi í Svíþjóö fyrir um
tveim árum, „við þurftum þá að
leigja okkur íbúð, leigðum í eitt
ár, borguðum hálft ár fyrirfram
og svo alltaf þrjá mánuði í senn
fram í tímann. Við gátum lítið
sparað á þessu tímabili, og tók-
um því til bragðs að flytja inn á
móður mína, bjuggum mjög
þröngt í 10 mánuði og gátum
sparað svolitlu saman með því
móti."
Hann segir þau hafa séð verð-
ið á íbúðunum hækka, næstum
dag frá degi, eða um 100 þús-
und krónur á viku á því tímabili
sem þau voru að leita fyrir sér
á fasteignamarkaðinum. „Þegar
við sáum þessa íbúð, geröum
við tilboð í hana, þetta var
reyndar annað tilboðið sem við
gerðum. Við sáum að verð á
húsnæði er talsvert ódýrara hér
í Hafnarfirði en í Reykjavík, það
voru settar þrjár og hálf milljón
á þetta húsnæöi hér sem er um
150 fermetrar, en ég fókk íbúð-
ina á 3,2 milljónir með því að
borga hana út á árinu." Lánin
sem Jón Geir fékk voru 1723
þúsund frá Húsnæðisstofnun,
nokkur hundruð þúsunda átti
hann í sparifé, og afganginn fékk
hann lánaðan. „Ég reiknaði út
að þetta kæmi sér betur fyrir
okkur en að dreifa eftirstöðvun-
um á nokkur ár. Þetta ætti ekki
að reynast okkur erfitt, jafnvel
þó vextir hækki eitthvað frá því
sem nú er, en ég geri ráð fyrir
að ef þetta dæmi væri sett fyrir
fólk sem er með mjög lágar tekj-
ur þá reyndist þetta fremur erfitt
viðfangs. "
Jón Geir segir nýju lögin
tvímælalaust miklu aðgengilegri
fyrir fólk sem er að kaupa sitt
fyrsta húsnæði eins og þau
hjónin. Auk þess sé mikið hag-
ræði af því að sækja um lán á
einum stað í stað þess að þurfa
að ganga milli peningastofnana.
„En þetta kerfi hefur einnig
ákveðna galla, það hefur t.d.
verið gagnrýnt að þeir sem eiga
húsnæði fyrir og hyggjast
minnka við sig geti sótt um lán
og fengið það, þó þeir þurfi ekk-
ert á því að halda. Þetta fólk fær
þannig í hendurnar peninga sem
það getur leikið sér með. Ég
held að þetta kerfi sé engin
bráðabirgðalausn heldurframtið-
arfyrirkomulag, og það er ekki
alveg að marka hvernig þetta
hefur gengið fyrir sig fyrsta árið.
Þegar lögunum var breytt var
töluverður uppsafnaður vandi á
ferðinni, mjög lítil hreyfing hafði
verið á fasteignamarkaðinum.
Ég hef grun um að mun fleiri
hafi sótt um lán á þessu fyrsta
ári en höfðu þörf fyrir þau.“
- vj
KGA
„Miklu aðgengilegra lánakerfi" segja þau Jón Geir Hlinason og
Sofffa M. Olafsdóttir
Viltu kaupa þér
HÚSNÆÐI?
NÚ er um það bil ár síðan nýju lögin
um húsnæðislán gengu í gildi.
Töluverðar breytingar hafa átt sér
stað á fasteignamarkaðinum á
þessu tímabili, mikið annríki verið
á fasteignasölum og sala íbúða
aukist til muna. Verð fasteigna
hefur hækkað um 40% á
meðalstórum íbúðum og að sögn
Friðriks Stefánssonar
fasteignasala má gera ráðfyrir
hækkun á stærri eignum nú í haust.
Asjötta þúsund manns
fengu afgreidd lánslof-
orð á árinu, en þeir sem
sóttu um til Húsnæðisstofnunar
eftir 12. mars hafa enn ekki
fengið vilyrði fyrir láni þar sem
ekki hefur verið gengið frá
samningum við lífeyrissjóðina.
