Morgunblaðið - 30.10.1987, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.10.1987, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1987 B 3 Sjónvaipið: Ráðgáftan ■■■■ Sjónvarpið sýnir tvær bíómyndir í kvöld. Sú fyrri er 01 55 bandarísk og heitir Lítill baggi en þungur þó, (Forty “ -l ■— Pounds of Trouble) og fjallar um harðsnúinn framkvæmda- stjóra spilavítis, sem ekki á sjö dagana sæla. Fyrrverandi eiginkona hans beitir öllum brögðum til að fá meðlagið greitt og á vegi hans verður sex ára munaðarleysingi sem hann tekur undir sinn vemdar- væng. Aðalleikarar eru Tony Curtis, Phil Silvers, Suzanne Pleshette og Edward Andrews, en Norman Jewison leikstýrir. Kvikmyndabók Scheuers gefur myndinni ★ ★. ■■■■I Sfðari myndin er bresk/frönsk og nefnist Ráðgátan, (En- QQ40 igma). Þetta er njósnamynd þar sem stórveldum austurs og vesturs er att saman. Sovétmenn senda launmorðingja til Vesturlanda til þess að ráða fimm sovéska andófsmenn af dögum, en Bandaríkin komast á snoðir um fyrirætlanir þeirra. Aðalhlutverk leika Martin Sheen, Sam Neill og Brigitte Fossey, en Jeannot Szwarc er leikstjóri. Scheuers gefur myndinni ★ ★ V2 Stöð2: Aparajito ■■H í Fjalakettinum, kvikmyndaklúbbi Stöðvar 2, verður í dag 1 í? 00 sýn(j margverðlaunuð indversk mynd frá árinu 1956 er AO— nefnist Hinn ósigrandi Aparajito eða Aparajito. Leik- stjóri myndarinnar Satyajit Ray gerði þrjár myndir um Aparajito eftir sögu Bibhuti Banneiji og er þessi mynd önnur í röðinni. Faðir Aparajito eða Apu deyr og mæðginin flytjast úr litlu sveitaþorpi til borgarinnar. Þar reynir móðirin að koma drengnum Apu til mennta, en hann kemst til manns og öðlast brátt nýjan skilning á umhverfi sínu og þeirri ábyrgð sem á honum hvílir. í kynningu segir að mynd- in sé talin vera fögur lýsing á sambandi móður og sonar. Með aðalhlutverk í myndinni fara Pinaki Sen Gupta, Karuna Baneiji og Kanu Baneiji, en leikstjóri er eins og áður segir Satyajit Ray. Kvik- myndahandbók Scheuers gefur myndinni ★ ★ ★ ★. Rás 1: Leikrit bamanna ■■^H í dag verður fluttur fyrsti þáttur framhaldsleikritsins 9 05 Davíð Copperfiled sem byggt er á hinni frægu sögu — Charles Dickens. Leikurinn, sem er í 6 þáttum, hefst á æskuheimili Davíðs þar sem hann býr hjá móður sinni sem er ekkja. Skömmu seinna giftist hún manni að nafni Murdstone sem Davíð fær strax illan bifur á enda reynist hann hinn mesti harðstjóri. Hann kemur því til leiðar að Davíð er sendur að heiman. Lýsir leikri- tið erfiðu en viðburðaríku tímabili í lífi Davíðs þar sem margar persónur koma við sögu, bæði góðar og slæmar. Utvarpsleikgerðin er eftir Anthony Brown. Þýðandi og leikstjóri er Ævar R. Kvaran, en leikendur í 1. þætti eru þau Gísli Alfreðsson, Anna Guðmunds- dóttir, Valdimar Lárusson, Ævar Kvaran yngri, Snædís Gunnars- dóttir, Kristbjörg Kjeld, Balvin Halldórsson og Sigrún Bjömsdóttir. Leikritið var áður flutt árið 1964. Martin Sheen og Blair Brown í hlutverkum sínum sem