Morgunblaðið - 06.08.1987, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1987
B 15
Spurt & Svarað
Þeir sem hafa áhuga á að
koma fyrirspumum i þáttinn
Spurt & Svarað, geta hringt
í Morgunblaðið í síma 691100
á milli kl. 14.00 og 15.00 á
mánudögum og fimmtudög-
um.
Sp: Ég er einn þeirra sem hafa
keypt sér afruglara og borga
afnotagjald Stöðvar 2 í þeim til-
gangi að losna við auglýsingar
í dagskránni. í upphafí var sagt
að þetta yrði ekki auglýsinga-
sjónvarp, en nú eru komnar
auglýsingar í læsta dagskrá,
sem mér finnst fráleitt, sérstak-
lega í bamaefni á laugardags-
og sunnudagsmorgnum. Er
þetta stefna Stöðvar 2?
- Haraldur Böðvarsson spyr.
Sv: í sjálfu sér höfum við ekki
gefíð út markaða stefnu varð-
andi auglýsingar í læstri
dagskrá, en höfum heldur ekki
boðið þær auglýsingar sérstak-
lega. Ef fyrirtæki hafa hins
vegar leitað eftir því að fá að
auglýsa í læstri dagskrá, eins
og einstaka sinnum hefur komið
fyrir, þá hefur þeim ekki verið
neitað. Þama er um að ræða
undantekningartilvik og ég
reikna með því að svo verði
áfram.
— Jón Gunnarsson, sölustjóri
Stöðvar 2, svarar.
Sp: Ætla nýju útvarpsstöðvam-
ar alveg að gleyma okkur sem
höfum áhuga á íþróttum og vilj-
um gjaman geta valið um
íþróttaþætti í útvarpi?
- Baldur Gíslason spyr.
Sv: Bylgjan er búin að starfa í
tæpt ár og það em ýmsir þættir
sem við höfum ekki sinnt en
þurfum að gera og ætlum að
gera. íþróttir em þar á meðal
og í þeim efnum stendur ýmis-
legt til bóta með haustinu.
- Páll Þorsteinsson, dag-
skrárstjóri Bylgjunnar,
svarar.
Sv: Hjá Stjömunni er í bígerð
að auka íþróttaumfjöllun og
væntanlega verður það gert með
því að fella hana inn í afmark-
aða og auglýsta dagskrárliði, í
stað þess að vera með sérstaka
íþróttaþætti. Hvenær það gerist
er ekki hægt að segja nú, en
það verður á þessu ári og frekar
fyrr en síðar.
- Gunnlaugur Helgason,
dagskrárgerðamaður hjá
Stjörnunni, svarar.
Ríkisútvarpið:
Leikur að ljóðum
WM Þáttaröðin „Leikur að
30 ljóðum" hefur göngu
sína í kvöld, en hún er
í umsjón Símons Jóns Jóhanns-
sonar. í þáttunum, sem era sjö
talsins verður ijallað um ljóðagerð
nokkurra þekktra íslenskra skálda
sem einkum hafa getið sér gott
orð á öðram sviðum skáldskapar
og bókmennta, en ljóðlistar. Flest
skáldanna hafa sent frá sér eina
eða fáar ljóðabækur og era marg-
ar þeirra lítt þekktar. Er fjallað
um ljóðgerð þessara skálda og
lesið úr verkum þeirra.
Séu til upptökur af lestri skáld-
anna á ljóðum þeirra era þær
notaðar og enfremur leikin lög
sem til era við ljóð sem þeir hafa
ort.
Þrettán skáld verða tekin til
umíjöllunar í þáttunum sjö og í
þeim fyrsta verður m.a. fjallað
um ljóðagerð Sigurðar Nordals
og Einars Ólafs Sveinssonar. En
í næstu þáttum koma m.a. við
sögu Halldór Laxness, Jakobína
Sigurðardóttir, Thor Vilhjálmsson
og Guðbergur Bergsson.
Lesari í þáttunum, auk Símonar
Jóns, er Ragnheiður Steindórs-
dóttir.
IK HEIMI IWIEMyNClNNA
Stálmennið o g Hol-
lendingurinn filmandi
Talandi um lögreglumyndir.
Fyrst kom Löggan í Beverly Hills
II (The Beverly Hills Cop II). Svo
komu Hinir vammlausu (The Un-
touchables). Og núna er komin
RoboCop (Stálmennið). Þær era
eins ólíkar og hugsast getur.
Raunar er aðeins tvennt sem teng-
ir þær saman; allar fjalla þær um
löggur og allar fá þær mikla að-
sókn.
