Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1987 C 5 ingar sínar um mannlífið, væri allt skýrt og einfalt á sviði lista gjörsam- lega útþurrkað af hinu flókna og margbrotna. Þessi röksemdafærsla er þó ósköp einfeldningsleg. Það mætti þá alveg eins fullyrða, að eftir Pýþagóras eða eftir skólaspekinga — guðfræðifrömuði og heimspekinga — miðaldanna hlyti mannsandinn að verða að eilífu dæmdur til að temja sér eingöngu margbrotinn hugsana- gang eða að menn stæðu ráðþrota gagnvart hinu torráða um aldur og ævi. Röksemdafærsla af þessu tagi er auk þess villandi, sökum þess að hún gerir þá ráð fyrir, að listin sé gáta, sem þurfi að leysa, eins og eitthvað hulið ferli, sem á sér stað í órafjar- lægð úti í geimnum. List er þvert á móti eitthvað sýnt — hún er skil- greind sem verk ætluð til sýningar, og hvað svo sem í listinni felst, er það falið kænlega en þó í þeirri von, að það finnist, líkt og lítið bam, sem er í feluleik á bak við gluggatjöldin. Jafnvel þó listaverk sé eins og sagt er erfítt að skilja, þá er það skylda gagnrýnandans að skýra formið eða merkinguna; hann á að gera hlutina ljósari, ekki torræðari. Þegar gagnrýnandinn hefur komið fram með skýringar sínar á lista- verki, þá er það líka skylda hans að leyfa sálu áhorfandans, lesandans eða hlustandans óáreittri að njóta upplif- unar verksins og gleðinnar af því. Það er vissulega ekki í verkahring gagnrýnandans að fara beinlínis inn- an í listaverk með þ- * að nota á það einhveija kennisetningu, sem skilur lesanda gagnrýninnar eftir með þá tilfinningu, að grein gagnrýnandans sé svo fuilkomin, að það yrði með öllu ónauðsynlegt að fara á vettvang og skoða verkið sjálfur; það gæti jafn- vel gert listaverkið illskiljanlegra. Við ættum ekki að gleyma því, að gagn- rýnandinn er einungis í þjónustuhlut- verki gagnvart listinni og almenningi. Hver er sjálfum sér næstur Ætla mætti, að listamaður sé að öllu jöfnu bezt til þess fallinn að gagnrýna listaverk sín; þessi hug- mynd hefur alla tíð átt töluverðu fylgi að fagna meðal listamanna sjálfra og vina þeirra. Sá þanki er þó við nánari athugun ekki með öllu traust- vekjandi, getur enda vakið illvígar greinar með mönnum eins og oft vill verða. Það má þó segja, að yfirlýsing- ar listamanna um verk sín eða viðleitni sína í listinni, eru mikils virði, ef þær eru gefnar af fullri hrein- skilni og af sjálfsdáðum. Goethe sagði einu sinni við Eck- ermann, ungan við sinn í Weimar, að „byggingarlist er frosin tónlist." Ef Eckermann hefði haft nægilega óskammfeilni til að bera, þá gæti hann svo sem vel hafa spurt þennan mikla andans jöfur, hvort líta ætti þá á tónlist sem bráðnaða byggingar- list. Það er einungis á síðustu 150 árum, að almenningur hefur yfirleitt vænzt þess af listamönnum, hvort sem þeir eru frægir eða þá upprenn- andi, að þeir geri beinlínis uppskátt um listræn markmið sín, hugmyndir og sýnir í sambandi við verk frá þeirra hendi. Dagblöð, vikurit og aðr- ir fjölmiðlar hafa núorðið lagt lista- mönnum þá skyldu á herðar — sérstaklega með því að birta viðtöl við listamenn — að hver og einn lista- maður búi yfir „hugmyndum" og það vitanlega frumlegum og alveg ein- stæðum í hans eigin augum. Sú eðlilega forvitni, sem á þennan hátt er vakin hjá öllum almenningi, er nú orðin að stöðugri löngun manna f eitthvað forvitnilegt og spennandi f listum: Hvaða álit skyldi Dali eigin- lega hafa á Dali? Það er víst óhætt að segja, að ein- hver bezti mælikvarði sem fyrirfinnst á gagnrýnanda er sá, hvort þörf sé á öðrum gagnrýnanda til þess að skýra út gagnrýni hins fyrra. Tungu- mál var ekki til þess skapað að halda einræður, og gagnrýnandi ætti allra manna sfzt að láta standa sig að verki við að tala við sjálfan sig. J.B. Þýtt og endursagt úr „ Arts and Leis- ure“, New York Times Magazine. EIIMAR