Morgunblaðið - 06.08.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.08.1987, Blaðsíða 16
FP ítr B MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1987 HVAÐ ERAÐ GERAST? Skáli Utivistar í Básum í Þórsmörk. Sérstök fjölskylduferð er þangað um þessa helgi. Náttúrugrípasafnið Náttúrugripasafnið er til húsa að Hverfis- götu 116,3. hæð. Þar má sjá uppstopp- uð dýr til dæmis alla íslenska fugla, þ.á.m. geirfuglinn, en líka tófur og sæ- skjaldböku. Safnið er opið laugardaga, sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13.30-16. Póst-og símaminjasafnið i gömlu símstöðinni í Hafnarfirði er núna póst-og simaminjasafn. Þar má sjá fjöl- breytilega muni úr gömlum póst-og simstöðvum og gömul símtæki úr einka- eign. Aðgangur er ókeypis en safnið er opið á sunnudögum og þriðjudögum milli klukkan 15 og 18. Hægt er að skoða safnið á öðrum tímum en þá þarf að hafa samband við safnvörð i síma 54321 Sjóminjasafnið Sjóminjasafnið hefur nú opnað nýja sýn- ingu um árabátaöldina. Hún byggir á bókum Lúðvíks Kristjánssonar „Islensk- um sjávarháttum". Sýnd eru kort og myndir úr bókinni, veiöarfæri, líkön og fleira. Sjóminjasafnið er að Vesturgötu 6 í Hafnarfirði. Það er opið alla daga nema mánudaga frá klukkan 14-18. Þjóðminjasafnið Þjóðminjasafniðervið Hringbraut. Þar eru meöal annars sýndir munir frá fyrstu árum Islandsbyggöar og íslensk alþýöu- list frá miðöldum. Einnig er sérstök sjóminjadeild og landbúnaðardeild til dæmis er þar uppsett baðstofa. Einnig er i safninu sýningin „Hvað er á seyði?" þar sem rakin er saga eldhúss og elda- mennsku frá landnámi til okkar daga. Safnið er opiö alla daga frá 13.30-16. Þjóðskjalasafnið Þjóðskjalasafnið er i Safnahúsinu við Hverfisgötu. I andyri þess hefurveriö ''sett upp sýning um Gísla Konráðsson i tilefni þess að 200 ár eru liöin frá fæð- ingu hans. Sýningin er opin á virkum dögum. Myndlist Ustasafn Háskóla íslands Nýlega var sett upp í sýning á verkum i eigu Listasafns Háskóla (slands, í Odda, nýja hugvísindahúsinu. Um erað ræða grafik, teikningarog málverk. Sum þess- ara verka hafa verið keypt undanfarna mánuði en önnur eru úr frumgjöfinni. Aðgangur er ókeypis að sýningunni en húneropin daglegafrá 13.30-17. RíkeyíViðey Ríkey Ingimundardóttir myndhöggvari sýnir nú verk úr postulini og þekktar mannamyndir í Viðey. Ferðireru frá Sundahöfn alla daga en sýningin er opin frá klukkan 13-19. Þetta er þriðja einka- sýning Ríkeyjar en hún tileinkar Halldóri Laxness sýninguna. Ustasafn ASÍ Á laugardaginn opnar sýning á verkum ýmissa eldri meistara íslenskrarmyndlist- ar. Sýningin er opin mán. til fös. frá klukkan 16-20 og um helgar frá 14-22. Sýningunni Iýkur23. ágúst. Nýlistasafnið Húbert Nói Jóhannesson og Þorvaldur Þorsteinsson sýna nú i Nýlistasafninu. Þorvaldur Þorsteinsson sýnir 10 oliumál- verk og 36 vatnslitamyndir en Húbert Nói sýnir 10 olíumálverk og kolateikning- ar. Myndirnar eru allar til sölu en 'aðgangur er ókeypis. Nýlistasafnið er opið virka daga frá kl. 16-20 og um helgar frá kl. 14-20. Ölkeldan Bergljót Aðalsteinsdóttir sýnir nú klippi- myndir í Ölkeldunni við Laugaveg og stendur sýningin yfir i júlímánuði. Hafnargallerí Á morgun, föstudag, opnar ný sýning i Hafnargalleri. Haraldur Jónsson sýnir bók, myndband og skúlptúra úr tré og járni. Hafnargallerí er á hæöinni fyrirofan Bókabúð Snæbjarnar. Gallerí Grjót