Morgunblaðið - 08.11.1987, Page 6
6 C
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1987
, Fó\k almennt veit ekki
hvaðsiðgeðiet Folk
erekViemsheiöartegt
oabaö vat fytii sextiu
&W.Í\WSSU,
mermhvaðdienglund
vantónemkennm
vestrænt siðgfeði og
vestrsna menningn.
En eVktlengur
__ _ ____ flúði land sitt
Núsnístatonm
peliW6a' ímáli.
SKÁLDIÐSEME8ÍNÖP VIÐNÚTÍMÁNN
Rithöfundurinn Paul Bowles er
orðinn 75 ára en hann hefur lifað
í Marokkó síðustu §örutíu árin.
Hann þoldi ekki við 5 Bandaríkjun-
um, þar sem hann fæddist, og
hann hefur reynt að útskýra það
í bókum sínum hvemig og hvers
vegna vestræn siðmenning hefur
breyst til hins verra með ámnum.
Hann er frægastur fyrir hina ljóð-
rænu skáldsögu The Sheltering
Sky, sem út kom árið 1949.
Sögnr um ofbeldi
— Sögur þínar, sem fjalla gjarnan
um ofbeldi, gerast að mestu leyti
í Afríku, Asíu og Rómönsku
Ameríku. Hvers vegna skrifarðu
um þessa staði einvörðungu
Ég skrifa um hörmungar lífsins
og ofbeldi einfaldlega vegna þess
að ég óttast það og vona að ekk-
ert slíkt hendi mig. Sá sem skrifar
er sennilega að því til að halda
sjálfum sér í vissri fjarlægð frá
hryllingnum, til að hleypa hinu
illa ekki nærri sér. Hvað staðsetn-
inguna varðar, þá býst ég við að
fólk trúi þvi frekar að slíkar sögur
gerist á þessum stöðum en í Evr-
ópu eða þá Bandaríkjunum!
— Byggir þú sögur þínar að
einhveiju leyti á eigin reynslu?
Alls ekki. Margar sögur fæ ég
beint í fangið frá fólki sem er að
segja ffá sjálfu sér, margar hug-
myndir fæ ég þegar ég les um
fólk í blöðum, og sumt skálda ég
sjálfur. Skáldskapur grær nefni-
lega eins og arfí.
— Gagnrýnendur hafa bent á
skyldleika aðalpersónunnar í „The
Sheitering Sky“ við þig sjálfan
og konu þína (rithöfundurinn Jane
Bowles sem er látin). Hvað er
hæft í því?
Ég hef lagt mig í líma við að
skrifa ekki um sjálfan mig né það
sem ég hef upplifað. Því verður
hins vegar ekki neitað að sérhvert
skáld er alltaf að fást við sjálft
sig. Slíkur skáldskapur sprettur
ekki nakinn á pappírinn, góður
skáldskapur er aidrei nákvæm-
iega eins og sú reynsla sem er
kveikjan.
— Þú sagði eitt sinn að lífíð í
Marokkó væri „drama af stórri
gráðu“ og þú þreyttist aldrei á
að horfa á innfædda leika sín hlut-
verk. Hefur það eitthvað breyst?
Ég sagði þetta fyrir rúmri öld
og það á ekki við lengur. Fólkið
var ekta þegar ég kom, líf þess
mikið drama; fólkið var tilfinn-
ingaríkt og það sýndi tilfínningar
sínar. Frumstæðar hvatir eins og
ofbeldishneigð voru aldrei fjarri
mönnunum hér. Nú er drama
þessa fólks ekki eins merkilegt
og við vitum öll hvers vegna. Fólk-
ið hér hefur glatað sínum sérein-
kennum, nú ganga allir karlmenn
í Levi-gallabuxum og kvenfólkið
í öðrum innfluttum fatnaði. Ytri
búningur fólksins hefur breyst og
því verður maður að gera ráð fyr-
ir að það hafí einnig breyst hið
innra.
— Þér er í nöp við „nútímann",
var það þess vegna sem þú fluttir
til Marokkó?
Ég fyrirlít nútímafyrirbæri eins
og flugvélar, sjónvarp, stórborgir,
flugvelli og fjöldasamkomur.
