Morgunblaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 8
8 B 3Hwtbi»hM«M» /IÞROTTIR ÞMÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987 KNATTSPYRNA / ÚRSLITALEIKUR MJÓLKURBIKARKEPPNI KSÍ Eltingaleikur í 90 r Frábærir Framarartóku Víðismenn í kennslustund og unnu stærs Morgunblaðið/Einar Falur Ingólfsson Framarar í ham — Víðismenn sýndu ekki sitt „rétta andlitM Framarar fóru á kostum í úrslitaleiknum, léku við hvem sinn fingur, en Víðismenn náðu sér aldrei á strik. Komust aldrei inn í leikinn og voru greinilega mjög taugaóstyrkir, enda óvanir stórleikjum sem þessum. Þessi mynd, þar sem fyrirliðamir kljást, er dæmigerð fyrir úrslitaviðureignina: Pétur Ormslev „skapar" eitt listaverka sinna; enn eina snilidarsendinguna, og segja má að Guðjón Víðisfyrirliði sé týndur! Það er óhaett að segja að þama sýni hann ekki sitt „rétta andlit" frekar en liðsmenn hans gerðu í leiknum. FRAM ARAR stjórnuðu þessum úrslitaleik frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu. Munurinn á lið- unum kom bersýnilega í Ijós; Framarar hafa mikla yfirburði í boltatœkni og leikhugsun, og barátta Víðismanna dugði skammt. Framarar héldu bolt- anum vel, liðsheildin var sérlega góð og leikurinn var nánast eins og eltingaleikur f 90 mínútur. Framarar með boltann og Víðismenn á eftir þeim. Þetta var sjötti bikarsig- ur Fram, en liðið var nú í úrslitum í sjöunda skipti á níu árum. Mér er til efs að Fram-liðið hafí átt jafn góðan leik í sumar. Leikmenn liðsins voru greinilega staðráðnir að ná bikam- um aftur í Safamýr- Skapti ina og léku mjög vel Hallgrímsson hver fyrir annan. skríiar Hreyfíng var mikil á Frömurum og bolt- inn gekk vel. Fyrri hálfleikurinn var frábærlega leikinn, svo og kaflar í Fram - Víðir 5 : 0 Laugardalsvöllur, úrslitaleikur Mjólk- urbikarkeppni KSÍ, sunnudaginn 30. ágúst 1987. Mðrk Fram: Guðmundur Steinsson 2 (17., 26.), Ragnar Margeirsson (22.), Viðar Þorkelsson (49.), Ormarr öriygs- son (52.). Gult spjald: Klemens Sæmundsson Víði (12.), Grétar Einarsson Víði (59.). Rautt spjald: Enginn. Áhorfendur: 3.784. Dómarí: Guðmundur Haraldsson. Línuverðin Óli Ólsen og Eysteinn Guðmundsson. Lið Fram: Friðrik Friðriksson, Þor- steinn Þorsteinsson, Kristján Jónsson, Pétur Ormslev, Viðar Þorkelsson, Kristinn R. Jónsson, Pétur Amþórsson, Guðmundur Steinsson (Amljótur Daví- ðsson, vm. á 61. mín.), Ragnar Margeireson, Jón Sveinsson, Ormarr öriygsson. Iið Víðis: Jón örvar Arason, Klemens Sæmundsson, Bjöm Vilhelmsson, Vil- hjálmur Einareson, Ólafur Róbertsson (Svanur Þoreteinsson vm. á 66. mín.), Daníel Einarsson, Guðjón Guðmunds- son, Vilberg Þorvaldsson, Grétar Einareson, Gísli Eyjólfsson, Sævar Leifsson. þeim síðari, en ósjálfrátt slökuðu þeir þó á eftir að fímmta markið var komið. Titillinn var í höfíi. Já, þetta var óvenjulegur úrslita- leikurinn og sigurinn sá stærsti sem unnist hefúr á þessum vettvangi í 28 ára sögu keppninnar. Og mörkin voru ekki af verri endanum, þó svo vamarmenn Víðis geta nagað sig í handarbökin vegna slakrar völdun- ar. Guðmundur Steinsson skallaði fyrst í mark eftir rúmar 16 mínút- ur. Kristján Jónsson skallaði til Guðmundar í teignum og úr þröngri aðstöðu skallaði hann í netið frá markteig. Þá var komið að Ragnari Margeirssyni: eftir homspymu Pét- urs Amþórssonar skallaði Viðar knöttinn niður til Ragnars, hann var aleinn á markteigshominu, snéri sér snöggt við og þmmaði í fjærhomið. Ragnar átti siðan langa fyrirgjöf frá hægri skömmu síðar, beint á kollinn á Guðmundi Steins- syni sem henti sér fram og skallaði giæsilega efst í homið. Strax eftir hlé komu svo tvö mörk - fyrst var það Pétur Amþórsson sem átti fímafast skot af 25 m færi sem Jón Örvar varði í slá, Við- ar Þorkelsson fylgdi vel á eftir, náði boltanum á undan Daníel og skoraði af öryggi af stuttu færi. Viðar hóf einmitt sóknina við miðlínu, fylgdi fram og batt á hana endahnútinn. Ormarr, sem var síógnandi, skoraði svo skömmu síðar. Jón Örvar varði fyrst þramu- skot frá honum af stuttu færi, boltinn hrökk til baka, Ormarr var fyrstur að honum og sendi hann rakleiðis i netið. í stuttu máli sagt: Víðismenn mættu oflörlum sínum. Þeir komust aldrei í takt við leikinn og vora mjög taugaveiklaðir. Áttu enga veralega hættulega sókn og Friðrik Friðriksson þurfti aldrei að leggja sig fram í FYam-markinu. Guðjón Guðmundsson, fyrirliði Víðis, hitti naglann á höfuðið þegar hann sagði: „Taugamar bragðust og leik- urinn snerist upp í martröð. Framaramir eru snillingar í að halda boltanum og þetta var bara eltingaleikur hjá okkur." Framarar léku aftur á móti við hvem sinn fingur. Samheldnin var áberandi. Ragnar lék einn sinn besta leik síðan hann kom til félagsins, Guð- mundur var einnig góður frammi, Ormarr síógnandi á hægri kantin- um og átti skilið -að skora — en þetta var fyrsta mark hans í sum- ar. Hinir miðjumennimir einnig mjög góðir, og vömin sterk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.