Morgunblaðið - 30.08.1987, Síða 56

Morgunblaðið - 30.08.1987, Síða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1987 Barátta Kimb- alls við leyni- skýrslumar DEPAKTMENT OP S T A T E -í Cr COl, CKIE? SPECIAL AGEOT OCT 8 19-ÍS October 4, 1946 Cr \CfPi ~ Mr. bannernan FBOhít CSX - Mr. Pltch SUSJECTi PENN TOTíNSEND KIMBAU. (Your roquost 14 Axiguat 1946) Conclualon Inveatlgation diacloaea eridence c tending to arfect adTeraely the appllcant'e loyalty to the ‘ “ 8tc ‘ " ‘ “ Ooternzaent of tbe United tea and ita Inatitutiona* It reveala naich inTonnation both pro and con in regard to the applicant'a loyalty, and though no one placed him ln | the Party, it ia noted that but few of the applicant’a moat enthuaiaatic aupportera are able to recommend him without cjcplanation and reaervation in aupporting hia atand on paat aotÍTÍtiea* It reveala that the name Penn Kinball appeara on a list of atrike defenders in the case of the North American Aviation Company in Callfornia, which atrike waa aaid to have been Coramuniat inapired, and far the purpoae of hamper- ing Booaevelt's prepardneaa program. It further reveala that the applicant has willingly and knowlngly aasociated with and conaistently supported radical and comrauniat groupa and their programa. It alao reveala that the applicant haa not followed blindly, as he ia too smart to blunder and that hia effective- neaa ia nuch greater than a Cnmzmnist Party member becauae of hia winning peraonality and auperior ability. It waa pointad out that because of the applicant'a politlcal beliefa a divided loyalty ia bound to axiat and, therefore, he ahould be oonaider- •d a dángeroua indÍTÍdual. The inveatigation aeema to indicate, in view of the dangera inherent to thia aituation, that careful conaider- ation ahould be given tho determination aa to whether the applicant ahould be employed in the Department of State. Eitt skjalanna frá árínu 1946 þar sem Kimball er sagður hættulegur og hollusta hans dregin í efa. EftirAndrew Stephen Þegar bandaríski blaðamaður- inn og lektorinn Penn Kimball ákvað að notfæra sér ákvæði laga um upplýsingafrelsi í Bandaríkjunum til að komast að þvi hvað leyniskýrslur utanríkis- ráðuneytisins hefðu um sjálfan hann að segja óraði hann ekki fyrir því hvílíkt samansafn lyga og rangfærslna þær hefðu að geyma. Um tíu ára skeið barðist hann fyrir þvf að hreinsa mann- orð sitt, og var þessi barátta hans efni heimildamyndar sem brezka sjónvarpið BBC lét gera og sýndi um miðjan júní sl. Penn Kimball líður seint úr minni sumarmorgunn einn fyrir fímm árum. Hann var rétt kominn heim af sjúkrahúsinu þar sem hann hafði setið við dánarbeð eiginkonu sinnar eftir 35 ára hjónaband. í póstinum sem beið hans var sending pökkuð inn í brúnan pappír. Hann grunaði strax hvað sendingin hefði að geyma - slatta af gögnum frá leyni- þjónustunni CIA, sem hann hafði óskað eftir þremur árum áður í samræmi við ákvæði „Freedom of Information Act“, eða laga um fíjálsan aðgang að upplýsingum. Þegar hann opnaði sendinguna rak hann strax augun í setningu sem virtist hafa verið skráð árið 1958: „Sú staðreynd að eiginkona viðkomandi er sennilega tengd . . .“ og hér hafði nafn verið strikað út ... málinu gerir hollustu fjöl- skyldunnar í dag vafasama." Þetta var gífurlegt áfall fyrir Kimball. Honum hafði lengi verið ljóst að í leynilegum skýrslum yfír- valda var hann stimplaður mikill vinstrisinni og hættulegur öryggi landsins, en nú varð honum ljóst að mannorð eiginkonunnar, sem lézt þennan morgun, hafði einnig verið svert. Kimball getur aldrei gleymt hve honum þótti þetta sárt. „Það sem ég á við er að ég er síblaðrandi og * alltaf að koma mér í vandræði," segir hann. „Hún kom þar hvergi nálægt. Og að blanda henni inn í þetta! Það er viðurstyggilegt." Ríkisstjóm Bandaríkjanna, alrík- islögreglan FBI og utanríkis- ráðuneytið- — að ógleymdu CIA — vildu nú helzt að Penn Kimball hreinlega gufaði upp. Það hefur valdið þeim miklum vandræðum að hann er nú lifandi tákn þess hvað getur farið úrskeiðis þegar opin- berir aðilar ekki