GUÐMUNDSSON SKRIFAR FRÁ MÚNCHEN: HÉR OG NÚ RÉTT FYRIR SÍ ÐUSTU ALDAMÓT í P ARÍS Henri de Toulouse-Lautrec (1864—1901) var franskur málari og svartlistarmaður er m.a. lagði grunninn að nútíma plakatagerð. Hann kom frá Suður-Frakklandi — en sótti í lista- glaum Parísar og gerðist stammgestur á Rauðu myllunni, því „fræga skemmti- og spillingar- bæli“. Þar fékk hann sitt fyrsta verulega verkefni, að gera veggspjald í tilefni vorkom- unnar árið 1891. Og þar með skóp hann hinn svonefnda „grípandi plakatastíl", með eggjandi litadýrð og einföldum formum. A þeim tíu ólif- uðu árum er hann þá átti eftir, hristi hann fram úr erminni þær 350 steinþrykksmyndir sem verið er að sýna í Þýzkalandi á þessu ári. Myndimar eru skrásetningar augnabliksins og lýsa gleði- og skemmtanalffi Parísarborgar rétt undir síðustu aldamót, þar sem „hér og núinu“ eru gerð skil af lotningarfullri alúð. Toulouse-Lautrec hélt sig mikið á börum, veitingastöðum, kabarettum, hóru- og leik- húsum, þar sem hanp fylgdist með gleði og sorgum mannlífsins. í myndum sínum dregur hann oft fram niðurlægingu kvennanna, sem æðmlaust beijast fyrir tilveru sinni; þær eru frakkar og hnakkakertar og halda þokka sfnum. Karlamir hins vegar hljóta grímulausa útreið skopmyndateiknarans; þeir eru sýndir sem gráðugir, hrokafullir gróðahyggjuseggir undir hræsnislegu jrfirbragði. Það var safnari frá Berlín, Otto Gersten- berg, stærðfræðingur og forstjóri tryggingafyr- irtækis, sem fór á stúfana strax eftir 1900 og tókst á örskömmum tíma að safna saman þess- ari heild grafískra verka eftir Toulouse-Lautrec. Leit þessi sýning, skilst mér, fyrst dagsins ljós á þessu ári, í Berlín. Þegar þetta er skrifað, stendur hún yfír í Miinchen (21. marz—24. maí) í Haus der Kunst. Þaðan fer hún til Bad- en-Baden og síðan til Köln. Toulouse-Lautrec. Vegna útlitsgalla átti Toulouse-Loutrec litt ving- ott við aðrar konur en þær sem taka borgun fyrir að sýna blíðu sina. Þurfti hann þvi í sifellt skjól að venda hjá mellunum. Siðustu tiu árin liðu i stanzlausri vimu kynlifs, alkóhóls og vinnuæðis. Á endanum voru likamskraftamir á þrotum og of- skynjanir sóttu á hugann. 35 ára gamall hélt Toulouse-Loutrec til heimahaga sinna til að deyja — var þá búinn að afkasta þvi verki, sem átti eft- ir að gera hann heimsfrægan. Sýningin i Haus der Kunst i MUnchen er gjör- samlega útlitsgallalaus, og ber glöggt vitni nærmi tilfinningu Þjóðveija fyrir útlitsgallaleysi. Reynd- ar er sýningin hönnuð með það í huga að slá aðsóknarmet; viðurkenna þó aðstandendur að vel- gengni er þó aldrei hægt að skipuleggja fyrirfram. En svona sýningar falla einmitt i kramið hjá al- menningi, sem reyndar forðast nútimalistina eins og pestina. Eiginlega er hér ekki um neina sérstaka frétt að ræða. En ég hafði álpazt inn á blaðamannafund vegna þessarar sýningar — og þótt við blasi svo sem ævintýri augans, þá var ekki endilega þar með sjálfgefið að frásögn ætti brýnt erindi við íslendinga. Var ég búinn að gefa þessa grein upp á bátinn, er ég allt í einu eygði langsóttan mögu- leika til að ljúka þessu máli: Komst ég sem sagt að þvi, svo ólfklegt sem það nú er; þá ku vera auðveldara að komast á miðils- fund hér f MUnchen og ná sambandi við sjálfan listamanninn Toulouse-Lautrec, heldur en að hringja kollekt til íslands. Þetta heyrði ég sem sagt á dögunum, kannaði málið og komst að, að tilfellið er. Þjóðveijar eru búnir að taka fyrir að hægt sé að hafa kollekt-samband við ísland. Fylgdi sögunni að Póstur og sfmi hefði aldrei borgað fyrir þessa þjónustu, og þvf verið afskrifaður! — Ekki beint fallegt til afspumar þetta. Vonandi öðlast Póstur og sími á íslandi ekki nándar nærri svipaða frægð og myndir Toulouse- Lautrec. Frumþrykk forsfðunnar. tif

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.