Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 12
a n?Rr HH^VÖVI 8 JITTDAfKítWTT8 OIOA mWBWOM
12 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8.nNÓVEMBER 1987
síðastliðnum vetri
stóð ég fyrir því að
efnt var til nám-
skeiðs í ritlist við
heimspekideild
Háskóla íslands.
Þetta var ný-
breytni í
háskólakennslu hér á landi og
gert í tilraunaskyni. Heitið ritlist
var valið til að tjá á íslensku hug-
takið creative writing sem notað
er um hliðstætt nám og kennslu
í Bandaríkjunum og Kanada. Til-
gangurinn með tilrauninni var sá
að kanna hvemig gengi að leið-
beina háskólanemendum í
íslensku við skapandi ritstörf,
bjóða upp á námskeið í því að
skrifa svo að talað sé á hvers-
dagsmáli og tæpitungulaust. Efna
til náms í bókmenntasköpun, ef
menn kjósa hátíðlegra orðaval.
Er hægt að læra
að skrifa?
Svo var um þessa nýbreytni
eins og marga aðra, að ekki
voru allir yfir sig hrifnir. Þótt
bein andstaða væri ekki orðuð
við mig (kannski m.a. vegna
þess að ég lagði mikla áherslu
á að hér væri einungis um til-
raun að ræða), þá var eins og
lægju í loftinu spumingar á
borð við þessar: Er hægt að
læra að skrifa? Þykist þú geta
kennt mönnum að verða skáld?
— Hverju á að svara? Hvað
gera menn sem vilja verða list-
málarar? Fara þeir ekki í nám?
Eða þeir sem vilja verða tón-
skáld? Krefst það ekki líka
náms? Mótbáran við þessu gæti
þá verið: Litir og tónar em sér-
hæfð viðfangsefni, en tungu-
málið tölum við öll. Jú, að vísu,
en listræn beiting tungunnar er
líka sérhæfð. Og þótt ekki sé
hægt að kenna mönnum sköp-
unarneistann (og gildir þá einu
hvort það er í litum, tónum eða
orðum), þá er vissulega hægt
að kenna verklag, tækni, hand-
bragð, þjálfa og vekja til
umhugsunar um ótal margt sem
þarf að varast, ekki síður en
hitt sem ákjósanlegt er. Menn
em ekki fæddir fullþroskuð
skáld, þeir verða að læra sína
listgrein eins og aðrir með ein-
hveijum hætti.
Menningararfur þarf
líka framtíð
Kveikjan að þessari nám-
skeiðshugmynd var upphaflega
sú, að ég hef nokkur undanfar-
in ár tekið stuttlega þátt í
hliðstæðum námskeiðum á lýð-
háskólanum á Biskops-Arnö
skammt frá Stokkhólmi. Og ef
menn hafa fordóma gagnvart
lýðháskólum, þá skal tekið skýrt
fram að aðalkennararnir í þess-
um námskeiðum hafa verið
hálærðir bókmenntafræðingar
með doktorspróf frá víðfrægum
háskólum. Þama kynntist ég
slíkum námskeiðum af eigin
raun, og í framhaldi af því fór
ég að viða að mér nokkrum
gögnum frá bandarískum há-
skólum. Þar hefur creative
writing verið viðurkennd náms-
grein um árabil við fjölda
háskóla. Kannski eru University
of Iowa og University of Sout-
hem Califomia (Los Angeles)
einna frægastir. Og við banda-
ríska háskóla er hægt að taka
sjálfstæð háskólapróf í þessari
grein, meira að segja doktors-
próf.
Þá vil ég líka taka fram að
háskólaráð hefur viðurkennt
skáldskapariðkun mína sem
ígildi rannsókna, fyrirbæri sem
þykir sjálfsagt í Bandaríkjunum
og Kanada þegar í hlut e.iga
bókmenntakennarar sem einnig
semja skáldskap. Enda er það
svo, að mjög náin tengsl eru á
milli t.d. bókmenntagreiningar
og skáldskapariðkunar, sem er
í eðli sínu sífelld íhugun um ein-j
staka þætti bókmenntaverks:
frásagnaraðferð, stíl, persónu-
sköpun, myndmál o.s.frv.