Heimurinn hefur ummyndast, það
sem áður var ánægjulegt er nú
pínlegt. Ég ferðaðist mikið þegar
ég var ungur, ég sá aðra heims-
hlúta, kynntist landi og fólki fjarri
mínu, og sennilega þess vegna
skynjaði ég muninn og gat flúið
hingað. Nú er ég hættur að ferð-
ast, enginn staður í heiminum
freistar mín iengur.
„Fólk er hætt að
hugsa“
— Hvemig veistu þá hvað er
að gerast í heiminum?
Eg hlusta á útvarpið og les blöð,
þú lærir meira af texta en ljós-
mynd. Ég hef aldrei skilið mikil-
vægi sjónvarpsþula, ég vil ekki
horfa á mann þylja upp góðar
fréttir og slæmar. Fóik vill ekki
hugsa, fólk forðast að hugsa, en
til hvers er heilinn annars en að
hugsa? Við getum allt eins verið
kettir.
Paul Bowles hefur undanfarið
þýtt nokkur verk rithöfundarins
Múhammeðs Mrabets, sem býr í
Marokkó, og Rodrigo Rey Rose,
sem er frá Guatemala. Hann hef-
ur ennfremur fyigst með þýðing-
um á verkum sínum yfír á frönsku
og spænsku.
Paul Bowles er ekki bjartsýnn
á framtíðina. Hann segir:
Fólk aimennt veit ekki hvað
siðgæði er. Fólk er ekki eins heið-
arlegt og það var fyrir sextíu
árum. í þá daga vissu menn hvað
drenglund var; hún einkenndi
vestrænt siðgæði og vestræna
menningu. En ekki lengur. Nú
snýst allt um peninga. ímynd
fólks um konuna í Bandaríkjunum
— hún á að giftast, eignast böm
og vera sfvinnandi — og er forógn-
arljót. Hvemig geta böm, sem
alast upp við slíkan hugsunar-
hátt, vitað hvað siðgæði er? Það
em ef til vill ekki allir sammála
mér, og fólk getur talið mig elliær-
an fyrir að tala sisvona og vera
hlekkjaður fortíðinni. Ég er ekki
frá því að það sé satt. Það er
máski ekki mikil eftirsjá í þessum
heimi, en það er mikil eftirsjá í
fólkinu.
HJÓ — Byggtá við tali íNewaweek.
LITIÐINN Á MYNDLISTARSÝNINGUNA
Brynhildur Þorgeirsdóttir. Án titils, 1985. Blönduð tækni.
A
Islensk myndlií
í norrænu listamiðst
í Finnlandi
Igrenjandi rigningu og á mesta
annatíma Helsinkiborgar datt
undirrituðum í hug að skreppa
yfír til Sveaborg sem er frið-
sæl eyja rétt utan við Helsinki,
og beija þar augum íslenska mynd-
listasýningu Miklatún Manhattan.
Helsinki er vissulega stórborg í sam-
anburði við Reykjavík, en það er
auðvelt að sleppa frá skarkala borg-
arinnar til rólegri staða. Frá aðalmið-
kjama Helsinki er um 10 mínútna
gangur að höfninni, þar er jafnframt
stórt markaðsvæði „Salutorget" það-
an tekur um 10 mtnútur með feiju
yfir til Sveaborg, sem er ein af 6
eyjum í eyjakiasa við bæjardyr Hels-
inki, en eyjamar em.hluti af borg-
inni. Sveaborg er einn af sögulegustu
stöðum á Helsinki-svæðinu. Þar var
á sínum tíma eitt stærsta og ríkasta
sænska vamarvirkið í sænsk-fínnska
ríkinu, þegar Finnland tilheyrði
Svíþjóð, eða Finnlands lás.
Miklatún, Manhattan,
Sveaborg
Á Sveaborg er Norræna listamið-
stöðin, en tilgangur hennar er að
auðvelda fólki frá Norðurlöndunum
að kynnast sjónrænni list nágranna-
tandanna t.d. meðjjví að skipuleggja
farandssýningar. Á Sveaborg er mik-
il gróska f starfsemi listamiðstöðvar-
innar. Þar eru m.a. myndlistargallerí
og fímm gestavinnustofur (studios),
bókasafn o.fl.
