Morgunblaðið - 06.08.1987, Síða 3

Morgunblaðið - 06.08.1987, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1987 B 3 SKEMMTISTAÐIR ABRACADABRA Laugavegur110 Skemmtistaðurinn Abracadabra er dag- lega opinn frá hádegi til kl. 01.00. Austurlenskur matur er framreiddur á jaröhæðinni til kl. 22.30, en i kjallaranum er opið frá kl. 18.00 og til kl. 03.00 um helgar. Kl. 22.00 er þar diskótek. Enginn aðgangseyrir er á fimmtudögum og sunnudögum. Síminn er 10312. ÁRTÚN Vagnhöfði 11 I Ártúni er leikur hljómsveitin Danssporiö, ásamt söngkonunni Kristbjörgu Löve, gömlu dansana á föstudagskvöldum til frá 21.00 - 03.00, en á laugardagskvöld- um mætir sama hljómsveit og söngkona til leiks frá kl. 22.00 - 03.00 og eru þá bæði nýju og gömlu dansarnir. Síminn er 685090. BROADWAY Álfabakki 8 Hljómsveit Siggu Beinteins leikur í Broad- way á föstudags- og laugardagskvöldum til kl. 03.00, auk þess sem diskótek er. Aldurstakmark i Brodway er í sumar 18 ára.Siminner 77500. CASABLANCA Skúlagata 30 Diskótek er í Casablanca á föstudags- og laugardagskvöldum frá kl. 22.00 - 03.00. EVRÓPA Borgartún 32 Diskótek er á föstudags- og laugardags- kvöldum frá kl. 22.00 - 03.00. GLÆSIBÆR Álfheimar 74 Hljómsveit hússins leikur í Glæsibæ á föstudags og laugardagskvöldum frá kl. 23.00 - 03.00. Slminn er 686220. HQLLYWQpD HOLLYWOOD Ármúla S Leitin að týndu kynslóöinni heldur áfram með í Hollywood um helgina. Hljómsveit- in Tivoli leikur fyrir dansi og á efri hæðinni verður Kynslóðin við völd. Þá verður di- skótek týndu kynslóöarinnar í gangi með tónlist frá 7. áratugnum, bæði á föstu- dags- og laugardagskvöld. Borðapantan- ireruísíma 641441. HÓTELBORG Pósthússtræti 10 Tónleikareru á Hótel Borg á fimmtudags- kvöldum, frá kl. 21.00. Áföstudag-og laugardag er diskótek frá kl. 21.00 - 03.00, en gömlu dansarnir á sinum stað á sunnudagskvöld, frá kl. 23.00 - 01.00 HÓTELESJA Suðurlandsbraut 2 Áskemmtistaðnum Skálafelli á Hótel SUMARI BROADWAY Hin frábæra hljómsveit SIGGU BEINTEINS L hefur Mtt uman meiriháttar ituUagskrá fyrir gesti BROADWAY í sumar. Hljómsveitin er skipuð: Siggu Beinteins....söngkonu Eddu Borg....hljómborð/söngur Birgi Bragasyni..bassaleikara Magnúsi Stefánssyni ...trommur/söngur Guðmundi Jónssyni.....gítar/söngur Skelltu þér f BROADWAY í kvöld. Husið opnað kl. 22.00. ^ \ 18 ira aldurstakmark. reyK|AVÍKUR (j^0 Esju leikur Guðmundur Haukur á orgel fyrir gesti. Skálafell er opið fimmtudaga til sunnudaga frá 19.00 - 00.30. Aðra daga er opiö frá kl. 19.00 - 23.30. Síminn er 82200. HÓTELSAGA Hagatorg Dansleikireru í Súlnasal Hótels Sögu á föstudags- og laugardagskvöld frá kl. 22.00 - 03.00. Á Mimisbar leikur Andri Backmann fyrir gesti frá kl. 22.00 - 03.00. Síminner 20221. LENNON Austurvöllur Diskótek er í Lennon á föstudags- og laugardagskvöldum frá kl. 20.00 - 03.00 og er þá aðgangseyrir enginn til kl. 23.00 Á öðrum dögum er diskótek frá kl. 20.00 - 01.00. Síminn er 11322. SIGTÚN Suðurlandsbraut 26 Diskótekiö er opiö í Sigtúni á föstudags- og