John og Jacqueline Kennedy. Stöð2: Kennedy ■^■■H Stöð 2 hefur í kvöld sýningar á breskum framhaldsþætti QQ 00 í þrem hlutum um líf og starf Johns F. Kennedy fyrrum forseta Bandaríkjanna. John F. Kennedy varð forseti eftir nauman sigur yfir Richard Nixon í kosningunum í nóvember árið 1960, en stjómmálaferli hans lauk snögglega er hann var myrtur í Dallas þremur ámm síðar, þann 23. nóvember 1963. Fyrsti þátturinn hefst á morðinu, en síðan er fjallað um kosningamar og upphaf forsetatíðar hans. Þættimir fjalla síðan um opinbert líf Kennedys og einkalíf. Höfundar handrits lögðu mikið upp úr því að kynna sér feril Kennedys sem best og áhersla er lögð á að hafa umhverfið og útlit persónanna sé sem líkast því og það var. Martin Sheen leikur John F. Kennedy, en Jacqueline kona hans er leikin af Blair Brown sem áhorfendur Stöðvar 2 ættu að kannast við sem Molly Dodd úr samnefndum þáttum. Önnur helstu hlutverk em í höndum John Shea, E.G. Marshall, og Geraldine Fitzgerald, en leikstjóri er Jim Goddard. HVAÐ ER AÐ0 GERAST! Söfn Árbæjarsafn í vetur verður safniö opið eftir samkomu- lagi. Amagarður I vetur geta hópar fengið að skoða hand- ritasýninguna í Árnagarði ef haft er samband við safnið með fyrirvara. Þar má meðal annars sjá Eddukvæði, Flateyj- arbók og eitt af elstu handritum Njálu. Ásgrímssafn Sumarsýning Ásgrímssafns stendur nú yfir. Sýnd eru olíumálverk, vatnslitamynd- ir og teikningar. Þetta er úrval af verkum Ásgríms, mest landslagsmyndir. Ás- grímssafn er við Bergstaöastræti og þar er opið þri. fim. og sun. frá klukkan 13. 30-16.00. Ásmundarsafn Um þessar mundir stendur yfir I Ásmund- arsafni sýningin Abstraktlist Ásmundar Sveinssonar. Þar gefur að lita 26 högg- myndir og 10 vatnslitamyndir og teikning- ar. Sýningin spannar 30 ára timabil af ferli Ásmundar, þann tíma sem listamaö- urinn vann að óhlutlægri myndgerð. ( Ásmundarsafni erennfremurtil sýnis myndband sem fjallar um konuna í list Ásmundar Sveinssonar. Þá eru til sölu bækur, kort, litskyggnur, myndbönd og afsteypurafverkum listamannsins. Safn- ið er opiö daglega frá kl. 10 til 16. Skólafólk og aðrir hópar geta fengið að skoða safnið eftir umtali. Listasafn Einars Jónssonar í listasafni Einars Jónssonar eru sýnd- argifsmyndirog olíumálverk. Þarfást líka bæklingar og kort með myndum af verk- um Einars. Safnið er opiö alla laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16.00. Högg- myndagarðurinn er opinn daglega frá 11-17. Þar er aðfinna 25 eirsteypur af verkum listamannsins. Myntsafnið Myntsafn Seðlabanka/Þjóðminjasafns er í Einholti 4. Þar er kynnt saga íslenskrar peningaútgáfu. Vöruseðlar og brauö- peningarfrá síðustu öld eru sýndir þar svo og orður og heiðurspeningar. Líka er þar ýmis forn mynt, bæði grisk og rómversk. Safnið er opið á sunnudögum milli kl. 14 og 16. Náttúrugripasafnið Náttúrugripasafnið ertil húsa að Hverfis- götu 116,3. hæð. Þar má sjá uppstopp- uð dýr til dæmis alla íslenska fugla, þ.