Morgunblaðið - 08.12.1987, Síða 4

Morgunblaðið - 08.12.1987, Síða 4
4 B jWotgnnMnjiib /ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJIIDAGUR 8. DESEMBER 1987 42. ÁRSÞING KSÍ „KNATTSPYRNUSAMBANDIÐ er og verður stærsta og öflug- asta samband ÍSÍ. Knattspyrn- an hefur aldrei verið betur skipulögð né skemmtilegri, virkir iðkendur eru yfir 20 þús- und og leiknir voru 2.043 leikir á árinu, sem er met. Niðurstöð- utala rekstrarreiknings er tæplega 40 milljónir, sem er hæsta tala er sést hefur hjá nokkru sambandi. Vel hefur verið starfað og það skiptir mestu að hlutirnir séu gerðir og skili árangri. Knattspyrnan ber höfuð og herðar yfir aðrar íþróttir í öllum heimsálfum, er þjóðaríþrótt víðast hvar á með- an aðrar íþróttir eru stað- bundnar. Starfsemi KSÍ hefur aldrei verið blómlegri og við getum vel við unað,“ sagði Ell- ert B. Schram, formaður KSÍ, m. a. á ársþingi sambandsins, sem fram fór á Hótel Loftleið- um um helgina. Morgunblaðiö/Þorkell Nýkjörin stjóm KSI. Frá vinstri: Jóhann Ólafsson, Guðmundur Bjamason, Ásgeir Ármannsson, Steinn Halldórsson, Helgi Þorvaldsson, Páll Júlíusson, skrif- stofustjóri, Stefán Garðarsson, Ellert B. Schram, formaður, Þór S. Ragnarsson, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri, Elías Hergeirsson, Gylfí Þórðarson, Sveinn Sveinsson, Ragnar Marinósson og Gunnar Sigurðsson. Fjarverandi voru Sigbjörn Gunnarsson, Kristján Jónasson og Rafn Hjaltalín. „Skiptir mestu að hlutimir séu gerðir og skili árangri“ - sagði Ellert B. Schram, formaður KSÍ, en starfsemi sambandsins hefur aldrei verið blómlegri Aþinginu voru 128 fulltrúar alls staðar að af iandinu og fór þinghald fram með hefðbundn- um hætti. Lögð var fram glæsileg ársskýrsla með Steinþór tæmandi upplýsing- Guöbjartsson Um um starfsemi skrifar nýliðins starfsárs og dreift var sérstöku afmælisblaði í tilefni 40 ára af- mælis sambandsins. Pjöldi mála var á dagskrá og hlutu þau sanngjarna umfjöllun. Rekstraráætlun næsta árs var mál málanna og voru menn langt því frá að vera sammála, en allir sættust að lokum. Rekstraráætlun hitamál Mikið var þrefað um rekstraráætlun næsta árs, bæði á þinginu og jafn- vel enn meira á göngum. Var fyrst og fremst deilt um, hvernig ráð- stafa skyldi hagnaði úr lottóinu, en þar er gert ráð fýrir 7.5 milljónum króna. Fjárhagsnefnd lagði fram breytingatillögur við rekstraráætl- unina, sem voru samþykktar, en Þorgeir Jósefsson, sem var í fjár- hagsnefnd, sagði að nefndarmönn- Áskorun til þingmanna „Ársþing KSÍ, haldið 5. des- ember 1987, lýsir vonbrigðum sínum með þau áform, er fram koma í fjárlögum ríkisins fyr- ir árið 1988, um að skerða framlög til íþrótta- og ung- mennafélagshreyfingarinnar, ásamt því að fella niður fram- • lög til íþrótta- og félagsheim- ilasjóðs. Minnir ársþing KSÍ á, að íþróttahreyfingin hefur jafnan verið í Ijársvelti af hálfu ríkís- valdsins. Nýtilkomnar tekjur af lottórekstri réttlæta engan veginn framangreind niður- skurðaráform. Um leið og ársþing KSÍ árétt- ar að öflugt íþróttastarf er einn mikilvægasti þáttur til eflingar heilbrigðu æskulýðs- starfí, skorar þingið á þingmenn allra flokka að sjá svo um, að íþróttahreyfingin haldi óskertum hlut á fjárlög- um ríkisins á árinu 1988.