Morgunblaðið - 06.08.1987, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.08.1987, Blaðsíða 9
CRIME Story ■ 7HCýsOOHT CQMC MUCH BCT7CÍI THAH THI$... A swum Myndbönd Sæbjörn Valdimarsson Lögregluþriller Crime Story ★ ★ */s Leiksjóri: Abel Ferrara Handrit: Chuck Adamson, Gustave Reininger, David J. Burke Yfirumsjón tónlistar: Todd Rundgren Kvikmyndatökustjóri: Jamer A. Contner AðaUeikendur: Dennis Farina, Anthony Denison, William Smitrovich, Joseph Wiseman, Darlanne Fluegel, Jon Polito, Steve Ryan, Bill Campbell, Paul Butler, Stephen Lang Bandarisk. The Michael Mann Company/New World Television 1986. Skifan 1987. 94 min. Hér er á ferðinni gengi lögreglu- manna sem sérvalið er til að beija á erkibófum þeirrar vindasömu borgar, Chicago. Fyrir þeim fer Dennis Farina, sem er einsog granítútgáfa af Tom Selleck. Eitt fyrsta málið sem þessi harð- jaxlanefnd fær til meðferðar er rannsókn á skartgripaþjófnaði og er einn manna Farina felldur strax í upphafi. Inn í málið tengjast fjöld- skylduvinir lögregluforingjans auk þess sem málið er sýnt frá hlið glæpamannanna. Bráðgóðar týpur í öllum stærri hiutverkum sem skila þeim vel, frá- bær endursköpun tímabilsins sem myndin gerist á, í kringum ’60, lyfta MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1987 B 9 Handrit: Fuller og John Kings-' bridge. Byggt á skáldsögu Victors Canning, His Bones are Coral. Kvikmyndataka: Paul Martinez Saores. i Tónlist: Rafael Moroyoqui. Framleiðendur: SKip Steloff og Mark Cooper. Aðalleikendur: Burt Reynolds, Barry Sullivan, Arthur Kennedy, í Silva Pinal, Carlos Barry. Bandarisk/ mexíkönsk Heritage-Cinematografíca 1969. 88 min. ; Því verður sjálfsagt seint slegið föstu að Samuel Fuller hafí verið einn af athyglisverðustu leikstjór- um aldarinnar, hinsvegar hefur hann getið sér víða góðs orðs, en hvergi þó sem í Frakklandi, þar sem þessi flinki B-myndasmiður hefur verið tekinn í auteur-tölu. Shark telst ekki í hópi betri mynda leikstjórans, enda hefur hann sagt að honum komi hún lítið við; árekstrar milli hans og fram- leiðendanna enduðu með því að karlinn gekk á braut en þeir sem eftir sátu klipptu og klipptu og skeyttu auk þess inní nýjum filmub- útum. Crime Story yfir langslitið meðal- lagið. Síhress rokktónlistin frá þessum tíma er notuð á mjög upp- lífgandi hátt og eins hefur útlits- hönnuðum myndarinnar tekist að endurvekja þessa ágætu tíma með vandvirknislegum götuatriðum þar sem tryllitækin gömlu og góðu stela senunni. Vandvirknisleg hasar- mynd í flesta staði þó byggð sé á rútínulegu efni. UFPCIÖRID sriso’.Sr: Brestur í böndum — drama Uppgjörið — Bouble Sculls ★ ★ Leikstjóri: Ian Gilmour Handrit: Chris Peacock Framleiðandi: Richard Brennan Tónlist: Chris Neal Kvikmyndatökustjóri: Vincent Monton Aðalleikendur: John Hargreaves, Chris Haywood, Bill Kerr, Judi Farr, Mercia Deane-Jones, Vinc- ent Ball, Angela Punch Áströlsk. PBL Production PTY Ltd. 1986. Bergvík 1987. 90 min. Bönnuð innan 12 ára. Það sem skaðar þessa annars nokkuð hlýlegu mynd er hin ólík- lega, dramatíska farmvinda. Hún fjallar um tvo vini sem um langt árabil hafa ekkert samband haft, eða síðan á háskólaárunum. Sam er orðinn frægur læknir þegar hinn gamli vinur hans rekst inná spítala hans, þá forfallinn brennivínsmað- ur. Sam á honum greiða að gjalda og þá hefjast ólíkindin. Læknirinn brýtur allar brýr að baki sér, bæði í vinnunni og inni á heimilinu til að koma sínum fomvini til aðstoð- ar. Fyrr á árum þóttu þeir víst afburða róðrarmenn svo það er náttúrulega tekið til við áramar á nýjan leik, öllu öðru varpað fyrir róða, eiginkonunni og yfirlækninum til armæðu. Ekki síður merkilegt fyribrigði er Paul. Eftir honum að dæma virð- ist það vera leikur einn að vera drykkjubolti í Ástralíu. Alltaf nóg af fé, og þar af leiðandi víni, enginn hörgull á stólpakvenfólki og til þess að verða Ástralíumeistari í tvímenn- ingsróðri er nóg að láta rétt renna af sér í örfáar vikur. Þó um mið- aldra menn sé að ræða! í