á.m. geirfuglinn, en lika tófur og sæ- skjaldböku. Safnið er opiö laugardaga, sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13.30-16. Póst-og símaminjasafnið I gömlu símstöðinni í Hafnarfirði er núna póst-og símaminjasafn. Þarmá sjá fjöl- breytilega muni úr gömlum póst-og simstöðvum og gömul símtæki úr einka- eign. Aðgangur er ókeypis en safnið er opið á sunnudögum og þriðjudögum milli klukkan 15 og 18. Hægt er að skoða safniö á öðrum timum en þá þarf að hafa samband við safnvörð í síma 54321 Sjóminjasafnið (sjóminjasafninu stenduryfirsýning um árabátaöldina. Hún byggirá bókum Lúðviks Kristjánssonar „(slenskum sjáv- arháttum". Sýnd eru kort og myndir úr bókinni, veiðarfæri, líkön og fleira. Sjó- minjasafnið er að Vesturgötu 6 í Hafnar- firöi. Það er opið í vetur um helgar klukkan 14-18 og eftir samkomulagi. Síminner 52502. Þjóðminjasafnið Laugardaginn 31. október hefst í Þjóð- minjasafninu við Hringbraut Ijósmynda- sýning itilefni af útgáfu bókar um Daniel Bruun. Sýningin stendurtil 31. desem- ber. Fimmtudaginn 12. nóvemberflytur Ásgeir Björnsson fyrirlestur í tengslum við sýninguna og hefst hann kl. 20.30. Þjóðminjasafniö er opiö þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga frá 13.30-16. Þareru meðal annarssýnd- ir munir frá fyrstu árum (slandsbyggöar og islensk alþýðulist frá miðöldum. Einn- ig er sérstök sjóminjadeild og land- búnaðardeild, til dæmis er þar uppsett baðstofa. Leiklist Leikfélag Reykjavíkur Sunnudaginn 1. nóvember verður frum- sýnt í Iðnó leikritið „Hremming" eftir Englendinginn Barrie Keefe. Er þetta fyrsta verk Keefes sem sýnt er hérlendis en á Englandi hafa leikrit hans vakið mikla athygli og unnið til verðlauna. „Hremming" fjallar leit ungs fólks að sjálfu sér, réttinn til að ráða sérsjálfur og afskipti skóla og samfélags af ungu fólki og framtíð þess. Þar segir frá því er ungur og ráövilltur skólastrákur heldur tveimur kennurum sinum og skólastjóra i gislingu i geymslukompu á skólalóðinni og hótar þeim lifláti verði ekki farið að kröfum hans, sem hann veit raunar varla sjálfur hverjar eru. Verkið er kryddað rokktónlist eftir Kjartan Ólafsson tónskáld og Karl Ágúst Úlfsson orti söngtextana. Hann þýddi einnig verk- ið og leikstýrir því. Leikmynd og búninga gerði Vignir Jóhannsson listmálari og Ijósahönnuöur er Lárus Björnsson. Leik- arareru Helgi Björnsson, Harald G. Haraldsson, Inga HildurHaraldsdóttirog GuðmundurÓlafsson. „Faðirinn" eftir August Strindberg verður sýndur i kvöld, föstudaginn 30. október, kl. 20.30. Aðeins örfáar sýningar eru eftir. Aðrar sýningar hjá Leikfélagi Reykjavíkur um helgina eru á „Degi vonar" eftir Birgi Sigurösson laugardaginn 31. októberkl. 