Morgunblaðið - 27.09.1987, Blaðsíða 1
■’po r íi'aq
ííMTTn'
MEIMNIIMG
LISTIR
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1987
BLAÐ
Þetta sumar
verður mér ógleymanlegt
Gunnar Eyjólfsson í hlutverki Horats og Lill Lindfors sem Cassandra í „Vargens tid“.
son, leikari, sem
nýlokið hefur viimu í
kvikmynd sænska
redson „Vargens tid“
unnar Eyjólfsson, leikari, er ný-
kominn heim eftir sumarlanga
dvöl í Svíaríki, þar sem hann hef-
ur unnið við kvikmyndina „Varg-
ens tid“ eða „Öld vargsins," undir
stjórn hins kunna leikstjóra Hans
Alfredson. Eins og menn rekur
eflaust minni til átti Hans Alfred-
son stutta viðdvöl hér á íslandi
síðastliðið vor, þegar hann heim-
sótti okkur með leikhópi sínum
og sýndi „En liten ö i havet“ í
Þjóðleikhúsinu, söngleik sem
hann byggði á „Atómstöðinni"
eftir Halldór Laxness. Nú hefur
Hans Alfredson lokið tökum á
„Vargens tid,“ þar sem Gunnar
Eyjólfsson er í stóru hlutverki og
í viðtali sem ég átti við hann seg-
ir hann um efni myndarinnar:
„Þessi mynd fjallar um ein-
eggja tvíbura, *vo drengi, sem
heita Arild og Ingi. Hér fyrr á
öldum var sú skoðun ríkjandi að
þegar eineggja tvíburar fæddust,
fengi annar tvíburinn alla kven-
legu eiginleikana, en hinn alla þá
karlmannlegu, en ekki eins og
Ljósmynd/Gösta Krook
þetta er hjá fólki, að þetta bland-
ast.
Þegar myndin byijar hefur
annar tvíburinn, Arild, yfírgefið
heimili sitt, aðalsmanninn Ulf-
stand, í leit að sjálfum sér. Hann
vill sanna fyrir sjálfum sér að
hann geti lifað án bróður síns. í
upphafi myndarinnar hefur hann
verið í burtu í meira en ár og
myndin hefst á því að Ingi, hinn
bróðirinn, er farinn að leita að
honum, því honum finnst hann
ekki geta lifað án hans.