Morgunblaðið - 05.12.1987, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 05.12.1987, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987 Blönduós: Sendir fyrir dagskrá Stöðvar 2 settur upp Blönduósi Blönduósingar njóta núna dag- skrár Stöðvar 2, því það var um kl. 22 í fyrrakvöld sem starfs- menn Pósts og sima luku við að koma upp sendi fyrir dagskrá stöðvarinnar. Sendir sá sem hér um ræðir er lítill og draga sendingar hans að- eins 5 kílómetra. Vonir stóðu til að Skagstrendingar gætu líka náð dagskrá Stöðvar 2, en það verður ekki í bráð. Að sögn Skúla Pálsson- ar, verkstjóra hjá Pósti og síma, Myntsafnarafélagið: Uppboðs- og skiptafundur Myntsafnarafélagið heldur fund á morgun í Templarahöll- inni klukkan 2.30. Á uppboðinu eru margir merkir hlutir. Nú verður boðinn upp brauð- peningur úr pappa, afar sjaldgæfur og sérstakur, en einnig verður boð- inn upp Þjóðminjasafnspeningur- inn, lágmarksboð í hann eru 22 þúsund krónur. nást sendingar Stöðvar 2 í mesta lagi í 5 kílómetra sjónlínu frá send- inum og má ekkert skyggja á þannig að ekki er víst að allir Blönduósingar sjái dagskrá Stöðvar 2. Stöðin sendir sína dagskrá út á 10 wöttum, en til samanburðar hefur ríkissjónvarpið 1000 watta sendi. íris Erlingsdóttir, þjónustustjóri Stöðvar 2 sagði að Blönduós væri fyrst til að fá dagskrá stöðvarinnar utan suðvesturhorns landsins, en gert væri ráð fyrir að 93% þjóðar- innar gætu horft á dagskrá stöðvar- innar fyrir jól. Aðspurð hvers vegna Skagstrendingar fengju ekki Stöð 2 fyrir áramót sagði íris, að það væri fyrst og fremst fjárhagslegt atriði og ákvörðun um frekari upp- byggingu dreifíkerfís Stöðvar 2 yrði tekin með vorinu. Sturla Bragason, sjónvarpsloft- netasali, sagði að nú þegar væru 25 aðilar búnir að fá sér myndlykil og væri eftirspumin svo mikil að tækin væru á þrotum. Hann sagði enn fremur að koma þyrfti upp sérstökum loftnetum til að ná út- sendingum Stöðvar 2 og væru þau líka á þrotum í bili. Jón. Sig. Þuríður á Mímisbar ÞURÍÐUR Sigurðardóttir söng- kona skemmtir á Mímisbar Hótel Sögu í kvöld og annað kvöld. Þuríður, sem á árum áður söng með hljómsveitum Magnúsar Ingi- marssonar, Ragnars Bjamasonar og Gunnars Þórðarsonar og einnig á mörgum hljómplötum, skemmtir nú um helgina á Mímisbar Hótel Sögu ásamt Tríói Áma Scheving. Þuríður kemur fram tvisvar á kvöldi, hálftíma í senn. (Fréttatilkynning) Spænsk kvik- mynd í Regnboganum Kvikmýndaklúbburinn Hi- spania sýnir spænsku myndina „Con el viento solano", eða „Með austanvindinum“, í F-sal í Regn- boganum sunnudaginn 6. desem- ber kl. 3 og 5. Myndin lýsir sex sólarhringum í lífí Sebastians Vazquez, sem er 28 ára tatari sem verður manni að bana í ölæði, og leitar ásjár vina og ættingja i Madrid-borg á flótta undan lögreglunni. Myndin er með spænsku tali, og leikstjóri er Mario Camus. Fulltrúar minnihlutans í borgarsljórn: Konur í Lionessuklúbbnum Kaldá með jólakonfektpoka sem þær ætla að selja laugardag og sunnudag. Lionessur selja jóla- konfekt í Hafnarfirði KONUR í Lionessuklúbbnum eru félagskonur orðnar 46, allar Kaldá í Hafnarfirði bjóða til búsettar í Hafnarfirði. Klúbburinn kaups jólakonfekt um þessa beitir sér fyrir fjáröflun fyrir helgi, laugardaginn 5. og líknarmál í