Morgunblaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 3
Hfor0tmfrla»ib /ÍÞRÓTTIR ÞRLÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1987 B 3 HREYSTl Það er skylda stgómvalda að gera áhugasömum kleift að mennta sig í leiðbeinendastorfum á heilsuræktarstöðvum Enn um fræðslumálin. Hæfni leiðbeinenda á heilsurækt- arstöðvum, bæði í tækjasölum og þolfimistöðvum hefur verið í brennidepli undanfarið. Er nú svo komið, að heilbrigðisyfirvöld hafa skipað nefnd til að gera tillögur um starfsreglur fyrir þessa starfsemi. En þá vaknar strax spurning. Hvaða starfsemi fellur und- ir heilsurækt og hver ekki. Sam- kvæmt útlínum Jóhanns Heiðars Jó- hannssonar í Hreystipistli fyrr í sumar er hvers kon- ar líkamsrækt ein gerð heiisuræktar. Þetta þýðir, að hvers konar íþróttir og hreyfing eru hluti heilsuræktar. Ef við höldum okkur eingöngu við þá að- ila, sem selja þjón- ustu sína með aðgöngukortum fyr- ir ákveðinn fjölda tíma, þá ei-u þar á meðai jassdans- stöðvar, sem einnig bjóða upp á aerobic, og aerobie stöðvar, sem bjóða upp á dansspuna o.s.frv. Því er hór um mikilvægt skil- greiningaratriði að ræða. Annað atriði, sem skiptir höfuðmáli er, hvaða stefnu nefndin velur til að nálgast takmark sitt. Verða starfsreglur settar, sem gera einhverja grunnkröfu um menntun eins og t.d. að hver og einn er stundi leiðbeinenda- störf sé íþróttakennari? I fljótu bragði gæti það virst einföld og árangursrík lausn. Menntun- arkröfur féllu inn í menntunar- kerfi okkar nú og allir yrðu ánægðir. Málið er þó langt frá því svo einfalt. Það er ljóst, að íþróttakennaramenntun án frek- ari reynslu af leiðbeinendastörf- um annað hvort við tækjaþjálf- un, þolfimi, -dans eða aðrar greinar, sem hafa það markmið að auka loftháð þol, er ekki nægjanleg. Ef það yrði ofan á að gera kröf- ur um sérstaka sértæka mennt- un til þeirra er sinna leiðbein- endastörfum, verður að gera ráðstafanir til þess að gera fólki kleift að öðlast slíka menntun. Bandaríkjamenn eru fremstir flokki í menntun leiðbeinenda á heilsuræktarstöðvum. Þar hafa rísið samtök, sem hafa það markmið að mennta fólk til leið- beinendastarfa á heilsuræktar- stöðvum. Má þar t.d. nefna IDEA, sem er skammstöfun á International Dance-Exercise Association. Þetta eru samtök eigenda og starfsfólks heilsu- ræktarstöðva og hafa þau verið í forystuhlutverki í menntunar- málum þolfimi. Þessi samtök hafa staðið fyrir prófum á nokkrum stöðum í Bandaríkjun- um á hverju ári. Prófíð hefur bæði verið verklegt og skriflegt og samkvæmt sýnishomum, sem undirritaður hefur séð, ekki fyrir aukvisa. Viðkomandi verð- ur að hafa staðgóða menntun í líffærafræði, þjálfunarfræði, lífeðlisfræði og næringarfræði, svo eitthvað sé nefnt, svo og reynslu í útfærslu æfmga. Einn- ig verður viðkomandi að hafa nýlegt próf í endurlífgun. Fleiri samtök í Bandaríkjunum hafa látið menntun þolfimileiðbein- enda til sín taka s.s. American College of Sports Medicine og fleiri. Þá geta menn nú nálgast þessa menntun á íþróttabraut- um háskólannna. Þama eru Bandaríkjamenn að svara þörf með þeim hætti, sem þeim einum er lagið, en það er ekki þar með sagt, að ekki megi gott af þeim læra. Geysileg eftirspurn er nú hér á landi eftir hæfum leiðbeinendum á heilsuræktarstöðvar. Jónína Benediktsdóttir og fleiri hafa reynt að bæta úr menntunarþörf hér með námskeiðahaldi og er það lofsvert frumkvæði, þó að það hafi verið litið hornauga af sumum. Eg tel, að hver sem niðurstaða nefndar um starf- semi heilsuræktarstöðva verður, sé það skylda stjómvalda að leysa úr þessari bráðu þörf með námskeiðahaldi af einhveiju tagi, sem hæfir aðilar sæju um, og helst þyrftu viðurkenndir er- lendir kennarar að vera þar í aðalhlutverki. Eg er viss um að þátttaka yrði mikil, þrátt fyrir hugsanleg há þátttökugjöld vegna þess að fyrir þá, sem sæktu námskeiðið og lykju prófí í lok þess, væri brautin bein og meiri hæfni mundi skila sér í betri launum. Grímur Sæmundsen Bandaríkjamenn hafa varið í for- ystuhlutverki menntunarmálum leiðbelnenda á heiisuraektarstööv- um. KÖRFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN Bill Russel kominn aftur Fátt hefur vakið meiri