Morgunblaðið - 05.12.1987, Side 78

Morgunblaðið - 05.12.1987, Side 78
78 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987 i ) V BllgllMiMMIIMHJliMiMMiiayuM KYNNINGÁ GEISLASPIL URUM ÍDAGFRÁKL. 10-16 UM HELGINA Stefnumótun tilaldamótaá KSÍ-þinginu ÁRSÞING KSI verður haldið að Hótel Loftleiðum um helgina og verður sett klukkan 10 í dag. Að venju eru mörg mál á dagskrá og má nefna að stjóm KSI leggur fram drög að stefnumótun sam- bandsins til aldamóta. Jötnamót IQarAabœ JÖTNAMÓTIÐ í kraftlyftingum verður haldið í Gagnfræðaskólan- um í Garðabæ í dag og hefst kl. 13.00. Keppni verður tvíþætt — annars vegar er um að ræða stiga- keppni og hins vegar fær sá verðlaun sem lyftir mestri saman- lagðri þyngd á mótinu, óháð eigin þyngd. Sá verður jötunn mótsins. Fimm kraftakarlar taka þátt í mótinu, Kári Elíson frá Akureyri, í 67 eða 75 kg flokki, Halldór Eyþórsson og Jón Gunnarsson í 90 kg flokki og keppendur í 125 kg flokki eru einnig tveir, Hjalti „Ursus" Ámason og Magnús Ver Magnússon. Búast nmá við gífur- legri keppni þeirra tveggja, spennan verður rafmögnuð ef að líkum lætur. Reikna má með því að þeir lyfti báðir vel yfir 950 kg í samanlögðu. Blkarmót I flmMkum BIKARMÓT í fimleikum verður haldið í dag og á morgun í Laug- ardalshöll. Keppni hefst kl. 14.00 og stendur til kl. 19.00 báða dag- ana. 1. deildar- keppnln (sundl I Sundhölllnnl BIKARKEPPNI Sundsambands- ins, 1. deildin, verður í Sundhöll Reykjavíkur í dag og á morgun. Keppnisfyrirkomulag er með nýju sniði að þessu sinni. Reglur em nú þannig í fyrsta skipti að hver keppandi má ekki taka þátt í fleiri en þremur greinum á mótinu. KörfuboM TVEIR leikir eru á dagskrá í úrv- alsdeildinni I körfuknattleik um helgina. Haukar og KR mætast í íþróttahúsinu í Hafnarfirði í dag. Leikurinn hefst kl. 15.30 — ekki kl. 14.00 eins og ráð er fyrir gert í mótaskrá. Á morgun leika svo Valur og ÍR kl. 20.00 í Valshúsinu að Hlíðarenda. í 1. deild karla leika í dag Skallagrímur og Reyn- ir f Borgamesi kl. 14.00 og í 1. deild kvenna mætast Haukar og Grindavík kl. 14.00 í Hafnarfírði. Á morgun verða tveir leikir í 1. deild kvenna, KR-Njarðvík í Hagaskóla kl. 14.00 og ÍR-ÍS í Seljaskóla á sama tíma. Blak ÞRÍR leikir eru í íþróttahúsi Hagaskóla í dag. Kl. 14.00 hefst viðureign Þróttar og Víkings í 1. deild kvenna, þar á eftir eigast sömu lið við í 1. deild karla (kl. 15.15) og kl. 16.30 hefst leikur Fram og ÍS í 1. deild karla. Á Neskaupstað eru tveir leikir í dag, heimamenn í Þrótti taka á móti KA-mönnum frá Akureyri í 1. deild karla og kvenna. Karlaleik- urinn er á undan, hefst kl. 16.00 og hin er strax á eftir. Hlaup Keflavíkurhlaupið verður í dag og hefst kl. 14.00. í karla- og kvennaflokki verða hlaupnir 8 km en 4 km í öðrum flokkum. Hlaup- ið verður frá íþróttahúsinu í Keflavík. ■ VALUR Ingimundarson, þjálfari og leikmaður íslandsmeist- ara Njarðvíkinga í körfuknattleik, hefur verið ráðinn þjálfari 4. deild- arliðs Vals, Reyðarfirði í knatt- spymu næsta sumar. Hann mun einnig leika með liðinu. Þetta kem- ur fram [ Víkur-fréttum í vikunni. ■ FRÁ því er einnig greint í Víkur-fréttum að