Morgunblaðið - 01.09.1987, Side 9
B 9
Htorgtmfrlattfr /ÍÞRÓTTIR
ÞRWJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987
nínútur!
ta bikamrslitasigursögunnar
Morgunblaðiö/Einar Falur
Pitur Arnþórsson gotur ekki leynt gleði sinni, enda engin ástæða til! Nafni
hans Ormslev hefur tekið við bikamum af Þorsteini Pálssyni, forsætisráðherra, og
félagar hans, Pétur, Kristinn og Kristján, hafa greinilega ekki mikið á móti því að fá
að handfjatla gripinn. «
Hvað sögðu þeir?
ÁsgoirElíasson
HáHaHFram
„Við lékum á köflum eins og við
getum best leikið og því kemur
þessi stórsigur mér ekki á óvart.
Styrkleiki Víðis fellst í því að beij-
ast, en við héldum boltanum vel
og að því leyti er Fram erfiðasta
liðið, sem þeir gátu fengið í úrslit-
um. Sóknarleikur þeirra var
vonleysislegur og eftir fyrsta
markið voru úrslitin ráðin.“
Haukur Hafsteinsson
þjálfari Víöis
„Tapið var of stórt, en Framarar
eru með eitt besta liðið og það
átti góðan dag. Við gerðum mis-
tök í vöminni, sem við höfum
ekki gert áður, fengum snemma
mark á okkur, brotnuðum og náð-
um aldrei upp baráttu."
Pétur Ormsiav
fyririUM Fram
„Bikarúrslitaleikur er allt öðruvísi
en aðrir leikir. Ekkert annað en
sigur kemur til greina. Spilið er
okkar sterkasta hlið, en líkamleg-
ur styrkur hefur komið Víði
áfram. Við áttum góðan dag,
Víðismenn urðu fljótlega fyrir
áfalli og vom hreinlega ekki með.“
Gudjón Guðmundsson
fyririlöi Víóis
„Taugamar bmgðust og leikurinn
snerist upp í martröð. Framaram-
ir em snillingar í að halda boltan-
um og þetta var bara eltingaleikur
hjá okkur. Fyrir bragðið komumst
við aldrei inn í leikinn, en Framar-
amir sýndu að þeir em langbestir
í dag.“
Friðrik FriAriksson
markvörður Fram
„Baráttuleysi Víðis kom mér á
óvart. Ég hef leikið tæplega
hundrað leiki í meistaraflokki, en
þetta er í fyrsta skipti, sem ég
fæ ekki skot á mig. En þetta er
munurinn á liðunum."
Jón Örvar Arason
markvörAur Víöis
„Það er hroðalegt að fá fimm
mörk á sig, en Framarar em lang-
bestir. Einhverra hluta vegna var
baráttan ekki fyrir hendi, við
fengum ekki færi og áttum slakan
dag.“
Ragnar Margeirsson, Fram
„Ég hef tvisvar tapað bikarúr-
slitaleik með ÍBK, en þetta er
fyrsti sigurinn og á því er mikill
munur. Reynslan hafði mikið að
segja, við tókum leikinn strax í
okkar hendur og Víðir átti aldrei
möguleika."
Amljótur DavíAsson, Fram
„Þetta var fyrsti bikarúrslitaleik-
urinn minn og það er æðislegt að
vera bikarmeistari. Það er mjög
gaman að taka þátt í þessu svona
ungur og ég vona að framhaldið
verði eins.“
Kristján Jónsson, Fram
„Þetta er toppurinn á ferlinum —
ég hef ekki unnið það marga titla.
Ég gerði ráð fyrir meiri mót-
spymu, en Víðismenn virtust
taugaóstyrkir og ekkert gekk upp
hjá þeim. Það var skrekkur í mér
fyrir leikinn, en eftir fyrsta mark-
ið var sigurinn í höfn.“
Janus GuAiaugsson, Fram
„Það er hálf dapurt að vera með
í að komast í úrslit, en þurfa síðan
að horfa á, en það er hluti af
þessu og sigurinn var ánægjuleg-
ur. Framarar kaffærðu Víðis-
menn, sem náðu sér aldrei upp.“
Ormarr Öriygsson, Fram
„Þetta er munurinn á liðunum
þegar við erum með baráttuna í
lagi. Okkar versti óvinur er að
stundum náum við ekki skapinu
í lag. Við „tjúnuðum" okkur því
vel upp núna — pössuðum okkur
á að kor.a rétt stefndir til leiks.
Við hö'um átt toppa í mörgum
leikjum í sumar, en þetta er senni-
lega besti heili leikurinn okkar.“
Ormarr skoraði sitt fyrsta mark
í sumar í leiknum: „Ég hugsa að
ég sé markahæstur á æfingum
hjá okkur þannig að það hlaut að
koma að þessu! Það var gaman
að skora — ég gat ekki svikið
Þorvald bróður, hann spáði i
Mogganum í dag að ég myndi
innsigla sigurinn!"
GuAmundur Steinsson, Fram
„Ég bjóst við miklu meiri baráttu
frá þeim. Við stjómuðum leiknum
frá fyrstu til síðustu mínútu. Héld-
um boltanum vel og lékum
skynsamlega. Reynsla okkar í
stórleikjum réði úrslitum en þeir
vora mjög taugaveiklaðir. Þetta
er Qórði bikarsigur minn og ég
held ég megi segja sá sem ég hef
haft minnst fyrir."
MorgunblaðiðÆínar Falur Ingólfsson
Ormarr Öriygsson hefur verið mjög vaxandi í liði Fram að undanfömu. Hann hefur verið stórhættulegur í stöðu
útliggjandi tengiliðs, og hvað eftir annað skapað stórhættu við mark andstæðinganna eftir að hafa geystst upp kantinn
og gefið fyrir. Hér hefur Ormarr betur í baráttu við Gfsla Eyjólfsson á sunnudaginn. Ormarr skoraði fimmta mark
úrslitaleiksins, og var það hans fyrsta mark í sumar.
-1-