Morgunblaðið - 30.08.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.08.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1987 Útgefandi sntfbrittto Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Krlnglan 1, sími 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. Frjálsræði íslendinga — áhætta útlendinga Iágústfréttum Verðbréfa- markaðar Iðnaðarbankans er grein um heimildir Islend- inga til að kaupa erlend verðbréf þar sem minnt er á að gjaldeyrismál hafí verið færð í frjálslegra horf á margan hátt þegar Matthías Á. Mathie- sen var viðskiptaráðherra á árunum 1983-85 og lagði Morgunblaðið áherzlu á það á sínum tíma. En í samræmi við þróunina erlendis og hér heima er nú ástæða til að taka enn til hendi og rýmka reglur um gjaldeyrisviðskipti hér eins og annars staðar. í fyrrnefndum ágústfréttum er minnt á að Bretar hafí haft fullar heimildir til gjaldeyrisviðskipta frá 1979, Danir fengu heimild til að kaupa erlend verðbréf 1986 og nú liggur fyrir áætlun um veru- lega rýmkun gjaldeyrisreglna í Evrópubandalagslöndunum og voru þær þó frjálslegar fyrir. Sú staðreynd að mestallt erlent fjármagn á íslandi er í formi lána en ekki framtaksfjár merkir að íslendingar verða að greiða vexti og afborganir af þessu fé hvemig sem árar hjá íslenzkum fyrirtækjum. En þetta mundi breytast ef útlend- ingar fengju sömu heimildir, innan vissra marka, til að kaupa íslenzk verðbréf og ís- lendingar til að kaupa hluti í erlendum fyrirtækjum. Þá tækju útlendingamir sem hér fjárfestu sína áhættu, en ekki íslenzkir skattþegnar. í ágústbréfí Iðnaðarbankans er klykkt út með þessum orð- um: „Af öllum þessum ástæð- um verður að vona að ríkis- stjóm Þorsteins Pálssonar haldi áfram afnámi hafta í gjaldeyr- isverslun hér á landi. Ef til vill styttist í þá stund að menn geti sjálfír tekið ákvörðun um á hvaða markaði þeir kjósa helst að ávaxta spamað sinn - og hvemig þeir kjósa að skipta honum til að dreifa áhættu." Um leið og Morgunblaðið tekur undir þessi orð minnir það á að í starfsáætlun ríkis- stjómar Þorsteins Pálssonar segir í 2. kafla: Atvinnustefna: efling atvinnuvega - nýsköpun atvinnulífs: „Gjaldeyrisverslun og fjármagnshreyfíngar milli íslands og annarra landa verði frjálsari en nú er og dregið úr skilaskyldu á gjaldeyri", enn fremur: „Lög og reglur um er- lent JQármagn í íslensku at- vinnulífí verða endurskoðuð og samræmd. Erlent áhættufé geti komið í staðinn fyrir erlent lánsfé við fjármögnun atvinnu- fyrirtækja hér á landi, en jafnframt verði tryggt að er- lendir aðilar nái ekki tökum á náttúruauðlindum lands og sjávar." í ofangreindum ágústfrétt- um segir enn um það mál sem hér hefur verið gert að umtals- efni: „Rökin fyrir rýmkun gjald- eyrisreglna hér á landi eru m.a. eftirfarandi. Þorri íslenskra fyrirtækja á í samkeppni við erlend fyrirtæki. Þau sem framleiða fyrir erlendan mark- að em í beinni samkeppni og þau sem framleiða fyrir inn- lendan markað eiga einnig í samkeppni við erlend fyrirtæki sem flytja vömr hingað. Þrengri heimildir til gjaldeyris- viðskipta hér á landi en erlendis skerða því samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja og draga úr möguleikum þeirra til að standa sig á alþjóðlegum mark- aði. Hér verða aðeins nefnd tvö einföld dæmi. Innlend fyrirtæki hafa alls ekki sömu heimildir og möguleika