Við þetta bætist svo sú sann-
færing mín að bókmenntafræð-
ingum sé brýn nauðsyn að hafa
einhveija innsýn í hvað í því
felst að skapa bókmenntir. Há-
skólanám í íslensku, máli og
bókmenntum er fyrst og fremst
fólgið í því að tileinka sér fræði
og þekkingu annarra. Tunga
okkar og bókmenntir eru dýr-
mætasti menningararfur okkar,
og enginn heilvita íslendingur
efast um nauðsyn þess að sinna
honum vel. En menningararfur
þarf líka framtíð, og hún verður
engin án endurnýjunar. Þess
vegna tel ég í fyllsta máta eðli-
legt (og raunar bráðnauðsyn-
legt) að íslenskudeild Háskóla
Islands sem á að sinna þessum
arfi og efla hann, efli líka
tengslin við skáldskapinn sjálf-
an og sköpun hans.
Krafa um erfiðan
sjálfsaga
Tólf nemendur byijuðu á
þessu námskeiði og vissu svo
sem fyrirfram ekki mikið hvað
þau voru að taka sér fyrir hend-
ur. Þau voru misjafnlega á vegi
stödd hvað eigin ritstörf varðar,
sum höfðu skrifað mikið, önnur
lítið sem ekkert. Tveir nemend-
ur heltust úr lestinni, en tíu
stunduðu námið af áhuga og
kappi allan veturinn og stóðu
sig með mikilli prýði. Þær kröf-
ur voru gerðar að nemendur
hefðu áður lokið námsþáttunum
Bókmenntafræði og Straumar
og stefnur, svo að hægt væri
að nota ýmis fræðileg hugtök
án þess að þurfa að skýra þau
sérstaklega. Við hittumst einu
sinni í viku í þijár samfelldar
kennslustundir, og allir urðu að
skila textum hálfsmánaðarlega,
fimm og fimm. Textamir voru
svo fjölfaldaðir og öllum skylt
að lesa texta annarra og búa
sig undir að fjalla um þá. Það
er nefnilega ekki síður lær-
dómsríkt fyrir nemendur að lesa
texta annarra, sem í smíðum
eru, og spreyta sig á að meta
þá, sjá hvað er vel gert og sömu-
leiðis leita að því sem hugsan-
lega mætti betur fara. Ég setti
þeim fyrir verkefni af ýmsu
tagi, og lagði ríka áherslu á að
textum væri ævinlega skilað á
réttum tíma. Það er grundvall-
aratriði í svona námskeiði að
nemendur venji sig á að beita
sig þeim erfiða sjálfsaga, sem
felst í því að verða að skrifa og
skila á fastákveðnum tíma.
Stundum voru verkefnin tækni-
leg. T.d. að skrifa frásögn af
gamalli konu sem er að fara
upp í strætisvagn. Einn átti að
skrifa frá sjónarhóli konunnar,
annar eins og bílstjórinn sá at-
vikið, þriðji sem alvitur höfund-
ur o.s.frv. Stundum var
vettvangur nefndur, eins og að
fara niður að Tjöm og yrkja ljóð
eða skrifa leikrænan texta sem
tengdur er tveimur manneskjum
sem lenda saman í lyftu sem
bilar. Inn á milli höfðu nemend-
ur svo auðvitað fijálsar hendur
og máttu koma með hvað sem
þeir vildu. Ég lagði áherslu á
það, að nemendur spreyttu sig
á mismunandi formum, byndu
sig ekki bara við ljóð, eða leik-
rænan texta eða frásögn, þótt
auðvitað kæmi í ljós að þessar
mismunandi tegundir höfðuðu
misvel til einstaklinga. í upp-
hafi er að mínu viti nauðsynlegt
að reyna að glíma við þetta allt.
Gagnrýni þarf að vera
jákvæð og örvandi
Kennslustundimar fóm svo í
að ræða einstaka texta. Ég vissi
af reynslu að í svona námskeið-
um er eitt og annað sem ber
að varast, og það ræddi ég við
nemendurna strax í upphafi.