RoboCop var framsýnd þann
17. júlí vestur í Bandaríkjunum
og lenti strax í efsta sæti aðsókn-
prlistags. Hún er nýjasta mynd
hollenska leikstjórans Paul Ver-
hoevens en síðasta myndin sem
við sáum frá honum var Hold og
blóð (Flesh and Blood) í Há-
skólabíói, miðaldadrallupyttur
fylltur með ofbeldi. Og ofbeldið
er síst minna í RoboCop ef marka
má fréttir að utan.
Myndin gerist í náinni framtíð
þegar löggæsla hefur verið færð
útí einkageirann og segir frá nýj-
asta starfsmanni í lögregluliði
Detroitborgar. Það er maður að
hálfu og að hálfu vélmenni í
málmskel sem smíðuð hefur verið
um líkama löggu sem hét Murphy
og lét lífíð við skyldustörf.
RoboCop er nýjasta afkvæmi lög-
reglufyrirtækisins Security
Consepts, sem er deild í risafyrir-
tækinu OmniConsumer Products.
Strákamir í fyrirtækinu líta á
stálmennið sem hvert annað tæki,
löggu sem vinnur allan sólar-
hringinn, hlær að byssukúlum og
er ónæm fyrir mútum. En löggan
er tæki með sál; einhvers staðar
innan um víraflækjur og stálplöt-
ur lúra tilfínningar Murphys.
Þessi fyrsta Hollywood-mynd
Verhoevens, sem er 48 ára, hefur
yfírleitt hlotið góða dóma þótt
kvartað sé yfir gegndarlausu of-
beldi í henni. Þegar Orion Pictures
sendi honum handritið, eftir þá
Edward Neumeier og Michael
Miner, fyrir meira en ári leist
honum ekki meira en svo á það
og ætlaði að afþakka gott boð um
að gera mynd eftir því. Hann vildi
ekki leggjast svo lágt að gera
bara venjulega hasarmynd og
sagði þeim hjá Orion það. Orion-
toppamir vora á annarri skoðun,
sögðu að Verhoeven hefði kolr-
angt fyrir sér, það væri meira
spunnið í handritið en hann vildi
meina.
„Þá las konan mín það yfír og
sagði: Af hveiju gerir þú ekki
þessa mynd? Hún var viss um að
ég gæti sett minn persónulega
stimpil á verkið þótt það væri
ekkert í líkingu við það sem ég
hef gert áður,“ segir Verhoeven
og á við hinar sérstöku tæknibrell-
ur myndarinnar. Aftur las leik-
sijórinn handritið yfír. „Það var
ekki fyrr en við annan lestur að
grandvallarhugmyndin í handrit-
inu síaðist innf kollinn á mér en
ég lít svo á að hún fjalli fyrst og
fremst um mannssálina. Hún fjall-
ar um það þegar maðurinn glatar
sálinni og jafnvel hlutum líkamans
en er svo endurreistur sem er í
mjög kristilegum anda, ekki satt?
Það er ekki verið að þröngva
þessu í myndina á neinn hátt en
hugmyndin er til staðar." Og hún
varö til þess að hann gerði mynd-
ina.
Myndir Verhoevens hafa oft
einkennst af grimmu ofbeldi og
þarf ekki að segja þeim sem sáu
Hold og blóð neitt um það (hún
kolféll í Bandaríkjunum á sínum
tíma). Líklega er hann frægastur
fyrir Soldier of Orange frá 1979
sem segir frá hópi hollenskra há-
skólastúdenta í seinni heimsstyij-
öldinni en aðrar myndir hans era
m.a. Spetters og The Forth Man.
„Þú verður að gera þér grein fyr-
ir því,“ segir Verhoeven þegar
talið berst að ofbeldinu í myndum
Hollenski leikstjórinn Paul
Verhoeven.
hans, „að þegar ég var ungur
drengur var Holland hersetið af
Þjóðveijum. Ég held að það hafí
mikil og varanleg áhrif á böm
þegar þau sjá dáið fólk liggjandi
á götunni . . . Eftir stríðið var
allt í rúst og það var ekki margt
hægt að gera. Fólk gat séð amerí-
skar bíómyndir og ég fór þrisvar
í viku að sjá þær.“ Úrvalið saman-
stóð mestmegnis af B-myndum —
vfsindaskáldskap, vestram, hasar-
myndum. „Fellini var hvergi að
sjá.“
Bæði stríðið sem hann upplifði
og myndimar sem hann sá á
móttækilegum aldri settu mark
sitt á hann, segir Verhoeven. „Það
situr eftir f kollinum á þér. Líkt
og forrit."
Maðurinn hefur sérstakt auga
fyrir skrautlegu ofbeldi (sumt af
því varð að klippa f burtu til að
forðast að myndin yrði bönnuð
fólki undir 17 ára), sem hann ýtir
oft á barm afskræmdrar svartrar
kómedíu, segir í Newsweek.
