Morgunblaðið - 27.09.1987, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.09.1987, Blaðsíða 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1987 Hvað er vont oghvaðergott FRÁ RÁÐSTEFNU UM BÆKUR TEXTI: KRISTÍN BJARNADÓTTIR Hin árlega bóka- og bókasafnsráð- stefna var haldin í Gautaborg dagana 20. til 23. ágúst síðastliðinn. Norræn- ir útgefendur kynntu forlög sín og nýútkomnar bækur meðan á ráð- stefnunni stóð. Það eru fyrirlestramir og umræð- umar sem freista mín meira en sýningarbásar útgefenda. Bækur geta beðið, hugsa ég, en það geta manneskjur ekki. Ekki heldur rithöf- undar, sem margir hverjir hafa ferðast langa vegu og ólíka, til að komast undir eitt og sama þak þessa dagana. Til að halda fyrirlestra um bækur sínar og jafnvel annarra. Fyr- ir okkur, þessa fjörutíu þúsund gesti sem sækja ráðstefnuna og sýning- una, er um margt að velja, margt sem gerist og segist á sama tíma. — Ætti ég að fara á blaðamannafund með fmnsku skáldkonunni og bama- bókahöfundinum Tove Janson, sem er nýlega búin að senda frá sér smá- sagnasafn undir titlinum Resa med látt bagage, eða ætti ég að fara á fund um fyndni þar sem m.a. franski húmoristinn Clarie Bretecher og „heimsins fljótasti skopmyndateikn- ari“ Sergio Áragones frá USA standa í rökræðum um fyndni? Valið stendur líka á milli þess að hlusta á norska spennusagnahöfundinn Jon Michelet, sem er hvað þekktastur fyrir bók sína Orions Bálte, og sænska blaðamann- inn, rithöfundinn og sjónvarpstjörn- una Jan Guillou, sem bjóða upp á um*-æður um sakamálasögur og sam- félagsgagnrýni, og svo Nínu Karin Momsen, sem er heimspekingur og talar um konur og völd. Hún hefur áður vakið miklar umræður með bók sinni Jomfru, mor eiler menneske. Og á sama tíma er blaðamannafund- ur með afríkanska skáldinu Wole Soyinka, sem hlaut Nobelsverðlaunin í bókmenntum 1986. „Eiginlega er ég meiri leikhúsmaður en skáld- sagnahöfundur," segir Wole Soyinka, sem í heimalandi sínu, Nigeriu, er hvað best þekktur fyrir leikrit sín, gjama beitt ádeiluverk, „I leikhús- verki kemur maður tilfinningum og áhrifum miklu beinna til skila en á blaðsíðum bókar, þess vegna hef ég áhuga á að tjá mig í fleiri miðlum en einmitt skáldsögunni." Hann er spurður að því hvort nóbelsverðlaunin hafí breytt lífí hans. „Vissulega er lífíð svolítið öðruvísi en áður, en ég er enn sama manneskjan. Það eru gerðar meiri kröfur til mín, en lífsstíll minn er nánast óbreyttur. Stærsti hlutinn af tíma mínum fer enn sem fyrr í að kenna.“ Hann er prófessor í bókmenntasögu og kennir reglu- bundið við háskóla víða um heim. Hann er nánar tiltekið frá Abeokuta, nígeríska bænum sem hann lýsir í einni af sinni þekktustu bókum, Áké. Ég ferðast milli fundarsala með léttan farangur. Ég heyri Jon Miche- let og Jan Guillou tala um vont og gott. Vondar sakamálasögur og góð- ar sakamálasögur. Jan Guillou er nýbúinn að skrifa bók sem heitir Den Demokratiske Terroristen. Hann hef- ur skrifað fjórtán bækur en er þó lang þekktastur fyrir rannsóknar- blaðamennsku sína og sjónvarpsþætti þar sem honum tekst æfínlega að vekja heitar umræður með „uppljóstr- unurn" um ólíka þætti samfélagsins. „Það er hægt að skrifa og segja hvaO sem er — fyrir því eru engin takmörk — en auðvitað getur maður þurft að sitja inni fyrir það.