Morgunblaðið - 27.09.1987, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.09.1987, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1987 C 3 ÚR FRÆÐUIMUM stig af stigi í meðförum þeirra bræðra. Sumar þessar breytingar telur Ellis augljóslega gerðar í þeim tilgangi að breyta heimi sagnanna. Um slíkt er t.d. að ræða þegar móðir Hans og Grétu verður stjúp- móðir þeirra í síðustu gerðum. í fleiri sögum eru dæmi um að hin vonda móðir breytist í hina vondu stjúpmóður. Þá eru einnig dæmi um að kynlífslýsingar og blóð- skömm hafi verið hreinsað úr einstökum sögum. í bókarlok birtir Ellis nokkrar textagerðir til að sýna dæmi um þær breytingar sem einstakar sögur hafa orðið fyrir. Eitt dæmið er sag- an af Þyrnirósu. Þar er um tals- verða breytingu að ræða frá handriti og til fyrstu útgáfu. I ann- arri útgáfu er einnig um talsverða breytingu að ræða en síðan verður ekki marktæk breyting fyrr en í sjöttu útgáfu. í þeirri útgáfu hnígur Þymirósa niður á rúm sem allt í einu er komið í turninn hjá gömlu spunakonunni. í fyrri útgafum hafði hún aðeins hnigið niður. Rétt er að geta þess, að ekki er fyrir hendi samanburðarefni um öll ævintýri Grimms-bræðra, en stund- um virðist mér Ellis hætta til að alhæfa fullmikið í ályktunum. Grimms-ævintýri komu heldur seint fyrir augu íslenskra lesenda. Mjallhvít var fyrst þýdd á íslensku. Það gerði Magnús Grímsson þjóð- sagnasafnari og kom sagan út í kveri árið 1852, sama ár og fyrsta íslenska þjóðsagnasafnið sem þeir Magnús og Jón Árnason gáfu út saman. Og svo vinsæl var Mjallhvít í þýðingu Magnúsar Grímssonar að kverið kom út í áttundu útgáfu árið 1937. Síðar tóku aðrir við að þýða og á þessari öld hefur Mjallhvít komið út í þýðingum Theódórs Árnasonar og Freysteins Gunnars- sonar, en ártals er á hvorugri þeirri útgáfu getið. Næsta saga úr Grimms-ævintýrum sem birt var á íslensku var Þymirósa, sem birtist árið 1865. Kom hún þá út í einni af eldri gerðunum áður en rúmið var flutt upp í turninn. Það var hins vegar ekki fyrr en um og upp úr 1920 að skriður komst á útgáfu Grimms-ævintýra á íslensku. Er þar um að ræða þýð- ingu Theódórs Ámasonar, sem síðan hefur verið endurútgefin nokkmm sinnum. Þeim útgáfum hafa hins vegar ekki fylgt skýring- ar svo neinu nemi. Á síðasta ári urðu tímamót í út- gáfu Grimms-ævintýra á íslensku er fimmtíu og tvö ævintýri komu út í tveimur bindum í þýðingu Þor- steins Thorarensens og með skýr- ingum hans. Með hvom bindi fylgdi spóla þar sem lesin vom inn nokkur ævintýri. Las Þorsteinn ævintýrin sjálfur á spólurnar. í þýðingum sínum hefur Þor- steinn lagt sig sérstaklega fram um að ná fram frumlegum og uppruna- legum blæ á ævintýrin. Þá hefur hann í stöku ævintýri reynt að líkja eftir mállýskum fmmmálsins eins og þegar hann þýðir Pommara- mállýsku yfír á sambland af norð- lensku, austfirsku og sunnlensku. Hann tekur þá það sem miður þyk- ir fara í máli manna í þessum landshlutum að bestu manna yfír- sýn. Einhverjurn kann að fínnast þetta tilbúin tilgerð, en ég segi fyr- ir mig að ég hef gaman af að lesa söguna í þessum búningi. Um þýðingar á fleiri ævintýmm getur að sjálfsögðu sitt sýnst hverj- um og seint mun finnast sú aðferð sem allir væm á einu máli um, en tilraunir Þorsteins em fjölbreyttar og fmmlegar og því góðra gjalda verðar. Það sem mest er um vert í sam- bandi við þýðingu og útgáfu Þorsteins Thorarerisens á Grimms- ævintýmm em riinar ítarlegu skýringar hans við einstök ævin- týri. Hvað þetta áhrærir gerir hann okkur þjóðsagnafræðingunum og mörgum öðmm skömm til, því að hér er um að ræða ítarlegustu greinargerð sem gerð hefur verið í sambandi við þjóðsagnaútgáfur sem þýddar hafa verið úr öðmm málum. Þessi útgáfa Þorsteins veld- ur því einnig að nú er unnt að ræða um Grimms-bræður og verk þeirra á íslensku, því að hver sá sem vill kynnast nánar vinnubrögðum þeirra og því umhverfí sem þeir störfuðu í getur nú byrjað á því að lesa ævintýrin í útgáfu Þorsteins og skýringar hans og fróðleiks- greinar. Því fer víðs fjarri að síðasta orð- ið hafi verið sagt um Grimms- ævintýri eða starf þeirra Grimms-bræðra. Á þingi þjóð- sagnafræðinga frá öllum löndum er haldið var í Bergen fyrir þremur ámm hélt bandarískur prófessor fyrirlestur þar sem hann tók mjög undir gagnrýni Ellis á vinnubrögð- um þeirra bræðra. Er hann hafði lokið máli sínu risu evrópskir fræði- menn upp hver um annan þveran og tóku upp hanskann fyrir þá bræður og mátti