Morgunblaðið - 08.11.1987, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 08.11.1987, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1987 C 3 Úr einskonar Alaska, Margrét Akadóttir, María Sigurðardóttir og Þröstur Guðbjartsson Sverrir Hólmarsson hefur þýtt Kveðjuskál (One for the road) fyrir Alþýðuleikhúsið og hefur hann þetta um Pinter að segja: „Það sem mér fínnst skemmtilegast við Pinter er að hann hefur svo næmt eyra fyrir tilsvörum. Sjálfur hefur hann mikla reynslu af leikhúsi og það er kostur. Hann hefur bæði leikið og fengist við leikstjórn. Texti hans er mjög nákvæmur; knappur og hnitmiðaður og því er ótrúlega erfítt að þýða hann. Pinter hefur sjálfur sagt frá tildrögum þess að hann skrifaði Kveðjuskál." í stuttu máli varð hugmyndin til þegar hann fór að kynna sér fangelsismál í Tyrklandi. Hann er í „Samtökum um kjarnorkuafvopnun“ í Bretlandi og þau komust að því að í Tyrklandi eru hræðilegustu fangelsi í heimi. Seinna var Pinter staddur í veislu þar sem hann hitti tvær tyrkneskar konur. Þá var nýfallinn dómur yfír tveimur mönnum í Tyrkiandi sem þótti Hluti af aðstandendum Pinter einþáttunganna hjá Alþýðuleikhúsinu; Margrét Ákadóttir, leikkona, Sveinn Benediktsson, ljósamaður, Inga Bjarnason, leikstjóri, Guðrún Svava Svavarsdóttir, Jeikmyndateiknari, Ingibjörg Björnsdóttir, aðstoðarleikstjóri, Þröstur Guðbjartsson, leik- ari og í rúminu er María Sigurðardóttir, leikkona óréttlátur. En þessar tvær konur sögðu eitthvað á þá leið: „Ætli þeir hafi ekki bara átt ætta skilið. Þeir hafa bara verið kommúnistar." Síðanjókstþetta orð af orði uns Pinter rauk heim í fússi og skrifaði þetta leikrit." Kveðjuskál sýnir okkur yfirheyrslur yfír manni sem kerfið álítur hættulegan. Það er nokk sama hvort sá segir eitthvað eða alls ekki neitt, því rannsóknarlögrelumaðurinn sem yfírheyrir hann túlkar allt á sinn hátt og ekki fanganum til framdráttar. Ef hann talar ekki er honum lagt sitt af hverju í munn. Ef hann talar eru til ótal túlkunarleiðir út frá þeim orðum. Og pyntingameistarinn storkar honum, hótar og ógnar. Með hlutverkin í Kveðjuskál fara þeir Amar Jónsson, sem leikurpyntingameistarann, Þór Tulinius s_em leikur fangann, Margrét Ákadóttir sem leikur eiginkonu hans og Ólöf Amarsdóttir sem leikur dóttur þeirra. „Einskonar Alaska" fjallarum konu sem vaknar af svefni eftir 29 ár. Hún hafði þjáðst af svefnsýki sem gekk eins og faraldur um heiminn upp úr síðustu aldamótum. Einn og sami maðurinn hefur annast hana í öll þessi ár. Hann er eini tengiliður hennar við umheiminn, því hann þekkti hana áður en hún sofnaði, þá 15 ára gömul. Hann þekkir sögu hennar og veit allt um afdrif Qölskyldu hennar sem hann er tengdur óijúfanlegum böndum. Hann hefur helgað líf sitt þessari einu konu. Ifyrir öðmm er hann dauður. Hann er sá sem að lokum vekur hana til lífsins, sem hefði kannski verið betra að sofa af sér áfram. Kannski ekki. Með hlutverkin í Einskonar Alaska fara þau María Sigurðardóttir Þröstur Guðbjartsson og Margrét Ákadóttir. Leikmynd beggja einþáttunganna hefur Guðrún Svava Svavarsdóttir gert. Lýsingu annast Sveinn Benediktsson og aðstoðarmaður leikstjóra er Ingibjörg Bjömsdóttir. Næstu sýningar á einþáttungum Pinters verða þriðjudagskvöldið 10. nóvember, klukkan 22.00 og fímmtudaginn 12. nóvember, klukkan 22.00. Annar þátturinn, Einskonar Alaska, verður sýndur einn og sér á laugardags og sunnudagseftirmiðdögum klukkan 16.00. ssv fyrir börn, sérstaklega að því er skólákerfinu viðvíkur, í Reykjavík en víðast annars staðar. „Fullkomnun í skóla- kerfinu er afstæð. Ég held að skólinn skipti ekki máli. Ég hef ekki orðið fyrir af- gerandi uppljómun í skóla og ég býst við að svo sé um fleiri.Mér fínnst plássið og kyrrðin skipta meira máli.