ofanálag átti Paul svo vingott við konu besta vinarins, á árum áður. Uppgjörið, þrátt fyrir sína þokka- legu kafla og góðan leik Hargreaves í aðalhlutverkinu, er vanhugsaðra sjónarspil en við eigum að venjast frá andfætlingunum. Uppbygging þess er með miklum ólíkindum og illa samofin. Upphafsatriðið nær t.d. ekki tilgangi sínum sökum þess hversu endasleppt og óundirstrikað það er í framvindunni. Þá em þau Haywood og einkum Mercia Deane- Jones óheppileg í hlutverkum sínum. Þegar Páfinn kom til Montepetra — drama. Saving Grace ★ ★ xh Leikstjóri: Robert M. Young Handrit: David S. Ward. Byggt á skáldsögu eftir Celiu Gittelson Framleiðandi: Herbert F. Solow Aðalleikendur: Tom Conti, Fern- ando Rey, Edward James Olmos, Patricia Mauceri, Giancarlo Gianinni, Erland Josephson Bresk-Bandarísk. Embassy 1985. Embassy Home Entertainment/ Tefli 1987. 107 mín. Öllum leyfð. Páfanum í Róm (Conti) leiðist að láta kalla sig hans heilagleika, svo þegar hann flæmist óvart útúr Vatikaninu grípur hann frelsið feg- ins hendi. Lítil stúlka hafði sagt honum skömmu áður að það væri enginn prestur í litla bænum henn- ar, Montepetra, svo Heilagleikinn, klæddur venjulegum ígangsklæðum heldur til staðarins. Þar er í rauninni flest að. Drep- sótt kom þar upp fyrir nokkrum árum og þorpið enn í sóttkví. Karl- amir una því vel að fá alit uppí hendumar og halda plágusögunni gangandi. Nú fínnur hið geistlega yfírvald loksins ærlegt verkefni og reynir að koma hlutunum í lag. Það er eitthvað ljúft og fallegt við þessa bamalegu fantasíu sem fær mann til að fyrirgefa henni blessaðan einfaldleikann. Enda væmm við stödd í mun verri veröld ef menn fengju ekki tækifæri til að sinna því sem þeir óska sér. Og það er svo margt fallegt að finna í þessari nútíma-sunnudagamynda- sögu, einkum sú mannlega afstaða og mynd sem er dregin upp af sjálf- um páfa. Hún ætti hæglega að geta hlýjað flestum ef menn aðeins vilja kíkja framhjá sakieysislegum vanköntum hennar. Margt ágætisfólk kemur við sögu, eins og Robert M. Young (Extremeties) og þeir valinkunnu leikarar Erland Josephson, Fem- ando Rey og Giancarlo Gianinni, utan Conti, sem hér fer í enn eina grasaferðina... Ekki er að sjá að þessi vinnu- brögð hafí verið til bóta og læðist að manni sá gmnur að frummyndin hafi tæpast verið beysin heldur. Shark er gamaldags ævintýraþriller um lukkuriddarann og vopnasmygl- arann Burt Reynolds. Á flótta undan lögreglunni í Súdan kemst hann um borð í skútu hjóna, landa hans, sem stunda dularfullar kaf- anir undan ströndinni. Innan skamms er Reynoids far- inn að skilja konuna og forvitnast eftir hvað það er sem þau em að sækjast eftir niðri á hafsbotni. Og fleiri komast í spilið. Þrátt fyrir ágætan leikhóp missir Shark marks. Efni sem svo sannar- lega hefði getað staðið vel undir sér. í höndum flinkari manna, rennur gersamlega útí sandinn. Eina skemmtunin er að virða fyrir sér leikstíl Reynolds, en þaraa, við upp- haf ferils síns, hefur honum greini- lega þótt vænlegast að stæla Brandó sem ýtarlegast! Fróðleg mynd fyrir Fuller og Reynolds aðdá- endur, sjálfsagt má hún rykfalla í augum annarra. Hálfgleymd hákarlalega — þriller Shark ★ Leikstjóri: Samuel Fuller. Sjónvarpið: Mussolíní og ég -úr dagbókum Ciano greifa ■i Sjónvarpið byij- 55 ar í kvöld á sýningum ítalsks framhaldsmynda- flokks í fjóram þáttum, sem ber yfirskriftina Dag- bækur Ciano greifa (Mus- solini and I). Flokkurinn er gerður eftir dagbókum Ciano greifa, en þær hafa komið út á íslensku. Þar er fjallað um uppgang Mussolinis og samskipti hans við sfna nánustu. Þættimir gerast á ámnum 1943 og fram til loka síðari heimstyijaldarinnar. Ciano var kvæntur uppáhalds- dóttur Mussolinis, Eddu og þótti líklegur arftaki hans í stjómmálum. Aðstæður þróuðust þó á annan veg. Með aðalhlutverk í þátt- unum fara Susan Saradon, Anthony Hopkins og Bob Hoskins. Leikstjóri er Al- berto Negrin og þýðandi Þuríður Magnúsdóttir. KKS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.