Morgunblaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 3
JBOTrgaaMaftib /ÍÞRÓTTIR ÞRWJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987 B 3 FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR / HM í RÓM Hlaup aklarinnar þegar Johnson og Lewis mættust Ben Johnson setti glæsilegt heimsmet í 100 m hlaupi. Stefka Kostadinova bætti eigið heimsmet í hástökki BEN Johnson, Kanada, setti á sunnudaginn glœsilegt heims- met í 100 metra hlaupi á heimsmeistaramótinu ífrjáls- um íþróttum í Róm. Hann bætti heimsmetið um 10/100 hluta úr sekúndu. Þetta var eitt mesta 100 metra hlaup sög- unnar. Ólympíumeistarinn Carl Lewis varð annar á sama tíma og gamla heimsmetiö sem Cal- vin Smith setti 1983. Búlgarska stúlkan Stefka Kostadinova bætti heimsmet sitt í hástökki, stökk 2,09 metra. Mikil stemmning var á meðal 70.000 áhorfenda sem troð- fylltu Ólympíuleikvanginn í Róm þegar 100 metra hlaupið fór fram á sunnudaginn. Enda mikið í húfí, tveir spretthörðustu íþróttamenn veraldar voru mættir til leiks, Ben Johnson og Carl Lewis. „Johnson náði þessu rosastarti og var kominn þremur metrum á und- an strax eftir 10 metra. Hann var eins og ragetta og vildu margir meina að hann hafí þjófstartað, en það eru mjög nákvæm tæki til að mæla það. Carl Lewis náði síðan að vinna inn á hann á síðustu metr- unum. en Johnson var hinn öryggi sigurvegari á glæsilegu heimsmeti, 9,83 sek. Carl Lewis hljóp einnig mjög vel og kom inn á sarha tfma r g gamla heimsmetið, 9,98 sek.,“ -agði Ágúst Ásgeirsson, formaður FRÍ, sem var viðstaddur hlaupið í Róm. „Égerbestur" „Ef einhver á að geta bætt þetta heimsmet verður hann að vinna mig. Krafturinn var svo mikill í startinu að ég fór næstum yfir á brautina hjá Lewis. Ég er bestur í dag það er engin spuming," sagði hinn 25 ára gamli heimsmethafi eftir hlaupið. „Þetta ár og það næsta, sem er ólympíuár, em þau stærstu í lífí mínu. Ég hef lagt hart að mér við Símamynd/Reuter Ólympfumeistarinn Carl Lewis játar sig sigraðan og tekur í hönd heimsmeistar- ans, Ben Johnson, eftir hlaupið. æfíngar í nokkur ár og mig langaði að verða einn af spretthörðustu íþróttamönnum heims." „Við vissum að Lewis væri í betri æfíngu núna en á Ólympíuleikunum í Los Angeles. Johnson varð því að taka á öllu sínu til að eiga mörgu- leika og það tókst. Hann náði frábæm starti og það skipti sköp- um,“ sagði Charlie Francis, þjálfari Johnsons, eftir hlaupið. „Ég hefði ekki trúað því fyrir hlaup- ið að við næðum svona góðum tímum. En það er ekkert sem er ómögulegt. Heppnin skiptir líka máli, en þetta var frábært hlaup," sagði Carl Lewis. Hann óskaði síðan heimsmeistaranum til hamingju með því að taka í hönd hans. Tíu mínútur á milli helmsmeta Það liðu ekki nema 10 mínútur frá því að Johnson setti heimsmetið að annað heimsmet leit dagsins ljós. Það var búlgarska stúlkan Stefka Kostadinova sem bætti eigið heims- met í hástökki með því að lyfta sér yfír 2,09 metra. Tamara Bykova frá Sovétríkjunum varð önnur, Simamynd/Reuter Damilano labbar fyrstur (mark. Þeir spretthördustu Símamynd/Reuter Ben Johnson nálgast hér markið í 100 metra hlaupinu og setur heimsmet. Hann brosir í átt til Carl Lewis sem fylgir honum fast eftir og jafnar gamla heimsmetið. stökk 2,04 metra. Hún fór yfír þá hæð í fyrstu tilraun. Kostadinova þurfti þrjár tilraunir til að fara yfir 2,04 m, tvær tilraunir til að fara yfir 2,06 m og þijár yfír 2,08 metra. „Ég hafði ekki trú á því í byijun að mér tækist að setja heimsmet. Tamara átti mjög