Morgunblaðið - 31.07.1987, Qupperneq 6
6 B
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1987
4-
„Hlutirnir endurspegla
lífog verkkunnáttu
fyrri kynslóða(i
Ahuginn á gömlum I býr í húsi ömmu sinnar og I „Ég er alinn upp við þess-
húsgögnum kom afa á Seltjarnarnesi þar sem háttar umhverfi en er enginn
í raun af sjálfu hann hefur reynt að halda safnari, mikið af þessum
sér“ sagði Ólafur sem flestu í upprunalegu munum eru ættargripir, hús-
Pétursson sem I horfi. I gögn sem hafa verið í eigu
ýmissa eldri ættingja minna
og síðan borist í mínar hend-
ur. Það hefur bæst smám
saman í heimilið hjá mér
svona eins og gengur og
gerist og þegar ég kaupi ein-
hverja muni læt ég húsið og
þau húsgögn sem ég á fyrir,
ráða valinu. Það þýðir ekki
að setja hvaða muni sem er
í svona gamalt hús. Það verð-
ur að vera samræmi í heild-
inni. Það þarf líka mikla
smekkvísi til að geta blandað
saman gömlum og nýjum
húsmunum þannig að vel
fari.“
Ólafur telur þessi gömlu
húsgögn hluta af menningar-
arfleið hverrar þjoðar. „Góðir
gripir endurspegia líf og verk-
kunnáttu fyrri kynslóða. Það
er nánast lítilsvirðing við fólk
fyrri tíma að farga góðum
hlutum, sem auk þess eru
hluti þjóðarauðsins."
„Tökum eitthvað gamalt
og reynum að
gera eitth vað úrþví“
Við höfum mest- I tíma á meðan ég var í nárni" I þessum árum kom það svona
megnis keypt sagði Páll V. Bjarnason arki- af sjálfu sér að við fórum að
okkar gömlu muni tekt þegar þau hjónin Páll og gramsa í skranbúðunum í
í Englandi, en þar Sigríður Harðardóttir voru London. Fjárhagurinn leyfði
bjuggum við um I heimsótt fyrir skömmu. „Á I einfaldlega ekki annað, en svo
AmiSæberg
Páll V. Bjarnason og Sigrtður Harðardóttir ásamt dætrum sínum
Ólöfu, Þorgerði og Sigurrós
höfðum við nú líka gaman af
því. Við vorum ekkert sérstak-
lega að safna gömlu, heldur
tókum og tökum enn í dag
eitthvað gamalt sem okkur líst
vel á og teljum að passi hjá
okkur og reynum að gera eitt-
hvað úr því.
Það er mikil íþrótt að
blanda saman gömlu og nýju
þannig að vel fari. Við reynum
að láta þetta gamla sem við
eigum vera hluta af heildinni
því hlutirnir hérna geta ekki
fengið það mikið rými að þeir
geti notið sín einir og sér.“
Eins og áður kom fram hafa
Páll og Sigríður einnig keypt
nokkuð af nýjum húsgögnum
en það kemur á daginn að
þeir Borge Mogensen og
Bruno Mathson sem hönnuðu
munina, gerðu það fyrir nokkr-
um áratugum, þannig að þau
húsgögn, þó nýsmíðuð séu,
eru með klassísku yfirbragði
sem ekki fellur úr gildi."
Páll og Sigríður búa í gömlu
húsi í Hafnarfirði sem þau
keyptu i niðurníðslu og hafa
smám saman verið að gera
upp og tekist vel til. Þau segj-
ast hafa verið með þeim fyrstu
sem lögðu út í svona fyrirtæki
þar um slóðir. „Við höfum
lengi verið að berjast fyrir
þessum gömlu húsum og vor-
um eiginlega að reyna að
sanna og sýna framá að þetta
væri hægt. Við fengum húsið
á mjög góðu verði. Einn af
þeim mörgu kostum sem það
hafði framyfir að kaupa til að
mynda íbúð í blokk var að
þetta var lítið einbýlishús þar
sem við gátum verið útaf fyrir
okkur.
En þetta var mikil vinna og
við unnum mikið sjálf með
dyggri aðstoð feðra okkar og
svo höfum við verið að breyta
og bæta húsið smám saman.
Það er endalaust hægt að
dytta að og lagfæra."