til að tryggja sig fyrir gengisáhættu og sam- keppnisaðilar þeirra annars staðar, og íslensk fyrirtæki hafa alls ekki heimildir til að taka lán (svo ekki sé talað um sölu hlutafjár) þar sem það er þeim hagstæðast. í öðm lagi er allur spamaður landsmanna, lífeyrisspamaður sem annar, ávaxtaður á íslandi og er því að öllu leyti háður framleiðslukerfí þjóðar sem ekki er stærri en úthverfí í er- lendri stórborg. Verðhmn á fískmarkaðinum í Þýskalandi í byrjun ágúst vegna áhrifa frá einum sjónvarpsþætti ætti að færa okkur heim sanninn um það hve óráðlegt er að dreifa ekki spamaði þjóðarinnar bet- ur. Þetta á ekki síst við um lífeyrisspamaðinn sem ætti með réttu að ávaxtast að hluta í ríkisskuldabréfum viðskipta- þjóðanna og hlutabréfum eða skuldabréfum traustustu fyrir- tækja á erlendum markaði." Væri nokkuð á móti því að íhuga þessi orð ágústfrétta Verðbréfamarkaðar Iðnaðar- bankans í sambandi við framkvæmd stefnu núverandi ríkisstjómar? Norsk stjómvöld hafa lent í útistöðum við bandaríska þingið og stjómina í Washington vegna sölu á hátækni- búnaði til Sovétríkj- anna. Málavextir eru þeir, að japanska fyrir- tækið Toshiba seldi Sovétmönnum skrúfu- búnað í fjóra kafbáta og búnaðurinn var með stýrikerfi frá norska ríkisfyrirtækinu Kongsberg Vaapenfabrikk (KV). Salan var ólögmæt samkvæmt alþjóðlegum sam- þykktum, sem Noregur og Japan em aðilar að, svonefndu COCOM-samkomulagi NATO-ríkja (annarra en íslands) og Jap- ans. Bandaríkjamenn bmgðust hart við þegar fregnir bárast af þessum viðskiptum og vilja beita fyrirtækin refsiaðgerðum. Sumir vilja raunar beita heimalönd fyrir- tækjanna slíkum aðgerðum. Era þau rök meðal annars notuð í umræðum um þetta í Bandaríkjunum, að salan á hátæknibún- aðinum valdi því, að sovéskir kafbátar verði hljóðlátari en áður. Af því leiði að bæta þurfí tæknibúnað til að fínna þá og fylgjast með ferðum þeirra. Bandaríkja- menn séu eina þjóðin, sem ráði yfír nægilega mikilli tækni til kafbátaleitar og þess vegna lendi það á bandarískum skatt- greiðendum að borga brúsann. í byijun júlí samþykkti öldungadeild Bandaríkjaþings ályktun, sem miðar að því að banna innflutning á vöram frá Tos- hiba og KV í tvö til fímm ár. Fulltrúadeildin á eftir að taka afstöðu til málsins. Umræð- umar í öldungadeildinni einkenndust af miklum þunga og reiði í garð þeirra, sem gerst höfðu brotlegir við COCOM-sam- komulagið. Hvað sem líður aðgerðum löggjafarvaldsins gegn fyrirtækjunum tveimur hefur bandaríska vamarmálaráðu- neytið gripið til sinna ráða gegn Toshiba og KV. Reiðin beinist einkum að japanska fyrirtækinu, en Bandaríkjamenn telja, að aðeins gróðasjónarmið hafí ráðið viðskipt- um þess við Sovétmenn. Japanska ríkis- stjómin hefur þegar sett fyrirtækinu skorður. Hefur því verið bannað að selja vörar til 14 kommúnistalanda í eitt ár. Þá hafa Japanir og Bandaríkjanienn kom- ið sér saman um áætlun, er miðar að því að efla kafbátavamir þjóðanna tveggja á vestasta hluta Kyrrahafs. Aðgerðir Bandaríkjamanna gegn KV hafa verið mildari en gegn Toshiba. Hafa bandarískir embættismenn sagt ástæðuna meðal annars þá, að Norðmenn hafi bragð- ist við með öðram hætti en Japanir. Norsk stjómvöld hafa lagt sig í líma við að svara allri gagnrýni, sem hefur komið fram á KV. Gagnrýni svarað Kongsberg Vaapenfabrikk er ríkisfyrir- tæki. Norskir