Nú stendur yfir samsýning á verkum allra meðlima Gallerí Gjót. Sýningin er opin virka daga frá kl. 12 til 18. Langbrók Textílgalleríiö Langbrók, Bókhlöðustíg 2, sýnir vefnað, tauþrykk, myndverk, módel- fatnað og fleiri listmuni. Opið er þriðju- daga til föstudaga kl. 12-18 og laugardaga kl. 11-14. Mokka-kaffi Bandarískur Ijósmyndari, Michael Gunt- er, sýnir nú svart-hvítar Ijósmyndir í Mokka-kaffi. Myndirnar eru allar teknar á íslandi. Sýningin er opin alla daga til klukkan 23.30. Listmálarafélagið í Gallerí (slensk List, Vesturgötu 17, er samsýning Listmálarafélagsins. Þareru sýnd verk 14 þekktra listamanna. Þetta er sumarsýning með því fyrirkomulagi að kaupendur verka geta tekiö þau strax með sér heim og eru þá önnur sett upp í staöinn. Listamennirnir sem sýna eru: Karl Kvaran, Pétur Már, Bragi Ásgeirs- son, Ágúst Petersen, Jóhannes Jóhann- esson, Sigurður Sigurðsson, Björn Birnir, Kristján Davíðsson, Guðmunda Andrés- dóttir, Hafsteinn Austmann, GunnarÖrn, Einar Þorláksson, Valtýr Pétursson og Elias B. Halldórsson. Sýningin er opin virka daga frá kl. 09.00 til 17.00 en lokaö erum helgar. Svart á hvftu Galleri Svart á hvitu er lokaö til 10. ágúst. Gullni haninn Á veitingahúsinu Gullna hananum eru sýndar Þingvallamyndir Sólveigar Eg- gerz. Myndirnar eru landslag og fantasíur frá Þingvöllum, unnar meö vatnslitum og olíukrít. Þær eru allar til sölu. Norræna húsið Á laugardaginn opnaryfirlitssýning á verkum norska listamannsins Frans Wid- erbergs i sýningarsölum og anddvri norræna hússins. Á sýningunni eru mál- verk, grafik og teikningar sem spanna 30 ára listaferil Widerbergs. Sýningin er opin daglega frá kl. 14.00 -19.00, fram til 30. ágústs. Á eftir opnun sýningarinnar á laugar- daginn klukkan 17, heldur Michael Tucker fyrirlestur með litskyggnum um Widerberg og list hans. HótelÖrk Jón Baldvinsson sýnir málverk á Hótel Örk í Hverageröi. Sýning þessi er fram- hald sýningar hans hjá Menningarstofn- un Bandarikjanna. Sýningin er opin alla daga i ágúst en verkin eru öll til sölu. Skíðaskálinn Árleg sumarsýning þeirra Bjarna Jóns- sonar og Astrid Ellingsen er hafin í Skiðaskálanum í Hveradölum en þar sýna þau málverk og prjónakjóla, um hverja helgi. Eden I Listamannaskálanum í Eden i Hvera- gerði er nýhafin sýning á verkum gömlu meistaranna. Þar má sjá verk eftir Kjarv- al, Þorvald Skúlason, Gunnlaug Blöndal, Júlíönu Sveinsdóttur, Brynjólf Þórðarson, Ásgeir Bjarnþórsson, Sverri Haraldsson og fleiri. Sýningin sem er sölusýning er opin alla daga frá 9-23.30. Henni lýkur 10. ágúst. Menningarstofnun Loftur Atli Eiríksson opnar í dag Ijós- myndasýningu í sýningarsal Menningar- stofnunar Bandarikjanna að Neshaga 16. Hann fékk Fullbright styrk og lærði Ijós- myndun í Bandaríkjunum. Hann sýnir40 myndir á sýningunni sem er opin virka dagafrá 9-17 nema til kl. 20 áfimmtu- dögum. Um helgar er opið frá kl. 14-20. Patreksfjörður Nú er að Ijúka sýningu Jóhönnu Wathne á olíumálverkum í Grillinu á Patreksfiröi. Jóhanna lærði bæði í Reykjavík og i Kanada. Öll verkin á sýningunni eru til sölu. Ólafsvík Helgi Jónsson sýnir 35 vatnslitamyndir og 3 olíumálverk í kaffihúsinu á Kaldalæk í Olafsvík. Sýningin er opin á föstudögum frá klukkan 8-11 en frá 3-11 um helgar. Allar myndirnar eru til sölu en sýningin stendur út ágústmánuð. Þrastaríundur Á sumrin eru myndlistarsýningar í