Morgunblaðið - 21.08.1987, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1987
B 9
Ingveldur Donaldsdóttir og
Hallgrímur Valberg eru ungt
par sem býr í vesturbœnum.
Þau eru búin að þekkjast
mjög lengi og „vera saman"
í tæp sex ár.
„Við trúlofuðum okkur 19. des-
ember 1984, en þá vorum við
búin að vera saman í þrjú ár.
Við vorum flutt inn í þessa íbúð
og settum upp hringana hér
inni í stofu. Við völdum þá með
tilliti til þess að bera þá aila
ævi.
Fannst ykkur ekkert gamal-
dags að trúlofa ykkur?
„Nei alls ekki,“ segir Halli.
„Það er algengt að fólk á okkar
aldri trúlofi sig. Sumir giftast
þó án þess að hafa trúlofast
áður. Okkur fannst þetta fylgja
því að búa saman, en hefðum
kannski ekki gert þetta ann-
ars,“ bætir Inga við. „Amma
og afi vissu ekki hvernig þau
áttu að tala um okkur þegar
við byrjuðum að búa saman
en vorum ekki trúlofuð. Þau
kölluðu okkur ýmist skötuhjú
eða hjónaleysi en nú eru þau
hætt því og tala bara um Halla
og lngu.“
Eldra fólk er oft hissa á að
fólk búi saman án þess að trú-
lofa sig eða gifta. Því finnst
það er einhvern veginn upp á
kant við kerfið, segir Halli. En
fólk verður bara að finna það
hjá sjálfu sér hvenær það er
tilbúið, það er enginn einn tími
réttari en annar. Það er al-
gengt að fólk trúlofi sig þegar
það flytur saman. Eins eru
margir sem drífa í að gifta sig
ef að barn er á leiðinni. Ekki
til þess að barnið fæðist skil-
getið heldur vegna þess að þá
finnst því tilheyra að fá meiri
formfestu á sambandið. Eins
finnst því það tryggara ef eitt-
hvað kemur upp á. Við erum
oft spurð að því hvenær við
ætlum að gifta okkur. Við vitum
það ekki enn þá en við ætlum
að gera það einhvern tímann.
Okkur finnst nóg að vera trúlof-
uð í bili. Við tökum hringana
aldrei niður, sama hvað við
erum að gera.
Þó færi ég hann stundum yfir
á vinstri hendi, ef hætta er á
að hann verði fyrir skemmdum
í vinnunni, segir Halli.
Maður trúlofar sig fyrst og
fremst fyrir sjálfan sig. Okkur
fannst samband okkar þó ekki
breytast við trúlofunina þvi
auðvitað eru mestu viðbrigðin
að fara að búa saman. En við
hefðum ekki vilja sleppa þessu
tímabili.“
H.l.
Hringurinn
tákhar eilífa tryggð
Sigmar Ó. Maríusson gull-
smiður spjallaði við okkur um
trúlofunarhringa. Að hans
sögn er mikið um að fólk trú-
lofi sig núna. Hann selur um
tvö hundruð gerðir af hring-
um.
„Hringarnir seljast vel
núna," sagði Sigmar þegar
við spurðum hann um söluna.
„Það var lægð fyrir nokkrum
árum þegar fólk fór að búa
saman án þess að merkja
það nokkuð. En nú finnst mér
salan með meira móti. Ég er
með um tvö hundruð gerðir
af hringum en það taka eigin-
lega allir mjóa hringa, þrjá til
þrjá og hálfan millimetra á
breidd. Þetta virðist vera hin
gullna breidd sem gengið
hefur í margar kynslóðir og
búin er að vinna sér hefð.
Samt verð óg að vera með
hinar tegundirnar líka vegna
þess að það eru alltaf ein-
hverjir sem vilja annað.
Á fyrri hluta áttunda ára-
tugarins voru miklu breiðari
hringar í tísku. Þeir voru oft
upp í tíu til tólf millimetra
breiðir. Stundum var líka sett
steinasnúra með og þá urðu
þeir enn breiðari. Eftir þetta
tímabil fóru hringarnir að
mjókka aftur og virðast ætla
að vera mjóir áfram. Flestir
sem keyptu breiða hringa fyr-
ir tíu til fimmtán árum hafa
komið og látið mjókka þá.“
— Er einhver munur á trú-
lofunarhringum og giftingar-
hringum?
„Nei, hór á landi er enginn
munur. Sami hringurinn er
yfirleitt notaður þegar trúlof-
að fólk giftir sig. Sumir skipta
reyndar um hönd en það er
engin hefð fyrir því. í sumum
löndum gefur maðurinn kon-
unni hring, t.d. demantshring
sem hún ber. Síðan við gift-
inguna setja þau upp hringa.
Þetta er mjög misjafnt. Ég
vil heldur kalla þessa hringa
trúlofunarhringa því að það
er tilefnið. Þeir verða svo að
giftingarhringum ef fólk giftir
sig.
Hringurinn táknar eilífa
tryggð því að endarnir ná
saman. Við smíðum þá úr
lengju sem við skeytum sam-
an. Það má segja að hann
bíti í sporðinn á sór.“
— Hversu marga hringa
selurðu á mánuði?
„Það er mjög misjafnt. Það
koma alltaf nokkur pör á viku
yfir sumarmánuðina. Þeir eru
mjög góðir en nóvember hins
vegar er áberandi lítill trúlof-
unarmánuður. Hann virðist
vera lognið á undan stormin-
um því að desember er mjög
mikill trúlofunarmánuður, sá
stærsti. Einu sinni var 17.
júní stór dagur þegar stúd-
entarnir voru útskrifaðir á
þeim degi. Það er enn al-
gengt að hringarnir séu settir
upp um leið og húfan. Versl-
unarmannahelgin er líka
vinsæl núna, kannski hefur
hún tekið við af 17. júní.“
— Á hvaða aldri eru pörin
sem koma til þín?
„Það er mjög algengt að
þau séu milli sautján og
tvítugs. Það er ekki erfitt fyr-
ir ungt fólk í dag að kaupa
hringa. Þeir kosta um tíu
þúsund krónur sem er
vikukaup hjá sumum.
Eldra fólk segir
að áður fyrr hafi þeir kostað
tveggja mánaða laun. Þetta
er því engin fjárfesting leng-
ur," sagði Sigmar.
Hringarnir eru nær undan-
tekningarlaust úr fjórtán
karata gulli. Örfáir eru átján
karata. Nöfnin eru yfirleitt
alltaf skrifuð innan í þá og
dagsetningin er Ifka oft
sett með. „Það auð-
veldar hjónum að
muna eftir brúð-
kaupsdegin-
um!“
Slgmar Ó. Maríusson með nokkrar gerðir að trúlofunarhringum.
Morgunblaðið/KGA