stjómmálamenn hafa axlað ábyrgðina vegna þess bæði inn á við og út á við. Gro Harlem Brandtland, forsætisráð- herra, ritaði Ronald Reagan, Bandaríkja- forseta, afsökunarbréf og áður en öldungadeildin tók málið til umræðu fór Johan Jörgen Holst, vamarmálaráðherra, til Washington og ræddi bæði við þing- menn og embættismenn. Norski ráðherr- ann kynnti sjónarmið Norðmanna á fundum og skriflega. Einnig sendi hann lesendabréf í Washington Post til að svara foiystugrein þar. I erindi því, sem Johan Jörgen Holst afhenti í Washington, segir, að lögreglu- rannsókn hafí hafíst strax í febrúar sl. þegar upplýsingar bárast um það frá Bandaríkjunum, að Kongsberg Trade, deild í Kongsberg Vaapenfabrikk, hafí stundað ólögmæt viðskipti. Hinir granuðu hafí fundist, en af lagatæknilegum ástæð- um hafí aðeins einn verið ákærður. Lögreglan haldi áfram að rannsaka málið. Ríkisstjómin hafí gripið til margvíslegra gagnráðstafana og ætli meðal annars að leggja fyrir næsta þing framvarp til laga um þyngri refsingu fyrir Jþá er gerist sek- ir um ólögleg viðskipti. I apríl 1987 hafí Kongsberg Trade verið lagt niður þ.á m. skrifstofan í Moskvu og starfsfólkið rekið. Öllum austurviðskiptum Kongsberg hafí verið hætt. KV hafí verið breytt og allar deildir þess nema vopnadeildin hafí verið seldar. Nafni fyrirtækisins hafi verið breytt í KV Defense. Það sé í raun nýtt fyrir- tæki, sem eigi aðeins að sinna þróun, framleiðslu og sölu á vopnum til aðildar- landa OECD. Norska ríkið eigi fyrirtækið. Eftir að hafa gert Bandaríkjamönnum. grein fyrir þessari gjörbyltingu á KV minnir norski vamarmálaráðherrann á þá staðreynd, að Norðmenn líti vamarmál alvarlegum augum. Þeir séu meðal stofn- þjóða Atlantshafsbandalagsins og séu einlægir talsmenn samstarfsins innan þess og hinnar lífsnauðsynlegu vamarsamvinnu við Bandaríkin. í Noregi séu útgjöld til vamarmála næst hæst á hvert mannsbam innan NATO, aðeins í Bandaríkjunum séu þau hærri á mann. Norðmenn séu meðal fárra þjóða innan bandalagsins, sem hafí staðið við þá skuldbindingu að auka út- gjöld til vamarmála árlega um 3% umfram verðbólgu. Vegna hins öfluga herafla Sov- étríkjanna á norðurslóðum eigi Norðmenn öryggi sitt undir öflugum eigin vömum og liðsauka frá bandamönnum. Það sé brýnt hagsmunamál fyrir Norðmenn, að Sovétmönnum sé ekki auðveldað að afla sér tækni, sem mundi grafa undan sameig- inlegu vamarátaki NATO-ríkjanna. Norðmenn og Bandaríkjamenn séu sam- mála um, að bannið við útflutningi á hátækni, sem mælt er fyrir um í COCOM- samkomulaginu, sé bráðnauðsynlegt til að gæta öryggishagsmuna Atlantshafsbanda- lagsins. Vegna hnattstöðu Noregs eigi norska þjóðin mikið undir því í öryggismál- um, að fylgst sé rækilega með ferðum skipa á og í hafínu á norðurslóðum. Norð- menn leggi mikið af mörkum við eftirlit með sovéskum herafla á þessu svæði. Kongsberg sé lykil-fyrirtækið í hergagna- framleiðslu Norðmanna og skipti þess vegna miklu fyrir vamir Noregs. Það hefði alvarlegar afleiðingar fyrir vamir norður- vængs NATO, ef bann yrði sett á það, sem eftir er af Kongsberg, framleiðslu fyrir- tækisins á hátæknibúnaði, svo sem eins og Penguin-flugskeytinu. Eins og komið hefur fram hér að ofan hefur þessi málflutningur Norðmanna ásamt með breytingum þeirra á Kongsberg þegar leitt til þess, að ráðamenn í