aðeins saftia leynilegum skýrslum um einstakl- inga, heldur draga einnig ályktanir byggðar á sögusögnum og kjafta- sögum, en gefa viðkomandi ein- staklingum engin tækifæri til að afsanna þessar ályktanir. Fáir eða enginn þeirra sem þekkja Penn Kimball í dag trúa öðru en að hann sé fullkomlega traustur og heiðvirður Bandaríkja- maður — að vísu stundum nokkuð þrasgjam — án nokkurra stjóm- málaöfga. En vegna mistaka og glappaskota sem honum urðu á fyrir 41 ári, á sjö mánaða tímabili, hafa bandarísk yfirvöld úrskurðað að Penn Townsend Kimball sé hættulegur öryggi landsins. Þetta stendur í skýrslum hans, svo það hlýtur að vera satt. í upphafi ferils síns hafði Penn Kimball flest það til að bera sem yfírvöld gátu talið eftirsóknarvert. Hann var af auðugum foreldrum kominn, fæddur í Nýja Englandi (Norð-austurríkjunum), hafði út- skrifast úr einkaskóia, hlotið viðurkenningar í skátahreyfíng- unni, var með háskólapróf frá Princeton og Oxford, og hafði þjón- að með sæmd í bandaríska hemum í síðari heimsstyrjöldinni. Að loknu lokaprófí frá Princeton-háskóla árið 1937 hlaut hann eftirsóttan náms- styrk kenndan við brezka stjóm- málamanninn Cecil Rhodes til framhaldsnáms við Oxford-háskóla þar sem þeir Ekiward Heath, Roy Jenkins og Denis Healey voru með- al skólafélaga hans. Við heimkomuna árið 1939 var hann mjög fylgjandi Bretum, og hvatti til þátttöku Bandaríkjanna í heimsstyrjöldinni, sem þá var ný- hafín. Hann starfaði stuttlega við tvo ijölmiðla fram til þess að Japan- ir gerðu árásina á Pearl Harbour, sem varð svo afdrifarík. Fyrra starfíð var hjá virtu tímariti í Was- hington, United States News, og það síðara hjá vinstrisinnuðu dag- blaði er nefndist PM. Þegar Bandaríkin urðu aðilar að styijöldinni gekk Kimball í land- göngulið flotans og þjónaði með því í þrjú og hálft ár á Kyrrahafssvæð- inu við góðan orðstír. Þegar hann sneri heim á ný árið 1945, þá þrítugur að aldri, ákvað hann að sækja um starf hjá utanríkisþjón- ustunni. En eftir að hafa rétt lokið inn- tökuprófí fyrir þá sem ætla sér að starfa fyrir utanríkisþjónustuna - sem hann stóðst með ágætum - hafði hann þegar ákveðið að hefja frekar mun betur launað starf sem blaðamaður hjá vikuritinu Time. Ári síðar datt honum svo í hug að endurvekja hugmyndina um að ganga í utanríkisþjónustuna - en fékk þá þau svör frá utanríkisráðu- neytinu að skipan hans í embætti hafí verið frestað. Þetta var fyrsta atvikið af mörg- um sem komu Kimball á óvart. Hann hélt því áfram í blaðamennsk- unni, auk þess sem hann hafði nokkur afskipti af stjórnmálum heimafyrir, þar til hann settist í helgan stein fyrir hálfu öðru ári, en hafði þá verið lektor í blaða- mennsku við Columbia-háskóla í New York um aldarfjórðungs skeið. En hann hafði alltaf haft mikinn áhuga á frama sem pólitískur ráð- gjafí á sviði alríkismála. Hann hafði verið skráður félagi í flokki Demó- krata frá 21 árs aldri. Ári eftir að John F. Kennedy tók við forseta- embætti var honum boðið óform- lega að taka sæti í eftirlitsnefnd alríkisfjarskipta, FCC, sem hefur eftirlit með öllum útvarpsrekstri í Bandaríkjunum. Sæti í þeirri nefnd hefði veitt honum áhrifastöðu í innsta hring í Washington, og hann hóf undirbúning að flutningi þang- að ásamt konu sinni og dóttur. En dag nokkum heyrði hann í útvarp- inu f bíl sínum að Kennedy hefði Penn Kimball. veitt öðrum stöðuna. Næst var hann beðinn að taka sæti í ráðgjafanefnd Upplýsinga- þjónustu Bandaríkjanna. Hann hlaut aldrei skipun í þá nefnd. Hann sótti um aðstöðu hjá Fullbright- -stofnuninni, en fékk neitun. í hvert skipti sem hann þurfti að fá vega- bréf sitt endumýjað tók það lengri tíma en hjá öðrum. Það var ekki fyrr en árið 1977 þegar hann var í fríi á eynni Mart- ha’s Vineyard í Massachusetts að Kimball fór að kanna af hverju allt þetta mótlæti stafaði. Hann ákvað að sækja um að fá að skoða hvaða upplýsingar um sjálfan hann skýrsl- ur yfírvalda hefðu að geyma, en til þess hafði hann stjómarskrárlegan rétt í samræmi við ákvæði laga um upplýsingafrelsi frá árinu 1966 og laga um friðhelgi einstaklinga frá 1974. Nafn