Morgunblaðið - 27.09.1987, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.09.1987, Blaðsíða 6
6 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1987 og endurmenntunarnefnd, Norr- æna húsið, Prestafélag íslands, sálmabókanefnd og söngrnála- sfjóri þjóðkirkjunnar. Hörður Askelsson, organisti í Hallgrimskirkju og lektor við guðfræðideild Háskóla Islands, er einn af forsvarsmönnum hátí- ðarinnar. Ég átti við hann stutt spjall og spurði hann um tilgang þessarar námsstefnu. „Tilgangurinn er, meðal annars, að koma til móts við brýna þörf fyrir kennsluefni um íslenska sálmasögu og að kynna strauma og stefnur { sálmasöng á Norður- löndunum," svaraði Hörður. „Efnið er mjög umfangsmikið og ekki að ætla að því verði gerð tæmandi skil á þeim tveimur dögum sem námsstefnan nær yfir. Það verður fjallað um efnið í fyrirlestrum fímm íslenskra fyrirlesara og þriggja nor- skra. Jafnframt verðum við með kynningu á nýjum sálmum, söng og umræðum. Upphafsdagskráin er í Hallgrí- mskirkju í dag klukkan 17.00. Þar mun Módettukór Hallgrímskirkju syngja sálma úr nýju norsku sálma- bókinni. Við ákváðum að takmarka okkur við þessa norsku bók, vegna- þess að þetta er í fyrsta skipti sem við höldum svona námsstefnu og ef við hefðum farið að bjóða fulltrú- um frá öllum Norðurlöndunum, ættum við á hætt að missa umræð- urnar út í allar áttir. Okkur fannst æskilegra að fá hingað hóp sem gæti undirbúið sig saman og sam- ræmt vinnu sína. Það er mjög aðgengileg tónlist við sálmana sem við verðum með í Hallgrímskirkju og meiningin er að kenna samkomugestum sálmana, svo allir geti tekið undir.“ Þú talar um kynningu á straumum og stefnum í sálma- gerð. Hvað meinarðu með því? „í sálmagerð eru komin ný lag- form sem kalla á annars konar ljóðagerð en verið hefur. Það eru komnir nýir og öðruvísi bragar- hættir en við höfum í okkar hefðbundnu sálmabók, sem hefur fjöldann allan af sálmum með sama bragarhætti. Ný sálmaskáld eru líka að fikra sig áfram með nýja bragarhætti Þaðer nauðsynlegt að gera tíl- raunir í myndtíst -segir myndlistarkonan Rúrí, sem heldur sýningu á umhverflsverkum á Kjarvalsstöðum „Tími/lystiskáli.“ Gert i Malmö á sýningunni „Big Scale“ árið 1985. Gert úr léttsteypu. Stærð 15X15 metrar, hæð 4 metrar „TÍMI“ er nafn sýningar sem myndlistarkonan Rúrí opnaði í austursal Kjarvalsstaða i gær. A sýningunni eru tvö umhverfis- listaverk, grafískar „dókúmenta- sjónir," Ijósmyndir og teikning- ar. Jafnframt hefur Rúrí látið prenta 40 síðna bók með litmynd- um, sem geymir heimildir um „Rúst.“ Gert á sýn- ingunni „Flyvende beton" í Kaup- mannahöfn 1984. Steinsteypa. Hæð 10X11 metrar, hæð 4 metrar þau verk sem hún hefur verið að vinna að heima og erlendis á undanförnum árum. Verk Rúríar sem eru til sýnis að Kjarvalsstöðum að þessu sinni hafa öll verið á sýningum erlend- is áður, í Malmö, Kaupmanna- höfn og Helsinki, en ekkert þeirra hefur verið sýn hér heima fyrr en nú. Rúrí er Reykvíkingur, en hefur alið manninn víða. í æsku var hún flest sumur á vestfjörðum, nánar tiltekið í Mjóafirði. Hún hefur verið búsett úti á landi um tveggja ára skeið og í Hollandi og Kaupmanna- höfn hefur hún dvalið við nám og vinnu. „Ég hóf myndlistamámið við Myndlista— og handíðaskólann hér heima," segir Rúrí. „Eftir það fór ég í jámsmíði í Iðnskólanum í tvö ár, til að afla mér verkþekkingar. Þá var skúlptúrdeldin alveg ný og mjög vanbúin verkfærum og tækj- um. Auk þess vann ég með skólan- um í málmsteypufyrirtæki." Það hefur sýnilega aldrei neitt annað en myndlist komið til greina hjá þer. „Ég fór í menntaskóla og ákvað á meðan á því námi stóð að leggja fyrir mig listnám. Ég var ákveðin í að fara í höggmyndalist, eða „þrívíða list,“ til dæmis „perfo- rnans." Ég hef verið með um 25—30 „performansa,“ á flestum Norður- löndunum og í Hollandi. Ég tel „performans" vera „þrívíða" list, því hann á sér stað í rými. Ég vann bara í málmsteypunni á meðan ég var í skólanum til að sjá fyrir mér. En ég hef unnið við ótal margt fleira. Allir ungir listamenn verða að vinna fyrir sér á einhvern hátt, allavega fyrstu árin. Það er ákaflega erfitt, því listsköpun „Time Concrete," frá sýningu í Helsinki 1986. Stein- steypa. Gert með hliðsjón af byggingu við austurenda götunnar. Stærð: 5X13 metrar, hæð 4.5 metrar þarfnast næðis og tíma, auk fjár- magns til að vinna verkin. Síðan fór ég til Hollands. Námið þar var mjög opið. Ekki bundið við ákveðna grein. Ég gat þessvegna farið í málverkið, sem ég gerði nú ekki, heldur hélt mér við „þrívíð" verk. En í Hollandi stofnuðum við Gallerí Lóu, þrír íslenskir listamenn og einn hollenskur. Það var fyrst í Harlem, rétt utan við Amsterdam, en flutti fljótlega inn í borgina. Það gallerí gekk mjög vel og naut virð- ingar. Við fengum marga mjög góða myndlistarmenn þangað til að sýna. Þá var, og hafði verið um langt skeið, mikil ólga í myndlistinni í Evrópu og Holland varð eins konar miðstöð. Þangað komu listamenn frá allri Evrópu og frá Bandaríkjun- um. Það má segja að Amsterdam hafi verið suðupotturinn. Það voru mjög margir Islendingar þar við myndlistarnám. Nú eru þar miklu færri, því það er nú svo að fólk leitar þangað sem ólgan er. Sem má segja að séu jákvæð viðbrögð. Seinna var ég eitt ár í Kaup- mannahöfn. Eitt sinn hittumst við nokkrir listamenn í eldhúsinu hjá NÁMSSTEFNA UM SÁLMAFRÆÐI: -segir Hörður Áskels- son, lektor, einn af forsvarsmönnum námsstefnunnar Hörður Ákelsson, organisti og lektor í lithurgískri söngfræði NÁMSSTEFNA um sálmafræði verður haldin í Reykjavík, dag- ana 27—29. september. Verður stefnan haldin í Hallgrímskirkiu, Norræna húsinu og Háskóla Is- lands, en að henni standa guðfræðideild Háskóla Islands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.