Morgunblaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 12
íu&m HANDKNATTLEIKUR / V-ÞYSKALAND Atfred Gíslason átti góðan leik í Miinchen HANDBOLTI Diisseldorf ábarmi gjaldþrots Handknattleikslfélagið TURA Dusseldorf, sem Páll Ólafsson, landsliðsmaður í handknattleik, leikur með f v-þýsku Bundesligunni - er nú á barmi gjaldþrots. Aðsókn áhorfenda hefur ver- ið dræm á leiki liðsins í vetur. Það þrátt fyrir að félaginu hefur gengið vel. Félagið hefur verið í fjárhags- Frá erfiðleikum. Um Jóhannilnga helgina tilkynnti Gunnarssyni sá aðju sem hef_ ur §ármagnað félagið að hann væri ekki tilbú- inn að gera það áfram næsta keppnistímabil. Eins og málin standa nú þá bendir allt til að TURA Diisseldorf verði lagt nið- ur í vor, eða eftir þetta keppn- istímabii. Þetta kemur ekki niður á Páli Ólafssyni. Hann hefur ákveðið að snúa heim til íslands eftir keppnistímabilið. Þess má geta að mjög lítill áhugi er á handknattleik og knatt- spymu í Dusseldorf. Mestur áhugi þar er fyrir ísknattleik. Diisseldorf á mjög gott ísknatt- leikslið. - þegar Essen lagði Schwabing að velli, 21:20 Alfreð Gíslason hefur leikið mjög vel með Essen að undanf- ömu. Hann hált uppteknum hætti þegar Essen lagði Schwabing að velli, 21:20, í í Bundesligunni f Múnchen á sunnudaginn. Alfreð, sem hef- ur skorað 63 mörk í tfu leikjum, skoraði sjö mörk í leiknum. Landsliðsmaðurinn Jochen Fra- atz var hetja Essen - hann skoraði sigurmarkið með lúmsku skoti þegar aðeins þrjár sek. voru til leiksloka. Essen Frá hafði alltaf yfir- Jóhanni Inga höndina í leiknum - Gunnarssyni komst yfjr> 5:0> 10:5 og í leikhléi var staðan, 13:10. Þegar staðan var, 17:13, fyrir Essen, náðu leikmenn Schwabing góðum spretti og minnkuðu muninn í 17:16. Rétt fyrir leikslok náðu heimamenn að jafna í fyrsta skipti í leiknum, 20:20. Fraatz skoraði síðan sigur- mark Essen, eins og fyrr segir. Hann skoraði alls 9/1 mörk í leikn- um. Þessi sigur var mjög góður fyrir Essen. Schwabing er mjög sterkt heimalið og hafði aðeins tapað ein- um leik áður í vetur - fyrir Gummersbach, 18:22, í fyrsta leik Bundesligunnar. Kristján Arason lék vel með Gummserbach, sem mátti sætta sig við jafiitefli, 14:14, á útivelli gegn Bayer Dormagen. Þessi leikur var leikur vamarleiksins og voru mark- Alfreð Qfslason hefur leikið vel með Essen að undanfömu. verðir liðanna, Thiel hjá Gummsers- bach og risinn Dieter Barker, 2.13 m, hjá Dormagen. Gummersbach var yfir, 7:4, í leikhléi. Dormagen náði undirtökunum í seinni hálfleik. Rétt fyrir leikslok var staðan, 14:11, fyrir Dormagen, en Gumms- ersbach náði með mikilli baráttu að jafna rétt fyrir leikslok. Kristján skoraði 5/3 mörk í leiknum. Grossvallstadt gerði óvænt jafn- tefli, 19:19, við Numberg. Göpping- en náði að leggja Hofweier, 23:22. Þetta var fyrsti útisigur Göppingen. Klempel skoraði sjö mörk fyrir liðið. Sigurður Sveinsson og félagar hans hjá Lemgo máttu þola fyrsta tap sitt á heimavelli - 19:25, gegn Ki- el. Einn stærsti ósigur Lemgo heima í mörg ár. Sigurður skoraði 6/3 mörk. Milbertshofen, með Rússann Kiimow sem þjálfara og stjömuleik- mennina Gagin frá Rússlandi og Wunderlich, vermir botninn. Félag- ið tapaði stórt, 21:27, fyrir Massen- heim. Gummserbach er í efsta sæti með 17 stig eftir níu leiki. Kiel hefur 13 stig eftir níu leiki - þar af sex útileiki. Grosswallstad hefur 13 stig eftir tíu leiki, Diisseldorf er með 12 og Essen 11. HANDKNATTLEIKUR / SVÍÞJÓÐ Þorfoorgur Aðalstolnsson hefurt leikið vel með Saab. Þorbergur skoraði sjö mörk fyrir Saab - sem er í efsta sæti í Norðurriðlinum Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsmaður f handknatt- leik, átti mjög góðan leik með Saab gegn CV Eskilstuna á sunnudaginn. Þorbergur, sem var tekinn úr umferð, lát það ekki á sig fá - skoraði sjö mörk þegar Saab vann örugg- an sigur, 34:20. Saab er nú efst í Norðurriðli 2. deildarkeppninnar - er með 16 stig eftir níu leiki. Hellas er einn- ig með sextán stig, en lakari markatölu. Irsta, með Claes Heel- gren í markinu, er í þriðja sæti með 14 stig. „Ég er í mjög góðri æfíngu um þessar mundir," sagði Þorberg- ur, sem mun ekki leika með íslenska landsliðinu í Lottó Polar Cup í Nor- egi. „Ég get leikið með íslenska landsliðinu í mótinu í Danmörku á milli jóla og nýárs. Þá get ég einn- ig verið með f World Cup hér í Svíþjóð, ef Bogdan, landsliðsþjálf- ari, hefur not fyrir krafta mína,“ sagði Þorbergur. Þorbjöm Jensson í bannl Þorbjöm Jensson, sem leikur með og þjálfar Malmö FF í Suðurriðlin- um, getur ekki leikið með félaginu þessa dagana. Þorbjöm var dæmd- ur í átta vikna keppnisbann á dögunum. Dómarar, sem dæmdu leik hjá Malmö FF, kærðu Þor- bjöm. Þeir sögðu að hann hafi ráðist á þá og einnig á tímavörð. Þorbjöm iagði ekki hendur á dóm- arana. Hann mótmælti aftur á móti dómi og sló pappfra af borðinu hjá tímaverðinum. Malmö FF er f ljórða sæti í Suður- riðlinum. GETRAUNIR: X X 1 211 221 12X LOTTO: 16 19 21 23 29

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.