Morgunblaðið - 05.12.1987, Qupperneq 78

Morgunblaðið - 05.12.1987, Qupperneq 78
78 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987 i ) V BllgllMiMMIIMHJliMiMMiiayuM KYNNINGÁ GEISLASPIL URUM ÍDAGFRÁKL. 10-16 UM HELGINA Stefnumótun tilaldamótaá KSÍ-þinginu ÁRSÞING KSI verður haldið að Hótel Loftleiðum um helgina og verður sett klukkan 10 í dag. Að venju eru mörg mál á dagskrá og má nefna að stjóm KSI leggur fram drög að stefnumótun sam- bandsins til aldamóta. Jötnamót IQarAabœ JÖTNAMÓTIÐ í kraftlyftingum verður haldið í Gagnfræðaskólan- um í Garðabæ í dag og hefst kl. 13.00. Keppni verður tvíþætt — annars vegar er um að ræða stiga- keppni og hins vegar fær sá verðlaun sem lyftir mestri saman- lagðri þyngd á mótinu, óháð eigin þyngd. Sá verður jötunn mótsins. Fimm kraftakarlar taka þátt í mótinu, Kári Elíson frá Akureyri, í 67 eða 75 kg flokki, Halldór Eyþórsson og Jón Gunnarsson í 90 kg flokki og keppendur í 125 kg flokki eru einnig tveir, Hjalti „Ursus" Ámason og Magnús Ver Magnússon. Búast nmá við gífur- legri keppni þeirra tveggja, spennan verður rafmögnuð ef að líkum lætur. Reikna má með því að þeir lyfti báðir vel yfir 950 kg í samanlögðu. Blkarmót I flmMkum BIKARMÓT í fimleikum verður haldið í dag og á morgun í Laug- ardalshöll. Keppni hefst kl. 14.00 og stendur til kl. 19.00 báða dag- ana. 1. deildar- keppnln (sundl I Sundhölllnnl BIKARKEPPNI Sundsambands- ins, 1. deildin, verður í Sundhöll Reykjavíkur í dag og á morgun. Keppnisfyrirkomulag er með nýju sniði að þessu sinni. Reglur em nú þannig í fyrsta skipti að hver keppandi má ekki taka þátt í fleiri en þremur greinum á mótinu. KörfuboM TVEIR leikir eru á dagskrá í úrv- alsdeildinni I körfuknattleik um helgina. Haukar og KR mætast í íþróttahúsinu í Hafnarfirði í dag. Leikurinn hefst kl. 15.30 — ekki kl. 14.00 eins og ráð er fyrir gert í mótaskrá. Á morgun leika svo Valur og ÍR kl. 20.00 í Valshúsinu að Hlíðarenda. í 1. deild karla leika í dag Skallagrímur og Reyn- ir f Borgamesi kl. 14.00 og í 1. deild kvenna mætast Haukar og Grindavík kl. 14.00 í Hafnarfírði. Á morgun verða tveir leikir í 1. deild kvenna, KR-Njarðvík í Hagaskóla kl. 14.00 og ÍR-ÍS í Seljaskóla á sama tíma. Blak ÞRÍR leikir eru í íþróttahúsi Hagaskóla í dag. Kl. 14.00 hefst viðureign Þróttar og Víkings í 1. deild kvenna, þar á eftir eigast sömu lið við í 1. deild karla (kl. 15.15) og kl. 16.30 hefst leikur Fram og ÍS í 1. deild karla. Á Neskaupstað eru tveir leikir í dag, heimamenn í Þrótti taka á móti KA-mönnum frá Akureyri í 1. deild karla og kvenna. Karlaleik- urinn er á undan, hefst kl. 16.00 og hin er strax á eftir. Hlaup Keflavíkurhlaupið verður í dag og hefst kl. 14.00. í karla- og kvennaflokki verða hlaupnir 8 km en 4 km í öðrum flokkum. Hlaup- ið verður frá íþróttahúsinu í Keflavík. ■ VALUR Ingimundarson, þjálfari og leikmaður íslandsmeist- ara Njarðvíkinga í körfuknattleik, hefur verið ráðinn þjálfari 4. deild- arliðs Vals, Reyðarfirði í knatt- spymu næsta sumar. Hann mun einnig leika með liðinu. Þetta kem- ur fram [ Víkur-fréttum í vikunni. ■ FRÁ því er einnig greint í Víkur-fréttum