“ um hefði svo oft verið stillt upp við vegg að þeir væru komnir með mikinn bakverk! Tillaga kom til fjárhagsnefndar þess efnis að félög- in fengju peningana, en Ellert leit á hana sem vantraust á stjórnina og var tillagan þá dregin til baka. Þá vildu sumir fella niður 5% miða- gjaldið eða lækka það og að hluti lottópeninga færi í að greiða niður dómaragjald og þátttökugjald. Stjómin lagði til að sambandið hefði lottópeningana til eigin ráðstöfunar og var það samþykkt að lokum eft- ir marga og stranga fundi fjár- hagsnefndar. Ellert sagði hins vegar að ef sambandið skilaði hagn- aði á næsta ári væri sjálfsagt að endurskoða ráðstöfun lottóhagnað- ar „Ef fé verður afgangs fara peningamir til félaganna,“ sagði hann. Mlniknattspyma í 5. fiokki í mörg ár hefur verið rætt um að taka upp miniknattspyrnu í 5. flokki, „en þetta er eins og með bjórinn, menn þora ekki að taka afstöðu," sagði Geir Þorsteinsson, ELLERT B. Schram hefur verið formaður KSÍ síðan 1973 og hlaut enn einu sinn rússneska kosningu, var kosinn með lófa- klappi til tveggja ára. Kosning stjórnar, endurskoðenda og í dómsstól KSÍ var með sama hætti, en fimm voru í framboði í þriggja manna varastjórn. tjórn KSÍ skipa 13 menn og þar af sitja níu í framkvæmda- stjóm. Fjórir menn eiga að ganga úr stjórninni á hverju ári og < að þessu sinni voru það Gylfi Þórðar- son, Gunnar Sigurðsson, Helgi Þorvaldsson og Garðar Oddgeirs- son. Allir nema Garðar gáfu kost á sér til endurkjörs og lagði kjömefnd til að Steinn Halldórsson, sem var í varastjóm, tæki sæti hans. Kjör- nefnd tefldi fram Ragnari Marinós- syni til eins árs í stað Sigurðar Hannessonar, sem hætti í stjórninni í vor, er hann tók við framkvæmda stjórastöðu sambandsins. Fleiri tilnefningar komu ekki fram og þegar hann lagði til að málið yrði samþykkt. Sú varð og á raunin, en í stað eins liðs teflir hvert félag fram tveimur liðum og úrslit beggja leikjanna skráð sem ein. Þá var samþykkt að heimila að skipta fimm leikmönnum inná í 2., 3., 4. og 5. aldursflokki og komið verður á landsmóti í innanhúss- knattspyrnu í 3., 4. og 5. flokki karla. Verður þar leikið samkvæmt reglúgerð FIFA um innanhúss- knattspymu; markvörður og fjórir útileikmenn og leyfilegt að skora hvar sem er í handboltamörkin. Félögum verður heimilt að banna leikmönnum í landsmótum allra flokka nema meistarafiokks að leika í grasskóm á grasvöllum sínum og skal ákvörðun hvers fé- lags birt í félagatali í handbók KSI. Dómarar skulu kynna sér þessi ákvæði og sjá um að þeim sé fram- fýigt. Bylting í kvennamálum? Hörður Hilmarsson leit inn á þingið á laugardagsmorgun og var settur yfir nefnd, sem fjalla skyldi um voru fimmmenningarnir kjörnir með lófaklappi, Gylfi, Gunnar, Helgi og Steinn til tveggja ára og Ragnar til eins árs. Fyrir sitja Þór Símon Ragnarsson, Sveinn Sveins- son og Elías Hergeirsson. Landsijórðungafulltrúarnir, Kristj- án Jónasson (Vesturlandi, Rafn Hjaltalín (Norðurlandi), Guðmund- ur Bjarnason (Austurlandi) og Jóhann Ólafsson (Suðurlandi), voru endurkjörnir til eins árs með lófa- klappi. Sömu sögu er að segja af kosningu varamanna þeirra. Þrír voru endurkjömir, þeir Þorgeir Jósefsson (Vesturlandi), Adolf Guð- mundsson (Austurlandi) og Bárður Guðmundsson (Suðurlandi), en Ingólfur Freysson (Norðurlandi) tók sæti föður síns, Freys Bjarnasonar, sem féll frá á árinu. Geir Þorsteinsson gaf ekki kost á sér til endurkjörs í varastjórn, en það gerði Ásgeir Ármannsson og Steinn Halldórsson var kosinn í aðalstjórn sem fyrr segir. Kjörnefnd k ven nak nattspyrn u. „Mátulegt á hann,“ sögðu margir, en