laugardagskvöldum frá kl. 22.00 - 03.00, en á laugardagseftirmiödögum er þar skemmtidagskrá fyrir eldri borgara frá kl. 14.00, m.a. dans, matur, félags- vist, skemmtiatriði. Síminn er 681330. RESTAURANT CAFÉ BRAUTARHOLTI20. ÞÓRSCAFÉ Brautarholt 20 Hljómsveit Stefáns P. leikur í sumar á efri hæðinni á föstudags- og laugardags- kvöld, auk þess sem gestahljómsveitir leika stundum um helgar. Á neðri hæð- inniersvo í gangi diskótek frá kl. 22.00 - 03.00 sömu kvöld. Síminn er 23333. Y-KRAIN Smiðjuvegur 14 í Y-kránni er opið alla virka daga frá kl. 22.00 - 01.00 og til 03.00 á föstudags- og laugardagskvöldum. Síminn er 78630. Þjónusta við áskrifendur - segir Goði Sveinsson, dagskrár stjóri Stöðvar 2 um endursýningar á kvikmyndum Nokkuð er um endursýningar kvikmynda hjá Stöð 2, á svipaðan máta og tíðkast í áskriftarsjón- varpi erlendis, og hafa sumir orðið til að koma með fyrirspumir um slíkt m.a. í þættinum Spurt&Svar- að hér í blaðinu. Við báðum Goða Sveinsson, dagskrárstjóra Stöðv- ar 2 um að lýsa stefnu Stöðvar 2 í þeim efnum. „Þetta er nokkuð sem ekki hef- ur tíðkast áður hér á landi og því ekki að undra þó sumum hafi þótt það undarlegt í byrjun. Hins vegar fáum við núna mjög jákvæð viðbrögð við endursýningum, enda er litið á þær sem þjónustu við okkar áskrifendur," segir Goði. „Það tíðkast í áskriftarsjón- varpi erlendis að sýna sömu kvikmyndina tíu sinnum á tólf mánuðum, en við höfum tvær til fímm sýningar á sömu myndinni hér , enda um talsvert minni markað að ræða en erlendis. Þess- ar endursýningar eru í föstum skorðum og þær eru einungis þjónusta þar sem áhorfandinn getur þá valið um tíma til að horfa á viðkomandi kvikmynd, sam- bærileg við þá þjónustu að kvikmyndahúsagestir geta valið um að sjá kvikmynd klukkan fímm, sjö, níu eða ellefu." — Hvernig gengur endursýn- ingarferlið fyrir sig? „Stöð 2 endursýnir flest allar kvikmyndir innan tíu daga frá frumsýningu og þá venjulega í eftirmiðdaginn. Sé kvikmynd hing vegar ekki talin vera við hæfí bama, er hún endursýnd seint að kvöldi. Að þeirri sýningu lokinni er myndin svo endursýnd á öðrum tímum í dagskránni, allt að þrisv- ar sinnum á næstu sex til tólf mánuðum." — Hafið þið fengið mikil við- brögð við þessu? „Já og áskrifendur eru sífellt að gera sér betri grein fyrir þess- ari þjónustu sem endursýningar áskriftarsjónvarps em. Þegar svo tímarit Stöðvar 2 fer að koma út mánaðarlega í september auðveld- ar það enfremur mönnum að ákveða hvenær þeir ætla að horfa á tiltekna kvikmynd, því þá verður hægt að fletta upp á endursýning- um í framhaldi af framsýningu. Þannig verður þjónustan aukin til muna, því það er talsvert um það nú, að áskrifendur hringi hingað til að spyijast fyrir um endursýn- ingar á hinni eða þessari mynd- inni.