“ Og Guillou hefu- setið inni fyrir orð sín. Árið 1974 var hann ásamt starfsfélaga sínurn dæmdur fyrir njósnir. Þeir höfðu komið upp um deild sem starfaði á laun innan herþjónustunnar. „Opin- bera“ deild sem almenningur visf.i ekki að væri til. Þeir fengu þó aðeir.s eins árs dóm á þeim forsendum að þeir væru ekki alvörunjósnarar, held- ur höfðu þeir aðeins komið upp um hemaðarleyndarmál og gert þau að- gengileg almenningi í rituðu máli. Guillou minnist þessa tímabils með trega. Það var þá sem hann varð frægur í Svíþóð. „Með fangelsisdómi fyrir slíkt brot verður maður fórnar- lamb og hetja í senn. Svo það er alveg þess virði og vel það. Ég myndi ekki hika við að endurtaka slíkt í dag ef mér gæfíst kostur á því,“ segir þessi orðsins bardagamaður, með upp- brettar ermar. Það sem heldur mér innan dyra þessa fáu sólardaga, sem allt í einu eru orðnir að veruleika eftir óvenju rigningarsamt sumar hér í Svíaríki, það er löngunin til að heyra eitthvað sem ég veit ég þarf að heyra án þess að vita hvað það er. Kannski bara eina einfalda setningu, sem getur opnað fyrir mér nýja sýn. Og svo gerist það. Ég heyri Tove Janson segja: Ekkert er öruggt og það er það sem gefur mér hugarró. Og um þetta öryggi óvissunnar fjalla nýjustu smásögumar hennar í Resa med látt bagage. Um fólk sem ferðast eða slær sér niður á nýjum stað. Um hinn andlega farangur að heiman, sem oft verður að svo litlu í nýju umhverfí. Um nýjar hliðar manneskjunnar, sem koma fram þegar hún stendur frammi fyrir því óvenjulega og ókunnuga. Ér það þá sem hennar sanna sjálf kemur fram? Tove lætur lesandanna sjálfan leita svara. Hún dæmir ekk’. Geta bækur beðið? „Bókamarkaðurinn drukknar í bókum,“ er haft eftir einum útgáfu- stjóranum sem kynnir forlagið sitt á sýningunni. Sá hefur áhyggjur af söluaukningu bókaklúbbanna (sem draga um leið úr sölu bókabúðanna). Sem dæmi um bókaútgáfu í Svíþjóð má taka Norstedts, 165 ára gamalt útgáfufyrirtæki. Þar eru gefnarút um 350 bækur á ári og hver bók prentuð að meðaltali í fímm þúsund eintökum. „Venjuleg" bók er þó aðeins gert ráð fyrir að seljist í tvö þúsund eintökum, þannig að það eru metsölubækurnar sem halda útgáfunni uppi. Upphæðin sem rúllar á einu ári er áætluð um 125 milljónir sænskra króna. Og Norstedt er ekki stærsta útgáfufyrir- tækið, Bra Böcker er stærra og Bonniers er stærra (um 700 bækur á ári). Stóru útgefendurnir gefa gjama út bækur ungra og lítt þekktra höfunda af þeirri einföldu ástæðu að: „Við verðum líka að hafa metsöluhöf- unda eftir tíu ár.“ — Líklega má því segja að sumar bækur geti beðið og aðrar ekki. Það eru talin um 150 útgáfufyrirtæki starfandi í þessu landi og reyndar ef með eru taldir allir þeir sem annað veifíð gefa út bók breytist talan í 800. Sagt er að 25% þjóðarinnar opni aldrei bók. En það er líka sagt að fólk lesi meira og meira, bóksala og bókaútlán fer vaxandi. Það er sterkur þefur af við- skiptum og markaðssamkeppni á þingi sem þessu. Hveijir skyldu hafa krækt í bestu höfundana á ár? Þ.e.a. s. þá sem seljast best. Og hvað er það sem selst best eirmitt núna? i Margir veðja á spennusögur af ólíkum toga. Nýjasta bókin hennar P.D. Ja- mes er komin út í sænskri þýðingu og er örugglega meðal þeirra bóka sem ekki geta beðið (frá útgáfulegu sjónarmiði). A taste for death, nefnir hún bók sína. Okkar morðingjar eru heimilislegri Þegar P.D. James er spurð að því hvers vegna hún skrifí sakamálasög- ur, segist hún hafa hugsað sem svo að ef hún yrði viðurkennd sem saka- Frá bókasýningu. málahöfundur þá væri henni borgið á markaðnum. Hins vegar langaði sig til að vera alvarlegur skáldsagnahöf- undur. Hún er líka spurð þeirrar nýklassísku spumingar, hvort hún haldi að konur skrifuðu öðruvísi saka- málasögur en karlmenn. Og það stendur ekki á svari hjá P.D. James. „Örugglega. Okkar morðingjar eru miklu heimilislegri. Og svo höfum við meiri áhuga á því sem liggur á bak við morð, eins og sálarlífí morðingj- ans, heldur en því hvernig vopnin eru útlits." En hvers vegna skipa saka- málasögur svo öruggan sess í bókmenntaheiminum? „Við lifum í hættulegum heimi," svarar P.D. James. „I sakamálasög- unni verður dauðinn óraunverulegur. Við erum ekki líkið. Við erum ekki hinn seki. Og í sakamálasögunni kemst allt í röð og reglu aftur. Því er ekki að heilsa í raunveruleikanum. Sagan gefur möguleika á röð og reglu meðan raunveruleikinn veður sífellt flóknari. Góð sakamálasaga segir okkur sitthvað um menn og um kon- ur pg um þann heim sem við lifum í.