athygli í íþróttalífinu í Bandaríkjunum í haust en ráðning Sacramento Kings á Bill Russel sem þjálfara félags- ins. Bill Russel var Einar nánast goðsögn sem ■Bollason leikmaður Boston skrífar Celtics og er af mörgum talinn vera besti miðheiji allra tíma. Hann hef- ur verið kallaður faðir hraðaupp- hlaupsins og var eflaust sá maður sem opnaði augu flestra fyrir mikil- vægi vamarleiksins. Einvígi hans og Wilt Chamberlains verða lengi í minni höfð og á engan er hallað þó honum sé mest þökkuð hin glæsi- lega sigurganga Celtics á 6. ára- tugnum. Eftir að hafa unnið síðustu 2 meistaratitlana hjá Celtics, sem leikmaður og þjálfari, gerðist hann þjálfari hjá Seattle Super Sonics og kom þeim i úrslit í fyrsta sinn í sögu félagsins 1975. En Russel hætti 1977, vonsvikinn og leiður og sneri sér að þularstörfum í sjón- arpinu. Sumir segja að hann hafi aldrei náð nógu góðu sambandi við leikmenn sína og að hann hafí reynt árangurslaust að skapa einhvers korfar Boston-stemmningu í Se- attle. Bill Russoll Rændi Willis Reed Hvað um það, nú eru aðrir tímar og miklar væntingar em í Sacra- mento með hinn nýja þjálfara. Hann hóf starfið með því að „ræna“ Will- is Reed, frægum leikmanni frá gullaldarámm New York Knicks, frá Atlanta. Hawks og gera hann að aðstoðarþjálfara. Þá seldi hann Eddi Johnson til Phoenix og fékk í staðinn Ed Pinckey. Honum tókst að næla sér í Kenny Smith frá Norður-Karólínu-háskólanum í 1. umferð í valinu sl. vor og binda menn miklar vonir við að þar fari stjórstjarna framtíðarinnar. Fyrir em í liðinu leikmenn eins og La Salle Thompson, miðheiji, sem vantar þó um 10 em til að geta náð vemlegum árangri, Otis Thorpe, sterkur framheiji, sem skoraði tæp 19 stig að meðaltali í leik sl. vetur, og Reggie Theus (áður með Chicago), bakvörður, sem hefur verið þeirra besti leikmaður undan- farin ár. Sannarlega er þetta ekkert stjömu- lið eins og árangur sl. 7 ára bendir til (unnir leikir: 250, tapaðir: 324), en gaman verður að fylgjast með hversu langt reynsla Bills Russel og sigurvilji fleytir þeim í hinni hörðu baráttu sem er framundan. Þaö gekk é ýmsu þegar Bill Russell og Wilt Chamberlain mættust á árum áður, eins og þessi mynd sýnir HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD KVENNA Miklir yfirburðir Vals gegn slöku liði KR Krlstln Arnþórsdóttlr var marka- hæst í leiknum og skoraði sjö mörk fyrir Val. Kristín var markadrottning 1. deildar kvenna í knattspymu árið 1986. Hún var frá vegna meiðsla á síðasta keppnistímabili, en er nú kom- in á fulla ferð aftur. EINN leikurfórfram M.deild kvenna á sunnudagskvöld. Val- ur sigraði KR örugglega 21:7 eftir að staðan í leikhléi hafði verið 11:1 fyrirVal. Valsstúlkur mættu ákveðnar til leiks og náðu strax góðu for- skoti. Þær spiluðu sterkan varnar- leik, og fyrir bragðið var sókn KR ^^■■1 oft ráðleysisleg. Það Katrín sést hvað best á því Fríðriksen að í fyrri hálfleik skrifar náði KR-liðið aðeins að skora eitt mark! Staðan í leikhléi var sem fyrr segir 11:1 fyrir Val. KR-stúlkur náðu að rífa sig aðeins upp í byijun seinni hálfleiks, og skoruðu þá 4 mörk á móti einu Valsmarki. Þá tóku Valsstúlkur sig á og þegar upp var staðið höfðu þær skorað 21 mark gegn 7 mörk- um KR. KR-liðið var slakt í leiknum. Vömin var léleg og ekkert gekk upp í sókn- inni. Stúlkurnar þurfa að taka sig mikið á ef ekki á að fara illa í vetur. Valsstúlkur voru öllu frískari nú en í síðasta leik. Vamarleikurinn var sterkur og þá var markvarslan góð hjá Aðalheiði Hreggviðsdóttur. Stúlkumar vom stundum of bráðar i sókninni og ætluðuð sér greinilega of mikið. Liðið skoraði mestan part marka sinna úr hraðaupphlaupum. Mörk KR: Karólína Jónsdóttir, Sigurbjörg Sigþórsdóttir, Áslaug FViðriksdóttir, Snjó- laug Benjamínsdóttir, Birthe Bitch, Jóhanna og Bryndís Harðardóttir sitt markið hver. Mörk Vals: Krístín Arnþórsdóttir 7, Katrín Friðriksen 6, Guðrún Kristjáns- dóttir 3, Ema Lúðvíksdóttir 3/2, Magnea Friðriksdóttir og Guðný Guðjónsdóttir eitt mark hver. Dómarar voru Steinþór Baldursson og Egill Már Markússon og sýndu þeir góða takta í dómgœslunni. ■ Staðan/B11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.