Morgunblaðið - 30.10.1987, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1987
B 15
I
I
MYIMDÐÖND
Sæbjörn Valdimarsson
IANE JEFF
FONDA BRIDGES
Heljarþynnka
þriller
The Morning After ★ ★ ★
Leikstjóri: Sidney Lumet. Hand-
rit: James Hicks. Kvikmynda-
tökustjóri: Andrzej Bartkowiak.
Tónlist: Paul Chiaffi. Aðalleik-
endur: Jane Fonda, Jeff Bridges,
Raul Julia. Bandarísk. Palomar/
20th Century Fox 1986. 95 mín.
Bönnuð yngri en 12 ára.
Fonda fer hér með óvenjulegt
hlutverk á litríkum ferli; afdankaðr-
ar drykkjukonu. Hollywood-leik-
konu sem er svo gott sem búin að
drekka sig útá Guð og gaddinn og
er haldið uppi af fyrrverandi eigin-
manni, (Raul Julia). Myndin hefst
á þvf að hún vaknar í ókunnu húsi
með lík við hliðina á sér í bólinu.
Uppfrá því má segja að myndin sé
henni ein vítisþynnka, martröð
drykkjumannsins sem fær ekki neitt
ráðið við atburðarásina. Líkinu
skýtur upp aftur og lögreglan hefur
hana grunaða. Eini maðurinn sem
er henni innan handar er ólánsam-
ur, uppgjafa lögreglumaður, (Jeff
Bridges), sem hún kynnist af tilvilj-
un...
Fjári frískleg mynd þar sem
Fonda fer á kostum í hlutverki bytt-
unnar, sem er í rauninni búin að
skola í klóakið öllum sínum skárri
hliðum. Þvælist stefnulaust um
undir óstjóm Bakkusar, lygin og
ómerkileg. Heldur lítið spennandi
karakter á yfírborðinu. En Fonda
sýnir að einhvemtíma var hún góð
og viðkvæm og þetta fínnur
Bridges, sem leiðir hana í gegnum
martröð morðdaganna.
Helsti gallinn við The Moming
After er val Julia í hlutverk skúrks-
ins. Hann er einfaldlega of geðugur
og broshýr náungi til að geta verið
tekinn alvarlega sem vondi maður-
inn. Og tónlistin lætur illa í eyrum
og fellur engan veginn að efninu.
En þar fyrir utan er The Moming
After í flesta staði hin prýðilegasta
afþreying sem engan ætti að svíkja,
þó svo hún teljist ekki nema meðal-
mynd af hálfu Lumets. En hann
hefur gert þær verri. Og einn stór
kostur við The Moming After er
að hér er ekkert melódramatískt
uppgjör við bokkuna.
Minningar
um morð
drama
The Assault ★ ★ ★ V2
Leikstjórí: Fons Rademakers.
Handrít: Gerard Soeteman,
byggt á bók Harry Mulisch. Kvik-
myndatökustjórí: Theo Van De
Sande. Tónlist: Jurríaan Andrí-
essen. Aðalleikendur: Marc Van
Uchelen, Monique Van De Ven,
John Kraaykamp. HoUensk. The
Cannon Group, Inc. 1986.
Óskarsverðlaunamyndin frá því
í vor fjallar um eitt af hinum hvers-
dagslegu, minna umræddu voða-
verkum nasista á stríðsámnum.
Atburð sem alltaf var að gerast,
hvarvetna sem þeir réðu ríkjum og
afleiðingar hans fram til samtím-
ans.
Nasistar stigu ekkert léttara í
jámhælana þó komið væri framá
árið 1945. Það linnti ekkert órétt-
læti þeirra né djöfulskap í Hollandi,
þó svo að ósigurinn blasti við þeim.
Því fór svo er Gestapo fann einn
manna sinna skotinn utan við hús
Steenwijk-fjölskyldunnar í Haar-
lem, að þeir brenndu hús hennar
til kaldra kola og útrýmdu fjölskyld-
unni, aðeins yngsta syninum,
Anton, var þyrmt.
Við fylgjumst síðan með Anton
framá þessa daga, hvemig arfur
stríðsáranna bugar hann sífellt og
leitin að uppmnanum hrjáir hann.
Hann er friðlítill maður. Rademak-
ers dregur upp nokkuð langdregna
en afdráttarlausa mynd af þessum
skelfíngarámm sem liggja sem
mara á kynslóð hans, vill auðsjáan-
lega ekki að atburðir þeirra fymist
er hún fellur frá. Sú mynd sem
hann dregur upp af „Herraþjóðinni"
er ægileg, en því miður víst síst
dregin of sterkum litum. Og gengur
ekki framhjá þeim sárafáu einstakl-
ingum sem ekki vom gegnsýrðir
áróðri og gátu sýnt einhveijar
mannlegar tilfinningar. Ég vona að
við fáum tækifæri til að sjá þessa
magnþmngnu mynd í kvikmynda-
húsi.