“ - Þama er sem sé ekki, að ykkar mati, um uppfyllingarefni að ræða, eins og stundum hefur heyrst í almennri umræðu? „Það er af og frá, þetta er þjón- usta sem lýtur lögmálum ákriftar- sjónvarps með langan útsending- artíma. Annað væri ekki hægt og í raun er þetta nokkuð einfalt reiknisdæmi. Stöð 2 er í hverri viku með fímmtán til átján kvik- myndasýningar og ef myndir væru aðeins sýndar einu sinni í áskriftarsjónvarpi væri ekki hægt að hafa svo langan útsending- artíma eða svo margar kvik- myndasýningar í hverri viku. Það era einfaldlega ekki framleiddar nægilega margar kvikmyndir í heiminum til að standa undir svo mörgum kvikmyndasýningum í hverri viku allt árið um kring. Auk þess era samningar við Goði Sveinsson, dagskrárstjóri Stöðvar tvö. Morgunblaðið/Sverrir kvikmyndafyrirtækin mjög flóknir fyrir áskriftarsjónvarp, þar sem greitt er ákveðið gjald á hvem áskrifanda fyrir hvetja einstaka sýningu á viðkomandi kvikmynd. Erlendis hafa sjónvarpssstöðvar ekki geta samið um minna en tíu sýningar á tólf mánuðum, en við höfum þó náð þeim árangri að semja um sýningar í fímm skipti á tveimur til þremur áram, sem er, að okkar mati, hæfílegur fjöldi sýningar, til að allir sem áhuga hafí geti einhvemtíma séð við- komandi mynd. Annað mál svo, sem fæstir áhorfendur gera sér grein fyrir, er ferill kvikmyndar eftir að hún er tilbúin úr framleiðslu. Hann hefst á því að kvikmynd er sýnd í kvikmyndahúsum eingöngu í til- tekinn tíma. Að því loknu er myndin seld á myndbönd, jafn- framt sýningum í kvikmyndahús- um. Þetta tímabil er venjulega tólf til átján mánuðir. Að þeim loknum er myndin boðin í áskrift- arsjónvarp í eitt til tvö ár og að lokum, þegar myndin er venjuleg- ast orðin fjögurra til sex ára gömul, er hún seld í auglýsinga- sjónvarp." - Þú minntist á samninga við kvikmyndafyrirtæki, hvaða félög era það sem þið semjið við? „Við eram með fasta samning- ar við ákveðin kvikmyndafyrir- tæki, m.a. MGM, Metropolitan, Universal, United Artist, Colomb- ia og Fox, svo dæmi séu tekin og þeir samningar kveða á um að við fáum allar þeirra toppmyndir um leið og þær era búnar að vera á myndböndum í um tvö ár.“ - Hvað um hlut eldri mynda í dagskránni? „A þvl er engin föst regia, en okkar stefna er að blanda saman á löngu útsendingarkvöldunum okkar, bæði nýjum myndum og svo góðum gömlum stykkjum og vanda vel valið í þeim efnum, sem og auðvitað öllum öðram," segir Goði Sveinsson, dagskrárstjóri' Stöðvar 2. -VE Bíóin í borginni BfÓBORGIN Sérsveitin. Nick Nolte leikur lögreglustjóra sem lendir í striði við sex sérþjálfaða hermenn. Walter Hill leikstýrir. Angel Heart ★ ★ ★ Ef þið eruð rétt stillt á Angel Heart eru senur í henni sem eiga eftir að elta ykkur heim og langleiðina í svefninn. — ai. Arizona Yngri ★ ★ ★ Sérstæð og oft bráðfyndin kómedfa um hjón í leit að kjamafjölskyldu frá höfund- um Blood Simple. — ai. Krókódila-Dundee ★ ★ ★ Ástralir hafa ltka húmor. Paul Hogan slær i gegn í sinni fyrstu mynd um æfin- týri krókódflaveiðarans í New York. — sv. HÁSKÓLABÍÓ Villtir dagar ★ ★ ★ Ein skemmtilegasta og makalausasta uppákoma sem maður hefur lengi upplifað í kvikmyndahúsi. Drama, farsi, þriller og kómedía allt í senn. — sv. STJÖRNUBÍÓ Óvænt stefnumót ★ ★ ★ Þegar Blake Edwards