að Matthías Matt- híasson, landsliðsmiðvörður í körfuknattleik, hafi haft samband við forráðamenn ÍBK og lýst áhuga sfnum á að ganga til liðs við félag- ið. Hann hefur stundað nám í Bandaríkjunum að undanfömu og stundað íþrótt sína þar samhliða. Matthías ákvað síðan á síðustu stundu að hætta við að taka sér frí frá námi og verður því áfram ytra. Hann lék áður með Val. II ANDRÉ Raes, 32 ára belgísk- ur atvinnumaður í knattspymu, er nú fluttur til landsins og hefur lýst áhuga sínum á að þjálfa íslenskt lið næsta sumar. Hann hefúr þjálfað 1. deildarlið kvenna í Belgíu og einnig verið með knattspymuskóla. „Ég lék með Charleroi í vetur en meiddist og þurfti að fara í upp- skurð. Læknamir gátu ekki lofað því að ég yrði samur og áður og því ákvað ég að leggja skóna á hill- una,“ sagði Raes í samtali við Morgunblaðið í gær. „Ég hef leikið með og á móti íslenskum leikmönn- um í Belgíu; ég hef bæði leikið með Sævari Jónssyni og Ragnari Mar- geirssyni og gegn Ásgeiri Signr- vinssyni, Pétri Péturssyni og fleimm. En ég þekki ekki mikið til knattspymunnar hér á landi. Það er því challange fyrir mig að taka að mér þjálfun. Ég hef mikla reynslu, hef verið atvinnumaður í rúmlega 14 ár og hef venð hjá mörgum góðum þjálfurum. Ég þy- kist því kunna talsvert fyrir mér.“ Forráðamenn nokkurra liða hafa spurst fyrir um Raes. Hann segist tilbúinn að þjálfa lið hvar á landinu sem er, svo fremi sem honum líkið við félagið. „Ég get ekki krafíst þessa að byrja á einhveiju stórlið- inu. Ég er tilbúinn að þjálfa hjá liði í neðri deildunum og vinna mig. Ég veit að ég verð að sanna mig,“ sagði Raes. ■ MARIA WaUiser, „skíða- drottningin“ svissneska, var í gær kjörin íþróttakona ársins í heimal- andi sínu, annað árið í röð. Hún hlaut 1.043 atkvæði, en í öðru sæti varð fijálsíþróttakonan Cornelia Buerki með 547 stig. Stigahæstur í keppninni karlanna, og sá sem hlaut því titilinn íþrótta(karl)maður ársins í Sviss var kjörinn Wemer Giinther, heimsmeistarinn í kúlu- varpi. Pirmin Zurbriggen, ókrýndur konungur alpagreina skíðaíþróttarinnar, varð að gera sér annað sætið að góðu. ■ ALEX Ferguson, fram- kvæmdastjóri Manchester United, er í klípu fyrir leikinn gegn QPR í dag. Nokkrir manna hans eiga við meiðsli að stríða, bakvörðurinn Viv Anderson, miðvörðurinn Paul McGrath, miðvallarleikmaðurinn Norman Whiteside og bakvörður- inn Colin Gibson eru allir meiddir. Remi Moses og Liam O’ Brien, sem verið hafa meiddir, eru hins vegar klárir í slaginn nú. Þá eru líkur á að welski landsliðsmaðurinn Clayton Blackmore verði í byijun- arliði United í dag. Blackmore lenti í honum kröppum um síðustu helgi, er lið United fór til Bermuda um síðustu helgi þar sem það átti ekki að leika í ensku deildinni, og lék einn æfingaleik. Eftir leikinn skruppu United-piltamir út á lífið. Eitthvað hafa þeir verið að ræða málin við innfædda því ein heima- sætan kærði Blackmore fyrir nauðgun. Hann var í gæslu lögregl- unnar í 36 klukkustundir, en var þá sleppt, þar sem sú kæra þeirrar stuttu hafði greinilega verið heldur ótrúleg; beinlínis lygi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.