Morgunblaðið - 01.12.1987, Page 4

Morgunblaðið - 01.12.1987, Page 4
4 B JHorgonÞtaÍiia /IÞROTTIR ÞRIDJUDAGUR 1. DESEMBER 1987 SKÍÐI / HEIMSBIKARINN í ALPAGREINUM Reuter Alberto Tomba eða „RamboM hefur komið mjög á óvart í heimsbikamum. Hann vann önnur jjullverðlaun sín á sunnudaginn og er á góðri leið með 'að verða þjóðhetja á Italíu. ITALINN Alberto Tomba, sem sigraði í sviginu á föstudaginn, gerði sér lítið fyrir og vann aftur gullverðlaun í stórsvigi heims- bikarsins á sunnudaginn. Hann var jafnframt fyrsti skíðamaður- inn til vinna tvær fyrstu greinarnar í heimsbikarnum frá upphafi. Gamla kempan Ingemar Stenmark varð annar og Svisslendingur- inn Joel Gaspoz þriðji. Tomba sem gegnur undir gælu- nöfnunum „sá besti“ og „Rambo" hafði þriðja besta tímann eftir fyrri umferð og næst besta tímann í seinni og það dugði honum til að vinna Stenmark. „Ég bjóst ekki við að sigra því ég var með magaverk nóttiná á undan og gat því lítið sofið. Ég gat aðeins drukk- ið te fyrir keppnina. Ég vissi að ég ætti möguleika í stórsviginu en ekki við þessar aðstæður. Sigurinn er því enn sætari fyrir bragðið,“ sagði hinn tvítugi Tompa eftir sig- urinn. Tomba er að verða þjóðhetja á Ítalíu því ítalir hafa ekki átt skíða- mann í fremstu röð í alpagreinum síðan Gustavo Thoni og Piero Gros voru upp á sitt besta fyrir 10 árum. Stenmark sem unnið hefur 85 sigra í heimsbikamum var ekki langt frá því að bæta einum við á sunnudag- inn. „Það er alltaf gaman að fá nýja stjömu til að keppa við. Ég er ánægður með annað sætið því ég hef ekki getað æft eins og ég hefði viljað og er því ekki í topp- æfingu," sagði Stenmark sem féll úr svigkeppninni á föstudaginn. Joel Gaspoz náði besta brautar- tímanum í seinni umferð eftir að hafa verið sjötti eftir fyrri ferð. „Ég er ánægður með að hafa náð besta tímanum í seinni ferð því það sýnir að ég er í góðri æfignu. Ég skipti Ut í kuldann Skátabúðin býdur mjog gott urval af frabærum fatnaði fyrir vetrarferðirnar. Hlýlegar jólagjafir fyrir alla. Allt viðurkennd vöru merki. Við aðstoðum við val á réttum fatnaði fyrir þig og þína. Skátabúðin — skarar framur SKATABUÐIN Snorrabraut 60 sími 12045 § Reuter Slgrld Wolf frá Austurríki sigraði í risastórsvigi kvenna í heimsbikamum í Sestriere á Ítalíu á laugardaginn. Hér er hún á fullri ferði í brautinni. „Mikilvægur sigur fyrir austurríska liðið“ - sagði Sigrid Wolf eftir sigurinn á laugardaginn SIGRID Wolf frá Austurríki vann fyrstu gullverðlaun sín í heimsbikarkeppni kvenna í Evrópu er hún sigraði í risa- stórsvigi í Sestriere á laugar- daginn. Mateja Svet vann þar önnur silfurverðlaun sín og er nú efst f keppninni samanlagt eftirtvær greinar. Sylvia Eder frá Austurríki varð þriðja. Svissnesku stúlkumar hafa ekki byijað vel og féllu í skuggann af þeim Austurrisku á laugardag- inn. Vreni Schneider náði besta árangri þeirra aðeins 10. sæti. „Brautin var frábær og ég naut þess að skíða niður hana. Ég lagði mig alla fram og tók mikla áhættu og það gekk upp. Sigurinn var mjög mikilvægur fyrir austurríska liðið því það gekk illa hjá okkur í fyrra,“ sagði Sigrid Wolf eftir sigurinn. Hin 19 ára gamla júgóslavneska stúlka Mateja Svet varð önnur og er nú efst í heismbikamum með 40 stig. Hún hefur sannað það að verðlaunin sem hún vann á heims- meistaramótinu í Crans Montana var engin tilviljun. „Arangurinn kom mér á óvart því risastórsvig hefur ekki verið mín sterkasta grein. Það er mjög gott að hafna í öðru sæti í svo ólíkum greinum eins og svigi og risastórsvigi," sagði Svet. Urslit/B11 Reuter Ingemar Stenmark varð annar i stórsviginu á sunnudaginn. um skíði fyrir seinni umferðina og þá gekk þetta betur,“ sagði Gaspoz. Félagi Gaspoz, Pirmin Zurbriggen, hefur ekki náð að sýna sitt besta og hafnaði aðeins í 23. sæti og var tæplega fimm sekúndum á eftir Tompa. Marc Girardelli frá Luxem- borg hafnaði í 24. sæti og virkaði ekki sannfærandi. Næsta keppni í karlaflokki verður bmn í Val d’Isere í Frakklandi um næstu helgi. ■ Úrslit/B11 Alberto Tomba kom og sigraði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.