Was- hington líta fyrirtækið öðram augum en Toshiba. Þá hefur Erik Klippenberg, for- stjóri rannsóknastofnunar norska ríkisins í vamarmálum, sem er formaður opin- berrar rannsóknamefndar á starfsemi Kongsberg, sagt, að Sovétmenn hafi ekki haft þau not af búnaði frá fyrirtækinu, sem ætlað var í fyrstu. Er ljóst af öllu að Norðmenn hafa lagt sig mjög fram um að snúa vöm í sókn í þessu máli. Skynsamleg viðbrögð Freistandi er að velta fyrir sér, hvemig Islendingar hefðu bragðist við, ef þeir hefðu lent í svipaðri aðstöðu og Norð- menn. Margt mælir með þeirri ályktun, að af hálfu íslenskra stjómvalda og al- mennings hefði verið látið í veðri vaka, að Bandaríkjamönnum kæmi sko ekkert við, hvað við gerðum í viðskiptum okkar við Sovétmenn. Það væri á okkar valdi og engra annarra að taka ákvarðanir um, hvert við seldum framleiðslu okkar. Þótt við ættum aðild að COCOM-samkomulag- inu kæmi þetta þeirri aðild ekkert við, þar sem í raun hefði búnaðurinn ekki nýst nema af því að Toshiba seldi Sovétmönnum stýribúnaðinn. Reglur COCOM væra auk þess þannig, að best væri fyrir okkur að hætta aðild að samkomulaginu. Þá skyldu Bandaríkjamenn bara átta sig á því, að við gætum auðveldlega rekið þá frá Keflavíkurflugvelli, enda væra þeir að veija ísland sín vegna en ekki vegna íslensku þjóðarinnar. Ef NATO-ríkin ætl- uðu eitthvað að skipta sér af málinu gætum við að minnsta kosti sýnt þeim í tvo heim- ana með heimköllun sendiherra íslands hjá NATO. Við sættum okkur ekki við neina herraþjóð eða afskipti annarra af innri málum okkar; ef Sovétmenn gætu ekki keypt hátækni frá okkur væri saltsíld- armarkaðurinn í hættu og væri ekki prýðilegt að geta hagnast á hvora tveggja hátækni og síld og fá jafnframt olíu frá þessu góða viðskiptalandi okkar; ef Banda- ríkjamenn ætluðu að setja viðskiptabann á íslenskan físk, væri það aðeins til marks MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1987 33 REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 29. ágúst um, að þeir hefðu uppi áform um að eyði- leggja efnahagsstarfsemi ríkja á norður- slóðum til að gera þau enn háðari sér. Við gætum rétt ímyndað okkur, hvemig ástandið væri hér á okkar viðkvæmu slóð- um, ef Norðmenn hefðu tekið þá afstöðu að hundsa aðfinnslur Bandaríkjamanna og kosið að efna til deilna við þá í stað þess að reyna að draga sem mest úr tjóninu. Þá ríkti spenna milli þjóðanna austan og vestan við okkur og spenna magnaðist í samstarfínu innan NATO. Norðmenn líta alls ekki þannig á, að þeir séu að sleikja duftið af fótum Bandaríkjamanna. Þvert á móti telja þeir, að með því að reka mál sitt einarðlega og með rökum gagnvart bandarískum stjómvöldum og almenningi, séu þeir að gæta mikilvægra eigin hags- muna. Norðmenn geti ekki af eigingjömum ástæðum stofnað góðum samskiptum við Bandaríkjamenn í hættu. Margt bendir til þess, að Norðmenn hafí tekið skynsamlegri afstöðu en við í hvalamálum. Þeir snerast til vamar í bar- áttunni um almenningsálitið í Banda- ríkjunum en höguðu sér að öðra leyti á þann veg, að athyglin beindist frekar að Islendingum annars vegar og Japönum hins vegar. Eins og kunnugt er virðist það viðtekin skoðun hér á landi, að hvaladeilan sé einhvers konar sjálfstæðisstríð íslenskra stjómvalda gagnvart stjómvöldum í Was- hington, þótt hún snúist í raun um það, hvort við