Morgunblaðið - 01.09.1987, Page 5

Morgunblaðið - 01.09.1987, Page 5
HUrgunbtaMb /IÞROTTIR ÞRWJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987 B 5 HELD Sigfried Held hefur markað viss spor í knattspymusögu íslands Markmenn, sem leika og fá á sig mörk, eiga vart möguleika Vel hvfldir og nær leikjalausir markmenn betri en aðrir Heimsmeistarakeppnin í knattspymu, sem fram fór í Englandi árið 1966, vakti verð- skuldaða athygli. Englendingar urðu heimsmeistarar og hafa síðan lifað á fomri frægð, Vest- ur-Þjóðveijar töp- uðu úrslitaleiknum, en leikmenn liðsins hafa margir látið að sér kveða síðan. Einn þeirra er Sigfried Held. Held á þýsku merkir hetja á íslensku. Hetjur eru gjaman í minn- um hafðar og því verður ekki á móti mælt að Sigfried Held hefur markað viss spor í knatt- spymusögu fslands. FYrir tæpum tveim- ur árum réð stjóm Knattspyrnusam- bands íslands kappann sem lands- liðsþjálfara. Fjöl- margir höfðu áhuga á starfínu og sumir þeirra þekktu íslenska knattspymu. En Held hafði leik- ið úrslitaleik á Wembley í heimsmeistarakeppninni fyrir tuttugu árum, leið vel í Þýska- landi og var tilbúinn að vera þar áfram. KSÍ er_ fjölmennasta sérsam- band ÍSÍ, starfsemin er viðamik- il og dýr. Tekjur eru af skomum skammti og því var vel til fund- ið hjá stjóminni að reyna að lækka útgjöldin með því að ráða landsliðsþjálfara, sem lítill sem enginn aukakostnaður fylgdi vegna uppihalds á fslandi. Landsliðsþjálfarinn stjómaði landsliðunum í vorleikjunum, en hefur verið óvenju lengi á landinu núna eða síðan um miðj- an ágúst. Hann sá einhveija leiki liðum em ekki löglegir í undan- keppni Ólympíuleikanna og því varð hann að velja leikmenn, sem spila á fslandi, í hópinn með Guðmundi Torfasyni. Nú var illt í efni, en fyrir tæpri viku Bastur Guðmundur Tortason var markakóngur 1. deildar I fyrra og einn besti leikmaður landsins, en var ekki valinn í landsliðiö fyrr en hann fór að leika með erlendu liði. valdi Held tuttugu og einn mann. Sextán manna hópur var síðan tilkynntur fyrir helgi og vakti athygli að í hópnum var Guðmundur Hreiðarsson, mark- maður, sem hefur ekkert leikið í tvo mánuði. En ef grannt er skoðað kemur það ekki á óvart. Leikmenn, sem leika á íslandi, hafa ekkert i landslið að gera, allra síst markmenn, sem fá á sig mörk. Skömminni skárra er að velja menn sem spila alls ekki — þeir eru að minnsta kosti óþreyttir. Ef Held verður ekki endurráðinn þarf nýjan mann, en víst er að erfitt verður að feta í spor lands- liðsþjálfarans. Þá er spumingin um að fara nýjar ieiðir. Guðni Kjartansson hefur verið aðstoð- armaður hjá Held, en Guðni var Er tímlnn komlnn? Sigfried Held, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, vartrúrsinni samvisku, þegar hann valdi markvörð, sem ekki hefur leikið Itvo mánuði, í lands- liðshópinn, en gekk framhjá öðrum leikreyndum mönnum. í fyrra og sagði þá að knatt- spyman hér væri léleg, menn yrðu helst að æfa eða leika með erlendum liðum til að komast í landsliðið. Þá var Guðmundur Torfason besti framheijinn, sem Iék á íslandi, en hann fékk ekki náð fyrir augum landsliðsþjálf- arans vegna fyrmefndra ástæðna. Guðmundur er metn- aðarfullur leikmaður, gerði samning við belgískt lið og hef- ur verið fastamaður í ólympíu- liðinu sfðan. Held var í nokkrum vandræðum með val landsliðsins fýrir leikinn gegn Austur-Þjóðveijum á morgun. Flestir leikmennimir sem æfa eða leika með erlendum á knattspymuþjálfaranámskeiði í Englandi mestallan ágústmán- uð, þar sem farið var nákvæm- lega í leikkerfí liðanna á HM 1966. Hvort Guðni tekur við landsliðinu skal ósagt látið, en með sama áframhaldi hlýtur Magnús Guðmundsson að fá tækifæri aftur á bekknum. Hann lék aldrei landsleik, var varamarkvörður í 14 landsleikj- um, síðast gegn Austur-Þjóð- veijum í Magdeburg 1974, og átti að fá vekjaraklukku f 15. leiknum. Er ekki kominn tími til að hún hringi? Steinþór Guðbjartsson KNATTSPYRNA / BELGIA Guðmundur skoraði Arnór Guðjohnsen er meiddur GUÐMUNDUR Torfason skoraði fyrra mark Winterslag í 2:1 sigri á 3. deiiarliðinu Borg- worn í belgísku bikarkeppninni um heigina. Arnór Guðhjohnsen lék ekki með And- erlecht um helgina vegna meiðsla. Guðmundur Torfason skoraði strax eftir eina mínútu gegn Borgwom og gaf tóninn. Borg- wom jafnaði síðan en Winterslag var sterkari í lokin og tryggði sér sigur og áframhaldandi þátt- töku f keppninni. Anderlecht, lið