Nýir þjónustuaðilar hafa sprot-
tið upp, og má þar nefna Fjár-
festingarfélagið sem býðst til
að kaupa lánsloforð af íbúðar-
kaupendum, og brúa þannig það
bil sem myndast frá því kaup-
andinn fær lánsloforðið í
hendurnar þar til lánin eru
greidd út, en gera má ráð fyrir
eins til tveggja ára biðtíma. Af-
föll eru þó nokkur, þannig fær
viðskiptavinur Fjarfestingarfé-
lagsins sem leggur inn lánslof-
orð um 1,8 milljón króna lán,
aðeins tæplega 1,6 milljónir af
láninu sjálfur, miðað við að
helmingur lánsins komi til út-
borgunar eftir tvo mánuði og
hinn helmingurinn eftir 6 mán-
uði. Þessi þjónusta er mikið
notuð að sögn Jökuls Jóhannes-
sonar hjá Fjárfestingarfélaginu,
og virist mörgum þykja þetta
þægilegri kostur en ganga milli
bankastofnana.
Að sögn Friðriks Stefánsson-
ar hafa nýju lögin bæði haft
áhrif á verð fasteigna og út-
borganir, en algengt er að um
78% verðsins sé borgað út á
árinu, og hafa útborganir aldrei
verið hærri. „Fólk kýs frekar að
greiða sem mest út, þar sem
það eru vaxtalausar greiðslur í
stað þess að borga háa vexti
næstu árin.“ Þessar háu út-
borganir hafa verið mikið
gagnrýndar, Stefán Ingólfsson
hefur t.d. látið hafa það eftir sér
víða í blaðagreinum á árinu að
hann telji það eitt mesta vanda-
mál húsnæðismarkaðarins hve
hann er fjárfrekur vegna hárra
útborgana. Útborganir voru fyrir
um það bil ári um 70-72%, en
fram til 1980 var útborgun hins-
FRAKKLAND
Sautjánda öldin
Lúðvík fjórtándi sem var kon-
ungur Frakklands 1643-1715 var
hrifinn af íburðarmiklum húsum og
húsgögnum. Á stjórnarárum hans
voru Versalir byggðir og allt tíma-
bilið er þekkt í sögunni fyrir íburö
og óhóf. Barrokk stefnan var nær
! einráð og í anda hennar voru
smíðuð þung húsgögn sem voru
skrauti hlaðin. Undir lok aldarinnar
misstu þeir sem voru mótmælatrú-
ar rétt sinn í Frakklandi og flúðu
margir ágætir handverksmenn þá
yfir til Englands og Hollands.
Átjánda öldin
Á stjórnarárum Lúðvíks fimmt-
ánda frá 1715-1774 tók rókókó
tímabilið við af barrokk. Lögð var
áhersla á mýkri línur og skrautið
var tíngerðara og ekki eins of-
hlaðið og áöur. Frægar franskar
hefðarmeyjar eins og Madame De
Pompadour höfðu mikil áhrif á
tískuna og þar með talið hús-
gagnahönnun.
húsgögn
Nítjánda öldin
Rokokó og barrokk húsgögn
komast í ónáð og margur góður
gripurinn var eyðilagður í kjölfar
frönsku byltingarinnar 1789. Á
veldistíma Napóleons frá upphafi
aldarinnar og fram á annan áratug-
inn hurfu Frakkar að klassískum
húsgagnastíl og sóttu hugmyndir
til Forn-Grikkja, Rómverja og
Egypta.
BRETLAND
ÁRIN 1550 - 1650
Eikarhúsgögn eru allsráðandi
Húsgögnin eru innlögð og mikið
útskorin og byrjað er að bólstra
stóla. Skápar með skúffum koma
til sögunnar og á þessu tímabili
eru tekin í notkun flókin smíðatól
sem gera skreytingar og útskurð
auðveldari en áður.
Árin 1650 - 1800
Erlend áhrif settu mark sitt á
húsgagnagerö Englendinga á
þessum áratugum. Valhnota er
notuð í ríkara mæli en áður. Virðu-
leiki og rétt hlutföll móta hús-
gagnastílinn og fram á sjónarsviðið
koma nú spilaborð, skrifstofuinn-
réttingar og byrjað er að lakka
skápa. Farið er að sérhanna hús-
gögn fyrir stór og íburðarmikil hús
I byrjun átjándu aldar kemst
rauðbrúni mahoní viðurinn í tísku.