Morgunblaðið - 08.12.1987, Side 3

Morgunblaðið - 08.12.1987, Side 3
flUrgtwfrfalfrfo /IÞROTTIR ÞRWJUDAGUR 8. DESEMBER 1987 B 3 HREYSTI Jákvseð umræða um menntunar- og fræðslumál í íþróttafræð- um skilar mönnum fram á við Undirritaður fékk velþegin viðbrögð frá íþróttakenn- urum og fræðslufulltrúa ÍSÍ um menntunar- og fræðslumál eftir síðasta pistil. Höfðu menn ýmis- legt að athuga við hugmyndir og álit mitt á þess- um málum nú og framtíðarskipan þeirra. Þetta er ánægjulegt, vegna þess að umræða og skoðanaskipti um fræðslumál íþrótta- hreyfingarinnar og menntun íþrótta- kennara er brýn. Ég vil að menn hafi í huga, að í jafn- stuttum pistli, og þeir nú lesa, er ekki hægt að gera mál- efnum ýtarleg skil, enda er hann ekki til þess ætlaður. Hugmyndin með þessum greinaskrif- um er að skapa umræðu, koma á hreyfingu. Sé um þörf málefni að ræða, sem snerta áhugasvið margra, skiptir meginmáli, að umræðan, sem siglir í kjölfarið, sé jákvæð. Þá er von til þess, þegar upp er staðið, að hún hafi skilað mönnum fram á við. Mál séu í betra horfi en áður. Ég legg áherslu á, að þær hug- myndir og gagnrýni, sem sumir telja að fram hafi komið um fræðslumál íþróttahreyfingar- innar og íþróttakennaramennt- un, eru settar fram til að kveikja umræðu og hafi ég farið rangt með eða misskilið skipan mála, er ég manna fúsastur til að hafa það, er sannara reynist. Ég mun glaður ljá þeim, er vill leggja orð í belg, rými í þessum pistlum til að koma skoðunum sínum á framfæri og vildi gjaman, að þeir yrðu vettvangur slíkra skrifa. Hinu verður ekki hagg- að, að mitt álit er, að pottur sé brotinn í þessum efnum. Hér á landi hafa verið sett lög um reykingavarnir, sem eru á margan hátt til fyrirmyndar. Þar er m.a. kveðið á um sam- skipti þeirra, sem reykja og þeirra, sem ekki reykja á vinnu- stöðum. Það hefur verið athygl- isvert, hve lítið þau ákvæði, sem um þetta fjalla virðast notuð á vinnustöðum. Eiturmökkur Heilbrigðisstarfsmenn fyrirtækja og heilbrigðisyfir- völd þurfa að fræða reyklausa starfsmenn fyrir- tækja um rótt þeirra. Finnst mér sennilegt, að þeir, sem ekki reykja, viti ekki um rétt sinn í þessu efni, en skýrt er kveðið á um t.d. hvemig þeir, sem reykja, skuli haga sér í vinnurými, þar sem aðrir starfa. Sýnist mér þessi lög brotin víða á hvetjum degi. Það er verk heilbrigðisstarfs- manna í fyrirtækjum að hafa fmmkvæði um, að þessi lög séu haldin og. réttur þeirra, sem ekki reykja, sé ekki fyrir borð borinn. Þar sem heilbrigðisstétt- ir starfa í alltof fáum fyrirtækj- um utan hins opinbera heilbrigð- iskerfis kemur það í hlut reykingavamanefndar heil- brigðisráðuneytis, hugsanlega í samráði við krabbameinsfélögin, að fræða reyklausa starfsmenn fyrirtækja og almenning um rétt þeirra. Grímur Sæmundsen Heimsmethafinn i sígarettureykingum, Jim Mouth, yrði varla vinsæll á vinnustöðum. Hérer hann með 142 sígarettur i munninum. HANDKNATTLEIKUR / LOTTO POLAR-MOTIÐ Reuter Þorgils Óttar Mathieson svífur inn af línunni og skorar eitt marka sinna gegn Svisslendingum á sunnudaginn. Sigur á Sviss - en ekki nægilega stór Tvö mörktil viðbótar hefðu tryggt íslendingum 2. sætið ÍSLAND vann góðan en ekki nógu stóran sigur gegn Sviss í síðasta leik sínum á Lottó- mótinu íNoregi. Lokatölur urðu 24-21, en ísland þurfti að vinna með fimm mörkum til þess að næla i annað sætið á mótinu. Um tíma sýndist það ætla að hafast, en Svisslend- ingar hengu á boltanum og tíminn rann út. Ósigurinn gegn Noregi var auðvitað það sem tyllti Islandi í þriðja sætið frem- ur en of lítill sigur gegn Sviss. Var sá ósigur mikið áfall. Island hafði frumkvæðið gegn Sviss frá fyrstu mínútu til síðustu, sþilaði þó mjög köflóttan leik. Ísland hafði þetta 2-3 marka forystu lengst af, til dæmis mátti sjá tölurnar 7-4 og 12-9, en síðar- nefnda talan stóð í hálfleik. Sviss- lendingar voru einu sinni nærri því að jafna í fyrri hálfleik, en þeir náðu að minnka muninn í eitt mark, 7-6. ísland lék sinn besta leik fram- an af seinni hálfleik, náði þá sex marka forystu og flest gekk upp. Mátti sjá 17-11, en svo hrundi allt saman og Sviss minnkaði muninn aftur í eitt mark. Stóð þá 18-17 fyrir ísland. Sýndist þá fremur hæpið að ísland næði fimm marka sigri si'num, en veður skiptust