Þrast- arlundi. Um verslunarmannahelgina hófst sýning Valtýrs Péturssonar listmál- ara en hann hefur sýnt þarna undanfarin ár. Sýningunni lýkur 16. ágúst. Tónlist Duus-hús Jassunnendur eiga á vísan að róa þar sem Heiti potturinn í Duus er. Þar er leikinn lifandi jazz á hverju sunnudags- kvöldi kl. 9.30. Hótel Borg í kvöld verða tónleikar með hljómsveit- inni Gypsy á Hótel Borg. Húsið opnar klukkan níu. Leiklist Ferðaleikhúsið Sýningar Light Nights í Tjarnarbíói eru nú fjórum sinnum i viku, á fimmtudags- kvöldum, föstudagskvöldum, laugar- dags- og sunnudagskvöldum kl. 21.00. Sýningarnar eru í uppfærslu Ferðaleik- hússins og sérstaklega ætlaðar erlend- um ferðamönnum. Með stærsta hlutverkið, hlutverk sögumanns í sýning- unni fer Kristín G. Magnús. Ferðalög Sumardvöl í Básum Útivist býður upp á ferðir i skála félagsins í Básum í Þórsmörk. Lagt er af stað á miðvikudögum og sunnudögum klukkan átta og á föstudagskvöldum klukkan 20. Farið er til baka sömu daga en fólk ræð- ur hve marga daga það dvelur. Útivist Þessi helgi er árleg fjölskylduhelgi Útivist- ar í Þórsmörk. Farið verður á föstudags- kvöldið klukkan 20 og á laugardags- morgninum klukkan 8. Á dagskrá verða léttar gönguferðir, ratleikur, kvöldvaka, varðeldur og pylsugrill. Gist verður i Úti- vistarskálanum i Básum og einnig i tjöldum. Sérstakt afsláttarverð er fyrir fjöl- skyldur. Einnig er einsdagsferð í Þórs- mörk á sunnudaginn 9. ágúst klukkan átta. Klukkan 10.30 á sunnudaginn verður gönguferð á Botnssúlur. Gengið verður á Syðstu-Súlu. Klukkan 13 er skemmtileg ganga um Jórukleif ofl. í Grafningi Brott- förverðurfrá bensínsölu BSÍ. Miðviku- daginn 12. ágúst verður Þórsmerkurferð og kvöldganga frá Elliðakoti að Selvatni. Ferðafélagið Sunnudaginn 9. ágúst verður farin fimmta afmælisganga Ferðafélagsins. Ekið verður í Skorradal og gengið þaöan að Eyri í Flókadal. Brottför er klukkan 10 f.h. frá Umferðarmiðstööinni, austan- megin. Kl. 13 á sunnudag er gönguferð um Ól- afsskarðað Eldborgunum. Gengið verður inn Jósepsdal og yfir Ólafsskarð og siðan niðurá Suðurlandsveg. Miðvikudaginn 12. ágúst er kvöldferð í Bláfjallahella. Útivera Hana nú Vikuleg laugardagsganga fristundahóps- ins Hana nú, í Kópavogi, hefst við Digranesveg 12, kl. 10.00álaugardags- morguninn. Markmið göngunnar er: samvera, súrefni og hreyfing. Takið þátt i einföldu og skemmtilegu fristundastarfi í góðum félagsskap. Nýlagað molakaffi. Viðeyjarferðir Hafsteinn Sveinsson er með daglegar ferðir út i Viðey og um helgar eru ferðir allan daginn frá kl. eitt. Kirkjan i Viðey er opin og veitingar fást i Viðeyjarnausti. Bátsferöin kostar 200 krónur. Lundeyjarferðir Feröabær býður upp á siglingu út i Lund- ey. Ekki er farið á eyjuna sjálfa þar sem hún er friöuö. í Lundey er mikið fuglalíf og gaman er að taka með sér sjónauka og myndavél i þessa ferö. Lagt er af stað frá Steindórsplaninu og fariö með rútu út i Sundahöfn. Ferðin tekur alls um tvo tíma. Grasagarðurinn i grasagarði Reykjavikur i Laugardal má sjá sýnishorn af íslenskri flóru. Sumum jurtunum hefurverið komið skemmtilega fyrir á tilbúnum klettum með læk og foss. Þarna er einnig reynd ræktun á erlendum jurtum, trjám og runnum. Garðurinn er opinn virka daga frá 8-22 og um helgar frá 10-22. Félagslíf Norræna húsið Opiö hús fyrir norræna ferðamenn verður íkvöld, fimmtudag. Finnbogi Guðmunds- son landsbókavörður