Morgunblaðið - 05.12.1987, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 05.12.1987, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987 Minning: Laufey Eyvindsdóttir Vestnmnnaeyjum í dag verður til moldar borin í Landakirkju í Vestmannaeyjum kær móðursystir mín, Guðný Laufey Ey- vindsdóttir, sem lést hinn 1. desember sl. eftir stutta en mjög erfiða sjúk- dómslegu. Laufey, eins og hún var alltaf köll- uð, fæddist í Vestmannaeyjum hinn 19. desember 1917, dóttir sæmdar- hjónanna Sigurlilju Sigurðardóttur og Eyvindar Þórarinssonar hafnsögu- manns. Af átta bömum þeirra hjóna lifðu fjögur til fullorðinsára og er Laufey sú þriðja úr þeim hópi sem kveður þessa tilveru. Eftir lifir nú ein systirin, Guðfínna Eyvindsdóttir, og býr hún í Vestmannaeyjum. Laufey dvaldist í heimahúsum, við nám og störf, aðallega verslunar- störf, þar til hún gifti sig þann 31. maí 1941 Guðlaugi Stefánssyni út- gerðarmanni frá Gerði í Vestmanna- eyjum. Þau eignuðust þrjú böm, einn son er dó í frumbemsku og tvær dætur, Ingu og Guðfinnu. Bamaböm- in era sjö að tölu og vora þau henni afar kær, og unnu ömmu sinni mikið. Laufey og Guðlaugur bjuggu alla sína sambúð í Vestmannaeyjum og stóð heimili þeirra lengst af á Helga- fellsbraut 21 í Eyjum. A besta aldri veiktist Laufey og átti síðan við alvarlegan sjúkdóm að stríða. Mótlæti þessu tók hún af miklu æðraleysi og kvartaði aldrei þó oft væri hún þjáð. Eiginmaður hennar og dætur studdu hana af öllum mætti og reyndu að gera henni tilverana léttbærari. Þrátt fyrir þetta átti hún sín áhugamál og naut hún þess að reyna að ferðast og einnig var hún mjög músíkölsk og hafði yndi af góðri tónlist. Þar að auki starfaði hún í Oddfellowstúkunum Vilborgu og Þor- gerði, og átti þar marga góða vini. Laufey var að eðlisfari dul um sínar tilflnningar, en mjög næm á líðan annarra. Frændrækin var hún mjög og sterkur hlekkur í okkar fjölskyldu, og naut sín best þegar fjölskyldan kom öll saman, og lagði hún sitt svo sannarlega af mörkum að svo mætti verða sem oftast. Reyndist hún böm- um sínum, bamabömum og systra- bömum alla tíð mjög vel. Sem og reyndar öllum sem hún kynntist. Þegar hugurinn leitar til baka til bemsku- og unglingsáranna flnnst mér sem alltaf hafi verið sól og bjart í Eyjum, þar sem öryggi og gleði réðu ríkjum. Þá sem alltaf stóð heim- ili Laufeyjar og Guðlaugs okkur systranum opið, og nutum við þess oft um lengri eða skemmri tíma. Fyrir það allt er mér ljúft að þakka. Farin er frá okkur mikil sómakona sem með góðmennsku sinni og hóg- værð var okkur öllum sönn fýrir- mynd. Söknuður okkar er sár, en hugurinn dvelur hjá eiginmanni henn- ar, dætram og bamabömum á þessum degi. Fyrir hönd móður minnar og systra sendi ég þeim okk- ar innilegustu samúðarkveðjur, og að endingu kveð ég móðursystur mína með þessum orðum. Fylgdu ljós- inu og láttu það vísa þér veginn heim, þá mun eyðing líkamans ekki verða þér að tjóni. Það er að íklæðast eilífð- inni. Eygló Þorsteinsdóttir í dag verður lögð til hinstu hvíldar frá Landakirkju í Vestmannaeyjum frú Laufey Eyvindsdóttir. Vil ég með þessum minningarorð- um votta henni virðingu mina og þakka henni samfylgdina. Laufey fæddist í Vestmannaeyjum þann 19. desember 1917 og ól þar allan sinn aldur. Foreldrar hennar vora þau Sigurlilja Sigurðardóttir og Eyvindur Þórarinsson. Laufey giftist eftirlifandi eigin- manni sínum, Guðlaugi Stefánssyni, stórkaupmanni, frá Gerði í Vest- mannaeyjum. Þau eignuðust þrjú böm, þær Ingu og Guðflnnu, en sveinbam fæddist andvana. Laufey hafði þjáðst af liðagigt í áratugi og setti það niark á heilsufar hennar. Hún tóku þessu mótlæti lífsins af miklu æðraleysi, enda sam- einuðust eiginmaður, dætur og systir við að gera henni lífið eins bærilegt og aðstæður leyfðu. Á liðnum áram hefl ég átt ófáar heimsóknir á heimili þeirra hjóna. Aldrei fann ég annað en bros og gleði á andliti frú Laufeyjar þótt hún væri sárþjáð. Mætti það verða okkur, sem heilbrigð eram, til eftirbreytni. Við hjónin vottum okkar kæra