Fyrsta hættan er sú að nemend-
ur eigi erfitt með að taka
gagnrýni og líti á aðfinnslur um
einstök atriði jafnvel sem per-
sónulegar árásir á sig. Þess
vegna skiptir höfuðmáli að
gagnrýni sé jákvæð og örvandi,
og beinist að því að reyna að
sjá það sem betur má fara, og
að nemandinn skilji að umfjöll-
unin og athugasemdirnar hafa
þann tilgang einan að hjálpa
honum að ná sem bestum ár-
angri. Þá má ekki heldur
gleyma að segja honum hvað
vel hefur tekist. Önnur hættan
er sú að nemendur í svona hópi
fari að draga dám hver af öðr-
um, textarnir verði með öðmm
orðum of líkir. Þess vegna er
brýnt að um hvern texta fyrir
sig sé fjallað út frá eigin for-
sendum og leitast við að styrkja
persónuleg einkenni. Þriðja
meginhættan er að of mikil
samkeppni skemmi samstarf-
sandann og geti jafnvel splundr-
að hópnum. Þama er á ferðinni
ÚR FRÆÐUNUM
sú vonda árátta margra rithöf-
unda sem felst í ofmetnaði: ég
er betri en þú. Samstarf í námi
af þessu tagi getur ekki tekist
nema þátttakendur kunni að
gleðjast þegar aðrir gera vel. Á
hinn bóginn má ekki heldur
gleyma að taka fram hreinskiln-
islega hvað manni finnist þurfa
að betmmbæta, misskilin hlífð
tefur einungis fyrir framfömm.
Af þessu má ljóst vera, að
umræða í kennslustundum er
fjarri því að vera vandalaus.
Állir verða að leggja sig fram
og gera sér far um tillitssama
hreinskilni. Og það er ekki bara
textahöfundurinn sem er undir
smásjá hveiju sinni, heldur
reynir líka á alla hina, á hæfni
þeirra til að sjá vannýtta mögu-
leika í textum annarra. Og það
er alls annars konar lestur að
skoða texta sem ekki em endi-
lega fullskapaður, heldur en að
lesa útgefna bók.
Eins ég gat um hér að fram-
an, þá var ég heppinn með
þennan fyrsta hóp. Áhuginn var
mikill, starfsgleðin óvenjuleg og
mér fannst við tengjast nánar
en venja er í námi og kennslu.
Kannski hefðum við mátt vera
ögn ákveðnari, svo að ekki sé
sagt harðari í gagnrýni, en eftir
á að hyggja, held ég að stefna
okkar hafi verið rétt. Öðm máli
gegnir um framhaldsnámskeið.
Þá mátti taka fastar á. Og þá
er komið að spurningunni um
framhald.
Hug-myndir um
framhald
Þetta námskeið í fyrravetur
var tilraun. Ég fer í rannsókna-
leyfí á næsta vormisseri, og þá
ætla ég að kynna mér svona
nám betur í Bandaríkjunum og
Svíþjóð. En ég sé þegar fyrir
mér, að eitt svona bytjendanám-
skeið, þótt 10 einingar sé, er
alls ófullnægjandi. Ég vildi
gjarnan sjá ritlist fyrir mér sem
aukagrein upp á 30 einingar
(þriðjung úr BA-prófi) í tengsl-
um við íslenskunám. Að
nemendur gætu með öðmm orð-
um tekið BA-próf í íslensku og
ritlist. Þá mætti hugsa sér svona
gmndvallarnámskeið á borð við
það sem lýst var hér að fram-
an, og síðan nokkur valnám-
skeið. Til greina kæmu t.d. 10
eininga framhaldsnámskeið í 1)
frásögn, 2) ljóðagerð, 3) leik-
rænum texta og handritsgerð
og 4) þýðingum. Nemendur
veldu sér þá tvö framhaldsnám-
skeið til viðbótar við gmndvall-
arnámskeiðið. Þýðingarnám-
skeiðið hygg ég að yrði mjög
gagnlegt. Það er því miður of
algengt að menn haldi að þeir
geti þýtt skáldverk ef þeir
kunna eitthvert slangur í er-
lendu tungumáli. Það er mikill
misskilningur. Menn þurfa að
kunna vel það tungumál sem
þýtt er úr, en ekki síður þurfa
menn að hafa mikið vald á list-
rænni beitingu móðurmáls síns,
bæði hvað snertir orðaforða og
mismunandi stíl.
Það er skoðun mín að gott
nám í ritlist á háskólastigi gæti
orðið íslenskum bókmenntum
að miklu gagni. Ekki einungis
eða endilega með því að fjölga
rithöfundum eða stytta þeim
leið sem ætla sér að verða rit-
höfundar, heldur einnig með því
að auka skilning á tengslum
tungumáls og bókmenntaum-
fjöllunar og bókmenntasköpun-
ar. Það gæti ennig stuðlað að
vandaðri þýðingum skáldverka.