“ En er rithöfundi ekki nauðsy nlegt að búa í Reykjavík, þar sem nýir bókmenntastraumar fara um áður en þeir halda út á landsbyggð- inga? „Hvað snýr að bókmennt- unum, held ég að Islend- ingar hljóti að fara að gera sér grein fyrir því að al- þjóðahyggja er ekkert nýtt fyrir útlendinga. Við segj- um ekkert nýtt með því að apa upp eitthvað sem þeir hafa verið að gera. Það er alltaf verið að tala um að fylgjast með. Það er gott út af fyrir sig, en ætti kannski ekki að hafa for- gang. Það er eins og Islendingar séu hræddir um að vera álitnir þröng- sýnir og innilokaðir og þeir hamast við að fylgjast með. En við verðum að hafa ein- hver önnur gildi - okkar eigin. Ég held að þessi gildi séu til staðar og ekki þui-fi að leita langt. Menn hafa kannski gengið með blöðk- ur fyrir augunum, en ég held að sá tími sé kominn að menn séu að gera sér grein fyrir þessu. Það er kannski ekki komið fram í skáldskap okkar í dag, en ég held það sé á næsta leiti. Sjálfur nenni ég ekki lengur að lesa eftirlíkingar af suðuramerískum eða evrópskum bókum. Það er tími til kominn að hlutimir fari að gerast innan frá.“ í sögunni „Gangandi íkomi" sem hefst í sveit- inni, færist leikurinn til borgarinnar. Er þetta sú borg sem þér fínnst Reykjavík vera? „Nei, ég er ekki að préd- ika. Það hefur aldrei verið mín sterka hlið. Það sem ég hef verið að tala um eru mínar prívat skoðanir og ég blanda þeim aldrei inn í skáldverk mín. Það væri líka erfítt fyrir mig að setja skoðanir mínar inn í skáld- skapinn; ég skipti svo oft um skoðun. Þessi borg í seinni hluta sögunnar er eitthvað allt annað. Ég veit ekki afhveiju sagan berst þangað. Það bara gerist. Ég ræð engu um það hvert sögupersónan ferðast. Hún ræður því sjálf Sagan tók snemma sína eigin stefnu og ég fylgdi henni eftir.“ En nú ert þú þekktur sem ljóðskáld. Afhveiju skáldsaga núna? „Ég var búinn að taka þá ákvörðun að skrifa og það vita allir hvemig búið er að ljóðskáldum á Is- landi. En ég hefði aldrei farið út í skáldsögu ef það hefði verið eina ástæðan. Þeir sem hafa lesið ljóðin sjá að snemma fer að bera á ljóðum sem eru einhvers konar bergmál af sögu. Ég fann þegar ég fór að fást við að skrifa söguna að þessi hugmynd var mér ekki framandi. Ég var bú- inn að fást við söguna í huganum mjög lengi. Skil- in hafa aldrei verið mjög skörp í Ijóðunum. En svo er það líka í og með óbeit mín á móraliseringu sem leiddi mig út í þetta. Ég vil frekar segja frá hlutun- um. Síðan getur hver og einn hugleitt þá eftir eigin höfði. Mér fínnst ég ekki hafa neitt umboð til að segja öðmm hvað þeir eiga að gera eða hvaða lífsgildi þeir eiga að hafa. Það verð- ur hver og einn að hafa fyrir sjálfan sig. Það er ekki þarmeð sagt að ég hafí ekki skoðun á neinu. Ég vil bara ekki blanda þessu tvennu saman, skoð- unum og skáldskap." Eru þá einhver tengsl milli ljóðabókanna þinna og þessarar skáldsögu? „Ég held að einu áber- andi tengslin milli þeirra séu að þær eru skrifaðar af sama manninum. Síðasta ljóðabókin mín fór að vísu svolítið nærri söguforminu og i henni og skáldsögunni er að vissu leyti svipað and- rúmsloft. Ég hef verið að færa mig nær skáld- sögunni, svona ómeðvit- að.“ Nú var verið að gefa út Ijóðabókina þína „Haugxof,“ sem kölluð er endurútgáfa. Eru ný ljóð í henni og ef ekki afhveiju er hún gefin út? „Þessi endurútgáfa var vegna þess að þijár af bók- um mínum, sú fyrsta og tvær síðustu, vom uppseld- ar. Þær vom gefnar út í mjöglitlu upplagi, 250 ein- tökum. Ég hef orðið var við að fólk heldur að þetta sé einhvers konar heildar- safn, en það á ekkert skylt við það. Þetta er einfald- lega endurútgáf a og tvær bækur vantar upp á heild- ina. Einu breytingarnar í þesari bók em þær að ég hef breytt stafsetningunni í lögbundið form. Síðan sleppti ég nokkmm ljóðum úr fyrstu bókinni." Hvað verður svo næst hjá þér? „Ég er eiginlega alveg á bersvæði núna. Vegir liggja til allra átta, sá næsti í Borgames." Viðtal/Súsanna Svavars- dóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.