Morgunblaðið - 30.08.1987, Page 30

Morgunblaðið - 30.08.1987, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1987 Kór Langholtskirkju kynnir vetrarstarfið: A dagskrá eru verk eftir Bach, Beethoven og Gunnar Reyni Sveinsson Kór Langholtskirlqu er um þessar mundir að hefja vetrar- starf sitt og verða fyrstu tónleik- arnir haldnir _ 25. október næstkomandi. Á verkefnaskrá kórsins eru ýmsir tónleikar i vetur auk hins hefðbundna messusöngs og annarra verkefna kórfélaga og í vor tekur kórinn þátt í tónleikum á listahátið i Reykjavík. Jón Stefánsson stjórnandi kórsins og nokkrir úr stjórn hans kynntu starfið fram- undan á fundi með fréttamönn- um nýlega. Halldór Torfason varaformaður kórsins sagði Kór Langholtskirkju jafnan vera einna fyrstan kóra til að heQa vetrarstarf og stæði starfsárið nú fram í júní. Hann sagði óvenju fáa vanta í kórinn að þessu sinni en þó væri hægt að bæta í allar raddir og fara inntöku- próf fram nú um mánaðamótin. Æfingar fara fram tvisvar í viku en fyrir utan þær er mikið félagslíf innan kórsins. Mörg verkefni Jón Stefánsson stjómandi kórs- ins sagði mörg verkefni framundan í vetur. Sérstakir tónleikar verða haldnir 25. október til minningar um Guðlaugu Pálsdóttur, milli jóla og nýárs verður fluttur fyrri hluti jólaóratoríu Bachs, í maí flytur kór- inn Missa Solemnis eftir Beethoven ásamt Mótettukór Hallgrímskirkju og Sinfóníuhljómsveit íslands og í júní verður frumflutt verk eftir Gunnar Reyni Sveinsson, kantata með jassívafi. Tónleikamir 25. október eru til minningar um Guðlaugu Pálsdóttur sem var félagi í Kór Langholts- kirkju um árabil en hún lést af slysforum fyrir tveimur árum. For- eldrar hennar og systkin stofnuðu minningarsjóð sem hefur þann höf- uðtilgang að styrkja starf kórsins. Einnig kostar hann árlega tónlistar- flutning í einni messu sem gerir mögulegt að flytja verk með hljóm- sveit og einsöngvurum. Á þessum tónleikum verða fluttar þijár kant- ötur eftir J. S. Bach: Actus tragicus nr. 106, Mildi Guð, nær mun ég deyja, nr. 8 og Komm, du siisse Todesstunde, nr. 161. Kantata nr. 8 er verður sungin með íslenskum texta, þýðingu eftir sr. Kristján Val Ingólfsson. Texti við kantötuna Actus tragicus er huggunartexti og er hljóðfæraskipan hennar tvær blokkflautur, tvær gömbur, orgel og selló. Dagana 29. og 30. desember verður fyrri hluti jólaóratoríu Bachs fluttur en það er orðin hefð hjá kómum að flytja verkið um það bil annað hvert ár. Er þetta í fimmta sinn sem það er á dagskrá kórsins. Ekki hefur verið gengið frá hvaða einsöngvarar koma við sögu nema Michael Goldthorp. Sfðasta föstu- dag fyrir jól verða einnig hefð- bundnir jólasöngvar kórsins í Langholtskirkju. Spennandi tími Tíminn eftir áramót verður að mörgu leyti spennandi því þá æfum við samtímis tvö ólík verk, á annrri æfingunni í viku hverri Missa Sol- emnis eftir Beethoven og á hinni verkið „Á jörð ertu kominn" eftir Gunnar Reyni Sveinsson við texta Birgis Sigurðssonar. Missa Solemn- is verður flutt í maí ásamt Mótettu- kór Hallgrímskirkju og Sinfóníu- hljómsveit íslands undir stjóm Reinhart Schwartz frá Þýskalandi. Verk Gunnars Reynis verður flutt á tónleikum á listahátíð 11. júní. Er það kantata með jass- ívafí og em flytjendur ásamt Kór Lang- holtskirkju Hljómeyki, kvartettinn Emil og fjórir einsöngvarar, Blásar- akvintett Reylq'avíkur, fimm jass- leikarar og orgelleikari. Allar aðstæður til starfsemi kórs- ins sögðu kórfélagar vera mjög góðar í Langholtskirkju. Kirkjan væri gott tónleikahús fyrir kóra og þar eru einnig upptökutæki sem komið hafa að miklum notum. Hef- ur kórinn nýtt sér þau í fjáröflunar- skyni, tekið upp tónleika og selt kasettur, stundum jafnvel strax að tónleikum loknum en hægt er að taka upp á 20 kasettur í senn. Þá hafa verið gefnar út hljómplötur með söng kórsins. Morgunblaöið/Sverrir Þau kynntu vetrarstarf Kórs Langholtskirkju, frá vinstri: Sigrún Stefánsdóttir með soninn Steinar Guðjónsson, Svanhvít Jakobsdótt- ir, Jón Stefánsson, Þorvaldur Friðriksson, Halldór Torfason, Harpa Harðardóttir, Ingibjörg Guðjónsdóttir og Oddný Þorsteinsdóttir og þar er einnig Stefán Guðjónsson. „Þú skalt eiga mig á fæti! HI-TEC býður fullkomið úrval af íþróttaskóm. Hjá HI-TECer tekið tillit til hins sérstaka álags á fætur og fóta- búnað sem fylgir hverri íþróttagrein. Allir HI-TEC íþróttaskór eiga það einnig sameiginlegt að vera fisléttir, liprir og laglegir, sterkir, stöðugir og fara vel á fæti. Viltu ná lengra? Komdu þér úr sporunum -á HI-TEC! ÚTSÖLUSTAÐIR: Reykjavík og nágrenni Bikarinn Skólavörðustíg 6 Sportbúðin Laugavegi 97 og Völvufelli Smáskór Skólavörðustíg 6 b Bragasport Suðurlandsbraut 6 Útilíf Glaesibæ Álfheimum 74 Veggsport Héðinshúsinu Seljavegi 2 Boltamaðurinn Laugavegi 27 Sportbær Rofabæ Búsport Arnarbakka 2-6 IBIB Sportbúð Kópavogs Hamraborg 20a Dröfn Strandgötu 75 Kaupfélag Kjalarnesþings Mosfellsbæ Landið 17 Aldan Sandgerði Byggingavöruversl. Hveragerðis Hveragerði Skóbúð Selfoss Selfossi Kaupfélag Skaftfellinga Kirkjubæjarklaustri Axel Ó Vestmannaeyjum Kaupfélag A-Skaftfellinga Höfn Kaupfélag Héraðsbúa Reyðarfirði Hákon Sófusson Eskifirði Verslunarfélag Austurlands Fellabæ Bókaversl. Þórarins Stefánssonar Skóbúð Sauðárkróks Sauðárkróki Hólmkjör Stykkishólmi Verslunin Hornið Grundarfirði Verslunin Rocky Ólafsvík Verslunin Blómsturvellir Hellissandi Borgarsport Borgarnesi Staðarfell Akranesi Sportbúð Óskars Keflavík Skóbúð Keflavíkur Keflavík Austurborg Vopnafirði HHBfi Hamraborg 14, Kóp. Sími 40097

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.