Á vegum Norrænu listamiðstöðv-
arinnar hefur íslenska farandlista-
sýningin Miklatún Manhattan verið
skipulögð. Eftir flakk um hin Norð-
urlöndin m.a. Noreg og Svíþjóð er
sýningin loks komin hingað til Svea-
borgar. Sýningin Miklatún Manhatt-
an er á verkum 11 íslendinga sem
eiga það sameiginlegt að hafa stund-
að myndlistamám í New York, eða
unnið að myndlist þar. Sum verkanna
í Sveaborg komu undirrituðum kunn-
uglega fyrir sjónir, enda verið sýnd
áður í Reykjavík.
Hvað sem því líður þá var gaman
að sjá verkin í nýju og framandi
umhverfí, og sýningarsalir hússins
gáfu verkunum skemmtilega um-
gjörð.
Greinileg áhrif frá stórborginni
New York má sjá í verkum íslending-
anna í Sveaborg. í New York hafa
helstu hræringamar átt sér stað í
myndlist síðustu árin, þangað hefur
straumurinn legið til myndlistamáms
úr öllum heimshomum. Borgin hefur
ekki aðeins séð fyrir listmenntun,
heldur mikilvægri reynslu sem fylgir
því að lifa í stórborg, sem hefur aft-
ur orðið þýðingarmikill bakgrunnur
að svo mörgum hræringum í samtíð-
arlist.
Kraftur New York
Á Manhattan er styrkur lista-
mannanna mældur. Að búa á íslandi
virðist næstum þvf of auðvelt saman-
borið við harða lífsbaráttuna í
stórborginni New York.
Á sýningunni í Sveaborg sýnir
Vignir Jóhannsson þijú olíumálverk
máluð á pappír, ásamt tveimur tré-
skurðarmyndum. Málverk Vignis eru
hressilega máluð, glaðlegum litum,
myndröðin Light-físhing 1 2 og 3 frá
1985. Pensildrættimir eru ákveðnir
og lifandi. Sama má segja um tré-
skurðarmyndimar, teikningin er
lifandi og kröftug „Eldhopp" frá
1985 (Fire jump). Vignir er sá lista-
mannanna sem hefur búið lengst í
New York og býr þar og starfar
enn. Hann segir að f New York þyki
það mikilvægara að vera frá íslandi
heldur en að vera listamaður.
Kannski er það skiljanlegt þegar
haft er f huga að 100.000 listamenn
starfa í New York, en samanlagður
fjöldi íslendinga aðeins 240.000.
Stærð borgarinnar er gríðarleg á
mælikvarða íslendinga. Borgin hefur
Hulda Hákon. Um nóttina. Eitt li
hundar bíða við eldinn, 1985. Olíi
í raun opnað nýjan heim fyrir alls-
konar strauma og þá ekki síst í
myndiistinni. „Kraftur New York er
eins og trúarbrögð, og þú verður að
trúa á hans jákvæða rnátt." f hugann
kemur þessi tilvitnun í sýningarskrá
þegar verk Erlu Þórarinsdóttur em
skoðuð á sýningunni t.d. verkið Son-
ur frá 1985 (A Son) málað með
oliulitum á hálfan trékross. Hann
virðist einmana og umkomulaus þessi
mjóslegni rauði maður sem Erla hef-
ur grópað svo tryggilega í tréð. Hann
virðist biðjandi, það er eitthvað sem
minnir á_ trú þegar þetta verk er
skoðað. Áhrif New York leyna sér
ekki í verkum Erlu, „frá stórborginni
sem er eins og brennandi ofn“.
í sýningarskrá segir Erla m.a.:
„Venjulegt listalff í New York er
kannski rottuiff (Rat life). Tímabund-
ið starf í dag þýðir að það er
möguleiki að mála á morgun."
Brynhildur Þorgeirsdóttir er með
stóra efnismikla skúlptúra með
hijúfu yfírborði, sem minna helst á
einhver torkennileg dýr. Mestu máli