Morgunblaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 1
fSUrcttttiiMð&fö 1987 ÞRHUUDAGUR 1. SEPTEMBER BLAD HANDBOLTI Svíar óhress- ir með umsókn HSÍ um HM Forráðamenn sænska handboltasambandsins undrast mjög umsókn HSÍ um að halda heims- meistarakeppnina 1994. Svíar hafa einnig sótt um að halda keppnina, og telja þeir líkur á því að Norðurlöndin missi enn einu sinni af stórkeppni vegna óeiningar. Vilja þeir að HSÍ dragi umsókn sína til baka en Jón Hjaltalín, formaður HSÍ, seg- ist ætla að leggja til er hann hittir forystumenn hinna sambandanna 10. september, að Svíar hætti við. Nánar/B 16. FRJÁLSAR Einarfórmeiddur: Léleg aðstaða í Laugar- dalsem veldur þessu - segirformaður FRÍ EINAR Vilhjálmsson varð 13. í spjótkastinu á heimsmeitara- mótinu í Róm og komst ekki í úrslit. Einar meiddist á œfingu í Laugardalnum í síðustu viku og tóku þau meiðsli sig upp aftur í Róm. Gerviefnið á at- rennubrautinni f Laugardal rann undan Einari er hann steig fram í útkastinu og kom við það mikill hnykkur á bak hans. Einar kastaði 77,46 metra í Róm og varð í 13. sæti og var næsti maður inn í úrslit. Þetta var í þriðja sinn sem Einar er næsti maður inní úrslit á svona stórmóti. Áður var það á heimsmeistaramótinu í Hels- inki 1983 og á Evrópumeistaramót- inu í Stuttgart í fyira. „Það má segja að það hafi veri lán í óláni að Einar komst ekki í úrslit. Því hann var hreinlega meiddur og hefði ekki getað tekið þátt í úrslita- keppninni með góðum árangri," sagði Ágúst Ásgeirsson, formaður FRÍ, í samtali við Morgunblaðið í gær. Einar var að æfa á Laugardalsvelli fyrir mótið og fékk þá hnykk á bakið og er hægt að rekja það beint tjl æfingaaðstöðunnar þar, að sögn Ágústs. í einu kastinu þegar hann spymti við í útkastinu, rann gervi- dúkurinn á atrennubrautinni undan honum með fyrrgreidum afleiðing- um. „Það er þessi lélega aðstaða heima sem veldur þessu. Ég mun snúa mér beint til borgarstjóra þegar heim kemur og óska eftir að eitt- hvað verði gert í aðstöðuleysi fijálsíþróttamanna í Reykjavík," sagði Ágúst Ásgeirsson. ■ Um mótlA/B 3 ■ Úrsllt/B 16 KNATTSPYRNA / ÚRSLITALEIKUR MJÓLKURBIKARKEPPNI KSÍ MorgunblaðiíVRagnar Axelsson Glæsilegur bikarsigur Pramarar léku stórkostlega knattspymu þegar þeir gjörsigruðu Víðismenn úr Garði, 5:0, í úrslitaleik Mjólkurbikarkeppninnar í knattspymu á sunnudaginn á Laugardalsvelli. Guðmundur Steinsson skoraði tvö glæsimörk I leiknum — bæði með skalla — Ragnar Margeirsson, Viðar Þorkelsson og Ormarr Örlygsson eitt hver. Hér fagna Kristján Jónsson og Pétur Ormslev Guðmundi Steinssyni, eftir að hann hafði skorað síðara mark sitt. Nánar um leikinn/B4 og B8-B9. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.