20 í Iðnó og „Djöflaeyjunni" í kvöld, föstu- daginn 30. október, og laugardaginn 31. október kl. 20 i Leikskemmu LR við Meistaravelii. SJÁ NÆSTU OPNU SKEMn/TTISTAÐiR ABRACADABRA Laugavegur 116 Skemmtistaðurinn Abracadabra er op- inn daglega frá hádegi til kl. 01.00. Austurlenskur matur er framreiddur í veitingasal á jarðhæðinni til kl. 22.30. ( kjallaranum er opið frá kl. 18.00 til kl. 03.00 um helgar og er diskótek frá kl. 22.00. Enginn aðgangseyrir er á fimmtudögum og sunnudögum. Síminn er 10312. ÁRTÚN Vagnhöfði 11 [ Ártúni leikur hljómsveitin Danssporið, ásamt þeim Grétari og Örnu Þorsteins á föstudagskvöldum, þegar gömlu dansarnireru og á laugardagskvöldum, þegar bæði er um að ræða gömlu og nýju dar.sana. Síminn er 685090. HOLLYWOOD Ármúli 5 Leitinni að týndu kynslóðinni er hreint ekki lokið í Hollywood, þar sem bæði hljómsveit af þeirri kynslóö sem og diskótek týndu kynslóðarinnar er í gangi á föstudags- og laugardags- kvöld. Borðapantanir eru í síma 641441. BROADWAY Álfabakki 8 Rokksýningin „Allt vitlaust" verður í Broadway á og laugardagskvöld, auk þess sem hljómsveitin Sveitin milli sanda, leikur fyrir gesti. Síminn í Broad- wáý er 77500. HÓTELSAGA Hagatorg Dansleikir eru í Súlnasal Hótels Sögu á föstudags- og laugardagskvöldum frá kl. 22.00 til kl. 03.00 og leikur þá hljóm- sveit Grétars Örvarssonar fyrir dansi, en að auki er skemmtidagskrá með danssýningu. Á Mímisbar er svo leikin létt tónlist fyrir gesti frá kl. 22.00 til kl. 03.00. Síminn er 20221. LENNON Austurvöllur Diskótek er í skemmtistaðnum Lennon á föstudags- og laugardagskvöldum frá kl. 20.00 til kl. 03.00 og er þá enginn aðgangseyrir til kl. 23.00. Áðra daga er diskótek frá kl. 20.00 til 01.00. Síminn er 11322. UTOPIA Suðurlandsbraut 26 Skemmtistaðurinn Utopia er til húsa við Suðurlandsbrautina. Þar er 20 ára aldurstakmark. URANTy^. ÞÓ^S^C/VFÉ BRAUTARHOLTI20. ÞÓRSCAFÉ Brautarholt 20 I Þórscafé er skemmtidagskrá m.a. með Lúdósextettnum og Stefáni fram til miönættis, en þá leikur hljómsveit Stefáns P. fyrir dansi. Að auki eru stundum gestahljómsveitir og diskótek er í gangi á neðri hæðinni frá kl. 22.00 til kl. 03.00. Síminn er 23333. HÓTEL BORG Pósthússtrœti 10 Rokktónleikar eru iöulega á fimmtu- dagskvöldum á Borginni og þá frá kl. 21.00. Á föstudags- og laugardags- kvöldum er diskótek frá kl. 21.00 til kl. 03.00 og á sunnudagskvöldum eru gömlu dansarnir á sínum stað, frá kl. 21.00 til kl. 01.00. Síminn er 11440. SKÁLAFELL Suðurlandsbraut 2 Á skemmtistaönum Skálafelli á Hótel Esju leikur Guðmundur Haukur á orgel fyrir gesti. Skálafell er opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 19.00 til kl. 00.30, en aðra daga frá kl. 19.00 til 23.30. Síminn er 82200. EVRÓPA Borgartún 32 Hljómsveit hússins, Saga-Class, leikur í Evrópu á föstudags- og laugardags- kvöldum. Síminn í Evrópu er 35355. GLÆSIBÆR Álfheimar 74 Hljómsveit hússins leikur i Glæsibæ á föstudags-og laugardagskvöldum frá kl. 23.00 til kl. 03.00. Síminn er 686220. CASABLANCA Skúlagata 30 Diskótek er í Casablanca á föstudags- og laugardagskvöldum frá kl. 22.00 til kl. 03.00. Á fimmtudagskvöldum eru oft rokktónleikar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.