Penn Townsend Kimballs var fært inn á tölvukerfí utanríkis- ráðuneytisins með þeim fyrirmæl- um að leitað yrði allra gagna um hann frá þeim tíma þegar hann sótti um stöðu í utanríkisþjónustu Bandaríkjanna árið 1945. Niður- staðan, sjö mánuðum síðar, kom honum mjög á óvart. „Við leit í skýrslum okkar," sagði í svarinu sem loks fékkst eftir mikinn eftir- rekstur, „hafa komið fram níutíu og níu (99) skjöl, og hafa þau verið tölusett með númerunum 1-99 til að auðvelda uppslátt." í svarinu sagði einnig að sex skjalanna væru frá FBI, og yrði að snúa sér þangað til að fá afrit af þeim. Eitt skjalanna væri byggt á upplýsingum frá CIA, og þyrfti heimild leyniþjónustunnar til að sjá það. Þetta þýddi að þijár helztu rannsóknastofnanir landsins höfðu — án hans vitundar — verið að safna leynilegum skýrslum um Kimball. Hvað gátu þær haft að geyma? Það tók Kimball níu mán- uði til viðbótar að fá að sjá gögnin frá FBI, og nærri fimm ár frá upp- haflegu umsókninni að fá að kanna hvað CIA hafði um hann að segja. Fyrsti skjalabunkinn barst pakk- aður inn í brúnan pappír: prófgögn, fjörutíu ára gömul, útfyllt um- sóknareyðublöð, innanhúss um- sagnir, ummæli rannsóknanefnda, aðvaranir frá FBI, CIA og leyni- þjónustu flotans varðandi áreiðan- leika Kimballs, og skýrslur frá sérstökum starfsmönnum leyni- þjónustanna - margar þeirra merktar „algjört trúnaðarmál" eða „leyndar- og trúnaðarmál". Strikað hafði verið yfír þýðing- armikla kafla, sérstaklega nöfn þeirra sem gefið höfðu upplýsingar um hann. Þarna var löng umsögn um hann frá sjálfum J. Edgar Hoo- ver, þeim sögufræga forstöðumanni FBI, en þar hafði allt annað en nöfn Hoovers og Kimballs verið strikað út. En meginmálið í öllum þessum upplýsingum var augljóst: Kimball var, eins og fram kemur í leynilegu skjali frá árinu 1946, opinberlega úrskurðaður „hættulegur öryggi þjóðarinnar“. Þessu fylgdu sérstök fyrirmæli um að hann fengi ekkert um málið að vita. í fyrstu tók Kimball þessu öllu sem hveiju öðru gríni. I boðum skemmti Kimball furðu lostnum gestum sínum með þvi að lesa upp úr skýrslunum. En smám saman vaknaði hjá honum reiði, og honum varð ljóst að tilvist gagnanna væri skýringin á ýmsum áður óskýrðum atvikum á ferli hans. Hann reyndi að álykta af ummælunum hveijir þessir ónefndu heimildamenn gætu verið — og síðan að bera saman það sem stóð í skýrslunum við það sem raunverulega gerðist í lífí hans. Hann komst að því að í upphafí höfðu fímm starfsmenn FBI verið sendir út af örkinni til að grafast fyrir um feril hans. í fyrstu var þetta aðeins formsatriði: ferill allra umsækjenda um stöður í utanríkis- þjónustunni er vandlega kannaður. Svo sendi FBI starfsmenn sína til að kanna bemsku hans í smábæ í Connecticut, þar sem hann ólst upp, skólagönguna, háskólanám, störf í Washington og New York, og svo framvegis. Skýrslumar tóku - að hrannast upp. Þetta var á þeim ámm þegar kommúnistagrýlan geisaði í Banda- ríkjunum. Svo virðist sem tvö atriði hafí valdið því öðm fremur að eftir- lit með Kimball var hert svo mjög: í fyrsta lagi var hann mjög virkur félagi í stéttarfélagi sínu, American Newspaper Guild, í fyrsta starfi sínu sem blaðamaður hjá United States News. Svo fluttist hann yfír á PM, sem þótti túlka hugsjónir vinstrisinna. Fyrmm yfirmaður hans hjá United States News sagði þá fulltrúum FBI að flutningurinn „gæti verið vísbending um stjóm- málaskoðanir viðkomandi". í því andrúmslofti sem ríkti á þessum ámm þurfti ekki meira til. Starfsmenn leyniþjónustunnar fengu fyrirmæli um ítarlegri rann- sókn með það fyrir augum að grafast fyrir um það hvort Kimball væri hliðhollur kommúnisma og annað er máli kynni að skipta. Þess- um fyrirmælum fylgdu starfsmenn- imir út í æsar: á tímabilinu ágúst til september 1946 bámst frá þeim 19 þétt-vélritaðar síður af upplýs- ingum um hugsanlegar stjómmála- skoðanir Kimballs. Upplýsingamar í skýrslunum vom oft hreinlega rangar: í einni þeirra er Penn nefndur „Pete“, og vinur hans sem leigði með honum íbúð áður en Kimball kvæntist var

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.