skjótt og góð rispa breytti stöðunni í 20-17 og síðan stóð 24-20. A lokamínú- tunni fengu landsliðsmenn tækifæri til að skora markið dýrmæta, en- þeir misstu knöttinn og Svisslend- ingar þvældust um allan völl með knöttinn meðan sekúndurnar tifuðu og hurfu í tímans haf. Stjarna íslenska liðsins í þessum leik var tvímælalaust Alfreð Gísla- son, sem skoraði hart nær helming marka liðsins, ellefu talsins, þar af átta í fyrri hálfleik, en þá fór hann gersamlega á kostum. Einar Þor- varðarson átti einnig góðan leik, einkanlega í fyrri hálfleik. Aðrir leikmenn voru traustir, en ekki þó upp á sitt besta enda gætti nokkurr- ar þreytu í liðinu á mótinu í Noregi. Sem fyrr segir, skoraði Alfreð 11 mörk, 6 víti, en aðrir sem skoruðu voru þessir: Guðmundur Guð- mundsson 3, Þorgils Óttar Matthi- esen 3, Bjarni Guðmundsson 2, Kristján Arason 2, Páll Ólafsson, Jakob Sigurðsson og Atli Hilmars- son eitt mark hver. Dómarar voru frá ísrael og sýndu litla snilldar- takta. Norðmenntöp- uöu niðurfimm marka forskoti Norðmenn sprungu þegar þeir léku gegn Júgóslövum á sunnudaginn. Þeir voru yfir, 22:17, þegar sjö mín. voru til leiksloka. Þá hrundi leikur Norðmanna og Júgóslavar náðu að jafna, 22:22, með því að skora fimm síðustu mörk leiksins. Þar af skoraði markvörður Júgó- slava eitt mark. Karlsson, markvörður Norðmanna, átti mjög góðan leik - hann varði alls 23 skot í leiknum. „Islands- baninn" Svele skoraði aðeins eitt mark. Norðmenn voru sterk- ari á lokasprettinum íslendingar skoruðu ekki mark síðustu fimm mín. og Norð- menn tryggðu sér sigur, 24:23 „VIÐ erum bestir í heimi," hrópuðu leikmenn norska landsliðsins í handknattieik, þegar þeir dönsuðu trylltan stríðsdans eftir að hafa lagt íslendinga að velli, 24:23, í íþróttahöllinni í Kopeivík - í Pólar Cup á laugardaginn. Norðmenn skorðu sigurmarkið þegar aðeins tvær sek. voru til leiksioka, eftir að Alfreð Gísla- son hafði skotið að marki Norðmanna úr vonlausu færi þegar 40 sek. voru til leiksloka. Espen Karlsson, markvörður Norðmanna, varði eins og ber- serkur síðustu fimm mín. leiksins — hann lokaði markinu þá algjörlega og áttu leikmenn íslands ekkert svar FráJóni Óttarí við stórleik hans. Karlssym íslendingar voru ,Noreg‘ yfir, 23:21, þegar Karlsson lokaði markinu. Leikur íslenska liðsins var mjög dapur í seinni hálfleiknum — leikmenn liðs- ins fóru illa með mörg gullin tækifæri. Páll Ólafsson, Kristján Arason og Alfreð Gíslason léku mjög vel í fyrri hálfleiknum og skor- uðu þeir félagar tólf af þrettán mörkum liðsins, sem varyfir, 13:12, í leikhléi. Páll var sérstaklega góður - skoraði mörg glæsileg mörk með gegnumbrotum og langskotum. Markvarsla íslenska liðsins var í molum. Þeir Einar Þorvarðarson og Brynjar Kvaran vörðu aðeins fjögur skot í fyrri hálfleiknum. Norðmenn náðu að jafna, 13:13, og síðan var jafnt upp í 16:16. Þá kom góður kafli hjá íslenska liðinu og skoruðu þeir Kristján Arason, tvö mörk og Bjami Guðmundsson, eitt - 19:16. Eftir það var eins og leikur íslenska liðsins færi í baklás. Norðmenn skoruðu næstu tvö mörkin, en íslendingar héldu tveggja marka forskoti. Þegar fímm mín. voru til leiksloka skoraði Al- freð Gíslason, 23:21, úr vítakasti sem Páll Ólafsson fískaði. Menn héldu þá að sigur ísland væri { ör- uggri höfn. Svo var ekki. Leikur íslenska landsliðsins hrundi og Karlsson lokaði marki Normanna, sem náðu að tryggja sér sigur, 24:23. íslenska liðið var dapurt í leiknum. Páll, Geir Sveinsson, Alfreð og Kristján voru bestu leikmenn liðs- ins. Leikmenn íslenska liðsins voru óþolimóðir og gerðu mörg slæm mistök. Leikkerfi liðsins gengu ekki upp. Einar og Brynjar vörðu aðeins sjö skot á sama tíma og Karlsson, markvörður Norðmanna, lék vel og varði fjórtán skot. Bent Svele var besti leikmaður norska liðsins - skoraði átta mörk. íslendingar hefðu átt að taka hann úr umferð. Þeir sem skoruðu mörk íslendinga gegn Norðmönnum, voru: Páll 01- afsson 7, Kristján Arason 6, Alfreð Gíslason 4/1, Bjami Guðmundsson 2, Guðmundur Guðmundsson 2, Þorgils Óttar Mathiesen 1 og Geir Sveinsson. Þorgils Óttar skoraði eitt mark úr fímm skotum af línu. Sigurður Gunnarsson, Atli Hilmars- son og Sigurður Sveinsson hvíldu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.