nær dampi stand- ast fáir honum snúning í að skapa havarí og uppákomur sem kítla hláturtaugamar. ai. Hættulegur ieikur ★ ★ Vt Hefur allt það i sér sem einkennir tölvu- kjamorku-unglinga-spennumynd dagsins. Wisdom ★ ★ Ágætt byijandaverk unglingaleikarans Emilios Estevez á leikstjórabrautinni. Handritið er betra en leikurinn, leikstjóm- in betri en handritið. — ai. BÍÓHÖLLIN Logandi hræddir ★ ★ ★ Frískur og hressilegur Bond eftir mjög tímabæra andlitslyftingu. — ai. Hættulegur vinur ★ Hryllir um 14 ára gamlan heilasér- fræðing sem vekur kærastuna sina upp frá dauðum með tölvukubb. Látið poppið ekki standa i ykkur yfir þessari vitleysu. — ai. Morgan kemur heim ★ '/t Dæmigerð uppfyllingarmynd. Skotið yfir hana skjólshúsi fram að Bond. Lognið á undan storminum. — sv. Innbrotsþjófurinn ★ ★ Handritið er flatneskja og höfundar greinilega treeyst þvi að áhrofendum nægði Goldberg og Goldhwait en þau duga ekki til. — sv. Lögregluskólinn 4: Allir á vakt ★ Endurtekið efni. Það nennir enginn að halda samhengi I frásögninni, stutt en yfirleitt ófyndin og kjánaleg brandaraat- riði taka við hvert af öðra og það er fátt nýtt í þeim. — ai. Leynilöggumúsin Basil ★ ★ ★ ★ Einhver alskemmtilegasta og vandað- asta teiknimynd sem hér hefur verið sýnd lengi. — ai. Blátt flauel ★ ★ ★ Það er rétt sem stendur i auglýsing- unni. Blátt flauel er mynd sem allir unnendur kvikmynda verða að sjá. — sv. REGNBOGINN Hættuförin. Þrír menn fara til Kúbu. Til hvers fór Carlos? Herdeildin ★ ★ ★ ★ Hin margverðlaunaða Víetnam-mynd Olivers Stones. Platoon er yfirþyrmandi listaverk. Isköld, alvarleg áminning um stríðsbrölt mannskepnunnar fyrr og síðar. — sv. Hættuástand ★ Það er sama hvað Piyor reynir honum tekst ekki að fá mann til að brosa, hvað þá skella uppúr. — ai. Dauðinn á skriðbeltunum ★ 'h Söguhetjumar óravegu frá hinum harð- soðnu óforbetranlegu stríðshundum Hassels; sápuþvegnir, stífpressaðir og ný- rakaðir eins og bamsrassar. — sv. Þrír vinir ★ ★ ★ Farsakennd og gráthlægileg skopstæl- ing, yfirfull af bröndumm, sem grinlands- lið Ámeriku nýtur þess að flytja undir vakandi auga Landis. — ai. Herbergi með útsýni ★ ★ ★ ★ Léttleikandi og frábærlega gamansöm þjóðfélagskómedia um efri-millistéttarfólk á Englandi uppúr aldamótunum. Merc- hant, Ivory og Jhabvala eiga heiður skilinn. Cecil Vyce lika. — ai. Otto * >/i Otto er Fríslendingur og Frislendingar em svona Hafnfirðingar og Otto er mesti Hafnfirðingurinn. — ai. LAUGARÁSBló Andaborð ★ Stundum er spenna, stundum hryllir mann við en langoftast glottir maður að hallærinu. — ai. Gustur ★ ★ Gustur er ekki gustmikill, en hefur til að bera ljúfan bfómyndasjarma og flikkar einstökusinnumuppágæsahúðina. — sv. Meiriháttar mál ★ 'h Sumarmynd. Flatneskjan uppmáluð en góðir punktar inná milli. — ai. BÍÓHÚSIÐ Bláa Betty. ★ ★ '/« Ofsafengin ástarsaga um Zorg og Betty frá einum af athyglisverðustu leikstjómm Frakklands. Vel leikin, vel gerð og vel þess virði. — ai.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.