Amór Guðhjonsen, átti í miklu basli með 3. deildarlið- ið Diest. Þeir unnu þó 2:1 og skomðu sigurmarkið á síðustu mínútu leiksins. Lið Anderlecht virkaði ekki sann- færandi. Mikil endumýjun hefur átt sér stað og margir leikmenn era meiddir og er þar fyrstan að telja markakónginn Amór Guðhjonsen. Amór á við meiðsli að stríða í læri, þó ekki því sem hann var skorinn upp í. Hann fór til Miinc- hen í Þýskalandi í gær þar sem hann verður í meðferð hjá lækni sem Ásgeir Sigurvinsson benti honum á. Amór vonast til að það þurfí ekki að skera og að hann geti verið með á fullu fljót- lega. Hann leikur því ekki með Anderlecht næstu tvær umferðir að minnsta kosti. Frá KristoferMá Krístofersson ÍBelgíu KÖRFUBOLTI / LANDSLIÐIÐ Landslk Liðið tekur þátt í c ÍSLENSKA körfuknattleiks- landsliðið hefur endanlega verið valið fyrir Evrópuleikina sem fram fara í Luzern í Sviss 10. til 12. september. ■ andsliðið heldur utan á föstu- tæ dag og tekur fyrst þátt í æfingamóti í Belgíu áður en haldið verður til Sviss. Þar leika þeir við Belga, íra, lið frá Bandríkjunum og Hellas frá Belgíu. Mð valið efingamóti í Belgíi íslenska landsliðið verður skipað eftirtöldum leikmönnum: Torfi Magnússon Val Pálmar Sigurðsson Haukum ívar Webster Haukum Valur Ingimundarson UMFN Jóhann Kristbjömsson UMFN Biigir Mikaelsson KR Guðni Guðnason KR Hreinn Þorkelsson ÍBK Jón Kr. Gfslason ÍBK Guðmundur Bragson UMFG FyrirEM j um næstu helgi Sturla Örlygsson Val Þjárlfarar era Einar Bollason og Gunnar Þorvarðarson. Fararstóri er Helgi Helgason. íslenska liðið er í riðli með Dönum, Svisslendingum og Frökkum í Evr- ópukeppninni. Tvær þjóðir komast áfram í aðalkeppnina. Landsliðið leikur æfingaleik gegn úrvalsliði suðumesja annað kvöld í Keflavík kl. 20.00. HANDBOLTI Rúmenar ko heimsókn næst Wk I ú hefur verið ákveðið að lands- 1 inu þrívegis. fslendingar sigraðu 1 ll lið Rúmena komi hingað til Rúmena í eftirminnilegri viðureign lands síðari hluta júní-mánaðar á í heimsmeistarakeppninni í Sviss í næsta ári og mæti íslenska Iandslið- 1 fyrra, en Rúmenar hafa jafnan á maí ei sumar að skipa mjög sterku liði. Leikimir við þá verða því öragglega mikil- vægur liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir ólympíuleikana í Seoul. Mr FOLK ■ PÉTUR Ormslev, fyrirliði bik- armeistara Fram sagði að undir- búningur liðsins fyrir bikarúrslita- leikinn hefði greinilega haft góð áhrif. í stað æfíngar með bolta hjálpuðu leikmennimir Pétri að flytja á laugardaginn og eftir leik- inn á sunnudaginn heyrðist að Pétur ætti að gera flutninga að árvissum viðburði. ■ RON Saunders, framkvæmda- stjóri WBA á ekki sjö dagana sæla hjá þessu fræga félagi. Liðið er f neðsta sæti í 2. deild, hefur ekki enn unnið leik og er talið að Saund- ers verði látinn fara á næstunni. Colin Addison hefur verið nefndur sem eftirmaður hans. ■ TONY Calvin lék sinn fyrsta leik með Sheffield Wednesday í gær, en liðið tapaði 3:0 fyrir Co- ventry. Calvin gerði þriggja ára samning við Sheffield á laugardag- inn, en hann var í níu ár með Tottenham, sem fékk 140 þúsund pund fyrir kappann. ■ KRISTÍN Þorvaldsdóttir í Keili setti vallarmet á Hvaleyrar- velli um helgina, fór á 74 höggum. UFRWRIK Þór Friðriksson fékk sérstök verðlaun á uppskerufundi 4. deildarliðs Árvakurs fyrir að vera sá leikmaður, sem hefði tekið mestu framföram á keppnistímabil- inu. Björn Pétursson var kosinn efnilegasti leikmaðurinn, Grétar Guðmundsson besti hægri bak- vörðurinn, eiginkonumar kusuJak- ob Pétursson þann fallegasta á velli og Ólafur H. Ólafsson var kjörinn markakóngur Árvakurs 1988! ■ PÁLMI Gíslason, var endur- kjörinn formaður Ungmennafélags íslands, á 31. Sambandsþingi fé- lagsins, sem haldið var á Egilsstöð- um um helgina. Aðrir í aðalstjóm vora lqömir Þérir Jónsson UMSB gjaldkeri, Dóra Gunnarsdóttir IIIA, Kristján Yngvason HSÞ, Þórir Haraldsson, varaformað- ur, HSK, Guðmundur H. Sigurðs- son USAH, ritari, Sigurbjörn Gunnarsson, UMFK. í varastjóm vora kjörin: Magndís Alexanders- dóttir HSH, Matthías Lýðsson HSS, Sæmundur Runólfsson USVS, Hafsteinn Pálsson UMSK. í sfjóminni hættu Þóroddur Jó- hannsson UMSE eftir l4 ára setu, Bergur Torfason HVI einnig eftir 14 ár, Diðrik Haraldsson HSK eftir 12 ár, Björn Ágústsson UÍA eftir 12 ár í aðalstjóm og 2 síðustu í varastjóm og Arnór Benónýsson UMSK eftir 2 ár í varasljóm.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.