Morgunblaðið - 27.09.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.09.1987, Blaðsíða 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1987 JON HNEFILL AÐALSTEINSSON: Grimms-bræður milli tannanm á fræðimönnum rimms-ævintýri hafa hátt í tvær aldir verið snar þáttur í menningu Vesturlanda. Allt frá því að þau komu fyrst út á árunum 1812—15 hafa þau verið aufúsugestir ungum og öldnum víða um lönd. Og þau hafa verið endurútgefin oftar og víðar en tölu verði á komið í fljót- heitum. Og enn þann dag í dag eru þessi fornu ævintýri tilefni til ferskra og nýstárlegra umræðna sem varpa ljósi á sumt sem áður var hulið. Hér á eftir verður sérstak- lega vikið að nýlegu vísindariti um Grimms-bræður og vinnubrögð þeirra, er kom út í Bandaríkjunum fýrir fáum árum, en einnig verður farið nokkrum orðum um nýja út- gáfu Grimms-ævintýra á íslensku í þýðingu Þorsteins Thorarensens með ítarlegum skýringum og at- hugagreinum eftir hann. Grimms-bræður, Jacob og Wil- helm, voru miklir tímamótamenn á sviði þjóðsagnasöfnunar og þjóð- fræða. Þeir höfðu aflað sér mennt- unar í málvísindum, textafræði og sögu, en meginstarf þeirra varð söfnun og útgáfa þjóðsagna. Þeir lögðu sérstaka áherslu á að þeir söfnuðu einkum sögum frá ólæsu almúgafólki og tilgangur þeirra með þessu var sá að draga þannig fram í dagsljósið leifar fornra evr- ópskra goðsagna í því skyni að varpa ljósi á fomgermönsk trúar- brögð og frumdreifingu evrópskra þjóðflokka. Kjarna goðsagnanna töldu þeir að væri helst að finna hjá því fólki sem ekki hefði hlotið neina skólagöngu. Hjá slíku fólki væri hin upprunalega, frumlega þjóðsagnahefð ómenguð af utanað- komandi lærdómi. Það var ofangreint viðhorf til þjóðsagnanna sem leiddi til þess að Grimms-bræður nálguðust þjóð- sagnaefni sitt sem vísindaleg gögn og beittu sagnfræðilegum, texta- fræðilegum og málvísindalegum aðferðum við söfnun og úrvinnslu. Hin strangvísindalega afstaða til viðfangsefnisins birtist í ávarpi sem Jacob Grimm ritaði 22. janúar 1811 til allra unnenda þýskrar „sögu og skáldskapar" eins og hann komst að orði. í ávarpinu er sett það markmið að safna sögum úr munn- legri geymd frá öllum héruðum Þýskalands, einnig styttri sögum er greindu frá atvikum úr lífi al- múgafólks, sorgarsögum og gamansögum, dæmisögum og skrýtlum frá öllum tímum og hvort sem þær komi fyrir í bundnu máli eða óbundnu. Sérstaklega skuli sóst eftir ömmusögum og öðrum sögum sem sagðar séu til afþreyingar. Allt efni skuli rita niður bókstaflega eins og það sé talað, með öllum endileysum svonefndum. Ahersla skuli á það lögð að rita niður tals- hætti og orðalag sögumanna og láta sig þá engu skipta hvort þeir tali rétt mál eða rangt að lærðra manna mati. Það viðhorf til munnlegs frá- sagnarefnis sem birtist í þessu ávarpi Jacobs Grimm var á sínum tíma gagnger nýjung og olli straumhvörfum í afstöðu til þjóð- sagnasöfnunar. Þær vísindalegu línur sem Jakob Grimm lagði með þessu ávarpi voru svo langt á undan sinni samtíð að litlu sem engu þarf við að bæta þegar þjóðfræðingar eru gerðir út með segulbandið til efnisöflunar á