Matthías Matt- híasson, landsliðsmiðvörður í körfuknattleik, hafi haft samband við forráðamenn ÍBK og lýst áhuga sfnum á að ganga til liðs við félag- ið. Hann hefur stundað nám í Bandaríkjunum að undanfömu og stundað íþrótt sína þar samhliða. Matthías ákvað síðan á síðustu stundu að hætta við að taka sér frí frá námi og verður því áfram ytra. Hann lék áður með Val. II ANDRÉ Raes, 32 ára belgísk- ur atvinnumaður í knattspymu, er nú fluttur til landsins og hefur lýst áhuga sínum á að þjálfa íslenskt lið næsta sumar. Hann hefúr þjálfað 1. deildarlið kvenna í Belgíu og einnig verið með knattspymuskóla. „Ég lék með Charleroi í vetur en meiddist og þurfti að fara í upp- skurð. Læknamir gátu ekki lofað því að ég yrði samur og áður og því ákvað ég að leggja skóna á hill- una,“ sagði Raes í samtali við Morgunblaðið í gær. „Ég hef leikið með og á móti íslenskum leikmönn- um í Belgíu; ég hef bæði leikið með Sævari Jónssyni og Ragnari Mar- geirssyni og gegn Ásgeiri Signr- vinssyni, Pétri Péturssyni og fleimm. En ég þekki ekki mikið til knattspymunnar hér á landi. Það er því challange fyrir mig að taka að mér þjálfun. Ég hef mikla reynslu, hef verið atvinnumaður í rúmlega 14 ár og hef venð hjá mörgum góðum þjálfurum. Ég þy- kist því kunna talsvert fyrir mér.“ Forráðamenn nokkurra liða hafa spurst fyrir um Raes. Hann segist tilbúinn að þjálfa lið hvar á landinu sem er, svo fremi sem honum líkið við félagið. „Ég get ekki krafíst þessa að byrja á einhveiju stórlið- inu. Ég er tilbúinn að þjálfa hjá liði í neðri deildunum og vinna mig. Ég veit að ég verð að sanna mig,“ sagði Raes. ■ MARIA WaUiser, „skíða- drottningin“ svissneska, var í gær kjörin íþróttakona ársins í heimal- andi sínu, annað árið í röð. Hún hlaut 1.043 atkvæði, en í öðru sæti varð fijálsíþróttakonan Cornelia Buerki með 547 stig. Stigahæstur í keppninni karlanna, og sá sem hlaut því titilinn íþrótta(karl)maður ársins í Sviss var kjörinn Wemer Giinther, heimsmeistarinn í kúlu- varpi. Pirmin Zurbriggen, ókrýndur konungur alpagreina skíðaíþróttarinnar, varð að gera sér annað sætið að góðu. ■ ALEX Ferguson, fram- kvæmdastjóri Manchester United, er í klípu fyrir leikinn gegn QPR í dag. Nokkrir manna hans eiga við meiðsli að stríða, bakvörðurinn Viv Anderson, miðvörðurinn Paul McGrath, miðvallarleikmaðurinn Norman Whiteside og bakvörður- inn Colin Gibson eru allir meiddir. Remi Moses og Liam O’ Brien, sem verið hafa meiddir, eru hins vegar klárir í slaginn nú. Þá eru líkur á að welski landsliðsmaðurinn Clayton Blackmore verði í byijun- arliði United í dag. Blackmore lenti í honum kröppum um síðustu helgi, er lið United fór til Bermuda um síðustu helgi þar sem það átti ekki að leika í ensku deildinni, og lék einn æfingaleik. Eftir leikinn skruppu United-piltamir út á lífið. Eitthvað hafa þeir verið að ræða málin við innfædda því ein heima- sætan kærði Blackmore fyrir nauðgun. Hann var í gæslu lögregl- unnar í 36 klukkustundir, en var þá sleppt, þar sem sú kæra þeirrar stuttu hafði greinilega verið heldur ótrúleg; beinlínis lygi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.