flytur fyrirlestur um lýsingu Snorra Sturlusonar á norrænum þjóðum. Á eftir verður sýnd kvikmyndin „Surtur fer sunnan" sem er með dönsku tali. Veiði Meðalfellsvatn er í 48 km fjarlægð frá Reykjavik. Veiðileyfi þar i einn dag kostar700krónur. í versluninni Veiðivon eru seld veiði- leyfi í Kleifarvatn sem kosta 500 krónur. Þangaö er um hálftima akstur frá Reykjavík. Ásama staðfástveiðileyfi í Kálfá sem kosta 2500 krónur á stöng á dag. Síminn í Veiöivon er 687090 Reyðarvatn er í um 90 mínútna fjar- lægð frá Reykjavík. Veiöileyfi þar kosta 800 krónur. i sima 685833 er hægt að fá nánari upplýsingar um veiöileyfi í Reyð- arvatn svo og í Leirvogsvatn sem er i aðeins 20 minútna fjarlægð frá Reykjavík. Þau kosta 400 kr. i Veiðimanninum fást laxveiðileyfi í Korpu við Korpúlfsstaði. Þau kosta 2750 kr fyrir eina stöng hálfan daginn. I Ferstiklu eru seld veiðileyfi í Geita- bergsvatn á 300 krónur og Eyrarvatn á 500 krónur. Veiðileyfi í Þórisstaðavatn eru bæði seld þarna og á Þórisstöðum á 500 krónur. Barnagaman Tívolí í Hveragerði í Tívolí er alltaf eitthvað nýtt að gerast. Nýlega opnaði þar kaffiteria en þaðan geta gestir virt svæðið fyrir sér. Tívoli er opið virka daga frá 13-22 og um helgar frá 10-22. Hreyfing Hestaleigur Að Laxnesi í Mosfellssveit eru skipu- lagðir tveggja tíma útreiðartúrar. Leið- sögumaður fylgir hópnum sem getur verið allt að 30 manna. Leigan fyrir hvern hester800 krónur. Fimm kilómetrum fyrir innan Laugar- vatn er Miðdalur. Þar er hestaleigan ishestar. Leigan fyrir hest í eina klukku- stund er 600 krónur en eitt þúsund fyrir tvær klukkustundir. Leiösögumaöurer með i förinni. Hestaleigan Bassi er að Mýrarkoti á Álftanesi. Leigan er 400 krónur fyrir klukkutímann. Panta þarf sérstaklega ef þörf er á leiðsögn um svæðið en ekkert aukagjald er tekiö fyrir þá þjónustu. Keila I Keilusalnum í Öskjuhlíö eru 18 brautir undir keilu. Á sama stað er hægt að spila billjarð og pínu-golf. Einnig er hægt að spila golf í svokölluðum golfhermi. Golf Á Grafarholtsvelli er Golfklúbbur Reykjavikur með aðstöðu. Kennari er á staönum og æfingasvæði fyrir byrjendur. í Hafnarfirði er Hvaleyrarvöllur og Nes- klúbburinn er með völl á Seltjarnarnesinu. Hlíðarvöllur er svo í Mosfellsveit. Auk þess eru fallegir vellir í Grindavík og i Grimsnesinu. Sund I Reykjavík eru útisundlaugar í Laugar- dal, við Hofsvallagötu og við Fjölbrauta- skólann í Breiðholti. Einnig eru útisund- laugar á Seltjarnarnesi, á Varmá og við Borgarholtsbraut í Kópavogi. Innisund- laugar á höfuðborgarsvæðinu eru við Barönsstig og við Herjólfsgötu í Hafnar- firði. Opnunartíma þeirra má sjá i dagbókinni. Morgunblaðið/Þorkell Bjarni Einarsson við handrit af Njálu og Grettissögu. Handritasýning í Árnagardi í Árnagarði, einni byggingu Háskóla íslands, er stofnun Árna Magnússonar til húsa. Yfir sumartímann eru þar til sýnis ýmis merk handrit. Þar má fyrst telja Konungsbók, Kodex Regius, en hún er elst allra íslenskra handrita. Einnig er þar gamalt handrit af gamla testamentinu en í því eru fallegar lýsingar. Þar er líka lítið handrit af Njálu sem er í umslagi, einnig Grett- issaga og Flateyjarbók en hún er óvenju vel varðveitt. Nú eru síöustu dagar sænsku sýningarinnar frá Uppsölum en þar má sjá handrit af Eddu sem talið er að hafi verið í eigu Sturlunga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.