föram eftir samþykktum Al- þjóðahvalveiðiráðsins eða ekki. Stjóm- málamenn og embættismenn geta valið sér þá andstæðinga, sem þeir kjósa, en þeir mega ekki gleyma ábyrgðinni gagn- vart umbjóðendunum, að samræmi sé milli þeirra vopna, sem notuð era, og þess, sem í húfí er. Góður málstaður dugar skammt ef vit- Iaust er á því haldið að kynna hann. Eftir að utanríkismálanefnd, sjávarútvegsráð- herra og háttsettir embættismenn töldu það stefnunni í hvalamálinu til framdráttar að borða hvalkjöt, þegar þeir ræddu stefnumörkun í hvalamálinu, á það kannski eftir að gerast, að utanríkisráðherra eða sjávarútvegsráðherra efni til hvalkjöts- veislu í sölum Waldorf Astoria-hótelsins í New York til að vinna hvalveiðum íslend- inga brautargengi í Bandaríkjunum. Blótveislur hafa verið aflagðar um nokk- urt skeið en þykja kannski við hæfí í tilvikum sem þessum. Að þrjóskast við Fyrir þjóðir er ekki síður mikilvægt en fyrirtæki, að þær séu kynntar með réttum hætti. Um þetta efni hafa hinir vísustu menn fjallað og eiga eftir að gera. Sumir töldu raunar, að leiðtogafundurinn sl. haust leysti allan okkar vanda í þessu efni. Erfitt er að meta þau áhrif, en eitt er víst, að engin þjóð leggur inn á bók hjá ann- arri og getur síðan beðið eftir því aðgerðar- laus að vextimir skili sér. Til þess höldum við úti utanríkisþjónustu og veitum fé úr opinberam sjóðum til útflutningsmála að markvisst sé unnið að því að styrkja stöðu okkar almennt út á við og á einstökum mörkuðum. ívar Guðmundsson ritaði athyglisverða grein hér í blaðið á miðvikudaginn undir fyrirsögninni: íslenskan ullariðnað að daga uppi í Bandaríkjunum. í upphafi hennar er minnt á, að kominn sé umtalsverður afturkippur í sölu á íslenskum ullarfatnaði í Bandaríkjunum. Og þá segir: „Ástæðan fyrir minnkandi vinsældum íslenska pijónlesins er að dómi sérfróðra í þessu efni sú, að íslenskir ullarfatafram- leiðendur hafa ekki fylgst nógu vel með tískunni og smekk fólks og líka, að þeir hafi raunveralega þijóskast við að bæta ráð sitt. Það gæti og hreinlega stafað af vangetu til að mæta kröfum þeirra, sem hætta sér út á hála braut tískuhönnunar. Framleiðendur virðast hafa trúað því, að hefðbundinn íslenskur ullarfatnaður væri sígild vara, sem aldrei færi úr tísku og væri þess vegna óþarfí, jafnvel óráðlegt að breyta til, eða yngja upp iðnaðinn.“ Og ívar Guðmundsson ræðir við Robert Landau í Princeton, sem hefur um árabil verið umsvifamesti innflytjandi íslenskra ullarvara til Bandaríkjanna. Hann segir meðal annars: „Þetta var dásamlegt [hvað gekk vel að selja íslenskar ullarvörar]. En því miður datt engum í hug að spyija: Hvemig verður markaðurinn fyrir íslenska pijónlesið eftir fímm ár? Menn trúðu því, að hann myndi aldrei breytast. Ef ég hefði verið spurður myndi ég vafalaust hafa sagt, að markaðurinn myndi ekki breyt- ast, þótt ég vissi vel, að hann gat ekki staðið til eilífðar og þetta hlaut að breyt- ast fyrr eða síðar. Norskar ullarpeysur, írskar og skoskar vora líka í tísku áður fyrr, en hafa nú horfíð í skuggann. Lítum á fatatískumarkaðinn í New York og hve margir fara þar á hausinn árlega, senni- lega 30-40% af heildinni. Þar era þó þaulreyndir menn að verki, sem hrasa eins- og aðrir á tískusviðinu.