okkar dögum. Hitt er síðan annað mál, að nokk- uð mun hafa skort á að Grimms- bræður væru sjálfum sér fýllilega samkvæmir í boðskap og breytni. Þessi gætti þegar í öndverðu að þeir viku frá þeim vísindakröfum sem þeir höfðu sjálfír sett þegar að því kom að gefa sögumar út. Hér áttu þeir bræður þó ekki jafnan hlut að, því að Wilhelm gekk sýnu lengra í því að snyrta sögumar til þannig að þær yrðu vel úr garði gerðar fagurfræðilega. Þá mun þess einnig hafa gætt nokkuð að skyldum sögum úr tveimur hémð- um væri slengt saman og þannig mynduð heild sem ekki hafði verið fyrir hendi. 011 þessi frávik frá eig- in kröfum hafa fræðimönnum löngu verið ljós og m.a. kemur þetta greinilega fram í hinu ítarlega skýr- ingarriti sem Johannes Bolte og Jiri Polivka tóku saman nálægt 1930 í fímm þykkum bindum. Fræðimenn hafa þó lengst af farið sér hægt í því að áfellast Grimms- bræður fyrir að hafa vikið frá eigin boðskap í breytninni og talið öllu mikilvægara að með boðskap sínum gáfu þeir sígilt fordæmi og lögðu þannig grundvöll að vísindalegri þjóðfræði. Fyrir skömmu kom út bók þar sem brugðist er við þessu efni frá nýjum sjónarhóli og harðri gagnrýni beint að Grimms-bræðrum og starfsaðferðum þeirra. Höfundur bókarinnar er John M. Ellis prófess- or í þýskum bókmenntum við Santa Cruz-háskólann í Kaliforníu. Bókin heitir: „Þjóðsögu ofaukið" (One Fairy Story too Many). Þjóðsagan sem John M. Ellis telur ofaukið er hin hefðbundna saga um það hvem- ig þeir Grimms-bræður söfnuðu ævintýrum sínum. Sem kunnugt er hefur lengstaf verið talið að þeir hafi safnað sögum sínum af vörum þýsks almúgafólks. En Ellis heldur því á hinn bóginn fram, að þeir sem sögðu þeim bræðmm flestar sög- umar hafi ekki verið almúgamenn og sumir í hópi helstu sagnamann- anna hafi ekki einu sinni verið þýskir. Dorothea Viehmann hét kona sem þeir Grimms-bræður sóttu mik- ið sagnaefni til. Þeir gera grein fyrir henni sem afburða sögukonu m.a. á þessa leið: „Farsæl tilviljun leiddi ti| kynna okkar við bóndakonu í þorpinu Zwehm nálægt Cassel... Kona þessi hét Viehmann og var í fullu fjöri, liðlega fimmtug og bauð af sér góðan þokka, augur. snör og hún hafði að því er virtist verið fögur á yngri ámm. Hún rekur Þettn sunmr verðurmér ógleymanlegt Það má eiginlega segja að myndin sé tvíþætt. Annarsvegar er það leit þessa pilts að bróður sínum og sjálfum sér. Síðan er þetta örlagasaga tatara— eða sígaunaflokks, sem báðir bræð- urnir hafa komist í samband við í skógunum á Skáni í Suður— Svíþjóð. Lífsviðhorf, og má segja heimspeki tataranna hefur mikil áhrif á piltana. Þetta verður að ástarsögu og líf alls þessa fólks snýst upp í mikinn harmleik." Hvert er svo þitt hlutverk í myndinni? „Ég leik Horats, höfðingja tat- aranna. Myndin er byggð á sönnum atburðum. Á þessu tíma- bili, um aldamótin 1600 hafði Kristján IV. dæmt alla tatara í konungsríkinu útlæga og rétt- dræpa. Það fellur í hlut minn, sem leiðtoga hópsins, að reyna að koma þeim á ömggan stað, undir vemdarvæng sænsks aðals- manns, en forlögin verða ekki umflúin og þessi sami aðalsmaður lætur taka þau öll