“ Áður hét hún Phyllis Wite og vann í innanríkisráðuneytinu í London. Vel á minnst í þeirri deild sem fjallaði um sakamál. Árið 1980 lét hún af þeim störfum til að helga sig skriftum eingöngu. Fyrsta bókin hennar kom út 1962, Cover her face. Hún segist varla nokkum tíma les? sakamála- sögur. Roald Dahl er annar breskur spennusagnahöfundur sem heldur fyrirlestur á ráðstefnunni. Hann cr af norskum ættum, fæddur í Wales árið 1916 og byijaði að skrifa smá- siigur í seinni heimsstyijöldinni. Fyrsta bókin hans hét Over to you. Fyrir hryllingssagnalist sína er hann þekktur víða um heim og Tales of the unexpected og More tales of the unexpected eru smásögur sem hafa verið kvikmyndaðar. Hann fullyrðir að hann hafí unnið sjö daga vikunnar að skriftum í sextán ár ogútkoman haf verið þijár smásögur á ári. Hann hefur líka skrifað fyrir böm. i fyrir- lestii sínum lýsir hann því yfír að smásagnaritun sé mjög góð æfíng fyrír þann sem ætlar sér að skrifa fyrir börn. Að smásagan sé það kre- flandi að hafí höfundur náð valdi yfír þeirri hæfni sem hún krefst, þá eigi hann ef til vill möguleika á að geta skrifað fyrir börn. Eins og marg- ir spennusagnahöfundar hefur Roald Dahl frekar grófkomaðan húmor. Hann gefur sér góðan tíma til að lýsa öðrum höfundum með ófögrum orðum. Um Thomas Mann, sem hann kveðst eitt sinn hafa hitt, segir hann: „Þurr og leiðinlegur eins og mjúk pulsa.“ Og bætir svo við. „Hann var snillingur.“ Og þannig heldur hann áfram að lýsa höfundum heims- bókmenntanna og gefur þau ráð til fólks að forðast rithöfunda! — En ég skal viðurkenna að sögurnar hans fínnst mér andstyggilega spennandi til dæmis í bókinni Kiss kiss. Allt í einu rennur það upp fyrir mér hvað illska manneskjunnar er vinsælt viðfangsefni. Það er auðvitað ekkert nýtt. En samt sláandi. Illskan og vonskan og grimmdin er líka rann- sóknarefni franska heimspekingsins og skáldsagnahöfundarins Bernhard Henry Levys. Hann á nýútkomna bók á markaðnum sem á sænsku nefnist Ángel och demon, eða Engill og djöf- ull. Verkfæri þekk- ingarinnar Ákafí Berhard Henry-Levys er svo smitandi að þegar ég sit og hlusta á fyrirlestur hans er eins og allar heimsins sorgir komi og hlammi sér á herðar mér. Bernhard er einn af talsmönnum þeirrar stefnu sem nefnd hefur verið Nýja heimspekin. Hann hefur vakið mikla athygli í heimal- andi sínu, Frakklandi, síðast með bókinni Eloige de Intellectuels. Hann gerir grein fyrir sjálfum sér og helstu viðfangsefnum sínum sem eru ekki lengur marxisminn og „nýja heim- spekin" heldur andspyrnuhreyfingin í Afghanistan, hungursnéyðin í Etiop- iu og kynþáttafordómar, svo eitthvað sé nefnt. „Nýja heimspekin heyri sög- unni til. . . það sem við sögðum fyrir tíu árum er almennt viðurkennt í dag. En ég fæst enn við sömu spurn- ingarnar og held áfram að leita að svörum. — Skáldsagan er mér verk- færi til að lýsa hvernig og hvers vegna frelsisþrá fólks endar svo oft í blóðbaði og fasisma. Og skáldsaga verður að vera verkfæri þekkingar- innar, annars er hún einskis virði. Sem heimspekingur horfi ég á vanda- málið utanfrá. Skáldsagan gerir mér hins vegar kleift að lýsa vandamáli eins og illskunni innanfrá. Þegar ég lendi á blindgötum heimspekinnar og kemst í þrot þá hef ég möguleika á að gera upp í skáldsögunni og finna þannig leiðina." Undir lok fyrirlestursins má heyra rödd úr áheyrendahópi sem ber fram þá spumingu hvort takmark bók- mennta gæti hugsanlega verið að fínna rök fyrir því að manneskjan rækti hið góða, hið jákvæða, „rétt eins og þú hefur skrifað um hið illa“? Hvort Bemhard skilur spurning- una almennilega veit ég ekki en svar Kristín Bjarnadóttir hans er blákalt nei. Ekkert er öruggt, hugsa