Morgunblaðið - 05.12.1987, Síða 54

Morgunblaðið - 05.12.1987, Síða 54
. 54 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987 tXSAMBAND UNE j Nederland Æ 1 \ Haföu samband fyrirtækinu og hóf störf hjá Fram- leiðslueftirliti sjávarafurða. Starf- aði hann þar sem yfirfískmatsmað- ur þar til hann varð bráðkvaddur við störf á Austfjörðum þann 24. nóvember sl. Magnús var vel undir yfírfisk- matsstörfín búinn. Hann hafði í áratugi starfað sem verkstjóri og fiskmatsmaður. Hann þrautþekkti flestar greinar íslensks fískiðnaðar, og þær kröfur, er hinir ýmsu mark- aðir gera um ástand og gæði afurðanna. Fiskmatsmannsstörf í íslensku þjóðfélagi, sem á allt sitt undir snurðulausum útflutningi físk- afurða og velgengni á mörkuðum, er vandasamt og mikið ábyrgðar- starf. Þar nægir ekki að hafa eingöngu faglega þekkingu. Fisk- matsmaður verður einnig að sjá til þess að fyrirmælum sé framfylgt, og hann verður að hafa örugga og sjálfstæða framkomu gagnvart þeim, sem hann umgengst í starfí. Að sameina þetta allt er erfítt og verður aðeins gert með langri þjálf- un og einbeitni. Magnús var í hópi hæfustu físk- matsmanna hérlendis, og var ætíð eftirsóttur til starfa. Hann var óvenju fjölhæfur og gat starfað í nær öllum greinum fískmats, en slíkt er mjög fátítt. Þó hygg ég að hann hafí ætíð notið _sín best í síldarmati, en þar eru íslendingar allra þjóða fremstir. Magnús var ætíð reiðubúinn að miðla öðrum af þekkingu sinni og reynslu, enda var oft leitað álits hjá honum þegar vandasöm og erfíð mál komu upp í fískmati. Magnús hafði mikinn áhuga á félagsmálum þó störf hans hafí verið þess eðlis, að þau hömluðu nokkuð þátttöku í félagslífí. Hann tók fyrr á árum virkan þátt í starfí verkalýðsfélaganna, átti um tíma sæti í stjóm verkalýðsfélags og var fulltrúi á þingum Alþýðusambands- ins. Hann var einn af stofnendum samtaka fiskmatsmanna og átti sæti í stjóm þeirra. Störfum Magnúsar var lengst af þannig háttað, að hann þurfti að dveljast langdvölum fjarri heimili sínu. Hvíldi forsjá heimilisins því mjög á eiginkonu hans, Guðrúnu Björgu, og reyndist hún þeim vanda vel vaxin. Um leið og ég votta eiginkonu Magnúsar og öðmm aðstandendum samúð mína, minnist ég hans með þakklæti fyrir ánægjuleg kynni og samstarf. Jóhann Guðmundsson Bangsigamli eftir Jane Hissey KOMIN er út hjá Iðunni ný bamabók sem heitir Bangsi gamli og er eftir Jane Hissey. í kynningu útgefanda segir: „Hér er á ferðinni saga úr barnaherberg- inu þar sem leikföngin spretta fram lífí gædd og taka til sinna ráða þegar einn elsti vinurinn, hann Bangsi gamli, hefur verið settur í kassa og borinn upp á háaloft. Og hver kannast ekki við snjáða gamla bangsann sem krakkamir hafa ólm- ast með og kúrt hjá? En nú verður að bjarga bangsa úr prísundinni. Fallegar myndir á hverri síðu segja jafnframt söguna." Þórgunnur Skúladóttir þýddi. vertíðum. Tíðkaðist þetta mikið allt þar til útgerð skuttogara hófst, upp úr 1970, en þá dró mjög úr þessu. Magnús aflaði sér snemma físk- matsréttinda og starfaði mest sem verkstjóri og fiskmatsmaður. um 1950 hóf hann störf hjá Óskari Halldórssyni á Siglufirði og síðan á Raufarhöfn eftir að Óskar hóf sfldarsöltun þar. Er fyrirtækinu var skipt, eftir lát Óskars, starfaði Magnús hjá tengdasyni hans, Gunn- ari Halldórssyni. Var hann þá verkstjóri og matsmaður á síldar- söltunarstöð hans á Raufarhöfn á sumrin og gegndi sömu störfum við saltfiskverkunarstöð hans í Grindavík á vetravertíðum. Eftir að dró úr síldarsöltun á Raufarhöfn starfaði Magnús við síldarsöltun hjáýmsum fyrirtækjum á Austfjörðum. Magnús stofnaði ásamt fleirum fyrirtækið Þorláksvör í Þorláks- höfn, sem rak útgerð og fiskvinnslu og gerðist verkstjóri við fyrirtækið. Arið 1975 seldi hann hlut sinn í Kveðjuorð: Magnús S. Þorsteins- son yfírfiskmatsmaður Fæddur 29. júlí 1923 Dáinn 24. nóvember 1987 Magnús Siguijón Þorsteinsson fæddist á Ólafsfirði. Foreldrar hans voru Valgerður Magnúsdóttir og Þorsteinn Jónsson, vegaverkstjóri. Hann ólst upp á Ólafsfirði hjá móð- ur sinni og frænda, Sveini Baldvins- syni. Magnús átti íjögur systkini, en þau eru öll látin fyrir alllöngu síðan. Magnús kvæntist Guðrúnu Björgu Sigurðardóttur árið 1950, og settust þau að í Hrísey, en þar var hún fædd og uppalin. Þau bjuggu í Hrísey til ársins 1964, er þau fluttust til Reykjavíkur og bjuggu þar síðan. Þau Magnús og Guðrún Björg eignuðust 4 böm, en þau eru: Val- gerður lyfjatæknir, gift Elíasi Þorsteinssyni, bifvélavirkja, Auður, matreiðslumeistari, gift Marko Lekai. Þau eru búsett í Banda- ríkjunum. Ema verkakona, gift Radislavi Gakovic, þau em búsett í Svíþjóð. Yngstur er Skúli, vél- stjóri, ókvæntur. Guðrún Björg átti tvö böm, er hún giftist Magnúsi, Sigrúnu og Mikael. Mikael ólst upp hjá þeim hjónum og starfar nú sem vélgæslumaður í Hrísey. Magnús hóf komungur störf við fískvinnslu og starfaði lengst af við þá atvinnugrein. Fyrr á ámm byggðist sjávarút- vegurinn mun meira á vertíðum en síðar varð, og var mikið um að fólk flytti sig til milli landshluta eftir VIÐSKIPTAMENN ATHUGIÐ! Rotterdam Víð höfum opnað eígin skrífstofu í Rotterdam sem mun sjá um alla okkar þjónustu í Hollandi. Heímílisfangíð er: XkSAMBAND UNE Nederland Van Weerden Poelmanweg 21 P.O. Box 7065 3000 HP, Rotterdam. Símar: 010-429 4670 010-429 9488 Telex: 28116 Telefax:010-428 0809 ■ 11| | SKIPADEILD SAMBANDSINS LINDARGÖTU 9A • 101 REYKJAVÍK SÍMI 698100 TÁKN TRAUSTRA FLUTNINGA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.