“ Það dugði sem sé ekki að þijóskast við í ullariðnaðinum og halda að við gætum lifað af breytingar á tískunni. Ekki þarf að fara mörgum orðum um erfíðleikana sem steðja að okkur vegna minnkandi sölu á Sslenskum ullarvöram. Samdráttur- inn er staðreynd þótt ekki séu líklega allir sammála þeim ívari og Landau um orsak- ir hans. Þegar við hugsum um hann má spyq'a: Fylgjumst við nægilega vel með í fískinum? Erum við of uppteknir af aukaat- riðum og missum sjónar á því, sem mestu skiptir; að selja fískinn ætíð fyrir sem hæst verð? Geram við nægilega mikið til að kynna okkur þróun í fískneyslu og halda ágæti okkar framleiðslu á loft í sam- ræmi við hana? Skortur á mannafla Nú era uppi ráðagerðir um að flytja inn nokkra tugi ef ekki hundrað manna til að stunda framleiðslustörf í iðnaði og annars staðar, þar sem vantar fólk. Við búum við það einstaka ástand, ef litið er til ná- grannalanda, að hér er meiri eftirspum eftir vinnuafli en framboð. Fyrsta fyrir- tækið, sem skýrir frá því að það hafí ráðið hingað danskt verkafólk, er Sláturfélag Suðurlands. Hefur komið fram, að fólkið sækist eftir að koma hingað vegna laun- anna, sem í boði era. Þótt þau séu lægri í krónutölu en í Danmörku eigi menn meira eftir til eigin ráðstöfunar hér en þar vegna mildari skattalaga. Það er í sjálfu sér ekki nýmæli, að hing- að komi erlent vinnuafl. Færeyingar settu veralegan svip á fískveiðar og vinnslu fyrr á áram. Stúlkur hafa komið alla leið frá Nýja-Sjálandi og Ástralíu til að vinna að fískverkun víða um land. Hitt er nýtt, að fjöldi fólks sé ráðinn frá útlöndum til að starfa á vegum þeirra, sem era í Félagi íslenskra iðnrekenda eða Sláturfélags Suð- urlands. Víða um lönd er atvinnuleysi öðram þræði rakið til aukinnar sjálfvirkni í fram- leiðslu og einnig til hins, að með hagræð- ingu og fækkun mannafla er unnt að greiða þeim, sem eftir era, hærri laun en ella. Þeirri skoðun er að vísu einnig haldið á loft að aukin tækni- og vélvæðing auki fremur vinnuaflsþörf en minnki, þegar til lengdar lætur. „Hagræðing" var einskonar töfraorð í umræðum um íslenskt atvinnu- líf og launamál fyrir fáeinum árum. Þá var töluvert mikið talað um „hagræðingar- ráðunauta", sem áttu að breyta miklu um rekstur og afkomu fyrirtækja og einstakl- inga. Nú beinist athyglin fremur að aðferðum til að bæta stjómun og gæði. Og hið nýjasta er, að stórátak á að gera til að auka framleiðni í íslensku atvinnu- lífí, sem er með því lægsta sem þekkist. Hver starfsmaður hér á landi skilar sem jsé minni afköstum en starfsbræður hans annars staðar. Finnst mörgum þetta ótrú- legt. Er ástæðulaust að blanda sér í þær deilur. Kannski er unnt að minnka þörfina fyrir vinnuafl með meiri hagræðingu, bættri stjómun, öflugra gæðaeftirliti og aukinni framleiðni? MorgunblaAið/RAX Margt bendir til þess, að Norð- menn hafi tekið skynsamlegri af- stöðu en við í hvalamálum. Þeir snerust til varnar í baráttunni um almenningsálitið í Bandaríkj unum en höguðu sér að öðru leyti á þann veg, að athyglin beindist frekar að Islendingum ann- ars vegar og Japönum hins vegar. Eins og kunnugt er virðist það viðtekin skoð- un hér á landi, að hvaladeilan sé einhvers konar sjálfstæðisstríð íslenskra stjórn- valda gagnvart stjórnvöldum í Washington, þótt hún snúist í raun um það, hvort við förum eftir sam- þykktum Alþjóða- hvalveiðiráðsins eða ekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.