Morgunblaðið - 01.12.1987, Síða 9

Morgunblaðið - 01.12.1987, Síða 9
PoranmMwMfr /ÍÞRÓTTIR ÞKŒXTUDAGUR 1. DESEMBER 1987 B 9 KNATTSPYRNA / SPÁNN Reuter Hugo Sanchez leikmaður Real Madrid reynir hér að ná til knattarins en markvörður Mallorea, Belza, sá við honum að þessu sinni. Real Madrid vann 3:1 og skoraði Sanchez eitt mark fyrir Mardridinga. Real Madrid með örugga forystu REAL Madrid heldur öruggri forystu sinni í spönsku knatt- spyrnunni eftir leiki helgarinn- ar. Madridingar unnu Real Mallorca, 3:1, á heimavelli sínum og hafa nú fjögurra stiga forskot á Atletico Madrid. Barcelona virðist vera að rétta úr kútnum eftir fremur slaka byrjun. eal Madrid hafði mikla yfir- burði gegn Mallorca og hefði sigurinn getað orðið enn stærri ef ekki hefði komið til stórgóð mar- kvarsla Eduardov Belza í marki Mallorea. Manuel Sanchis skoraði fyrsta markið fyrir Mardrid á 9. mínútu með skalla eftir sendingu frá Mexí- kananum Hugo Sanchez. Sanchez skoraði annað markið sjálfur á 36. mínútu og var þetta 11. mark hans í deildinni í vetur. Hann fékk svo tvívegis dauðafæri í seinni hálfleik en Belzo, sem lék í markinu í stað Badou sem var veikur, var vel á verði og bjargaði meistaralega. Martin Vazquez minnkaði muninn í upphafi síðari hálfleiks fyrir Mall- orca en Faddi Hassan bætti þriðja markinu við fyrir Madrid rétt fyrir leikslok. Barcelona er nú að rétta úr kútnum og vann nú sigur á Cadiz, 3:1, á heimavelli. Það var fyrst og fremst stórleikur Vestur-Þjóðverjans Bernd Schuster sem færði heima- mönnum sigur. Cristobal Parralo skoraði fyrsta mark sitt fyrir Barcelona eftir 30 mínútuna leik og Ramon Caldere bætti öðru marki við fyrir leikhlé eftir sendingu frá Schuster. Carrasco bætti þriðja markinu við áður en Andres Fem- andez minnkaði muninn fyrir Cadiz. HOLLAND Sigurganga PSV heldur áfram PSV EINDHOVEN heldur sigur- göngu sinni áfram í hollensku 1. deildinni. Á sunnudaginn unnu þeir 14. leik sinn í röð og hafa nú sex stiga forskot á Ajax sem er í öðru sæti. Meistararnir frá í fyrra, PSV, unnu Spörtu frá Rotterdam, 2:0, á útivelli. Þeir hafa skorað að meðaltali 4 mörk í leik sem verður að teljast frábær árangur. Mörk PSV gerðu Wim Kieft og hollenski landsliðsmaðurinn Gerald Vanenburg. Sparta hafði fyrir þennan leik ekki tapað fyrir PSV á heimavelli sínum í sex ár. Ajax, sem tapaði fyrir Porton í fyrri leik liðanna í meistarakeppni UEFA, náði aðeins markalausu jafntefli gegn Haarlém á útivelli það hafl sótt látlaust allan tímann. Markvörður Spörtu, Edward Metgod, varði mjög vel og kom í veg fyrir tap sinna manna. ■ Úrslti/B11 ■ Staðan/BII PORTÚGAL 12. sigur Porto Þjálfari Benfica rekinn EVRÓPUMEISTARAR Porto eru enn ósigraðir í portúgölsku 1. deildinni í knattspyrnu eftir 12 umferðir. Um helgina vann liðið Chaves 3:1 á heimavelli. Porto hefur haft mikla yfirburði í portúgölsku knattspymunni í vetur. Chaves var engin fyrirstaða fyrir Porto á sunnudaginn þótt það hafl náð forystunni. I seinni hálf- leik tóku leikmenn Porto leikinn í sínar héndur og skoruðu þtjú mörk Femando Gomes, Rabah Madjer og Antonio Sousa. Benfíca hefur ekki náð sér á strik og á föstudaginn gerði liðið jafn- tefli 2:2 við Farense og var þjálfari liðsins, Daninn Ebbe Skovdahl, þá látinn taka pokann sinn. Aðstoðar- þjálfarinn Antonio Oliveira fær nú tækifæri til að sanna sig í næstu leikjum. ■ Úrslit/B11 ■ Staðan/B11 ÚTLEKiA Á RYKMOTTUM ÞJÓNUSTA í SÉRFLOKKI fyrir verslanir, fyrirtæki, stofnanir og húsfélög. Rykmotturnar, sem FÖNN leigir út, eru hreint ótrúlegar. Vegna sérstakra eiginleika mottunnar hreinsar hún um 85% óhreininda undan skósólum þeirra sem yfir hana ganga. Skipt er um motturnár reglu- lega þannig að „enginn kemst vaðandi inn á skítugum skónum". Þar sem mottan er fyrir hendi hefur vinna og kostnaður við hreingerningu innandyra lækkað stórkostlega. Hægt er að velja um stærðir og liti. Hinar gífurlegu vinsældir rykmottunnar sanna ágæti hennar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.