góð stökk en ég gerði smá mistök," sagði hinn nýji heimsmethafi í hástökki kvenna. Austur-þáyku stúlkumar unnu tvö- falt í 100 metra hlaupi. Silke Gladisch sigraði á 10,90 sek og Heike Drechsler varð önnur á 11,00 sek. Marlene Ottey, Jamafka, varð þriðja á 11,04 sekúndum. Raty bættl Norðuiiandamet Elnars Vllhjálmssonar Seppo Raty, Finnlandi, kom nokkuð á óvart með því að sigra í spjót- kastinu. Hann bætti Norðurlanda- met Einar Vilhjálmssonar, kastaði 83,54 metra. Hann var 11. maður inn í úrslit en átti svo bestu köstin í úrslitunum, fjögur yfír 80 metra. Viktor Yevsyukov, Sovétríkjunum, varð annar með 82,52 metra og Jan Símamynd/Reuter Heimsmet Búlgarska stúlkan Stefka Kastadinova lyfti sér yfir 2,09 m og setti heimsmet. Zelezny, Tékkóslóvakíu, þriðji með 82,20 metra. ■ Úrslit/B14 Helga rétt við íslandsmetið HELGA Halldórsdóttir keppti f gærkvöldi (undanrásum (400 metra grindahlaupi á HM ( Róm. Helga hljóp á 57,82 eek- úndum og var rátt viö Islands- met sitt sem er 57,53. T(mi hennar dugði þó ekki tll að komast í undanúrslitin sem verða (dag. Helga hljóp ekki vel að þessu sinni að sögn Ágústs Ásgeirs- sonar formanns FRI sem fylgdist með hlaupinu. „Hún átti í einhveij- um erfíðleikum með tæknina enda er orðið langt síðan hún hefur keppt í grindahlaupi. Hún fékk þó ágætan tíma og ef hún hefði fengið hálfri sekúndu betri tíma hefði hún kom- ist í undanúrslit," sagði Ágúst í gærkvöldi. Þess má geta að fyrir hlaupið í gær voru sjö stúlkur sem höfðu lakari tíma en Helga en hún náði að skjóta sjö til viðbótar aftur fyrir sig í gær. Helga varð í 21. sæti af þeim 35 stúlkum sem þátt tóku í hlaup- inu. íslendingamir keppa ekkert f dag og á morgun er hvfldardagur og þá fara keppendur og heils upp á Páfann, sem hefur boðið öllum keppendum í heimsókn. Á fímmtudaginn keppir Vésteinn í kringlukasti og Helga í 100 metra grindahlaupi. lris keppir síðan á laugardaginn f spjótkasti. íslendingamir komust ekki í úrslK Spjótkastaramir Einar Vil- hjálmsson og Sigurður Einarsson voru töluvert frá sínu besta á heimsmeistaramótinu í Róm. Þeir komust ekki í úrslit. Einar kastaði 77,46 m og var í 13. sæti og Sigurður kastaði 75,52 metra og varð í 20. sæti af 37 keppendum. Mjög jöfn keppni var f spjótkast- inu. Álls köstuðu 20 keppendur frá 75 til 78 metra. Til gamans má geta þess að heimsmeistarinn Seppo Raly var 11. maður inn í úrslit með rétt rúmlega 78 metra. Hann gerði svo gott betur í úrslit- unum er hann sigraði, kastaði 83,54 metra og setti nýtt Norður- landamet. Þórdís Gísladóttir stökk 1,80 m í hástökki kvenna og varð í 21. sæti af 23 keppendum. Hún stökk yfír 1,80 metra, sem var byijunar- hæð, í sinni fyrstu tilraun. Sfðan var hækkað upp í 1,85 metra og þá átti hún aldrei möguleika og varð úr leik. Reynt var að fá byij- unarhæðina lækkaða fýrir Þórdísi, en án árangurs. Það hefði getað hjálpað henni til að komast betur inní keppnina. Vésteinn Hafsteinsson keppir í kringlukasti á morgun, miðviku- dag. Hann á nú 13. besta árangur- inn í heiminum í ár og verður að teljast líklegur til að komast í úrslit. Mikill hiti í Róm hefur valdið keppendum erfiðleikum. Um helg- ina var 30 stiga hiti og sól. Aðstaða keppenda er góð nema hvað keppendur og fararstjórar kvarta undan skipulagsleysi. Tímaáætlanir standast ekki og svo fram eftir götunum. Síma- kerfíð er ekki til að hrópa húrra fyrir og tekur um 6 til 8 klukku- stundir að fá sfmasamband frá Ítalíu til íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.