Stórir strákar
í lögguleik
lögregluþriller
Running Scared ★ ★ V2
Leikstjóri, framleiðandi og kvik-
myndatökustjórí: Peter Hyams.
Handrít: Jimmy Huston og Gary
Devore. Tónlist: Rod Tempelton.
Aðalleikendur: Gregory Hines,
BiUy Crystal, Steven Bauer,
Darlanne Fluegel, Joe Pantol-
iano, Dan Hedeya, Jimmy Smits,
Jonathan Gries, Tracy Reed.
Bandarísk MGM 1986. 93 mín.
Bönnuð yngri en 16 ára.
Það var hreint ekki illa til fundið
að láta þá Ciystal og Haines leiða
saman hesta sína í mynd, báðir em
nettir gamanleikarar. Hitt er aft-
urámóti spursmál hvort hálfalvar-
legur lögregluþriller hafí verið rétti
bakgmnnurinn. Því í þeim köflum
sem dramað ræður ríkjum í Runn-
ing Scared minna þessir ágætis-
menn meira á stóra stráka í
hasarleik en götulöggur. Það er
nefnilega útilokað að taka þá félaga
alvarlega og það lýtir dálítið mynd-
ina, sem tekur sjálfa sig alvarlega
á köflum.
En Haines og Crystal leika svell-
kaldar löggur í Chicago. Þeir eiga
aðeins örfá ár í eftirlaun en það
gerir þá ekkert feimnari við sorann.
Af tilviljun komast þeir á slóð stór-
tæks eiturlyfjasmyglara en er vikið
úr störfum um hríð og missa af
framgangi málsins. Það verða þó
þeir vinimir sem leysa málið að lok-
um.
Það má vera að hin sterka ímynd
sem Crystal skapaði sér í þeim stór-
góða framhaldsþætti, Löðri,
skemmi fyrir honum hér, allavega
er erfítt að samþykkja hann í þessu
hlutverki og er það helsti gallinn á
annars góðri skemmtimynd. Hyams
er vandvirkur afþreyingarmynda-
smiður (2010, Outland, Capricom
One) og keyrir atburðarásina á fullu
frá upphafí til enda. Góðar týpur
er að finna í mörgum aukahlutverk-
anna.
Lausgyrt
klækjakvendi
Ijósblár þriller
Mata Hari V2
Leikstjóri: Curtis Harrington.
Framleiðendur: Golan/Globus.
Kvikmyndataka: David Gurfin-
kel. Tónlist: Wilfred Josephs.
Handrít: Joel Zisken. Aðalleik-
endur: Sylvia Krístel, Christop-
her Cazenove, Oliver Tobias,
Gaye Brown, Gottfríed John,
Anthony Newlands. The Cannon
Group, Inc. 1985. Tefli 1987. 103
min.
Þessi hrikalega slappa mynd
fjallar um eitt frægasta njósna-
kvendi allra tíma, Mata Hari, sem
gerði garðinn frægan í fyrri heims-
styijöldinni. í umfjöllun Goglo
verður hið fræga klækjakvendi
harla lítið spennandi og myndin ber
sterkan keim af mislukkaðri klám-
mynd.
í raunveruleikanum starfaði
Mata Hari sem gagnnjósnari og í
fyrra stríði, vann hvorttveggja fyrir
Frakka og Þjóðveija. Launuðu þeir
fyrmefndu konunni þjónustuna með
því að hengja hana í stríðslok.
Þar sem Sylvia Kristel er á ferð
er ástæða að halda að sér höndum.
Sem flestir vita hóf hún feril sinn
á hvíta tjaldinu í „frakkamyndun-
um“ um Emmanuelle hina ver-
gjömu. Fyrir þær hlaut hún
talsverða frægð, hysjaði síðan upp-
um sig og hélt til Hollywood. Þar
fékk hún einungis afleit hlutverk í
slæmum myndum og er semsagt
farin að bera sig á nýjan leik í
ómerkilegum uppáferðarmyndum.
En þó að mönnum þyki lítið til leik-
þrifa Kristels koma þá fer því fjarri
að hún sé það versta í Mötu Hari,
er þó altént nokkuð augnayndi.
Annað er nefnilega enn verra. Leik-
stjóm Harringtons, sem einu sinni
gerði ágæta og óvenjulega mynd,
Games, er með ólíkindum slæm,
sömuleiðis sviðsetningar, búningar
og munir. En verst af öllu er þó
steingeldur leikur karl„stjamanna“,
Tobias og Cazenove. Þeir em jafn-
vel enn banvænna eiturmerki en
frk. Kristel.
Símar 35408 og 83033
AUSTURBÆR
Lindargata 39-63 o.fl.
Hörgshlíð
Háahlíð
Hamrahlíð
Grænahlíð
Laugavegurt-33o.fl.
VESTURBÆR
Ægisíða 80-98
Hofsvallagata 55-62
UTHVERFI
Austurgerði o.fl.
SKERJAFJ.
Einarsnes
o.fl.
GRAFARVOGUR
Frostafold
HAFÐUALLTÁ
HREINU
FÁÐU ÞÉR
&TDK