RoboCop er á vissan hátt þessi
dæmigerða Iögreglu-hefndar
fantasía. Murphy/RoboCop (Peter
Weller) ætlar að hefna sín á þeim
sem drápu hann og leitar þeirra
með aðstoð fyrram félaga síns í
lögreglunni (Nancy Allen). Morð-
ingamir era samviskulaus lýður
undir stjóm hins geðsjúka satista
Clarence (Kurtwood Smith) og
þar sem RoboCop virðist ósigran-
legur má kannski búast við að
baráttan sé heldur ójöfn. En svo
er þó ekki því Akkilesarhæll stál-
mennisins er leynilegur dulmáls-
lykill að forritinu sem stjómar
honum.
Peter Weller leikur RoboCop { samnefndri mynd Verhoevens;
löggu sem er maður að hálfu og að hálfu vélmenni.
HVAÐ
ER AÐ
GERAST?
SÖfn
Arbæjarsafn
Uppi i Árbæjarsafni er nú hægt að skoða
gamla slökkviliðsbíla. Þarereinnig sýnd-
ur uppgröftur írá Viöey og miðbæ
Reykjavikurog líkön af Reykjavík. Safnið
er opið alla daga nema mánudaga frá
10-18.
Ámagarður
I sumar er sýning á handritum í Árna-
garöi. Þar má meðal annars sjá Eddu-
kvæði, Flateyjarbók og eitt af elstu
handritum Njálu.Sérsýnlngfrá Uppsöl-
um í Svíþjóð hefur verið framlengd.
Opiö er á þriðjudögum, fimmtudögum
og laugardögum frá klukkan 14-16.
Ásgrímssafn <
Sumarsýning Ásgrímssafns stendur nú
yfir. Sýnd eru olíumálverk, vatnslitamynd-
ir og teikningar. Þetta er úrval af verkum
Ásgríms, mest landslagsmyndir. Ágrims-
safn er við Bergstaðastræti og þar er
opiö alla daga nema laugardaga frá kl.
13.30-16.
Ásmundarsafn
Um þessar mundirstenduryfir i Ásmund-
arsafni sýningin Abstraktlist Ásmundar
Sveinssonar. Þar gefur að líta 26 högg-
myndir og 10 vatnslitamyndir og teikning-
ar. Sýningin spannar 30 ára tímabil af
ferli Ásmundar, þann tíma sem listamaö-
urinn vann að óhlutlægri myndgerð. I
Ásmundarsafni erennfremurtil sýnis
myndband sem fjallar um konuna í list
Ásmundar Sveinssonar. Þá eru til sölu
bækur, kort, litskyggnur, myndbönd og
afsteypur af verkum listamannsins. Saf-
nið veröur opið daglega frá kl. 10 til 16
í sumar.
Kjarvalsstaðir
Á Kjarvalsstöðum stendur nú yfir sumar-
sýning á verkum Jóhannesar Kjarvals.
Margar myndanna eru sýndar i fyrsta
sinn opinberlega. Sýningunni lýkur 30.
ágúst. Opið erfrá 2-10 og aðgangseyrir
er 100 krónur.
Nýlega opnaöi á Kjarvalsstöðum sýn-
ing norænna hönnuöa. Þeir hafa allir
hlotið Lunning verðlaunin á árunum 1951
til 1970. Á sýningunni eru 300 hlutir frá
40 hönnuöum bæði munir úr gleri, silfri
og keramik. Sýningin gefur góða mynd
af norrænni hönnun frá 1950 fram á
okkar daga. Hún er opin frá 2-10.
Listasafn Einars
Jónssonar
I listasafni Einars Jónssonarem sýndar
gifsmyndir og oliumálverk. Þar fást líka
bæklingar og kort með myndum af verk-
um Einars. Safnið er opiö alla daga nema
mánudagafrá 13.30-16. Höggmynda-
garðurinneropinndaglegafrá 11-17.
Þareraöfinna 25 eirsteypurafverkum
listamannsins.
Listasafn íslands
Listasafn islands ertil húsa í þjóöminja-
safnshúsinu. Þar er nú yfirlitssýning á
úrvali af verkum safnsins. Hún er opin
daglegafrá 13.30-16.
Myntsafríið
Myntsafn Seðlabanka/Þjóðminjasafns er
í Einholti 4. Þar er kynnt saga íslenskrar
peningaútgáfu. Vöruseðlar og brauö-
peningar frá siðustu öld eru sýndir þar
svo og orður og heiðurspeningar. Líka
er þarýmis fom mynt, bæði grísk og
rómversk. Safniö er opiö á sunnudögum
millikl. !4og 16.