Hafnarfírði. sunnudaginn 6. desember. Ágóði af sölu jólakonfektsins Lionessuklúbburinn Kaldá var rennur til líknarmála í Hafnarfirði stofnaður í Hafnarfirði 1986 og eins og áður. Símon H. ívarsson gítarleikari og dr. Orthulf Prunner organisti. Samleikur á gítar og orgel í Hafnárfirði SÍMON H. ívarsson gítarleikari og dr. Orthulf Prunner organ- isti halda tónleika í Þjóðkirkj- unni í Hafnarfirði laugardag- inn 5. desember. Þeir félagar hafa nýlega gefið út hljómplötu með samleik gítars og orgels og á tónleikunum leika þeir m.a. verk af þessari hljóm- plötu. Einnig nota þeir hljóðfærið clavicord en eins og segir í frétta- tilkynningu þá var það uppáhalds- hljcðfæri J.S. Bach og einnig mikið eftirlæti Mozart. Á tónleikunum leika þeir verk eftir Bach, Scheidler, Vivaldi, Beethoven og Rodrigo. Tónleikarnir hefjast kl. 17.00 á laugardaginn. Aflað verði 60 kaup- leiguíbúða á næsta ári FULLTRÚAR minnihlutans í borgarstjórn lögðu til á fundi borgar- stjórnar á fimmtudag, að borgarstjórn samþykkti að sækja um fjármagn hjá ríkissjóði til öflunar allt að 60 kaupleiguibúða á ári. Tillögunni var vísað samhljóða til borgarráðs. I greinargerð með tillögunni seg- ir, að í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár sé gert ráð fyrir 270 milljónum króna til kaupleiguíbúða. Álþingi muni væntanlega fljótlega sam- þykkja lög um framkvæmd málsins. „Sem fram kemur í svari félagsmála- stofnunar vegna könnunar félags- málaráðuneytisins hefur borgar- stjóm' ekki mótað afstöðu til málsins. Samþykkt tillögunnar ber fyrst og fremst að skoða sem svar við þeirri spumingu hvort borgin vilji eða hafí áhuga á því að nýta væntanlegt fyr- irkomulag,“ segir í greinargerðinni. Það var Bjarni P. Magnússon (Afl), sem lagði fram tillöguna og kynnti. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson (S), formaður skipulagsnefndar, kvaðst vera þeirrar skoðunar, að með því að samþykkja þessa tillögu væri verið að koma upp tvöföldu og keimlíku kerfí í hinu félagslega íbúðakerfí borgarinnar og væri ekki ástæða til að ýta undir slíkt. Einnig taldi hann tillöguna óljósa, þar sem ekki væri skýrt hvernig aðferðum ætti að beita við úthlutun eða við hvaða tekjumörk ætti að miða. Áhrif ráðhússins á lífríki Tjarnarinnar: Borgarsljórn telur ekki þörf á sérstakri rannsókn BORGARSTJÓRN felldi á fundi sínum síðastliðinn fimmtudag þá tillögu fulltrúa Kvennalistans að sérstök rannsókn verði látin fara fram á áhrifum fyrirhugaðrar ráðhúsbyggingar á lífríki Tjarnarinn- ar. Tillagan, sem áður hafði verið vísað frá í borgarráði, var felld með atkvæðum meirihlutans gegn at- kvæðum minnihlutans. Samþykkti meirihlutinn jafnframt umsögn borgarverkfræðings um tillöguna, að ekkert benti til þess að fyrir- huguð skerðing Tjarnarinnar um tæp 2% myndi hafa nokkur áhrif á lífríki Tjamarinnar. Fulltrúar minnihlutans töldu umsögn borgarverkfræðings engan veginn boðlega og sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (Kvl.) að um- sögnin væri vitnisburður um það hve margir embættismenn borgar- innar væru jábræður meirihlutans og óþolandi væri að ekki væri unnt að treysta hlutlægum vinnubrögð- um þeirra. Kvað hún sér fyrst hafa komið til hugar að umsögnin væri runnin beint úr penna borgarstjóra. Davíð