nefndin sVaraði fyrir sig með róttækum til- lögum, skilaði áliti, sem þingið samþykkti. Hún lagði til að komið yrði á knattspyrnuskóla fyrir stúlk- naúrval, stúlknalandslið yrði valið og það sent á Norðurlandamót og a-landslið tæki þátt í Evrópukeppni. Önnur mál Fleira var á dagskrá og bcr þar helst að nefna breytingar á starfs- reglum dómaranefndar, óbreytt fyrirkomulag 3. deildar nema hvað HSÞ-c verður áttunda liðið í b-riðli næsta ár og erlendir leikmenn verða löglegir eftir tveggja mánaða bú- setu á landinu í stað þriggja áður. Hafi leikmaður leikið með öðm fé- lagi í landsmótum skulu líða minnst tveir mánuðir áður en hann verður löglegur með nýju félagi, en eftir þátttöku í héraðsmóti skal líða minnst einn mánuður, þegar um félagaskipti er að ræða. Þá var milliþinganefnd sett á laggimar, sem á að gera úttekt á mótafyrirkomulagi KSÍ. Hún á að lagði til að Ásgeir, Ólafur J. Ólafs- son og Sigbjöm Gunnarsson yrðu kjömir, en þá var stungið upp á Stefáni Garðarssyni og Grétari Norðfjörð. í kosningunni hlaut Sig- björn 116 atkvæði, Ásgeir 104, Stefán 81, Ólafur 78 og Grétar 17 atkvæði og vom því þrír efstu kjörn- ir til eins árs. Hannes Þ. Sigurðsson og Sæmund- ur Gíslason verða áfram endurskoð- endur KSÍ og Reynir Karlsson og Þórður Þorkelsson til vara. í dóm- stólnum em sömu menn og fyrr, þeir Jón Steinar Gunnlaugsson, Jón G. Zoega og Þórður Ólafsson og varamenn þeir Gestur Jónsson, Guðmundur Þórðarson, Helgi V. Jónsson, Jens Sumarliðason og Guðmundur Jónsson, sem kom í stað Axels Einarssonar, er lést á árinu. Hilmar Guðlaugsson var þingforseti og Ingvi Guðmundsson ritari lauk við 70 síðna fundargerð um leið og þingi var slitið. kanna möguleika á lengingu keppn- istímabilsins, athuga með fjölgun liða í 1. og 2. deild, skoða hvort gmndvöllur sé fyrir því að leika 3. deild í eirium riðli, skila áliti um 4. deild, athuga með stofnun 5. deildar og skoða hvort ástæða sé til að auka samgang milii deilda. Stefnumótun til aldamóta Almenn ánægja var með drög, sem stjórnin lagði fram, að stefnumótun KSÍ til aldamóta. Kennir þar margra grasa og verða þau send út til félaganna, sem eni beðin um að kynna sér efnið og gera tillögur til úrbóta sem fyrst. A fyrri hluta næsta árs verður málið svo tekið upp á sérstökum fundi. Vinnusamt þing Þingstarfið gekk vel fyrir sig, mik- il umræða var um helstu málin og hlutu þau sanngjarna afgreiðslu. „Þetta hefur verið vinnusamt og málefnalegt þing, sem endurspeglar starf KSÍ, þar sem unnið er af ör- yggi og festu," sagði Ellert er hann sleit þinginu. Tilmæli til forráðamanna „Ársþing KSÍ 1987 beinir því til sambandsaðila að þeir beiti sér fyrir því að stöðva hróp og köll forráðamanna, for- eldra og stuðningsmanna frá hliðarlínum í leikjum yngri flokkanna í þeim tilgangi að dómarar og aðrir starfsmenn leiksins fái unnið störf sín í friði og hinir ungu leikmenn fái einbeitt sér að leiknum.“ í greinargerð með tillögunni segir að þessi hróp og köll séu alvarlegt vandamál. „Fúkyrði og svivirðingar eru einnig ekki til þess fallin að gera starf dómarans eftirsóknar- vert og hugsanlegt er að einmitt þetta vandamál sé ein af orsökum fyrir því að dóm- arar fáist ekki á leiki yngri flokkanna. Hinir ungu leik- menn hætta að geta einbeitt sér að knattspymunni og læra uð kenna dómaranum ávallt um ef leikur tapast.“ Rússnesk kosning

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.