af lífi á hrotta- legan hátt. Höfundur sögunnar, danski rit- höfundurinn og mannfræðingur- inn Vagn Lundbye, byggir hana á sögulegum heimildum og hefur fundið ákveðna samlíkinguy í lífsmynstri tatara, indíána og esk- imóa, það er fólks sem á sér engan fastan samastað, en flytur búsetu sína, ýmist vegna þess að þeir vilja ferðast, eða vegna þess að þetta fólk er hrakið á vergang, neytt af yfirvöldum. Það má segja að þessi saga sé orð í tíma töluð, vegna þess að við gemm okkur kannski ekki grein fynr því að það em milljón- ir manna sem eiga sér ekkert föðurland í dag. Það em milljónir landflótta víða um heiminn og eiga allt sitt undir velvilja stjóm- valda í hinum ýmsu löndum, en verða því miður oft fyrir aðkasti og ofsóknum þar sem síst skyldi. 1 myndinni er þetta spuming um kynþáttahatur og þaö er stað- reynd að í dag er í heiminum mikið af því. Hömndslitur og trú- mál eiga stóran þátt í því. Ég held að sú staðreynd að kynþátta- hatur er svo mikið í heiminum í dag, hafi orðið til þess að leikar- inn, leikritahöfundurinn og mannvinurinn Hans Alfredson hefur með þessu verki viljað vekja athygli á högum þessa fólks og vekja jafnframt fólk til umhugs- unar um hættuna sem sífellt vofir yfir; að menn geta orðið að fórn- arlömbum fasisma, nasisma og rasisma hvenær sem er. Hans Alfredson skrifaði sjálfur kvik- myndahandritið eftir sögu Vagns Lund'oye og bókin mun koma út í Svíþjóð um leið og myndin verð- ur frumsýnd." En hvað kom til að Hans Alfredson sótti leikara til ís-. lands í þetta hlutverk? „Ég hitti Hans Alfredson þegar hann kom hingað í vor með „En liten ö i havet". Við fórum saman í útreiðartúr og honum fannst ég allt í einu svo óleikaralegur og tataralegur að hann hringdi dag- inn eftir og bauð mér hlutverk í myndinni, sem ég þáði.“ Ertu ánægður með vinnuna í sumar? ■ „Þettasumarverðurmérógley- manlegt. Þama fékk ég að vinna með mönnum eins og Jörgen Per- son, kvikmyndatökumanni, sem er álitinn einn sá besti í heimi í dag, Bjöm Gunnarson, hljóð- manni og snillingum á borð við Horst Stadlinger, sem sá um förð- un, en hún var mikið verk í þessari mynd. Að ég tali ekki um Hans Alfredson, sem mér fínnst ómet- anlegt að hafa fengið tækifæri til að kynnast. Leikararnir voru ekki heldur af Iakara taginu. Þarna voru til dæmis Gösta Ekman, Stig Olin og sú sem lék dóttur mína, Me- Horats (Gunnar Eyjólfsson) ásamt dóttur sinni Isis (Melindu Kinneman) og vonbiðili hennar Arild (Benny Haag). hópurinn sem Horats (Gunnar Eyjólfsson) leiðir í gegn- um skóga. í þessu atriði er Horats að taka við höfðingjaemb- ættinu af gamla höfðingjanum sem á að jarða lifandi. linda Kinnaman, en hún hefur vakið mikla athygli fyrir Ieik sinn í myndinni „Mit liv som hund" sem nú er sýnd um alln heim. í „Varg- ens tid“ eru líka söngkonan vinsæla Lynn Lindfors og leikar- inn Per Mattsson, svo einhveijir séu nefndir, og Benny Haag sem leikur tvíburana, en hann er að ljúka námi frá Ríkisleiklistarskól- anum í Stokkhólmi." Var vinnann frábrugðin því sem þú átt að venjast hér heima?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.