Oddsson, borgarstjóri, gagnrýndi þann málflutning harð- lega að ráðast á embættismenn borgarinnar, sem ynnu sitt starf samkvæmt bestu samvisku. Tillögu Ingibjargar um að leita umsagnar Náttúruvemdarráðs á fyrirhugaðri ráðhúsbyggingu og áhrifum hennar á lífríki Tjamarinn- ar var vísað til borgarráðs. Árni Sigfússon (S), formaður félagsmálaráðs, taldi það vera at- hugandi hvort kaupleiguíbúðir gætu verið þriðji valkosturinn, sem borgin gæti nýtt sér. „Mér sýnist hins veg- ar kaupleigan ekki vera neinn sérstakur valkostur fyrir þá sem minnst mega sín, sé litið til afborg- unarskilmála. Kaupleiga væri því aðeins lausn á almennri eftirspurn." Hilmar Guðlaugsson (S), for- maður bygginganefndár, sagðist sannfærður um það, að yrði þessi tillaga samþykkt, þá myndi draga úr byggingu verkamannabústaða, en eftir þeim væri mikil eftirspurn. „Hví ekki að auka þær?“ Hilmar taldi að Reykjavíkurborg gæti stuðl- að að margfalt fleiri íbúðum í verkamannabústaðakerfinu, heldur en í kaupleigukerfinu. I því fyrr- nefnda þyrfti borgin aðeins að greiða 9% í upphafí, en 15% í því síðar- nefnda. Bjarni P. Magnússon taldi það rangt að kaupleigukerfið yrði til þess að draga úr framkvæmdum við verkamannabústaði, enda væri það borgarinnar að ákveða að nýta fjár- magnið. Taldi hann því samdrátt ekki þurfa að verða, a.m.k. ekki í bráð. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (Kvl), benti á að gífurleg þörf væri eftir félagslegu húsnæði, enda væru margir sem ekki sæju sér kleift að eignast eigið húsnæði í núverandi húsnæðiskerfi. Kaupleiguíbúðirnar hjálpuðu þessu fólki að eignast þak yfir höfuðið. á Ekki er þörf frekari kynningn Kvosarskipulags BORGARSTJÓRN felldi á fundi sínum síðastliðinn fimmtudag þá tillögu fulltrúa minnihlutans í borgarstjórn, að undanskildum Fram- sóknarflokki, að borgarráð gengist fyrir almennri kynningu á uppdrætti og líkani af fyrirhugaðri ráðhúsbyggingu. Töldu fulltrúar meirihlutans málið hafa fengið meira en nægilega kynningu. í tillögunni, sem kom frá þeim andófi við framkvæmd ákvörðunar, Bjama P. Magnússyni (Afl), Sigur- jóni Péturssyni (Abl) og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur (Kvl) segir að í þeim uppdrætti af Kvosarskipu- laginu, sem kynntur hafí verið og samþykktur, hafí aðeins verið gert ráð fyrir landsvæði undir ráðhús með punktalínu, en ekki gengið frá nýtingarhlutfalli lóðar né hæð. Tillögu þessari var vísað frá í borgarráði og var sú afgreiðsla samþykkt í borgarstjórn með níu atkvæðum gegn fímm. í frávísun- artillögu borgarráðsmanna Sjálf- stæðisflokksins segir að kynningar- tillagan sé aðeins síðbúin tylliástæða til að halda enn áfram sem borgarstjómin hafi tekið með 2/3 hluta atkvæða. Fram komi í greinargerð borgarstjóra, svo og yfirliti yfir gang ákvarðana, að ekk- ert skipulagsmál Reykjavíkurborg- ar fyrr eða síðar hafi verið betur kynnt almenningi sem kjömum full- trúum. í sérstakri bókun, sem fulltrúar minnihlutans að undanskildum Framsóknarflokki gerðu, kemur meðal annars fram, að þeir líta svo á að sá skipulagsuppdráttur af Kvosinni, sem nú er til skoðunar í félagsmálaráðuneytinu, hafi aldrei verið kynntur eða samþykktur í borgarstjóm Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.