fyrirlesari hafa sig allan við að svara og fundarstjóri átti um skeið í erfiðleikum við að fá hljóð í salnum. Svo áhugaverð em Grimms-ævintýri og þau eiga eftir að taka hugi manna enn um jangan aldur. Gunnar Eyjólfsson Kvikmynda- fl tökumaðurini* Jörgen Pers SOIl h°fundi SÖgua^V^ÍuÍ2Íerían Hans Alfredso n vin ^a,">er Bo,rn y vinstri) ásamt „Vinnan er sú sama hvar sem er í heiminum. Hinsvegar er svo margt í kringum þetta sem getur verið breytilegt og þar ræður eflaust fjárhagur fyrirtækisins miklu. Állur aðbúnaður, allt skipulag var til fyrirmyndar of mér virtist sem gagnkvæmrar virðingar gætti hjá öllum fyrir störfum hvers og eins. Þarna gætti líka mikillar um- hyggja gagnvart leikumnum í myndinni. Það leyndi sér ekki. Ég get nefnt sem dæmi að um mitt sumar þurfti ég að skreppa heim í nokkra daga vegna þess að önnur dóttir mín var að gifta sig. Þegar ég kom út aftur ætlaði ég bara að taka bílaleigubíl frá flugvellinum til tökustaðarins. En mér var bannað það og sendur eftir mér bíll með einkabílstjóra. Eins og þeir sögðu, þá vora þeir búnir að fjárfesta of mikið í mér til að þeir gætu sjálfir farið að taka þá áhættu að eitthvað kæmi fyrir mig. Það var passað upp á að við yrðum ekki of þreytt, til dæmis við útitökur og passað að okkur skorti aldrei neitt og við fengjum nægilega langa hvíld. Skipulagið var ótrúlega gott. Enda lauk tökum á styttri tíma en áætlað var í upphafí." Hvenær fáum við svo að sjá myndina? „Hún verður fmmsýnd í jan- úar. Fyrst í Stokkhólmi, síðan í Reykjavík og Kaupmannahöfn. í því sambandi er gaman að geta þess að ég er í stjórn „Gmndar- sjóðs“ sem er sjóður til að styrkja listamenn sem em komnir á efti- raun. Þeim er veittur utanfarar- styrkur, eiga að geta komist á honum fram og til baka til borga eins og London, París, Rómar, en þeir verða að vera komnir á eftir- laun. Það hefur engin fjáröflun veritð í þennan sjóð frá stofnfram- laginu. Ég fór fram á það við forráðamenn Svensk film að ágóð- inn af frumsýninguni hér rynni í sjóðinn og þeir tóku þeirri mála- leitan mjög vel.“ Hvert er svo næsta verkefni þitt? „Fmmsýningu á Rómúlusi er nýlokið í Þjóðleikhúsinu, en þar leik ég hlutverk Seno, keisara í Konstantínópel. Svo er það tal- skólinn minn. Hann er að fara í gang núna um mánaðarmótin og það er vaxandi aðsókn í hann.“ Hvað er fullorðið fólk að vilja í talskóla? „Fólk er orðið svo fjölmiðlameð- vitað. Fólk er alltaf að þurfa að koma fram starfs síns vegna og gerir sér grein fyrir því að það er að selja þekkingu sína. Það þarf góða rödd og framsögn til að koma þekkingu sinni til skila. Sumir koma líka vegna feimni. Þeir em farnir að gera sér grein fyrir því að það er alveg ónauðsyn- legt að grafa sig í feimninni. Hana má laga.“ Viðtal: SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR Jón Hnefill Aðalsteinsson gömlu sögurnar eftir óskeikulu minni en það er gáfa sem hún seg- ir að sé ekki öllum gefin og margir geta engar sögur sagt. Frásögn hennar er vel íhuguð, ömgg og lif- andi og hún hefur ánægju af að segja frá. Hún segir fijálslega frá, en sé þess óskað þá hægir hún á frásögninni svo að með nokkurri þjálfun er unnt að skrá orð hennar nákvæmlega. Þannig hefur mikið verið skráð orðrétt eftir henni og á það verða ekki brigður bornar. Ef einhver skyldi trúa því að arfsagnir brenglist auðveldlega og geti því ekki lifað lengi, þá ætti sá hinn sami að heyra hve nákvæmlega eins hún segir sömu sögurnar og hve hún er fljót að leiðrétta ef hún mis- mælir sig. Hún breytir aldrei neinu í endurtekningu." Þetta var lausleg þýðing á um- sögr. Grimms-bræðra um frú Viehmann í formála þeirra að fyrsta bindinu af Grimms-ævintýmm. John M. Ellis heldur því hins vegar fram og leiðir að því sterk rök, að Dorothea Viehmann hafi hvorki verið ómenntuð né þýsk. Hún hafí tilheyrt vel stæðri Húgonotta-fjöl- skyldu frá Frakklandi sem sest hafí að nærri Cassel og sjálf hafi hún verið vel menntuð og frönsku- mælandi. Hér skiptir það ekki minnstu máli að hún hafi verið frönskumælandi, því að þá má telja trúlegt að hún hafi lesið þjóðsögur Perraults sem komu út á frönsku löngu fyrir daga Grimms-bræðra. Ellis sýnir ennfremur fram á það með dæmum, að Grimms-bræður hafi umbreytt efni sínu og bætt við það. Svo vill til að sumt af elstu handritunum er enn til og þannig er unnt að gera sér grein fyrir því hvemig einstakar sögur hafa breyst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.