ég, og það gefur mér hugarró. Enn er um margt að veija. Listinn er langur af norrænum höfundum. Þó er hér enginn íslenskur höfundur að kynna eigin verk í ár. En Zhang Jie er kominn frá Kína og Iris Murdoch er á staðnum. Líka John Updike o.fl. o.fl. Margar amer- ískar skáldkonur virðast njóta vin- sælda um þessar mundir. Ein þeirra er Jane Anne Phillips, sem talin er með áhugaverðustu ungra höfunda í USA á þessum áratug. Hún sló í gegn með smásagnasafninu Black Tickets sem kom fyrst út í lok síðasta áratugs. Að þeirri bók segist hún hafa unnið að í sex ár. Síðastliðið vor kom svo þriðja bókin hennar út und- ir nafninu Fast Lanes. Jane Anne er frá West Virginina, litlum bæ á námasvæðinu. Um hana er sagt að hún gefí þeim orðlausu orð. Ríki hugmyndaf lugsins Joyce Carol Oates er önnur amerísk skáldkona sem nýtur umtals- verðra vinsælda. Hún er tæpiega fimmtug og kennir við Princeton University í USA. Frá hennar borði hafa komið um tveir tugir skáld- sagna, átta, ljóðabækur, fímm greinasöfn, allmargar smásögur og tvö leikrit. Einstaka gagnrýnendur hafa litið á afköst hennar sem „vandamál". Því svarar hún sjálf með því áð minna á að Henry James skrif- aði um hundrað bækur, Trollope um hundrað og þijátíu og Normann Mail- er ansi margar. „En þegar kona skrifar margar bækur er álitið að eitthvað hljóti að vera að.“ Joyce Carol ólst upp í Millesport í New York ásamt systkinum sínum í gömlu hrörlegu húsi. Faðir hennar vann á verkstæði hjá General Mot- ors. Hún er þekkt fyrir að lýsa ofbeldi og fátækt. Hún er þekkt fyrir bæði raunsæi og merkilegt hugmyndaflug í bókum sínum. Bernskan virðist henni ótæmandi brunnur. Um það segir hún sjálf: Bemskan er ríki hug- myndaflugsins. Ég sökkvi mér í það og reyni að endurskapa það sem var eða eins og það gæti hafa verið. Eins og ég vildi — eða vildi ekki — að það yrði. Ein af hennar fyrstu bókum, Gard- en of Earthly Delights, fjallaði um verkafólk í lausamennsku, daglegt líf þess í stöðugri dulúð og ógn. Seinna hafa bækur hennar fjallað um sjúkra- húslífið (Wonderland), lögmannslífið (Do with me what you will), stjórn- málalífið (The Assasians) og trúarlíf- ið (Son of the Morning). Hún leitar sífellt nýrra leiða og sögulegar skáld- sögur og einskonar ættarannálar eru einnig meðal viðfangsefna hennar. Ein af nýjustu bókunum hennar er Marya — A Life. Ef til vill kemst sú bók hvað næst því að vera sjálfsævi- saga, eða eins og hún segir sjálf: Ég var að skrifa um stúlku sem ég hefði getað verið. En aðstæður aðalpersón- unnar eru aðrar en mínar voru og Marya er miklu töffaðri og skemmti- legri en ég var ... Og hún er foreldra- laus, það var ég ekki... í haust kemur út enn ein bók eftir Joyce Carol Oates, sem hún nefnir You must remember this. Margir þykjast finna skyldleika með Joyce og Dickens. Og Joyce og Dostojevski. Hún þykir bæði djöfulsk, ljóðræn og fyndin. Svo eru til þeir sem gagnrýna hana fyrir að nota tíu orð þegar eitt myndi nægja: Falling asleep, falling sick. Falling. Falling in love: falling (Úr bókinni Solstice, þar sem Joce dregur upp mynd af tveim konum sem báðar eru læstar í stormasömum samböndum.) Hún er umdeild, en vinsæl. Sjálf álítur hún að enginn alvarlegur höf- undur gerir ráð fyrir vinsældum. í fyrirlestri sínum talar hún um það hvemig bækur verða til, hafa orðið til. Hvers vegna höfundar heims- bókmenntanna hafa skrifað einmitt þær bækur sem þeir hafa skrifað. „Við vitum hvenær bók fæðist — það er á útgáfudeginum. En hvemig og hvenær fer fijóvgunin fram?“ Sú spuming ber uppi ræðu hennar með- an hún talar um höfunda eins og James Joyce, D.H. Lawrence og Virg- inia Woolf. Og um það hvemig hún vinnur sjálf. En svarið við spurning- unni heldur áfram að vera leyndar- mál, jafnvel fyrir höfundinum sjálfum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.