vini, Guðlaugi, dætram þeirra og fjölskyld- um samúð og óskum þeim styrks í sorg. Megi frú Laufey Eyvindsdóttir hvíla í friði. Vilhjálmur Bjarnason t GUÐRÚN GUÐNADÓTTIR frá Eyjum i Kjós andaðist í Landspítalanum aðfaranótt 4. desember. Andrés Ingibergsson, -- Sigurður Ingi Andrésson, Soffía Sigurðardóttir, Gunnar Andrésson, Guðbjörg Stefánsdóttir, Einar Andrésson, Hólmfríður Gröndal og barnabörn. t Eiginkona mín og móðir okkar, INGUNN J. ÁSGEIRSDÓTTIR, Kirkjuteigi 13, lést í Landakotsspítala 3. desember. Jón Egilsson, Sveinn Jónsson, Þorgeir Jónsson, Sigríður Jónsdóttir. radauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar húsnæöi óskast fundir — mannfagnaöir Fulbrightstofnunin óskar eftir 3-4 herb. íbúð með húsgögnum á leigu fyrir bandarískan prófessor frá 1. jan. til 31. maí. Upplýsingar í síma 20830 eða 621481 utan skrifstofutíma. 25 feta bátur til sölu Til sölu er fullkláraður, nýr og innréttaður 25 feta hraðfiskikbátur, en ánvélar og tækja. Áhugasamir vinsamlegast leggið inn nafn og símanúmer á auglýsingadeild Mbl. merkt: „Bátur - 4568“. Skipasala Hraunhamars Til sölu nýlegur 15 tonna plastbátur með góðri vél. Vel búinn siglinga- og fiskleitar- tækjum svo og öðrum þeim búnaði sem talinn er þurfa vera í velbúnu fiskiskipi þ.á m. beitingavél. Kvöld- og helgarsími 51119. Skipasala Hraunhamars, Reykjavíkurvegi 72, Hafnarfirði, sími 54511. Skipasala Hraunhamars Til sölu 140 tonna yfirbyggt stálskip með stórri og góðri vél og velbúið siglinga- og fiskleitartækjum. Skipið er sérútbúið til tog- veiða með frystitækjum í lest sem afkasta t.d. um 10 tonnum af rækju á sólarhring. Seljanði vill fá 55-70 tonna skip uppí. Kvöld- og helgarsími 51119. Skipasala Hraunhamars, Reykjavíkurvegi 72, Hafnarfirði, sími 54511. Mosfeljingar - Reykvíkingar Kvennadeild Styrktarfélags lamaðra og fatl- aðra heldur basar í dag, laugardaginn 5. desember kl. 14.00 í Hlégarði, Mosfellsbæ. Allur ágóði rennur til sumardvalarheimilis fyrir fötluð börn, sem starfrækt er í Reykja- dal í Mosfellsbæ. Allt góðar vörur. Ekkert dýrara en 250 kr. Komið í Hlégarð og gerið góð kaup um leið og þið stuðlið að betri líðan fatlaðra. Kvennadeild Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Spilakvöld Laugarnes-, Háaleitis-, Vestur- og miðbæjarhverfi halda spilakvöld þriðjudaginn 8. des. kl. 20.30 i Valhöll, Háaleitisbraut 1. Stjórnandi er Þórður Einarsson. Fólagar fjölmennum. Stjórnirnar. Almennur félagsfundur um sveitarstjórnar- mál verður i Sjálf- staeðishúsinu á Höfn, sunnudaginn 6. des. kl. 17.00. Sturlaugur Þor- steinsson, oddviti og Eirikur Jónsson, sveitarstjórnarmað- ur, verða frummæl- endur og sitja fyrir svörum. Allir velkomnir. Sjálfstæðisfélag A-Skaftafellssýslu. Akranes - jólaf undur Sjálfstæðiskvennafélagið Bára heldur jólafund sinn í Sjálfstæðis- húsinu við Heiöargerði mánudaginn 7. desember kl. 20.00. Dagskrá: 1. Venjuleg fundarstörf. 2. Matur. 3. Kaffi. 4. Skemmtiatriði. Konur eru hvattar til að mæta vel og taka með sér gesti. Skemmtinefndin. Akranes - bæjarmálefni Fundur um bæjar- málefni verður haldinn í Sjálfstæð- ishúsinu við Heiðar- gerði sunnudaginn 6. desember kl. 10.30. Bæjarfulltrú- ar Sjálfstæðis- flokksins mæta á fundinn. Kaffiveitingar. Sjálfstæðisfélögin á Akranesi. Jólafundur Hvatar Mánudaginn 7. desember kl. 20.30 heldur Hvöt, félag sjálfstæöis- kvenna, sinn árlega jólafagnað í Holliday Inn, 1. hæð. Á dagskrá veröur: Setning: Máría E. Ingvadóttir, formaður Hvatar. Ræðumaður kvöldsins: Davið Oddsson, borgarstjóri. Hugvekja: Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir. Söngur: Guðrún Jónsdóttir við undirleik Jórunnar Viöar. Pianóleikur Hafliði Jónsson. Fatahönnuðirnir Margrét Þorvaröardóttir, María Lovisa Ragnarsdóttir og Steinunn Bergsveinsdóttir sýna hugmyndir sínar um vetrartískuna með hjálp Hvatarkvenna. Happdraetti: Fjöldi glæsilegra vinninga. Kynnir: Ásdis Loftsdóttir. Fjölmennið og takiö með ykkur gesti. Stjórnin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.